Morgunblaðið - 11.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 11.03.1995, Page 1
JAtmrgmtftbtfrife AÐSENDAR GREINAR 1995 BLAÐ ÞAÐ er nokkuð augljós stað- reynd að án aukins hagvaxtar verður ekki unnt að vinna bug á því ástandi sem islenskt efnahags- líf býr við í dag. Skuldir ríkissjóðs hafa tvöfaldast á kjörtímabili ríkis- stjórnarinnar og fara vaxandi ef ekkert er að gert og viðvarandi 8-9 milljarða króna halli er á ríkis- sjóði sem nemur 7-8% af tekjum hans. Flestir eru sammála um að atvinnuleysi sé eitthvert alvarleg- asta vandamál samfélagsins. Það verður því höfuðverkefni næstu ríkisstjórnar að vinna bug á þess- ari meinsemd, en núverandi stjóm- völd hafa sýnt mikið dugleysi á þessu sviði og er vonlítið að úr rætist nema grundvallarbreyting verði á hagstjórn hér á landi. Orsakir atvinnuleysis Gjarnan eru nefndar tvær ástæður fyrir vaxandi atvinnuleysi í hinum vestræna heimi. Annars vegar er skýringa leitað í hagstjóm sem hafi áhrif á hagvöxt en hins vegar eru uppi kenningar um að skipulag á vinnumarkaði sé rótin að atvinnuleysinu. Verkalýðshreyf- ingin hafi komið í veg fyrir sam- keppni á vinnumarkaði með því að krefjast of hárra lágmarkslauna og þannig knúið atvinnulífið til að axla ábyrgð á réttindum sem það ekki getur staðið undir. Leiðir til úrbóta? Margar vestrænar þjóðir hafa reynt að takast á við atvinnuleysis- vandann með því að rýmka löggjöf á vinnumarkaði í nafni aukins sveigjanleika. Hlutverk skipu- lagðrar verkalýðshreyfingar hefur verið takmarkað og lögð áhersla á að samningar um kaup og kjör færa fram á einstaklings- granni. Þessi stefna hefur beðið algert skipbrot á Vesturlönd- um og víða skilið eftir sig sviðna jörð. Má nefna til sögunnar Bretland þar sem at- vinnuleysi er gífurlegt og hagvöxtur lítill og Bandaríkin þar sem atvinnuleysi er að vísu ekki mikið en því hef- ur verið haldið niðri á kostnað gífurlegrar fátæktar og réttinda- leysis launafólks. Hérlendis hafa þær raddir heyrst að vinnubrögð sem að ofan hefur verið lýst ætti að taka upp hér til að uppræta atvinnuleysið. Hér er um hættulegar tillögur hægri aflanna að ræða og þær má ekki innleiða hér. Það eru til aðrar Iáusnir og aðrar hugmyndir sem fólk á heimtingu á að stjórn- völd tileinki sér, nú þegar betur árar eftir áralangar fórnir launa- fólks í nafni stöðugleika. Óspillt náttúra - auður íslands í nýlegri skýrslu frá Alþjóða- vinnumálastofnuninni (ILO) um at- vinnu í heiminum er fjallað um þau vandamál sem að ofan greinir en út frá nýstárlegum forsendum. Skýrslan leggur áherslu á að hvert þjóðfélag þurfí að gera sér grein fyrir sínum kostum og mynda for- skot í samanburði á þeim sviðum sem það á við. Spm dæmi má hér nefna það að við íslendingar eigum fallegt og tiltölulega hreint land sem heillar marga þá sem hingað koma. Nú- tíma maðurinn í stóra borgarsamfélagi er til- búinn að borga fyrir það að komast í óspillta fjallasali eins og hér á Islandi, fyrir að baða sig í náttúralaugum ijarri mannabyggðum og fyrir að virða fyrir sér miðnætursólina í kyrrð óbyggðanna. Því er „græn ferðaþjón- usta“ eitthvað sem á sér mikla vaxtarmögu- leika hér á landi en um leið þarf það að vera meginmarkmið stjóm- valda að leggja áherslu á umhverf- isvæna pólitík, svo innistæða verði fyrir hinu hreina íslandi þegar fram í sækir. Stjórnvöld og atvinnulífið Stjórnvöld eiga að greiða fyrir nýsköpun í atvinnulífinu með því t.d. að ívilna þeim fyrirtækjum skattalega sem leggja fé í rann- sóknar- og þróunarstarfsemi eða með því að leggja