Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 17 Stærstu hluthafar Tollvörugeymslunnar 9. marsi995 Hluthafi VSt Hlutafj.eign þús. kr. "■ ^ 1. Burðaráshf. 65.027 h 2. Lífeyrissj. verslunarmanna 6.324 1 3. Albert Guðmundsson 5.141 9 4. Draupnissjóðurinn hf. 4.088 | 5. Heimilistækí hf. 2.428 Í 6. Rolf Johansen og Co. 2.027 Í 7. ísl.hlutabréfasjóðurinn hf. 1.978 & 8. Söfnunarsj. lífeyrisréttinda 1.549 í 9. Silfurþing hf. 1.397 j 10. Nathan og Olsen hf. 1.336 j 11. Mjólkursamsalan hf. 1.277 j 12. Eignarh.fél. Alþýðubankans 1.181 j 13. Lifeyrissj. Vesturlands 1.064 j 14. Guðni Helgason 940 1' 15. Globus hf. 938 í 639 aðrir hluthafar 49.251 l ■S Hlutlall ■g 44,56% 4,33% 3,52% 2,80% 1,66% 1,39% 1,36% 1,06% 0,96% 0,92% 0,87% 0,81 % 33,75% ■s TVG borgar 7% arð Utanríkisráðuneytið Verslun hvergi frjálsari en í ESB í GÖGNUM sem tekin hafa verið saman af sérfræðingum utanríkisráðuneytisins í al- þjóðaviðskiptum segir að full- yrðing fráfarandi formanns Félags íslenskra stórkaup- manna um að aðild íslands að Evrópusambandinu væri and- stæð hagsmunum frjálsrar verslunar sé „vægast sagt vafasöm", þar sem ekkert frí- verslunar- eða tollasvæði hafí gengið jafn langt og ESB í að afnema viðskiptahindranir milli aðildarríkja og samræma regl- ur um frjáls viðskipti. Birgir R. Jónsson sagði að með aðild að ESB gæti Island þurft að takmarka innflutning á bílum og vefnaðarvörum frá Bandaríkjunum og Asíu vegna innflutningskvóta ESB og út- flutningsvörur okkar einnig sætt tollum eða hindrunum í löndum utan ESB. I gögnunum frá ráðuneytinu segir að nokkuð hafí borið á því að ríki hafí samið um það sín á milli að takmarka milli- landaverslun með bíla og þann- ig hafi Japanir samþykkt að takmarka bílaútflutning sinn til Bandaríkjanna og ESB. Slíkt sé á sjálfsögðu á skjön við frjálsa samkeppni, en sam- kvæmt Úrúgvæ-lotu GATT- samninganna verði slíkar ráð- stafanir með öllu bannaðar inn- an 4-5 ára. Magntakmarkanir á innflutningi á vefnaðarvörum verða einnig smám saman bannaðar á,10 árum samkvæmt GATT, en ísland sé eitt af fáum iðnríkjum sem ékki hafí tak- rtjarkað slíkan innflutning. ESB nýttist íslandi í deilum Hvað hugsanlegar viðskipta- hindranir á íslenskan útflutn- ing varðar, segja sérfræðing- arnir að með aðild að ESB myndu skapast ýmis konar réttindi fyrir ísland sem það hafi ekki nú, Kæmu upp vanda- mál í viðskiptum íslands við þriðju lönd kæmi framkvæmda- stjórn ESB fram fyrir. íslands hönd og ekki yrði annað séð en að hagsmunum íslands yrði betur borgið vegna stærðar og mikilvægis ESB á alþjóðavett- vangi. Innri markaður ESB sé ein markaðsheild, og hvergi í heim- inum þekkist jafn fijáls við- skipti á milli ríkja. SAMÞYKKT var að borga 7% arð á aðalfundi Tollvörugeymslunnar (TVG) í gær. Stjóm TVG var endurkjörin, en hana skipa: Þórður Magnússon (formaður), Vilhjálm- ur Fenger, Ingi Björn Albertsson, Árni Ámason og Rafn F. Johnson. Hlutafé TVG í árslok 1994 nam 145,7 milljónum króna og var fjöldi hluthafa 653. Einn hluthafí átti meira en 10% af útistandandi hlutafé, Burðarás hf. með 44,5%. Starfsliðið fjórfaldast í eina viku STARFSMÖNNUM Kynningar og markaðar hf. (KOM) fjölgaði úr fimm í nítján á þeirri einu viku sem ráðstefna Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) um mengun sjávar frá landstöðvum stóð