Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 NÁMSVAL MORGUNBLAÐIÐ Ætlar í verknám næsta vetur Selfossi. Morgunbladið. „MIG langar að fara mn á verk- lega braut, í rafvirkjun ogþess háttar,“ sagði Ingólfur Jónsson nemandi í 10. bekk Sólvallaskóla á Selfossi. Hann sagðist hafa gam- an af því að fást við að taka í sundur hluti og gera við. Langar í rafvirkjun „Pabbi er rafvirki og starf hans hefur haft áhrif á mig, ég hef farið með honum þegar hann hef- ur farið í viðgerðir í húsum og fylgst með,“ sagði Ingólfur. Hann taldi nær öruggt að gott væri að fá vinnu á þessu sviði, það væri alltaf eitthvað nýtt að koma fram og svo bilaði alltaf eitthvað. Hann sagðist hafa dregist að því að fást við að taka i sundur ýmis tæki frá því hann var smástrákur. Ingólfur sagðist vissulega hugsa út í tekjuhliðina varðandi framtíðarstarf og sagðist telja góða möguleika á að lifa af starf i á þessu sviði. „Mig langar að læra þetta, áhuginn ræður miklu. Mig langar að vinna með höndunum og svo tengist starfið vinnu í tölvu. Sennilega þarf maður að kunna eitthvað í tungumálum til að geta aflað sér kunnáttu á ýmsum svið- um,“ sagði Ingólfur og ennfremur að við nánari hugsun kæmi fram- haldsnám á tæknisviði rafvirkjun- ar örugglega til greina síðar. Ingólfur var á því að unglingar væru ekki mikið farnir að hugsa út í framtíðarstarf og margir væru óákveðnir, tækju sér tíma til að hugsa sig um en hann væri sjálfur ákveðinn að fara á verk- námsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurlands næsta vetur. Morgunblaðið/Sig. Jóns. MAGNEA Gunnarsdóttir hefur hug á tónlistarnámi eftir stúd- entspróf og Ingólfur Jónsson stefnir að rafvirlgun. Hef áhuga á að starfa á tónlistarsviðinu „ÉG ER ákveðin í að taka stúd- entspróf til að byrja með. Ég hef mikinn áhuga á tónlist og ætla mér að svipast um eftir mögu- leikum á því sviði eftir stúdents- prófið og skoða hvað hægt er að læra,“ sagði Magnea Gunnars- dóttir, nemandi í 10. bekk Sól- vallaskóla. Hún sagði að margir krakkar væru búnir að ákveða stefnuna eftir 10. bekk en þeir væru ekki margir sem væru al- veg ákveðnir í því hvað þeir vildu starfa í framtíðinni. „Það sem aðallega hefur áhrif á mig er að ég hef starfað mikið í kór og einhvern veginn hefur þetta þróast svona. Tónlistin heillar mig og ég get þvi vel hugsað mér að starfa á því sviði. Annars hefur maður ekki prófað svo mörg störf og það er því erfitt fyrir okkur unglingana að vera mjög ákveðin. Maður getur auðvitað kynnst einhveiju öðru síðar og það síðan orðið að aðal- starfi þjá manni. Hins vegar er áhuginn á tónlistinni það sterkur ly'á mér að ég held að ég verði örugglega alltaf í henni,“ sagði Magnea. Ekki mikið hugsað um atvinnumöguleika Hún sagði einnig að þó að hún og aðrir unglingar væru að velta framtíðinni fyrir sér væri hugsunin um atvinnumöguleika kannski ekki ofarlega á blaði heldur áhuginn á starfssviðinu. