Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 B 3 KOSIMINGAR 8. APRÍL Af afbrota- mönnum um- ferðarinnar EINU sinni var maður sem skaut úr öflugum riffli út um gluggann á íbúðinni sinni án þess að huga að afleiðingunum. Maðurinn var umsvifa- laut yfirbugaður, úr- skutðaður í gæslu- varðhald og látinn gangast undir geð- rannsókn. Annar mað- ur, „vopnaður“ kraftmiklu ökutæki, hugði heldur ekki að afleiðingunum þegar hann mundaði „vopn“ sitt innan um saklausa borgara í friðsælu íbúðarhverfi í Reykjavík. Byssu- maðurinn slapp með skrekkinn. Hann slasaði engan en hlaut þó þungan dóm fyrir að hætta lífí og limum samborgara sinna. Hinn „ofbeldismaðurinn" tók aftur á móti löglegt samgöngutæki og not- aði sem leikfang með þeim afleið- ingum að líf heillar ijölskyldu sner- ist upp í harmleik. A vegi manns- ins á vélknúna ökutækinu varð lít- ið bam sem eftir „bílaleik“ van- þroska og sjálfumglaðs unglings er fatlað fyrir lífstíð. Hvor þessara tveggja er meiri afbrotamaður? Þessar tvær ólíku sögur eru raun- veruleg dæmi úr íslenskum veru- leika og undirstrika að ofbeldis- menn umferðarinnar eru engu minni afbrotamenn en hinir sem beita banvænum vopnum til þess að fá útrás fyrir annarlegar hvatir sínar. Sakleysislegt ökutæki getur reynst hættulegt vopn í höndum þess sem ekki hefur þroska, vit né hæfileika til þess að nota það á réttan hátt. Og til þess að undir- strika enn óréttlátt mat dómsyfir- valda á vægi þessara tveggja of- beldisverka má geta þess að sá með byssuna hafnaði á bak við lás og slá en hinn var frjáls ferða sinna áður en sírenuvæl sjúkrabílsins sem flutti bamið, lífshættulega slasað, hafði þagnað. Það er hryggileg staðreynd að þriðjungur allra sem valda alvar- legum slysum í umferðinni er ungt fólk á aldrinum 17-25 ára. Ástæð- an er oftast sú sama: Ofmat á eig- in hæfíleikum sem ökumenn. Margir átta sig því miður ekki á því fyrr en of seint að hestöflin sem þeir ráða yfír er þeir sitja undir stýri geta reynst banvæn ef þau era misnotuð sem leikfang þar sem lífí og limum saklauss fólks er ógn- að. Bíll eða vélhjól getur snúist upp í stórhættulegt „manndrápstæki" í höndum vanþroska óvita. Sorgleg- ast er þó sú vitnesja að við getum komið í veg fyrir fjölda mannlegra harmleikja með því að haga okkur eins og viti bornar manneskjur í umferðinni. Önnur vænleg leið til þess að uppræta ofbeldið í umferð- inni er að dómstólar meti vægi umferðarafbrota til jafns við vægi annarra afbrota í þessu landi. Að undanförnu hefur hugtakið „sí- brotamaður" verið nokkuð til um- ræðu og sýnist sitt hveijum um notkun þess yfír þá sem bijóta ít- rekað af sér í umferðinni. Ef grannt er skoðað er þó full ástæða til þess að nefna þá síbrotamenn sem dag- lega bijóta gildandi lög í þessu landi. Telja má víst að engin lög í landinu séu brotin eins oft og um- ferðarlögin. Svo virðist einnig sem dómstólar taki slík brot ekki jafn alvarlega og oft er ástæða til. Af- leiðingin er augljós; síbrotamenn umferðarinnar vaða uppi og hætta ekki aðeins eigin lífí og lim- um — heldur einnig saklausra vegfarenda. í 101. grein um- ferðarlaganna eru skýr ákvæði um að svipta skuli þá öku- leyfí sem ítrekað bijóta af sér í umferð- inni. Þar stendur orð- rétt: „Svipta skal mann rétti til að stjórna vélknúnu öku- tæki sem ökuskírteini þarf til ef hann hefur orðið sekur um mjög vítaverðan akstur slíks ökutækis eða ef telja verður, með hliðsjón af eðli brotsins eða annars framferðis hans sem öku- manns vélknúins ökutækis, var- hugavert að hann stjómi vélknúnu ökutæki. Svipting ökuréttar skal vera um ákveðinn tíma, eigi skem- ur en einn mánuð, eða ævilangt ef sakir em miklar eða brot er ítrekað öðm sinni.