Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ T 2 B LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 KOSNINGAR 8. APRIL Glæpum fækkaði um 18% í Washington DC Náttúrulagaflokkur Íslands býð- ur fram í fyrsta sinn nú fyrir kom- andi Alþingiskosningar. Þessi nýi flokkur náttúrulögmálanna hefur það á stefnuskrá sinni að næra dýpstu rætur íslenskrar samvitund- ar svo hægt verði að leysa hin ýmsu vandamál sem veikja einstakl- inga og þjóðfélagið í heild. Rúmlega 500 rannsóknir, sem margar hveij- ar hafa birst í virtum vísindatímarit- um, styðja leiðir Náttúrulagaflokks- ins til að bæta líf og kjör íslenskra þegna. Ein þessara rannsókna var fram- kvæmd sumarið 1993 í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, D.C. Tilgangur hennar var að sannprófa hvort kenning Maharishi Mahesh Yogi um tilvist samvitundar í sam- félagi manna sé rétt og hvort hóp- iðkun TM-Sidhi-kerfisins sé raun- hæf leið til að losa um uppsafnaða streitu í samfélaginu. TM stendur fyrir Maharishi’s Transcendental Meditation, á íslensku oft nefnd Innhverf íhugun. TM-Sidhi-kerfíð er framhaldstækni sem byggir á TM og Yoga-sútrum Patanjalis. Á 5. tug rannsókna höfðu sýnt fram á áhrifamátt hópiðkunarinnar og gefíð íhugendum sjálfstraust til að tjá sig um málið af bjartsýni. Fjöl- miðlar og bandarísk yfirvöld fylgd- ust með þessum atburði frá byijun og fengin var nefnd óháðra vísinda- manna til að meta niðurstöðurnar. Mat nefndarinnar hefur nú verið gert opinbert. Það þykir líklegra nú en áður að myndaðir verði varan- legir hópar iðkenda TM-Sidhi-kerfísins víða um heim. Spáð fyrir um árangur Áður en þessi til- raun hófst var gefín út áætlun um fyrir- hugaðan árangur. Áætlunin, sem birtist í fjölmiðlum víða um heim, var tvíþætt. 1. Samkoman átti að hafa merkjanleg áhrif á heildarijölda ofbeldisglæpa (þ.e. morð, líkamsárásir, nauðganir og vopnuð rán) í Was- hington, D.C. Því var spáð að slík- um glæpum myndi fækka um allt að 20%. Margir lýstu yfír efasemd- um um að svo góður árangur næðist og sagði yfirlögreglustjóri borgar- innar m.a. í sjónvarpsviðtali að það eina sem gæti fækkað glæpum um 20% væri hnédjúpur jafnfallinn snjór. 2. Ríkisstjóm Clintons Banda- ríkjaforseta var spáð aukinni vel- gengni og Clinton sjálfum auknum vinsældum meðal almennings. Samkoman Samkoman, sem stóð frá 7. júní til 31. júlí, var undirbúin mjög vand- lega. Henni var valinn staður í Washington, D.C., vegna hárrar glæpatíðni þar í borg og út af stjómunarhlutverki staðarins. Stefnt var að því að fá 7.000 iðkendur TM-Sidhi-kerfisins til hópíhugunar tvær síð- ustu vikurnar í júlí. Um 1.000 íhugendur hófu tilraunina og fór fjöldi þeirra vaxandi eftir því sem leið á samkomuna. Þann 5. júlí var fjöldinn orðinn um 2.500 manns og um miðjan júlí urðu þátttakendur alls tæp- lega 4.000 talsins. Hópnum var skipt nið- ur á 9 mismunandi staði víðs vegar um borgina. Þess var vandlega gætt að allir íhuguðu á sama tíma svo áhrifín yrðu sem mest. Nefnd óháðra vísindamanna metur niðurstöður 27 manna nefnd óháðra vísinda- manna hefur yfírfarið niðurstöður rannsóknarinnar. Notuð var tíma- runugreining (time series analysis) til að spá fyrir um fjölda glæpa þessa tvo mánuði á meðan á tilraun- inni stóð. Nefndin óskaði eftir að tekið yrði tillit til 10 annarra hugs- anlegra áhrifaþátta á glæpatíðni svo samanburðurinn yrði sem rétt- mætastur. Þessir áhrifaþættir eru: árstíðabundnar sveiflur; vikulegar sveiflur; áhrif hitastigs; áhrif