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að það gæti margt breyst og ný áhugasvið komið upp þegar lengra væri komið í námi. Hússtjórnarskólinn f Reykjavík starfar með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á haustönn eru haldin dag- og kvöldnámskeið í vefnaði, fatasaumi, bótasaumi, útsaumi og matreiðslu. Á vorönn er starfræktur 5 mánaða hússtjórnarskóli með heimavist fyrir þá sem þess óska. Námskeiðin halda áfram eftir því sem húsnæði leyfir. Morgunblaðið/Júlíus LILJA Sighvatsdóttir og Torfi Arnarson með útskriftarhúfur iðnnema sem þau vonast til að hjálpi til við að skapa jákvæðara hugarfar í garð iðnnáms. Eitthvað verður að læra ALMENNT er ætlast til þess að krakkar fari í menntaskóla og síðan háskóla og frekar litið niður á þá sem fara í styttra nám, til dæmis í iðnskóla. Þetta er álit tveggja nema í Iðnskólanum í Reykjavík, Lilju Sig- hvatsdóttur og Torfa Arnarsonar. Lilja er frá Selfossi og hún er á 2. ári af þremur í tækniteiknun. „Pabbi er lærður tækniteiknari þó hann vinni ekki við það,“ segir Lilja þegar hún er spurð hvort eitthvað í umhverfinu hafi haft áhrif á ákvörð- un hennar um að læra tækniteikn- un. Annars segist hún alltaf hafa haft áhuga á listum og menningu, hún teikni og hafi gaman af að hanna hluti. Ahuginn komi því aðal- lega frá henni sjálfri. „Ég hvíldi mig frá námi í íjölbrautaskóla og ferðað- ist um heiminn. Ég ákvað síðan að drífa mig í nám, eitthvað verður maður að læra,“ segir hún. Lilja segir að ekki séu miklir at- vinnumöguleikar fyrir tækniteikn- ara. Erfitt sé að fá vinnu á teiknistof- um, tölvurnar hafi að hluta komið í staðinn fyrir tækniteiknara. Hún segist hins vegar stefna að því að fara í frekara nám erlendis, í lista- eða hönnunarskóla. Segist til dæmis geta hugsað sér að fara í arkitektúr eða innanhússhönnun. „Ég hef líka kynnst leiklistinni hér í Iðnskólanum og fengið mikinn áhuga á henni. Hver veit nema ég kanni það nán- ar?“ segir Lilja. „Pabbi þekkir meistara" „Allt er þetta tilviljanakennt," segir Torfi um þá ákvörðun að fara í Iðnskólann þar sem hann lýkur námi í pípulagningum í vor. „Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera þegar ég lauk grunnskólanámi. Það varð úr að ég fór í grunndeild málm- iðnaðar þar sem kenndar eru ýmsar málmgreinar. Pabbi þekkir pípu- lagningameistara og fékk ég vinnu hjá honum þegar ég var orðinn ieið- ur á skólanum. Ég hætti þegar ég var búinn að vinna hjá meistaranum í ár, leiddist starfið og vildi fara að skoða mig um, leika mér. Vann hér og þar um tíma. Þegar ég gifti mig fannst mér nauðsynlegt að koma mér í eitthvað fast og þá lá beinast við að ljúka pípulögnunum," segir Torfí. Torfí sér sjálfan sig ekki sem pípu- lagningamann og stefnir að því að halda áfram í Iðnskólanum, í ann- arri grein. Ætlar hann að reyna að komast í bifreiðasmíði næsta haust. Telur hana vera nær sínu áhuga- sviði. „Ég hélt því lengi fram að enginn yrði pípari nema óvart og sé í skólanum að það er ekki fjarri lagi. Þetta er illa borgað, óþrifalegt og slítandi starf og margir sem ljúka sveinsprófi snerta rörtöngina ekki aftur,“ segir Torfi. Segist hann ekki þurfa að byija frá grunni í bifreiða- smíðinni því ýmislegt sé svipað í þessum tveimur iðngreinum. Telur Torfí að möguleikar á vinnu ættu að vera góðir þegar hann hefur fengið réttindi í pípulögnum og bif- reiðasmíði. „Fólk hættir seint að klessa bíla og láta frá sér í holræs- in! Það eru endalausir atvinnumögu- leikar,“ segir hann. Lilja segist hafa farið í starfs- kynningu í grunnskólanum á Sel- fossi en telur að meira mætti gera til að