“ (Leturbreyt. undirrit.) Eftir því sem undirrituð kemst næst hefur þeim brotamönnum Hvað um síbrotamenn í umferðinni, spyr Ragnheiður Olafía Davíðsdóttir, er ekki kominn tími til að yfír- völd endurskoði viður- lög er þá varða? umferðarinnar, sem staðnir em að síendurteknum umferðarlaga- brotum, ekki verið refsað á gmnd- velli þessa ákvæðis ef frá era tald- ir þeir sem teknir em oftar en einu sinni fyrir ölvun við akstur. Mér vitanlega hefur þessu ákvæði aldrei verið beitt á þá sem ítrekað aka á ólöglegum hraða eða á móti rauðu ljósi — þrátt fyrir að skýlaus heimild sé til að svipta þá ökuleyfí „ef sakir era miklar eða brot er ítrekað öðru sinni“. Sú spurning hlýtur því að vakna hve- nær sakir era nægilega miklar til þess að þær réttlæti ökuleyfís- sviptingu. Er það mat dómstóla að einungis ölvunarakstur sé svo alvarlegur? Hvað með alla hina sem fremja ótal „umferðarafbrot" innan um saklausa borgara — alls- gáðir og halda ökuskfrteininu út í hið óendanlega — þrátt fyrir langan „afbrotaferil" í umferðinni? Er ekki kominn tími til að yfírvöld endurskoði vægi refsinga í slíkum tilfellum? Nú hefur nefnd, sem skipuð var af ríkisstjóminni, skilað skýrslu um aðgerðir til fækkunar um- ferðarslysa til aldamóta. Þar er m.a. gert ráð fyrir punktakerfí sem byggist á ökuferilsskrá þar sem ökumenn missa sjálfkrafa ökuréttindin eftir ítrekuð brot í umferðinni. Megi þær hugmyndir verða að veraleika sem fyrst. Þangað til væri kannski rétt að löglærðir aðilar, sem fara með þessi mál, glugguðu betur í fræðin sín og nýttu sér öll tiltæk úrræði sem þar eru að finna til þess að koma böndum á síbrotamenn um- ferðarinnar. Höfundur er forvarnafulltrúi Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir Kosningabandalag vinstri flokkanna Senn líður að því, að framboðs- frestur til alþingiskosninga renni út og kosningabaráttan bresti fyrir alvöru á. Það er deginum ljósara að forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stefna að því að næsta ríkisstjóm verði skipuð þessum flokkum. Ekki er ólíklegt að þessi ásetningur þeirra verði að veruleika , nema brugðist verði hart við af hálfu vinstri flokkanna. Slík samsetning má einfaldlega ekki eiga sér stað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur und- anfarin fjögur ár barið alþýðu þessa lands til hlýðni við atvinnurekendur með hörmulegum afleiðingum fyrir almenning. Það verður ekki þolað lengur. Þess utan yrðu í slíkri ríkisstjóm saman komin þau völd, sem spilltust allra eru í íslenskri pólitík, og eiga rætur og fjárhagslega tilvist í fjár- málavafstri við ameríska herinn á íslandi. í þeim samanburði er Al- þýðuflokkurinn sem óspjölluð meyja. Því er nauðsynlegt fyrir þá flokka, sem bera hag alþýðu fyrir bijósti, að stilla saman strengi sína fyrir næstu kosningar. Hugsanlegt samstarf Töluvert hefur verið reynt