yfir, en henni lauk í gær. „Erlendu gestirnir hafa hrósað mjög íslenska starfs- fólkinu fyrir hvað það er lipurt og viðbragðsfljótt og segja að þetta sé einhver best haldna ráð- stefna UNEP,“ sagði Jón Hákon Magnússon hjá KOM. „Til dæmis var öllum kröfum UNEP um tölvubúnað'mætt fljótt og vel, en eins og kunnugt er fór þýðingaþjónusta að stórum hluta fram í gegnum Intemetið,“ sagði Jón Hákon. „Flöskuhálsinn við það fyrirkomulag var ekki á Is- landi heldur í höfuðstöðvum UNEP í Nairobi í Kenýa. Þessar Hlutverk tollvörugeymslu í rekstri fyrirtækisins hefur minnk- að á undanförnum árum á kostnað annarra þjónustuþátta. Svokallað vöruhótel hefur verið í miklum vexti og tekjur vegna þess eru um 26% af tekjum TVG. Fyrsti áfangi af skrifstofuhóteli, þar sem inn- réttaðar hafa verið skrifstofur fyr- ir heildsala, hefur verið byggður og pæsti áfangi þess, sem er um 250 fermetrar, opnar 1. apríl nk. jákvæðu umsagnir spyijast út og gætu hjálpað okkur að fá fleiri ráðstefnur á vegum SÞ. Þetta sýnir að við eigum góða mögu- leika í alþjóðlegu funda- og ráð- stefnuhaldi.“ Jón Hákon sagði að það væri ekki auðvelt að finna 14 manns með litlum fyrirvara til að sinna ráðstefnuhaldi eins og þessu, ekki síst þar sem töluverðar kröf- ur eru gerðar til starfsfólks: allir þurfa að tala reiprennandi ensku og einhverjir frönsku að auki. KOM hefur skrá yfir fólk sem hægt er að leita til í slíkum tilfell- um og meðal annars kom skóla- fólk og fararsljórar á milli ferða til starfa við ráðstefnuna. Búbót utan annatíma „Það er gott að fá svona ráð- stefnu þegar minnst er að gera í ferðaþjónustunni," sagði Jón Hákon. „Hingað koma hátt í 200 manns frá 80 þjóðum og 10 stofn- unum SÞ og það má búast við að hver um sig eyði um 150 doll- urum á dag. Þetta eru um 1.100- 1.200 gistinætur og prentsmiðja Loftleiða prentar um 200.000 eintök af skjölum." Hrávara Kaffiverði þrýst upp London. Reuter. KAFFI- og kakóframleiðendur ráð- gera viðræður í London eftir helgina um ráðstafanir til að hafa stjórn á eftirspurn og viðhalda háu verði, sem fengizt hefur að undanförnu. Á sama tíma eru teikn á lofti um að samkomulag álframleiðenda um að draga úr offramleiðslu kunni að bresta. Það ásamt öðru hafði áhrif á verð málma í vikunni, en kaffi seldist á hæsta verði það sem af er árinu og lækkun dollars styrkti gullið. Nánar um stöðuna á hrá- vörumarkaði í vikunni: ÁL var undir þrýstingi og verðið sveiflukennt. Það hækkaði á mánu- dag, en lækkaði síðan úr 1.933 dollurum tonnið í um 1.800 dollara á nokkrum klukkustundum vegna uggs um að Rússae muni hætta við að draga úr offramleiðslu síðar á þessu ári. GULL seldist á 383.50 dollara úns- an í London í gær og hefur hækkað úr 375 dollurum fyrir hálfum mán- uði. HRÁOLÍA. í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar síðar í innan við 18 dollara tunnan í fyrsta sinn síðan í janúarlok. Verð á KOPAR hefur verið stöð- ugra en verð á öðrum undirstöðu- málmum. Var um 2.900 dollarar tonnið alla vikuna. NIKKEL lækkaði í rétt innan við 8.000 dollara tonnið, en verðið breyttist lítið alla vikuna. KAFFI seldist á 3,305 dollara tonn- ið, nýju metverði 1995. Líkurtaldar á að Brasilía og fleiri seljendur komi sér saman um að draga úr offramleiðslu. KAKÓ lækkaði í verði þegar fjár- festingasjóðir og spákaupmenn hirtu