Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KARL FERDINANDSSON + Karl Ferdin- andsson fæddist á Reyðarfirði 17. október 1928. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Sigurð- ardóttir og Ferdin- and Magnússon. Systir hans er Jór- unn, húsmóðir á Reyðarfirði. Eftir- lifandi eiginkona Karls er Guðný Sig- urðardóttir, f. 18.3. 1930, og einkadóttir þeirra er Jóhanna, f. 6.2.1961. Mæðgurn- ar vinna báðar við Leikskóla Reyðarfjarðar. Karl vann lengst af sinnar starfsævi hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði. Utför hans fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag. MÁGUR minn og vinur, Karl Ferd- inandsson, er látinn á 67. aldurs- ári. Hann hafði fyrir nokkrum árum farið að finna fyrir sjúkdómi þeim, er varð honum að aldurtila. Karl vildi skipulag á hlutum og að til- vera hans og ijölskyldu hans héld- ist sem mest í föstum skorðum. Hann unni fjölskyldu sinni og lagði mikið upp úr nánu og reglubundnu fjölskyldulífi. Þá mat Karl starf sitt mikils og dagleg samskipti við góða vinnufélaga. Alveg fram á síðasta dag hélt Karl lífsháttum sínum og stundaði vinnu sína af kostgæfni. Fregnin um lát hans kom þess vegna mér og öðrum í opna skjöldu. Karl var stór maður og stæðileg- ur. Hann var ljúfur í viðmóti og ætíð var gott að vera í félags- skap hans. Börn hænd- ust fljótt að honum, enda var hann barn- góður með afbrigðum. Nutu þess mörg börn og unglingar, mín þar á meðal. Faðir minn var síðustu æviár sín í heimili hjá Karli og systur minni, Guðnýju. Fórst Karli einstaklega vel við tengdaföður sinn, og sýndi honum ræktarsemi og vináttu. Karl tók vel á móti gestum. Var gestrisni þeirra hjóna rómuð, og viðurgemingur við gesti og gang- andi jafnan veittur af ánægju og sérstökum myndarskap. Þótt Karl væri hægur í fasi, var hann fastur fyrir og stóð jafnan við sannfæringu sína. Margir íslendingar vilja halda því mjög á lofti, og raunar trúa því einlæglega, að hér á landi búi mik- il menningarþjóð, einkum á sviði bókmennta. Ekki skal hér dómur lagður á réttmæti slíkra skoðana. Víst er þó, að menning þjóðar verð- ur ekki mæld eftir bókahillumetmm einum saman, og ekki verða íslend- ingar meiri menningarþjóð fyrir það eitt, að þeir í tíma og ótíma stað- hæfí að svo sé. Hitt er annað, að hér á landi fínnast ýmsir, sem á þjóðlega vísu em sannmenntaðir í besta skilningi þess orðs. í þeim hópi var Karl Ferdinandsson. Hann hafði komið sér upp góðu safni bóka, einkum ljóðabóka, og hann unni tónlist. Þessara hugðarefna sinna naut hann og ræktaði í kyrr- þey, og að mestu með sjálfum sér. MINNINGAR í sumarfríum sínum ferðuðust þau hjónin, Karl og Guðný, ásamt Jóhönnu dóttur sinni, iðulega um landið. Oft komu þau við í Reykja- vík og dvöldu hér í nokkra daga. Var það mér alltaf sérstakt tilhlökk- unarefni, því þessa daga skipulögðu þau þannig, að ég gæti notið þeirra með þeim. Á ég margar og góðar minningar frá skemmtilegum sum- ardögum af þessu tagi. Ég og fjölskylda mín fæmm Guðnýju, eiginkonu Karls, og Jó- hönnu, einkadóttur þeirra hjóna, innilegar samúðarkveðjur. Missir þeirra er mikill. Eftir lifir minning um góðan dreng. Margrét Sigurðardóttir og fjölskylda. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til hans Kalla okkar. Þeg- ar ég lít tilbaka um farinn veg er það fyrsta sem kemur upp í hugann hvað hann Kalli var barngóður. Sem lítil stelpa sat ég í fanginu á honum og horfði á fréttirnar, Kastljós og dýralífsmyndir í sjónvarpinu og allt- af var hann tilbúinn að taka eitt spil við eldhúsborðið á meðan Lilla tók til matinn. Já, við Kalli vomm miklir vinir og spjölluðum mikið saman. Stundum skoðuðum við bækur og fannst mér skemmtileg- ast að skoða myndimar í Öldinni okkar og sagði Kalli mér þá sögur af