fyrirtækjum lið við að afla nýrra markaða. Núver- andi ríkisstjórn hefur látið atvinnu- lífið algerlega sjá um kynningu á eigin starfsemi og það hefur jafn- framt verið undir einstökum fyrir- tækjum komið hvort þau noti skattaívilnanir og aðrar fyrirgre- iðslur til uppbyggingar atvinnu- starfseminnar eða ekki. Það verður ekki tekist á við þau vandamál sem við íslensku samfé- lagi blasa, nema með nýjum áhersl- um í hagstjórn. Það þarf að sækja viðbót inn í íslenskt atvinnulíf, við- Alþýðubandalagið er forystuflokkur vinstri sinna, segir Bryndís Hlöðversdóttir, sem hér ræðir atvinnuvegi og leiðir til úrbóta. bót við það annars ágæta atvinnu- líf sem við nú höfum. Alþýðu- bandalagið hefur lagt til að búnar verði til svokallaðar sóknarlínur í þessu skyni, þar sem viðkomandi atvinnugrein er boðið upp á- sér- staka aðstoð stjórnvalda við það að afla nýrra markaða og skapa ný atvinnutækifæri. Lagt er til að útflutningur verði til langframa forgangsverkefni í hagkerfinu öllu og því hefur þessi nýju leið fengið heitið Útflutningsleiðin. Fjárfestum í mannauði Hver eiga svo markmiðin að vera? í skýrslu ILO um atvinnu er bent á að iðnríki eigi að ein- beita sér að hátækni, aukinni verð- mætasköpun í þeirri framleiðslu sem fyrir er og leggja áherslu á atvinnugreinar sem eru líklegar til að skapa aukin verðmæti. Hér má nefna skrifstofutækni ýmiskonar, tölvuþróun, raftækni og heilsu- gæsluþjónustu, auk menningar- starfsemi ýmiskonar og umhverfís- væna vöru og þjónustu. Það er almennt viðurkennt að á íslandi sé að finna hæft og ábyggi- legt vinnuafl. Fjárfesting í mann- auði er grundvöllur framfara og í áðurnefndri skýrslu ILO um at- vinnu er lögð mikil áhersla á þenn- an þátt. Amóta hugmyndir hafa veirð viðraðar í atvinnustefnu ASÍ til nýrrar aldar sem kynnt var á haustdögum ársins 1994. Atlaga núverandi stjórnvalda að mennta- kerfinu í landinu er því þjóðhættu- leg. Niðurskurður til þessa mála- flokks er óveijandi nú á tímum þegar fyrir liggur að vaxtarbrodd- ur íslensks atvinnulífs er á sviði sérhæfingar ýmiskonar, sem á sér rætur í traustri og almennri menntun einstaklinganna. Uppgjafarstefna eða sóknarstefna Það er ekki tilviljun að tillögur Alþýðubandalagsins og ILO eru tiltölulega samhljóða á þessu sviði. Staðreyndin er sú að launafólk hvarvetna í heiminum er orðið þreytt á árásum fijálshyggjunnar á velferð einstaklinganna, sem birtist í félagslegri neyð víðsvegar í heiminum. Fólk hefur misst trú á því að fórnirna sem það hefur fært skili nokkrum einasta árangri og er niðurskurður í íslenska heil- brigðiskerfinu nærtækt dæmi um það. Þrátt fyrir aukin útgjöld heim- ilanna vegna heilbrigðis- og vel- ferðarmála eru útgjöld ríkissjóðs vegna þessa málaflokks nánast þau sömu og þau voru fyrir fjórum árum og sparnaðurinn því enginn. Alþýðubandalagið er forystu- flokkur vinstri sinnaðs fólks á ís- landi og hefur axlað þá ábyrgð með skýrri stenfumótun til framtíðar á sviði atvinnumála. Þannig vill Al- þýðubandalagið beijast gegn at- vinnuleysinu og hefja nýja sókn í atvinnulífi þjóðarinnar og segja þar með uppgjafarstefnu núverandi rík- isstjórnar stríð á hendur. Valið stendur um uppgjöf eða nýja sókn. Höfumiuv skipar 2. sætið á lista Alþýðubandalags og óháðra í Reykjavík til alþingiskosninganna í vor. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS_LAUGARDAGUR 11. Fjárfesting í mannauði Bryndís Hlöðversdóttir Engin atvinnugrein hefur vaxið jafn hratt hérlendis á undanförn- um árum eins og ferðaþjónustan. Á síðasta ári lögðu Iiðlega 179 þúsund erlendir ferðamenn leið sína til landsins og hafði þeim fjölgað um 37 þúsund frá árinu 1992. Gjaldeyristekjur þjóðarinnar af erlendum ferðamönnum námu nærri 17 miiljörðum króna í fyrra og engin önnur atvinnugrein nema sjávarútvegur aflar meiri gjaldeyr- istekna. Þúsundir íslendinga hafa beina atvinnu af ferðaþjónustu og mun fleiri byggja afkomu sína að meira eða minna leyti á henni. Tekjur af erlendum ferðamönnum dreifast um allt þjóðfélagið. Fyrir utan samgöngur, gistingu og fæði kemur til ýmis afþreying, verslun og viðskipti sem teygir anga sína til fjölmargra atvinnugreina. Ferðamenn allt árið Þrátt fyrir sívaxandi mikilvægi ferðaþjónustu er hún sjaldan nefnd þegar talað er um höfuðatvinnu- greinar þjóðarinnar. Það er hins vegar svo að hver erlendur ferðamaður jafngildir einu tonni af þorski í gjaldeyristekjum. Þetta er athyglisverð staðreynd sem vert er að hafa í huga. Enn er það svo að stærstur hluti erlendra ferða- manna kemur hingað yfir sumarmánuðina. Það er mjög þýð- ingarmikið að fá fleiri ferðamenn hingað á öðrum árstímum til að nýta fjárfestingar, auka at- vinnu og skapa gjaideyristekjur. I því skyni þarf að leggja aukna áherslu á ráðstefnuhald sem er einn arðbærasti þáttur ferðaþjón- ustu. Útlendingar þurfa að læra að meta Island í sínum alklæðn- aði, vetrarklæðum. Eflaust þykir stór- borgarbúum viðburð- ur að sjá Gullfoss í klakaböndum, svo dæmi sé tekið. Ráðstefnuhöll í Reykjavík Umræða um bygg- ingu fjölnota ráð- stefnuhallar í Reykja- vík rís og hnígur með reglubundnu millibili. Það verður ekki leng- ur undan því vikist að taka ákvörðun um slíka byggingu og þar þarf að koma til sam- starf fjölmargra aðila. Slík aðstaða myndi skapa gífurlega möguleika á ýmsum sviðum atvinnulífsins, s.s. í markaðssetningu landbúnað- ar- og sjávarafurða. Fjölnota hús býður upp á góða ráðstefnuað- stöðu, bæði fyrir stóra sem smáa Útlendingar þurfa að --------:----->-------- læra að meta Island í sínum alklæðnaði, segir Arnþrúður Karlsdótt- ir, vetrarklæðum. faghópa, að ógleymdri aðstöðu fyrir alþjóðlega íþróttaviðburði. Á meðan við höfum ástæðu og efni til að reisa bæði Ráðhús og Perlu, þá hljótum við að sjá framúr því að koma upp ráðstefnuhöll sem augljóslega gæfi af sér verulegan arð og um leið færði okkur nær nútímanum. Ferðamálafulltrúi í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ráða sérstakan ferðamálafull- trúa og var tími til kominn. Slíkir fulltrúar hafa verið starfandi víða um land með góðum árangri. Höf- uðborgin þarf að halda vöku sinni til að fá það sem henni ber af þeim tekjum sem erlendir ferða- menn skilja eftir. Það þarf að bjóða ferðamönnum sem dvelja í höfuð- borginni upp á mun fjölbreyttari afþreyingu. Hér höfum við marga glæsilega matsölustaði og heims- ins bestu matreiðslumenn og þjón- ustufólk. Þetta fólk þarf að fá tækifæri til að njóta sín betur á sínu sviði. Alþjóðaferðamálaráðið spáir því að umfang ferðaþjónustu tvöfald- ist á næstu 15 árum og þá muni 350 milljónir manna starfa í at- vinnugreininni. Til þess að halda okkar hlut í þessari aukningu er nauðsynlegt að hið fyrsta verði gerð langtímaáætlun sem nái til allra þátta ferðaþjónustu hér á landi. Til þess að verða ekki undir í þeirri gífurlegu samkeppni sem ríkir á þessu sviði þarf mikla vinnu. Vinnu sem stjórnmálamenn þurfa að hafa forgöngu um og setja í öndvegi. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Island — ráðstefnuland Arnþrúður Karlsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.