gróða af hækkunum. Um tíma fór verðið niður fyrir 1.000 pund. HVEITI. Heimsmarkaðsverð lækk- aði um 4 dollara í um 130 dollara tonnið. Verðið enn 30% hærra en fyrir ári. SYKUR lækkaði einnig í verði. ) Seðlabankinn grípur til aðhaldsaðgerða vegna óróa á gjaldeyrismörkuðum Hækkar vexti af lánum til bonka um 0.4-0.9% SEÐLABANKINN hækkaði í gær vexti sem gilda í viðskiptum hans við lánastofnanir. Hækkaði t.d. ávöxtun í endurkaupasamningum vegna ríkisvíxla um 0,4 prósentu- stig eða í 7,3% og forvextir svo- nefnds reikningskvóta hækka um 0,9 prósentustig eða í 6,4%. Jafn- framt ákvað bankinn að hætta tímabundið kaupum á verðbréfum gegn endurkaupasamningum öðr- um en ríkisvíxlum. í frétt frá Seðlabankanum segir að þessar breytingar á fyrirgre- iðslu bankans við innlánsstofnanir eigi rætur í óróa á gjaldeyrismörk- uðum, lækkun á gengi Bandaríkja- dals og hækkunum vaxta hjá seðlabönkum víða erlendis undan- farna daga. „Þetta er fyrst og fremst var- úðaraðgerð og aðhaldsaðgerð gagnvart bönkunum," sagði Birgir Isleifur Gunnarsson, seðlabanka- stjóri. „Við erum að draga úr til- tölulega fijálsu aðgengi bankanna að Seðlabankanum með fyrir- greiðslu að undanfömu og fellum tímabundið niður ákveðin fyrir- greiðsluform. Bankarnir hafa átt kost á að selja okkur verðbréf með endurkaupasamningi sem felur í sér að þeir skuldbinda sig til að kaupa þau aftur eftir 30 daga. Það fellum við niður. Við höldum áfram að gefa þeim kost á 10 daga endurkaupasamningum sem bundnir eru við ríkisvíxla en ávöxt- un þeirra hækkar til samræmis við eftirmarkaðinn." Bankarnir hafa einnig reikn- ingskvóta hjá Seðlabankanum sem felst í þ\ú að þeir hafa á hveiju tveggja mánaða tímabili mátt skulda bankanum tíu svonefnda „dagmilljarða", en þeir reiknast sem margfeldi af fjárhæð notaðs kvóta og fjölda daga sem hann er notaður. I gær var hámarksfjár- hæðin lækkuð úr 10 í 5 milljarða. Birgir ísleifur sagði aðspurður um gjaldeyrisstöðu bankans að vart hefði orðið við nokkuð gjald- eyrisútstreymi að undanfömu sem mætti rekja til þess að fyrirtæki og einstaklingar vildu tryggja sér dollara á lágu gengi. Hagnaður af því væri þó sýnd veiði en ekki gef- in þvi að ómögulegt væri að spá fyrir um þróun dollarans. Engin ástæða væri þó til að hafa sérstak- ar áhyggjur af gengi krónunnar. Morgunverðarfundwr (seínni nf tveim "stjórnmálafundum") miðvikudaginn 15.mars 1995 kl. 08.00 - 09.30, í Átthagasal Hótels Sögu ÍSLENSKT ATVINNULÍF OG PÓLITÍSKT UMHVERFI - HVERT STEFNUM VIÐ í SAMKEPPNI ÞJÓÐANNA? SIJÓRNM&LAFORINGJAR A palu MEÐ IALSMÖNNUM AIVINNULÍFSINS Forsendur og stefna fíokko og framboio í hnotskum - 5 mínútna óvörp. Fri&rik Sophusson, varaformctður Sjálfstæ&isfíokksins Halldár Astgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Kristín Astgeirsdóttir talsmaður Kvennalistans Pallborð ■ spurningar, svör, snörp skoðanaskiptí Talsmenn atvinnulífsins: Jenný Stefanía Jensdóttir, framkvæmdastjóri Plastos hf. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Opals hf. Fundarstjóri Sverrir V. Bemhöft, framkvæmdastjóri Barrs hf. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200. - Fundurinn er opinn, en tilkynna verður þátttöku fyrírfram i síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 08 - 16). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.