raka- stigs og rigningar; fjöldi klukku- stunda þegar dagsbirtu nýtur; hegðun glæpatíðnirits fyrir Wash- ington, D.C., áður en tilraunin hófst; hegðun glæpatíðnirits fyrir austurströndina og fyrir Bandaríkin í heild; fjöldi lögreglumanna á vakt; fjöldi sjálfboðaliða við löggæslu; og breytingar á segulsviði jarðar. Upp- lýsingar sem lágu greiningunni til grundvallar voru fengnar frá lög- reglunni í Washington, D.C., Alrík- islögreglunni (FBI), Upplýsinga- miðstöð veðurathugana í Bandaríkj- unum (The National Climate Data Center), Washington Post og Upp- lýsingamiðstöð jarðeðlisfræðilegra athugana í Golden, Colorado. Með því að bera raunverulegan fjölda saman við spár um fjölda ofbeldis- glæpa með tímarunugreiningu kemur í ljós að fækkunin nam 18%. Einnig kom í ljós mikil fylgni á milli stærðar íhugunarhópsins og fækkunar glæpa í borginni (sjá mynd). Glæpum fækkaði um 18%, segir Örn Sig- urðsson, sem hér fjallar um TM-Sidhi-kerfið. Hvað Clinton Bandaríkjaforseta snertir sýna skoðanakannanir að vinsældir hans meðal almennings í Bandaríkjunum minnkuðu stöðugt frá valdatöku hans í janúar 1993 þar til í byijun júní sama ár. Þá snerust aðstæður honum í hag og jukust vinsældir hans í kjölfarið (Sjá mynd). Ummæli vísindamanna „Framkvæmd og hönnun rannsókn- arinnar er óaðfínnanleg; greining upplýsinga var í höndum mjög hæfra einstaklinga; og niðurstöð- umar eru sláandi." (John Davies, Kvennabaráttan og Kvennalistinn II í FYRRI grein minni fjallaði ég um stöðu Kvennalistans og kosn- ingamar framundan. Hér verður vikið að hugmyndafræði Kvenna- listans og kvennabaráttunnar. Kvennabaráttan og hugmyndafræðin Feminismi er sú hugmyndafræði sem Kvennalistinn hefur byggt á frá upphafi. Innan hennar má greina margs konar áherslur, enda tíðkast nú að tala um kvenfrelsis- stefnur eða „feminisma“ í fleirtölu. Allar stefna þær að kvenfrelsi - að gera konur efnahagslega sjálf- stæðar og frjálsar; að gera störf þeirra og reynslu sýnilegri og af- nema alla mismunun á grundvelli kynferðis. Áherslumun má merkja um leiðir og rök til að ná settum markmiðum. Þar sem konur koma úr öllum stéttum og hafa mjög mismunandi lífsskoðanir og að- stæður eru til bæði hægrisinnaðar og vinstrisinnaðar kvenfrelsiskon- ur. Kvennalistinn vill vera málsvari allra kvenna og hefur því ávallt hafnað því að vera flokkaður til hægri eða vinstri og kennt sig við „þriðju víddina". Enn er stefnt að kvenfrelsi allra kvenna og því að grundvallarmannréttindi séu virt. Sú kvenfrelsisstefna sem mest var áberandi þegar fyrstu jafnrétt- islögin voru sett árið _ 1975 var frjálslyndur feminismi. Áhersla var lögð á að konur ættu að fá aðgang að öllu sem kariar hefðu aðgang að. Jafnrétti á forsendum karla eða þess þjóðfélags sem þeir höfðu mótað. Með tilkomu Kvennafram- boðsins árið 1982 og Kvennalistans árið 1983 komu nýjar áherslur, sem stundum eru kenndar við menningarfemin- isma. Áhersla var lögð á að konur ættu sam- eiginlega reynslu sem gæfí þeim aðra sýn á veruleikann sem koma þyrfti fram í stjóm- málum. Þetta birtist ekki síst í aukinni áherslu á að endur- meta þurfi störf kvenna og á að vinna gegn öllu ofbeldi gagn- vart konum og böm- um. Þó að áherslan hafí ávallt verið á sam- eiginlega reynslu, en ekki á sameiginlega eiginleika kvenna, festust smám saman ákveðnar klisjur við kvenna- listakonur: Þær áttu helst allar að vera -hagsýnar húsmæður“, „hlýj- ar mæður“, „friðarsinnar“ og sú gagnrýni var sett fram á