atburðum tengdum þeim. Gaman þótti mér þegar við fómm í bíltúr, stundum niður á bryggju eða inn að andapolli. Síðast þegar ég fór austur, þá orðin fullorðin, keyrðum við Kalli inn að andapolli, alveg eins og þegar ég var lítil stelpa. En það er komið að kveðjustund sem er allt of fljótt. Við hefðum viljað njóta miklu fleiri samvem- stunda, fara í fleiri bíltúra, og kíkja kannski einu sinni enn í Óldina okkar. En lífíð heldur áfram, einn kemur þá annar fer. Ég vildi óska þess að litla dóttir mín hefði fengið að kjmnast hlýjum örmum hans. Minningin um Kalla vermir um ókomin ár. Elsku Lilla og Jóhanna, Guð gefí ykkur styrk á þessum erfíðu tímum. Ásta Sigurðardóttir. Laugardagurinn 4. mars rann upp bjartur og fagur. Ég stóð við gluggann og horfði út og hugsaði með mér að senn færi vetri að linna og vorið að koma, þá yrði aftur allt svo bjart og gott í okkar sál. En fljótt var sú hugsun á bak og burt, síminn hringdi og bróðir minn færði mér þá harmafregn að Kalli Fedda vinur minn væri dáinn. Nú var höggvið stórt skarð í hóp okkar starfsmanna Vegagerðarinnar á Reyðarfírði. Þar fór sá maður sem öllum þótti vænt um sem hann þekktu, og mér fínnst að enginn mum fylla það stóra skarð. Ég ætla nú ekki að rekja hans ævi né starfsferil. Vonandi verða aðrir til þess. Ég ætla bara að minn- ast míns góða vinar og félaga í nokkrum orðum. Ég kynntist Kalla vel þau sjö ár sem ég hef unnið á Vegagerðinni og þau kynni munu aldrei gleymast. Þau eru dýrmæt því Kalli var alveg yndislega góður maður og ljúfur við alla. Oft töluð- um við mikið saman og hann sagði mér frá svo mörgu sem á daga hans hafði drifíð er hann var ungur maður, því víða hafði hann verið við störf bæði til sjós og lands. Hann sagði svo einstaklega vel frá, að það var svo gaman að hlusta á hann og mér leið alltaf svo vel ná- lægt honum. Mér fannst alltaf birta í minni sálu þegar Kalli var búinn ' að koma til mín og spjalla við mig. Oft sá hann að ég var eitthvað döpur. Sló hann þá á léttari strengi og fékk mig til að gleyma eymd og volæði og horfa björtum augum á lífíð og tilveruna. Kalli var mjög fróður maður, las mikið og vissi allt milli himins og jarðar. Hann hafði gaman af ljóðum og fór oft með vísur fyrir mig sem hann var með í huga þá stundina. Ég skrifaði þær hjá mér, því mér þykir gaman að ljóðum eins og hann vissi. Þær ljóðabækur sem ég hef eignast gaf hann mér. Oft gríp ég til þeirra og les þar falleg Ijóð. Síðustu árin gekk Kalli ekki heill til skógar. Hann átti við veikindi að stríða og kvartaði aldrei þótt oft fyndi hann til. Alltaf mætti hann til sinnar vinnu, eins þann dag sem hann kvaddi þennan heim, en þá kom kallið sem enginn flýr frá. Allt gerðist svo snöggt, Kalli horf- inn á braut hins óendanlega. Alltaf erum við óviðbúin þegar ástvinur er hrifínn á brott frá konu sinni og dóttur. Það voru mér þung spor þann mánudagsmorgun er ég kom til vinnu minnar, því ég vissi að enginn Kalli kæmi niður til mín til þess að bjóða mér góðan daginn með sinni einstöku framkomu. Ég sakna míns góða vinar mikið en minningin um hann mun lifa með mér og margs á ég eftir að minnast. Ég kveð þig nú, góði vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Ég vona að englar Guðs muni umvefja þig eilíf- lega. Elsku Lilla mín og Jóhanna, ég vona að góður Guð styrki ykkur á þessari sorgarstundu. Guð blessi minningu Karls Ferdinandssonar. Dagbjört Briem Gísladóttir, Sléttu. Á vetrarmorgni heima á Reyðar- fírði sé ég að fáni er dreginn í hálfa stöng og það húmar í huga og geig- ur grípur mig í þeirri þrálátu spurn hver sveitunga minna sé nú af heimi horfinn. Og harmafregnin berst okkur að eyrum, allur er dáðadrengurinn Karl Ferdinandsson, sannur sonur byggðarlagsins. Bjartar og mætar minningar SIGURJÓN