til þess að koma á samstarfí vinstri aflanna fyrir næstu kosningar — en ekki tekist. Bæði Kvennalistinn og Jó- hanna S. hafa kæft þá hugmynd í fæðingu, af miklum hroka. Það er þessum tveimur hreyfingum hreint lífsspursmál að komast í næstu rík- isstjóm. Því er það svo að þær vilja báðar halda opinni og greiðri leið til þess að geta starfað með Sjálf- stæðisflokki að kosningum loknum. Hjá forystumönnum þessara tveggja hreyfinga er á ferðinni sami hrokinn og var í talsmönnum Kvennalista og Framsóknar, fram til hins síðasta, er R-listinn var myndaður. Að bæjarstjómarkosn- ingum loknum börðu hins vegar þessir tveir flokkar sér á bijóst og hreyktu sér mikinn, af þessu afreki „sínu“, sem í raun þurfti að beija þá til að kyngja. Sú þjóð, sem í þessu landi býr og á ekki fyrir húsnæðisreikn- ingum, á ekki fyrir læknisþjónustu, á hvorki fyrir daglegum nauðþurftum né mat, hefur ekki vinnu og stendur frammi fyrir verkföllum — þessi þjóð hlustar ekki á hroka. Því er það einföld krafa þessa fólks að heiðarleg tilraun verði gerð til þess að stilla saman strengi vinstri flokkanna fyr- ir kosningar, með það markmið efst á blaði, að útiloka fijálshyggjuna Alþýðubandalag, Kvennalisti og Þjóðvaki eiga, að mati Teits Bergþórssonar, að gera og kynna fyrir kosninga samkomulag um samstarf að kosn- ingum loknum. frá því að stjórna þessu landi — landi þar sem þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Hræðslubandalag Ég vil að Kvennalisti, Þjóðvaki og Alþýðubandalag geri með sér samkomulag fyrir kosningar sem verði kynnt alþjóð. Samkomulag þetta feli í sér að ofangreindir flokk- ar skuldbindi sig til þess að starfa saman eftir kosningar — fái þeir til þess tilskilinn þingmeirihluta. Fái þeir hins vegar ekki þann meirihluta yrði samkomulagið sjálf- krafa úr sögunni og þessir flokkar óbundn- ir hvor af öðram. Flokkarnir gengju til kosninga með það veganesti að níða ekki skóinn hver af öðrurt — halda innbyrðis frið — en beina spjótum sínum að Framsókn og Sjálfstæðisflokki og þegja Alþýðuflokkinn í hel. Fólk gæti eftir sem áður kosið hvern þeirra þriggja flokka er það mæti mest, en samt sem áður lagt þungt lóð á þær vogarskálar, sem standa myndu fyrir þeim umbrotum á stjóm landsins, sem nauðsynleg eru, eigi alþýða þessa lands ekki að enda á betlistigi. Alþýðubandalagið hefur lýst því yfír að það sé tilbúið að skoða allt hugsanlegt samstarf, sem bæta megi hag alþýðunnar. Slíkt „hræðslubandalag", er að ofan greinir, gæti blásið þeim neista í bijóst alþýðu landsins, sem með þarf, til að fella íhaldið. Forystumenn Þjóðvaka og Kvennalista. Látið ekki um ykkur spyijast að þið ætlið að halda hrok- anum og sérhyggjunni til streitu.Það er of mikið í húfi fyrir alþýðu þessa lands. Tölur úr nýjustu skoðanakönnun- um benda til algjörs fylgishruns hjá Kvennalista og Þjóðvaka. Þó ber að hafa hugfast að rúmlega 40% tóku ekki afstöðu. Bandalag vinstri flokka myndi án efa höfða til þessa hóps, sem að öðram kosti sæti heima eða kysi Framsókn á kosningadag- inn. Því er til mikils að vinna að þessir flokkar geti haft gott sam- starf sín í milli fyrir næstu kosning- ar. Með slíku bandalagi er aungvu að tapa, en hins vegar allt að vinna. Höfundur er kenaari. Teitur Bergþórsson. X-kynslóðin HAFIÐ þið