Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSIMINGAR 8. APRÍL Láttu ekki ljúga að þér Kæru ungu íslendingar. Við erum að verða vitni að merkilegum atburðum. Allt í kringum okkur eru að verða gríðarlegar breyting- ar á samstarfi þjóða í milli. Flestar þjóðir Evrópu eru að koma sér saman um samstarfsvettvang sem mun, þegar fram í sækir,' hafa afar mikil áhrif á líf allra sem byggja þessa gömlu og virðulegu heimsálfu, með fullri virðingu fyrir Nýja heiminum. Nú þegar hafa íbúar þriggja okkar nánustu samstarfslanda, Norðurlandanna, tekið ákvörðun um að þeir telji hag sínum best borgið sem aðilar að þessum vett- vangi. íbúar þess fjórða, Noregs, höfnuðu því naumlega í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Öll Austur-Evrópa hefur aðild að þessum vettvangi efst á stefnuskrá sinni. Miðjarðar- hafsríki, á borð við Möltu, Kýpur og Tyrkland, hafa þrábeðið um að fá að vera með. Því síðastnefnda hefur þó verið bent á að taka til í mannréttindamálunum hjá sér áður en hægt er að veita því að- gang að því sem flestöllum þjóðum álfunnar okkar þykir svo eftirsókn- arvert. Hinu nána efnahagslega og pólitíska samstarfi nýrrar Evr- ópu. Evrópusambandinu. En hvað með okkur íslendinga. Jú, hér á þjóðin ekki að fá að segja hug sinn til þess, nema stöku sinn- um fjögur til fimmhundruð hræður í gegnum skoðanakannanir DV. Allir stjórnmálaflokkar þessa lands nema Alþýðuflokkurinn hafa sam- einast um það að þegja Evrópu- sambandið í hel. Láta sem það sé ekki til. „Ekki á dagskrá," segir afturhaldið. Það á að ræna þjóðina þeim rétti sem frændþjóðir okkar hafa haft. Að segja hug sinn til Evrópusamstarfsins í þjóðarat- kvæðagreiðslu eftir upplýsta um- ræðu, misupplýsta þó. Hér segir forsætisráðherra að málið sé ekki á dag- skrá. Við urðum vitni að Norðurlandaráðs- þingi um helgina þar sem ekkert annað var á dagskrá. Þingið fjall- aði ekki um annað en hvemig ætti að bregð- ast við þeim stórvið- burðum að þrjú af fimm fullvalda Norð- urlöndum eru nú þeg- ar gengin í Evrópu- sambandið. Og hér gengur forsætisráð- herrann um og segir að málið sé ekki á dagskrá. Rétt eins og þjóðin sé bæði heyrn- arlaus og blind eða ólæs og kunni ekki að kveikja á sjónvarpstækjun- um sínum. Við erum að kjósa til Alþingis Alþýðuflokkurinn einn er, að mati Magnúsar Arna Magnússonar, með Evrópumálin á hreinu. í vor og kjörtímabilið er nú einu sinni fjögur ár og ætlar einhver heilvita maður að segja mér það að Evrópumálin muni liggja á ís fram til ársins 1999? Að ekki sé tímabært að gera neinar ráðstaf- anir út af breyttum heimi fyrr en eftir fjögur ár. í guðs bænum gef- ið kjósendum ykkar eitthvert kred- it, elsku stjórnmálamenn, þeir eru ekki eins hrikalega heimskir og þið haldið. Ef einhver leyfir sér að halda því fram framan í andlitið á ykk- ur, kæru lesendur, að málið verði ekki á dagskrá fyrr en upp úr næstu aldamótum, þá eigið þið umsvifalaust að saka þann hinn sama um að hafa ekki kynnt sér málin eða að hann sé vísvitandi að tala gegn betri vit- und. Því auðvitað verður næsta kjör- tímabil það kjörtímabil þar sem þjóðin stendur frammi fyrir því hvort hún á að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu eður ei. Og þar sem þetta mál er mest áríðandi fyrir okkur, unga fólkið, þá eigum við heimtingu á því að vita hvar stjórnmálaflokk- amir standa í þessu máli. Það er einungis einn flokkur sem hefur gert hreint fyrir sínum dyr- um hvað það varðar og það er Alþýðuflokkurinn. Hann er fylgj- andi því að þjóðin fái að segja sitt álit á því að vera fullgildur og at- kvæðisbær aðili að samstarfi