prenti að kvennalistakonur klæddu sig á ákveðinn hátt! Það skal áréttað að ekkert af þessu var nokkurn tímann hluti af hugmyndafræði samtak- anna. Á meðan sumar kvennalista- konur virtust fyllilega sáttar við þessar klisjur, þá særðu þær frelsis- tilfínningu annarra, sem ekki vi]du láta skilgreina sig út frá hefð- bundnum kvenlegum dyggðum. Slíkt væri of takmarkandi fyrir kvenfrelsiskonur sem ávallt hafa risið upp gegn ríkjandi hefðum, krafíst frelsis í hegðun og útliti og aðstöðu til að hafa áhrif á eigin líf og samfélag. Undanfarin ár hefur þess orðið vart bæði innan Kvennalistans og I erlendum kvenfrelsishreyfíngum að konur leggja vaxandi áherslu á að þrátt fyrir sameiginlega reynslu sé ekki síður mikilvægt í allri kvennabaráttu að taka mið af margbreytileika kvenna. Með því er átt við að aðstæður kvenna séu breytilegar og þær sjálfar um leið þar sem sjálfsmyndin mótist af stöðu fólks og aðstæðum frekar en af meðfæddum eða kynbundnum eigin- leikum. Þetta þýðir m.a. að það er fremur staða kvenna í samfé- laginu sem dregur úr þeim kjark fremur en einhveijir eiginleikar sem einkenni þær sem einstaklinga eða hóp. Nægir að benda á misréttið í launa- málum eða á fæð kvenna í valda- stöðum til að sjá að mikið vantar á að um jafna stöðu kynjanna sé að ræða. Þetta sýnir glöggt hversu mikil- vægt það er að staða kvenna sé ekki lakari en karla og um leið að ekki er líklegt að karlar víki úr valdastöðum fyrir konum. Konur sem eru í kvennabaráttu eru sann- færðar um að konur verða sjá|far að breyta þessari stöðu, enginn annar muni gera það. Einnig að einstaklingsbarátta hverrar og einnar er til lítils í kvennabarátt- unni, nema hún nýtist öðrum kon- um um leið. Kvennabarátta á hægri væng Athygli vakti á nýliðnu ári þegar ungar konur í Sjálfstæðisflokknum héldu fundi um kvennabaráttu „til hægri“. Þær raddir heyrðust að úr því að Kvennalistinn hefði farið í samstarf með félagshyggju- flokkunum í Reykjavík, væri ljóst Guðný Guðbjörnsdóttir að hann hefði skipað sér „til vinstri“. Það virtist því mikilvægt að sýna fram á að það væri engin mótsögn í því að vera hægrimann- eskja og að vera kvenfrelsiskona, sem auðvitað er rétt. En þó að Kvennalistinn hafi farið til sam- starfs við aðra flokka í Reykjavík er ekki þar með sagt að hann sé vinstriflokkur. Ef svo væri, hlytu allir íslenskir stjórnmálaflokkar að teljast vinstriflokkar, samanber samsteypustjórnir fyrr og síðar. Það yrði mér mikið fagnaðarefni ef kvenfrelsisbaráttan næði inn í Sjálfstæðisflokkinnn, en furðu sæt- ir að þessar ungu sjálfstæðu konur skuli ekki hafa farið af stað fyrr en eftir að flestir listar flokksins höfðu verið ákveðnir. Hefði ekki verið æskilegra að hefja starfið fyrr svo að þær gætu sjálfar tekið þátt í prófkjörum flokksins eða að minnsta kosti stutt þær konur sem buðu sig fram? Finnst þeim virki- lega líklegt að þeir Davíð, Friðrík eða Ólafur G. séu líklegir til að setja kvenfrelsismálin á oddinn? Jú, þær segja að það gangi upp af því að kvennabarátta til hægri sé kvennabarátta þar sem sjálfstæði einstaklingsins er í fyrirrúmi. Þær ætla sem sagt annaðhvort að fara til baka til ársins 1975 og leggja áherslu á að konur geti gert allt það sama og karlar á forsendum karla eða að þær ætla að beijast ein og ein fyrir eigin frama en eru ekkert að hugsa um aðrar konur. Ef svo er getur það varla kallast kvennabarátta. Vonandi sjá kjós- endur í gegn um þessar blekkingar. Kraftur samstöðunnar og margbreytileikans