heyrt getið um x-kynslóðina? Hún er kynslóðin sem er nú að kjósa í fyrsta og annað sinn. I ljós hefur komið að alltof margir af þessari kyn- slóð era ekki þátttak- endur í þjóðfélaginu. Þeir mæta ekki á kjör- stað, þeir nýta ekki þann rétt sem forfeður þeirra með blóði, svita og táram börðust fyrir. Þeir segjast ekki hafa áhuga á pólitík. Ekki alls fyrir löngu rakst ég á kunningja minn á götu úti. Hann Kolfinna Baldvinsdóttir er af x-kynslóðinni. í fávísi minni spurði ég hann hvað x-ið stæði fyr- ir. Hann svaraði: Fyrir ekkert. Við erum kynslóðin sem höfum engar háleitari hugsjónir en þær að fá að drekka bjórinn okkar í friði - það er verst hann er svo dýr. „í sama mund og þessi, annars ágæti kunn- ingi minn, sleppti orðinu, áttaði hann sig á því að hápólitískara málefni hefði hann ekki getað nefnt. Og bætti þá við: Þetta er allt tómt kjaftæði, það tekur því ekki að kjósa“ - eins og hann gæti upprætt allt kjaftæði með því. Þar með varp- ar x-kynslóðin ábyrgðinni á herðar sér eldri og reyndari, á bítlakynslóð- ina sem nú situr á þingi og hryllir við hip-hop-hávaðanum. Það er kyn- slóðin sem slapp svo billega frá allri lántöku, borgaði lánin aldrei til baka, skildi sjóðina eftir tóma. Þá samt sem skipta, atkvæði var hún ekki að hugsa til x-kynslóðarinnar, til bama sinna sem nú gjalda fyrir syndir feðr- anna. X-kynslóðin ætlar að láta þar við sitja. Hún ætlar að láta bítlakyn- slóðina leiða sig inn í óvissu framtíðarinnar, þrátt fyrir kjaftæðið sem hún sakar hana um. Þessi kynslóð sem dreymir um að skella fyrirhafnalaust poka á bakið og heija á útlönd í leit að menntun, vinnu, skemmtun og - ódýrari bjór, en telur áður atkvæði sitt litlu sem getur gert Verum þátttakendur í þjóðfélaginu segir Kol- finna Baldvinsdóttir, og mætum á kjörstað. þennan draum að vegabréfalausum veraleika. Þessi kunningi minn sagði mér að x-lcynslóðin horfði mikið á sjón- varp, „verst að það er bara um tvær rásir að velja“, sagði hann enda há- pólitískur. Áuglýsingastríðið sem nú fer senn að skella á fer því ekki fram hjá honum. Nýlega litgreindir fram- bjóðendur kæfa áhugalausu x-istana í orðagjálfri, fullyrðingar ganga á víxl sem flestar hveijar stangast á. Þá er auðveldast að láta sér fallast hendur, gefast upp á því að grisja garðinrv „það er nógu leiðinlegt að lesa undir próf‘, svo ég vitni aftur' í kunningja minn. En þá þarf hver og einn, ekki einungis x-istar, að fara að ráðum Descartes: Til þess að komast að hinum eiginlegu skoð- unum náungans er nauðsynlegra að gefa því gaum hvað hann gerir, held- ur en þvi hvað hann segir“ og, ef ég má bæta við, vara sig á því að nýju gleraugun gefa frambjóðandan- um ekki endilega nýja sýn eða breytta og betri stefnu. Inni á Alþingi þarf hver hags- munahópur að eiga sér fulltrúa. Ungt fólk á sér sína hagsmuni sem einnig verða að heyrast. En hvort drynjandi trommutaktur hip-hopps- ins eigi einhvern tímarin eftir að hljóma í húsakynnum Alþingis, velt- ur á x-kynslóðinni, því þótt Bítlam- ir hafi verið ágætir er ekki enda- laust hægt að hlusta á þá. í þeirri von að x-kynslóðin noti x-ið ekki einungis til að merkja sjálfa sig tóminu heldur x-i rétt á farseðilinn inn í framtíðina. Höfundur er sagnfrseðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.