lýð- ræðisríkja Evrópu. Það gerist ekki fyrr en eftir aðildarumsókn og að niðurstöður samningaviðræðna eru fengnar. Þá á þjóðin að taka um það ákvörðun en ekki Davíð Odds- son, Halldór Ásgrímsson eða Jón Baldvin Hannibalsson. Við jafnaðarmenn höfum fulla trú á því að íslendingar gætu hald- ið yfirráðum yfir fiskimiðunum sem okkur eru svo mikilvæg, ein- faldlega vegna þess að Evrópu- sambandið hefur engan hag af því að fá inn í sambandið gjaldþrota þjóð. Einnig liggur það fyrir að Evrópusambandið hefur hingað til einungis gert kröfur til veiða á fiskimiðum sem liggja að fiskveiði- lögsögu þess. Það gerir okkar fisk- veiðilögsaga ekki. Fleiri rök mætti telja upp, en það þjónar engum tilgangi því við getum ekki verið Magnús Ámi Magnússon fullviss fyrr en að samningavið- ræðum loknum, en ég fyrir mína parta hef tröllatrú á íslenskum samningamönnum. Hræðslan við Evrópusambandið er vantraustsyfirlýsing á æsku þessarar þjóðar og mátt íslendinga í alþjóðlegu samstarfi. Hver er munurinn á okkur og öðrum Evr- ópubúum. Er hann sá að mestar okkar útflutningstekjur byggjast á fiskveiðum? Er sá munur svo af- gerandi að það dæmi okkur úr leik í starfi sem allar þjóðir Evrópu keppast um að vera með í? Okkar menningarrætur liggja í Evrópu. íslandi hefur ávallt farnast best þegar tengslin við Evrópu hafa verið nánust. Spurningin snýst um það hvort við viljum að íslenski fáninn blakti meðal fána annarra fijálsra lýðræðisríkja Evrópu eða hreint og beint ekki. íslensk æska er vel menntuð og alþjóðlega sinnuð. Það kemur til af því að með aukinni tækni er heimurinn alltaf að minnka og fordómum og hindrunum þjóða á milli er rutt úr vegi. Evrópusam- bandið er liður í þessari þróun, liður í því að tryggja öllum Evr- ópubúum aðgang að upplýsingum, menntun og tækni eins og hún gerist best í heiminum á hveijum tíma. Vegna fámennis hér á landi er það okkur gríðarlega mikilvægt að hafa hindrunarlausan aðgang að slíkum gnægtabrunni, sem nýtast myndi til að tryggja hér fjölbreytilegt og lifandi þjóðfélag. í annan stað þá erum við nú þegar aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem flestir eru nú sammála um að hafi verið mikið gæfuspor fyrir íslend- inga og ekki nokkrum flokki kem- ur til hugar að segjast ætla að segja þeim samningi upp hefði hann aðstöðu til þess. Með þeim samningi erum við nokkurskonar efnahagslegir aukaaðilar að Evr- ópusambandinu. Og nú á að semja um það að við sjáum um vega- bréfaeftirlit fyrir Evrópusamband- ið. Við verðum því óformlega innan landamæra þess. Það er bara eitt sem vantar. Það er það að við getum haft áhrif á þá sem hafa áhrif á okkur. Að við eigum sæti við þau fundarborð þar sem ákvarðanirnar eru teknar, að við eigum okkar fulltrúa inni í þeim þingsal sem setur lögin í Evrópu. Að okkar rödd fái að hljóma í nefndum og ráðum sambandsins, að við Islendingar getum tekið þátt í að móta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem verður endurskoðuð árið 2002, því á því sviði erum við stórveldi í Evrópu og við eigum að gera tilkall til þess sem okkur ber. Góðir ungir íslendingar. Munið þetta tvennt: Svo verður ekki nema Alþýðuflokkurinn vinni mikinn kosningasigur 8. apríl. Og það, að svo megi verða, er í ykkar höndum. Tilvitnun: “Ef einhver leyfir sér að halda því fram framan í andlitið á ykk- ur, kæru lesendur, að málið verði ekki á dagskrá fyrr en upp úr næstu aldamótum, þá eigið þið umsvifalaust að saka þann hinn sama um að hafa ekki kynnt sér málin eða að hann sé vísvitandi að tala gegn betri vitund.