BJARNASON + Siguijón Bjarnason var fæddur í Reykjavík 20. maí 1922. Hann lést 28. febrúar sl. á hjartadeild Borgar- spítalans í Reykja- vík. Foreldrar hans voru: Sigríður Jóns- dóttir, f. 15. júlí 1893 á Eyrabakka, d. 15. maí 1944, og Bjarni Eiríksson, f. 24. september 1896 á Halldórsstöðum í Vatnsleysustrand- arhreppi, hann fórst með B.V. Robertsson 8. febrúar 1925. Siguijón átti þrjár hálfsystur, þær eru: Est- her B. Stenseth, búsett í Banda- ríkjunum (sammæðra), Guðrún Bjarnadóttir, búsett í Hafnar- firði, og Gréta Ágústsdóttir, búsett í Reykjavík. Alsystir Sig- urjóns og tvíburi var Rágna Þyri Bjarnadóttir, látin. Eftir- lifandi eiginkona Siguijóns er Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 1. nóv- ember 1922 á Eyrarbakka. Þau giftust 24. maí 1942. Þau eign- ÉG KYNNTIST honum fyrst á haustmánuðum árið 1957 um borð í BV Hallveigu Fróðadóttur en þang- að hafði hann ráðið sig sem smyij- ari í vél. Það sem fyrst vakti athygli mína á honum var sú þekking og skoðan- ir á þjóðmálum sem hann hafði, virt- ist geta rökrætt alla refílstigu stjórn- málanna og beindi þá oft orðum sín- um til okkar þeirra yngri en í þeim hópi voru flestir þeir róttæku. Þessar samvistir vöruðu í nokkra mánuði uns hann fór í land og tók upp önnur störf. Árin líða, komið er haust og árið er 1960. Sá sem uðust 5 börn, barna- börnin eru 23 og barnabarnabörnin eru orðin 29 talsins. Siguijón og Guð- björg hófu búskap í Reykjavík en árið 1970 flytja þau til Eyrarbakka. Sigur- jón stundaði alla al- menna vinnu bæði á sjó og á landi en í 25 ár var hann fangavörður, fyrst í Reykjavík en síðan á Litla-Hrauni. Sig- uijón starfaði mikið að félagsmálum og var m.a. formaður fangavarðafélags Is- lands um tíma, þá tók hann og virkan þátt í stjórnmálum og sat nokkur flokksþing sjálf- stæðismanna. Þá var hann i hreppsnefnd Eyrarbakka- hrepps. Þá ber að geta þess að ein samtök skipuðu stóran sess í huga hans og hjarta en það eru AA-samtökin. Útför Siguijóns fer fram í Eyra- bakkakirkju i dag, og hefst at- höfnin kl. 14.00. þetta skrifar kynntist dóttur Sigur- jóns og þau kynni urðu vendipunktur í lífi ungs manns. Gamlársdagur 1962: Gifting elstu dóttur og þar með er kominn tengdasonur og ég hafði eignast tengdaforeldra, Guð- björgu og Siguijón. Þar með hófust þau kynni er alla tíð hafa verið mín hamingja. Þá er ég fór að kynnast tengda- föður mínum fann ég fljótt að þar fór góður maður; hann var sá sem leiðbeindi án þess að stjórna, ætíð reiðubúinn til hjálpar ef eitthvað kom það er þurfti lausnar við og í hans valdi var að geta fært til betri vegar. Siguijón var að eðlisfari létt- lyndur og gat tekið þátt í glensi og gamni ef því var að skipta, gat oft hlegið innilega og gert grín að sjálf- um sér. Hann naut þess að koma á manna- mót, hafði gaman af að hitta fólk, var vel máli farinn, gat staðið upp og haldið ræður hvenær sem var og gat þá talað um það er honum lá á hjarta í það skiptið og þurfti þá engan undirbúning eða vangaveltur þar um, kom máli sínu vel til skila. Tengdafaðir minn gat verið fastur fyrir ef því var að skipta en sann- gjarn var hann og sáttfús ef á þurfti að halda. Hann var gæddur þeim eiginleika sem ekki er öllum gefínn, en hann er sá að láta vita ef vel er gert og þá var það sagt með þeirri einlægni sem honum var svo eðlileg, hann tók þá örmum utan um þann er þurfti uppörvun og oft sá ég blika tár á hvörmum. Eitt barnabarnið hans sagði þessi orð: Hann er svo hlýr, faðmurinn hans afa, ég tek undir þessi orð og segi: Faðmurinn hans er einn sá hlýjasti sem ég hef kynnst. Eftir að tengdaforeldrar mínir flytja austur á Eyrabakka hefst nýr kafli í lífí þeirra, hann fær sér hesta og verður það hans yndi að njóta þeirra næstu árin. Þarna rættist sá draumur