hjálpa krökkum við að velja námsbrautir. Flestir vildu læra svo ógnar margt en kæmust ekki í kynni við nema hluta þess. Þeir fari því af stáð í eitthvað en verði svo að hætta og mikil orka fari til spillis. Lítið gert úr iðnnámi Torfi segist hafa staðið í hálfgerðu stappi við kennara sína í Öldusels- skólanum. „Þeir tóku alltaf þannig til orða: Þegar þið komið í mennta- skóla... Eg mótmælti þessu, sá þessa leið aldrei fyrir mér. Það er slæmt hvað mikið er lagt upp úr því að fara í menntaskóla og háskóla. En ef þú kýst að fara aðrar leiðir er litið fram hjá þér,“ segir Torfi og Lilja tekur undir þetta. Segir að ætlast sé til þess að krakkar fari í fjölbraut og síðan í Háskólann. Ber þeim saman um að lítið sé gert úr iðnnámi, stundum hálfpart- inn litið niður á iðnnema þegar þeir komi í hóp annarra framhaldsskóla- nema. „Það er ekki hægt að kenna öðrum um allt. Þetta þarf líka að breytast innanfrá. Skipulag skól- anna er orðið gamaldags," segir Lilja. Nefna þau að útskriftarhúfur iðnnema sem Iðnnemasambandið hefur látið útbúa sé jákvætt framtak og geti verið þáttur í að breyta ímyndinni. Efnt var til hönnunar- samkeppni um húfurnar meðal nema í fataiðn og þær síðan settar í fram- leiðslu. Torfi segist ætla að bera sína húfu með stolti við útskriftina í vor. Grunnskófanemendur geta flýtt fyrir sér í fjðlbraut FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garðabæ er á hveiju ári með kynningu á skól- anum og námsleiðum í Garðaskóla. Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari segir að þar njóti skólinn þeirrar sér- stöðu að flestir nemendur hans komi úr þessum eina grunnskóla og segir að kynningin hafí reynst mjög gagn- leg, bæði fyrir grunnskólanemendur og starfsmenn Fjölbrautaskólans. Kynningin er fyrir tíundu bekk- inga og fer fram í samvinnu við námsráðgjafa í Garðaskóla. Segir Þorsteinn að nemendur beri upp ýmsar spumingar, til dæmis um það hvaða nám Fjölbrautaskólinn bjóði og hvaða möguleikar þeir hafí á námi í öðrum skólum. Þegar ung- mennin byiji í fjölbraut sé reynt að láta námsskipanina hjálpa til við að beina þeim í ákveðna kjama. Eftir kjarna og stutta braut að eigin vali sé staldrað við og ákveðin leið að stúdentsprófi. Sambandið milli gmnnskólans og fjölbrautaskólans er gott í Garðabæ, eins og fram kemur í kynningu í tí- unda bekk. Þorsteinn segir að Pjöl- brautaskólinn sé stofnaður upp úr framhaldsdeildum Garðaskóla og margir kennarar skólans hafi kennt í grunnskólanum. Nemendum tíunda bekkjar stendur til boða að taka all- marga áfanga sem skipulagðir eru í samvinnu við áfangastjóra FG og eru þeir metnir inn í Fjölbrautaskólann. Geta duglegir nemendur flýtt fyrir sér með þeim hætti. Lengi óákveðnir Þorsteinn segir greinilegt að nem- endur séu lengi óákveðnir um fram- tíðina, jafnvel góðir nemendur sem ljúka stúdentsprófí. Telur hann nauð- synlegt að efla eiginlega námsráð- gjöf í starfi námsráðgjafanna. Nú taki sá þáttur starfsins sem snýr að persónulegum vandamálum ein- stakra nemenda mikla orku enda séu þetta oft mjög viðkvæm mál. Náms- ráðgjafarnir þurfi að fá svigrúm til að snúa sér meira að miðlun upplýs- inga og kynningu á möguleikum til framhaldsnáms hér og erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.