“ Höfundur skipar fjórða sætið á framboðslista Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - í Reykjavík til alþingiskosninganna í vor. Eg hafna gamla flokkakerfinu Brátt liður að kjördegi, eins og sjá má af aðsendum greinum dag- blaðanna. Allir róma sinn flokk og kosningaloforðum rignir yfír okkur. En hver trúir á þessa eadalausu vitleysu. Ef breyta á því launamisrétti sem hér ríkir og auka atvinnu, verðum við, smáfólkið í landinu að koma með úrlausnir. Stjórnmála- flokkar, stjórnmálamenn, alþingis- menn og bankastjórar gera það ekki, þeirra verðskyn virðist hafa brenglast við það að hafa allt of mikla peninga um hönd, því þeirra úrlausnir eru ekki í neinu samræmi við það verðlag sem fátækir íslend- ingar búa við í dag. Það er með ólíkindum að hlusta á alþingismenn afsaka að þeirra góðu kjör séu ekki þeirra ákvarðanir heldur kjaradóms og þeirra að þiggja því lögin kveði svo á um. Laun, eftirla- un, biðlaun, lífeyrisréttindi, sem skerðast ekki þó viðkomandi fái greitt úr öðrum lífeyrissjóðum, maka-eftirlaun, barnalífeyrir, já, það er athyglisvert að með bömum látins alþingismanns skulu greiðast 50% hærri bætur úr lífeyrissjóði, en barnalífeyrir almannatrygginga nemur. Eru þarfír þessara barna aðrar? Alþingismenn hafa ákveðið að manneskja sem fær greidda sjúkra- dagpeninga, heilar 250 kr. á dag, fái viðbættar 50 kr. fyrir barn sem hún hefur á framfæri, ef hún hefur verið í 50% vinnu er hún veiktist. Það er því greinilegt að alþingis- mönnum fínnst allt annað gilda um sín börn. Þvílíkt virðingarleysi fyrir börnum þessa lands, sem opinbe- rast ef til vill best í lokuðum skólum í dag. Ef reikna á út hve há samanlögð upphæð biðlaun, síðan eftirlaun og lífeyris- greiðslur, (oft úr mörgum sjóðum) al- þingismanna og ráð- herra eru, eftir að störfum þeirra á Al- þingi er lokið, hvað þá launin er þeir eru í fullu starfi, er ég viss um að það eru himin- háar upphæðir, sem greiðast úr ríkissjóði, okkar sjóði, sem við fátæklingarnir greið- um í með alltof háum sköttum, sem teknir eru af mánaðarkaupi sem er hlægilegur vasapeningur hjá þessu embættis- fólki. Og allt er þetta kjaradómi að þakka eða að kenna? En hver er yfír kjaradómi? Er það ef til vill svipað og með Ríkisendurskoð- anda, sem ráðinn er af forseta Al- þingis og uppsegjanlegur af sama aðila? Gætum við ekki farið fram á að kjaradómur ákveði okkar kaup líka, þar sem þeir virðast vera í meiri takt við verðlagið í landinu en stjórnarliðið. Ekki er það svo gott að þessir sömu launþegar hafi komið með úrlausnir til tekjuöflunar sem gefa ríkissjóði þær milljónir í tekjur, sem renna í þeirra vasa. Þó oft hreyki þeir sér af hagvexti sem hver heil- vita maður veit að er eingöngu sjó- mönnunum okkar að þakka, sem hafa nú sem endranær, ásamt skattborgurum, séð ríkinu fyrir tekjum. Það hlýtur að vera mikið að í stjómarfari þess lands sem lætur það viðgangast að bilið á milli launa ráðherra og láglaunastétta sé 850%. Að þegar þeir setja í eigin vasa við hver mánaðamót allt upp í 300-400.000 kr. fínnst þeim í lagi að greiða rúmar 40.000 kr. í atvinnuleysisbæt- ur á mánuði, til þeirra sem þeir hafa með slæmri stjórn svipt at- vinnunni og bera sama lifibrauðskostnað og þeir. Er nema von að okkur ofbjóði er þeir hreykja sér af því að hafa nú bætt þar ofan á rúmum 3000 kr. „Já en svo koma uppbæt- urnar, pakkinn frá okkur“ segja þeir og hvað kemur þá í ljós, auðvitað kemur hann sér best fyrir hátekjumenn og hverjir skyldu þeir vera? En getum við ekki sagt þeim upp? Þurfum við að eyða svo miklu af okkar sameiginlega sjóði, Ríkis- sjóði, í svo kostnaðarsama, getu- lausa stjórnarmenn, sem