hans að geta farið á bak þegar færi gæfíst og hirt þá eins og hann vildi og það var svo sannar- lega gert af alúð. Komið er sumar, nánar tiltekið 24. maí 1992, í sam- komuhúsinu Stað á Eyrabakka. Mættir eru til veislu allir afkomend- ur þeirra hjóna Guðbjargar og Sig- uijóns ásamt gestum. Tilefnið er að fagna þeim áfanga að 50 ár eru lið- in frá giftingu þeirra hjóna og um leið sjötugsafmælis hans sem var 20. maí. í veislunni stóð hann upp og þakk- aði gestum fyrir þann heiður sem þeim hjónum væri sýndur, og þá beindi hann orðum sínum til afkom- enda sinna. Innihald ræðu hans var á þessa leið: Styrkur hverrar fjöl- skyldu liggur í samheldni hennar og einmitt fyrir það gætu þau hjón þakkað, þau ættu slíka íjölskyldu. Þá brýndi hann fyrir okkur nauðsyn þess að rækta okkur sjálf og bað okkur guðs blessunar, þessi orð voru svo sannarlega töluð frá hjartanu. Þessi dagur verður okkur dýrmætur í sjóði minninga sem tengjast hon- um. Að áliðnu sumri síðastliðnu var ákveðið að fjölskyldan kæmi saman hjá þeim hjónum, allir komu sem það gátu, dagurinn leið við leiki og ærsl, allir kátir og nutu þess að vera til en fyrr en varði var komið kvöld. Það voru hamingjusöm hjón sem kvöddu hópinn sinn þegar hann hélt úr hlaði. En hveiju sumri fylgir haust, hann veiktist skömmu síðar og var fluttur á sjúkrahús, veikindin voru alvarleg. Hann fékk þó að fara heim en undan hallar. Fram undan eru erfíðir dagar og vikur, von um bata, ótti um eitthvað verra. Síðustu tvæ vikurnar sem hann lifði dvaldi hann á sjúkrahúsi. Þökk sé þeim sem önnuðust hann þar. Tengdaföður minn kveð ég með söknuði og minnist þeirra stunda er við áttum saman með sérstöku þakk- læti, það var svo gott að vera tengdasonur hans. Ég sé ekki eftir einu orði sem sagt var en sé eftir þeim orðum sem sjaldan voru sögð: Hve mér þætti vænt um hann. Elsku tengdamamma, þú hefur misst mest af okkur öllum. í rúm fimmtíu ár lágu leiðir ykkar saman í gleði og sorg, saman hafíð þið tek- ist á við allt það er á leið ykkar hefur orðið, en nú ertu ein. Það tek- ur okkur öll langan tíma að venjast því. En á þessari kveðjustund skul- um við minnast þeirra orða er hann talaði til okkar og sagði að styrkur hverrar fjölskyldu fælist í samstöð- unni og nú er það okkar sem eftir erum að svo verði áfram sem hingað til. Að lokum kveð ég tengdaföður minn með þeirri bæn sem var leið- andi í hans lífí. Guði gefí mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Guð geymi elskulegan tengdaföð- ur minn. Steindór Steindórsson. Elsku pabbi, innilegt þakklæti fyrir allt, biðjum Guð að veita okk- ur öllum styrk og huggun í sorg okkar. Með árunum mannlega athyglin vex sem opnast þá lokaðar dyr. Til baka ef lítum við systkinin sæl við q'áum allt betur en fyrr. Því ótalmargt gerðist á æskunnar slóð, sem ennþá í huganum býr. Við metum það núna, hve mamma var góð og munum, hve pabbi var hlýr. Við munum, að ætíð hvem æskunnar dag, ef angraði þetta og hitt, bamanna studdu þau hamingjuhag en hugsuðu minna um sitt. Og ókyrrð i heiminum höfðum við séð, sem herðir að landi og þjóð. Þótt tímamir breytist og mennimir með er minningin æskunnar góð. Vertu Guði geymdur, elsku pabbi. Erla og Loftur. Elsku afí minn, innilega þakka ég þér fyir ailt sem þú hefur verið mér. Ég veit, elsku afi minn, að nú líður þér betur og bið góðan Guð að geyma þig. Þig sem í fjarlægð fyöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei hvem hjartað kallar á? Heyrirðu storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymi meðan lífs ég er. (Cæsar.) Hinsta kveðja, þín, Dagný Lind. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Afí minn, mikið er erfítt að kveðja þig, mér finnst ennþá að þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.