í Framtíðarsýn Kvennalistans fyrir komandi kosningar er bæði lögð áhersla á sameiginlega reynslu kvenna og á margbreyti- leika kvenna. Einnig að virða verði rétt kvenna til að velja sér þann lífsfarveg sem þær kjósa. Kvenna- listinn hvetur konur til að vinna sameiginlega að bættri stöðu allra kvenna með áherslu á systrasam- stöðu og ábyrgð en um leið er lögð áhersla á að aðstæður kvenna eru Ph.D., skipuleggjandi rannsókna í félagsvísindadeild Marylandhá- skóla.) „Það er hægt að færa rök fyrir því að félagsleg áhrif þessarar til- raunar séu mun meiri en nokkurs annars rannsóknarverkefnis á þessu sviði félagsvísinda. Af þeirri ástæðu einni, á þessi rannsókn, og sú kenning sem liggur henni til grundvallar, skilið að vera athuguð gaumgæfílega af vísindamönnum.“ (David V. Edwards, Ph.D., kennari í stjórnmálafræðum, Texasháskóla í Austin) „Ég vil lýsa yfír stuðningi mínum við þessa rannsókn. Það sem hér er á ferðinni er nýtt viðhorf til glæpa og ofbeldis. Þetta nýja við- horf fær mann til að skoða athafn- ir einstaklingsins með tilliti til sam- vitundar allra borgarbúa. Maður veltur því jafnframt fyrir sér hvern- ig hafa megi uppbyggileg áhrif á samvitundina. 24 ár eru liðin síðan ég hóf störf hjá Kólumbíuháskóla hér í Washington, D.C. Á þessum tíma hef ég unnið mikið að verkefn- um tengdum félagslegum vanda- málum hér í borg. Ég vil að þessi rannsókn verði tekin mjög alvar- lega. Ég mæli með því að rannsókn- ir af þessu tagi verði endurteknar, og að við förum að leiða hugann að því hvemig hægt er að innleiða þessa þekkingu meðal unglinga miðbæjarins og starfsmanna borg- arinnar sem þar búa.“ (Anne Hugh- es, Ph.D., kennari í félags- og stjórnmálafræðum, Kólumbíuhá- skóla, Washington, D.C.) Þessi rannsókn er sú 42. í röðinni sem sýnir að áhrif hópiðkunar TM-Sidhi-kerfisins eru raunveruleg og mælanleg. Höfundur er kerfísfræðingur og 2. maður&lista Náttúrulagafíokksins í Reykjavík. Hugmyndafræði Kvennalistans byggist á feminisma, segir Guðný Guðbjörnsdóttir, kvenfrelsi og mannréttindum. breytilegar, t.d. eftir búsetu, menntun, kynhneigð, aldri eða hjú- skaparstöðu. Þetta kallar á að við hlustum vel á allar mismunandi raddir og virðum margbreytileik- ann jafnt í skoðunum sem í hegðun og útliti. Þó. að Kvennalistinn leggi áherslu á málefnalega stjórnmála- baráttu og á aukið aðhald og gott siðferði í stjórnmálum, þá erum við kvennabaráttukonur sem rís- um gegn ríkjandi hefðum, viljum áhrif og völd til að breyta okkar aðstæðum. Aukið jafnrétti kynj- anna mun koma allri fjölskyldunni til góða, líka börnum og körlum. Það er fagnaðarefni að æ fleiri karlar eru að átta sig á að jafnrétt- isbarátta kynjanna er mannrétt- indabarátta fyrir alla. Feður vilja í vaxandi mæli fá að sinna for- eldrahlutverkinu til jafns við mæð- ur og stuðla að réttlátara samfé- lagi fyrir dætur sínar og syni. Við kvennalistakonur viljum bæði hugarfarsbyltingu og að- gerðir til að vinna gegn launamis- rétti, að úrbótum í atvinnumálum, kjaramálum, efla menntun og rannsóknir og til að halda áfram baráttunni gegn ofbeldi innan heimilis sem utan. Er ekki kominn tími til að hleypa krafti samstöð- unnar og margbreytileikans að við stjórn landsmálanna, nýjum hug- myndum og öðrum aðferðum? Hefur þjóðin efni á að hafna þeirri nýsköpun og því hreyfíafli sem Kvennalistinn er í íslenskum stjórnmálum? Svari hver fyrir sig. Höfundur er dósent við Háskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.