eiga að bera ábyrgð gerða sinna eða svo stendur í lögunum, en eru svo aldr- ei dregnir til ábyrgðar? Getum við eigendur þessa lands farið fram á nýtt stjórnkerfi? Ráðið til okkar fáa góða, velgefna menn til að stjórna þessu litla fyrirtæki sem nefnist Island. Ég get séð fyrir mér að sveitarstjóri hvers hrepps mæti með mál sinna manna til Alþingis. Ég get séð að einn maður vinni fyrir hvert ráðuneyti í nánu sam- starfi við þá sem tilheyra þeim starfstéttum, án deilna. Svo mikið myndi sparast af því að leggja „Báknið" niður að ekki væru vand- ræði með að greiða kennurum eða öðrum nauðsynlegum stéttum við- Ég hafna gamla flokka- kerfinu, segir Margrét S. Sölvadóttir, það læt- ur sig litla manninn engu skipta. unandi laun. Ég get vel séð heil- brigðisráðherra fjúka í stað réttlát- ari manns, sem hefur ekki þau endaskipti á náttúrunni að neita eldra fólki um aðstoð til þess að framleiða nýbura. Ekki hafa barn- aspítalar landsins getað þakkað honum stuðning, svo ef til vill er ætlun hans að ganga úr skugga um það að aðeins heilbrigð börn verði framleidd á íslandi .hér eftir. Ég veit dæmi þess að starfsfólk sjúkrahúsanna er svo yfir sig þreytt að því verða á mistök, sem sjúkling- arnir þegja yfir af vorkunnsemi við þetta útkeyrða fólk og nú á enn að fækka fólki í stéttinni. Aðeins við sjálf Það erum við, litla fólkið í þessu landi sem höfum tækifæri nú til þess að reyna að bijóta upp og breyta þessu kerfl sem hefur gert okkur ennþá fátækari og ennþá vanmáttugri fyrir þeim voldugu peningasöfnurum sem hafa komið því á. Enginn stjórnmálaflokkur mun breyta því svo um munar, aðeins algjör uppstokkun og miklu minna „bákn“ getur breytt eyðsl- unni í þessu þjóðfélagi í nægar tekjur sem notast gætu til eflingar atvinnu fyrir alla. ísland hefur marga aðra möguleika til tekjuöfl- unar, aðrar stefnur og áherslur eru til en þær sem gömlu flokkarnir Margrét S. Sölvadóttir einblína á. Ég er ekki svo viss um að allir þeir samningar sem nú þegar hafa verið undirritaðir og flækt hafa okkur og skuldbundið við aðrar þjóðir, séu okkur, lítilli þjóð, til góðs og leitt er ef við get- um ekki snúið til baka ef svo verð- ur raunin. Við eigum mikla auðlegð ef við hugsum um hve fáir skipta henni á milli sín, en ég óttast að þróun síðustu ára hafí fært meiri auð til fárra ríkra og þannig völdin með. Þá skiptir litlu hvaða flokkur kemst að og hveiju hann ætlar að breyta, því valdið liggur ætíð í auðnum. Aðeins raunhæfar sparnaðarað- gerðir fá fólk til samstöðu. Hugvit manna á að fá að njóta sín og ís- lenskt hugvit er gott. Við eigum nokkra góða menn sem ekki eru í stjórnmálum, en hafa þekkingu á þvi hvernig snúa má tapi í tekjur í litlu en góðu fyrirtæki sem hefur gott fólk sem vill vinna og heitir Island. Ég hafna gamla flokkakerfinu og öllum þeim flokkum og fólki sem komnir eru með framboð til alþing- iskosninga 8. apríl. Þeir hafa allir opinberað fýrir mér með rifrildum sín á milli græðgi sína í bestu sæt- in á listunum sér sjálfum til handa. Það er ömurlegt að lesa kosninga- áróðurs-greinarnar sem birst hafa upp á síðkastið í blöðunum, „kjóstu mig“, „kjóstu hann“ því við munum öllu breyta! Ég segi nej takk, ég trúi því ekki lengur. Ég trúi á gott fólk, íslendinga sem raunverulega bera hag fólksins fyrir bijóst og breyta vilja þessu kerfi sem við búum við, þjóðinni til heilla og það fólk finn ég ekki meðal framboðsmanna. Ég hef glatað trúnni á löngu útslitið kerfi sem þjónar aðeins fáum útvöldum og lætur sig engu skipta litla manninn í þjóðfélaginu. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.