Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 10
10 C LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin • réttindakennarar • flestar greinar • öll skólastig Innritun í síma 79233 frá kl. 16.30 tiM 8.30 virka daga Nemendaþjónustan sf. Morsö Sportskole Spennandi mennta- og verslunarskóli með íþróttum. Morsö Sportskóli er nýr skóli í fallegu umhverfi í Danmörku, þar sem nemendur geta valið um bæði mennta- og verslunarskóla. Námið tekur þriú ár og lýkur með stúdentsprófi. Samhliða náminu verður mikil áhersla lögð á íþróttir. Meðal annars geta nemendur tekið próf sem þjálfarar og dómarar, bæði í handbolta og fótbolta. Meðan á námi stendur geta nemendur búið mjög ódýrt á skólagörðum, þar sem margir af dönsku nemendunum búa. Innritun er hafín. Sendið eftirfarandi seðil eða hringið cftir nánari upplýsingum til Ingibjargar Númadóttur í síma 00 45 97982108. r~ — —--------------.-------------____---------_■_ • Nafn_____:______________________________ i • Heimilisfang______________________________ i • Póstnr.___________________________________ 1 • Sími 00 354_________________' ______ • Ég óska nánari upplýsinga um Morsö Sportskóla. Fyllið út og sendið til: Nordvestjysk Handelsgymnasium, i Lerpyttervej 52, 1 7700 Thisted, Danmörku. Háskólanám í kerfísfræði Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands er skóli á háskólastigi sem veitir tveggja ára nám í kerfísfræði og útskrifar nem- endur með námstitilinn kerfisfræðingur TVÍ. Kerfísfræðingar TVÍ eiga að hafa þekkingu og þjálfun til þess að geta unnið við öll stig hugbúnaðargerðar og haft umsjón með rekstri tölvukerfa. Þekking þeirra nýtist einnig við skipulagningu og umsjón tölvuvæðingar hjá fyrirtækjum, við kennslu og þjálfun starfsfólks og við markaðs- og sölustörf í hugbúnaðariðnaði. Þeir, sem hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, geta sótt um inngöngu í kerfisfræðinám TVÍ. Námið er krefjandi og góður undirbúningur, sérstaklega í stærðfræði, íslensku, ensku og tölvugreinum, kemur nemendum til góða. Reynslan hefur sýnt að konur og karlar eiga jafnmikið erindi í námið og atvinnutækifæri fyrir bæði kynin eru margvísleg. TVÍ hefur þá stefnu að bjóða alltaf fram nám og vinnu- aðstöðu, sem er í takt við hina hröðu þróun í tölvuheiminum og mætir jafnframt þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Námsskipan TVI er endurskoðuð með stuttu millibili og búnaður skólans er í stöðugri endumýjun. Megináherslan í náminu er á forritun í ýmsum forritunar- málum og öðrum greinum, sem snúa að hugbúnaðargerð og tölvufræði. Umsóknarfrestur er til 16. júrií. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVÍ. Tölvuháskóli VÍ, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík. NAMSvAL VIÐ endurskipulagning’u náms við Hólaskóla er stóraukin áhersla á kennslu í hestamennsku. Holaskóli undirbýr reiðkennaranám II þnsmd fslendingar við há- skólanám ÞRETTÁN skólar veita menntun á háskólastigi hér á landi. Alls stunda um 6.800 nemendur háskólanám við þessa skóla. Háskóli íslands er langfjölmennastur, með um 5.100 nemendur en um 1.700 stunda nám á háskólastigi við hina skólana. Að auki eru taldir vera um 3.000 íslendingar við háskóla- nám erlendis, þar af um helm- ingur í framhaldsnámi eftir háskólanám hér á landi. Eru því alls hátt í tíu þúsund ís- lendingar við háskólanám. Skólarnir þrettán mynda með sér samstarfsnefnd há- skólastigsins og hittast stjórn- endur þeirra reglulega til að bera saman bækur sínar. Skól- arnir eru: • Háskóli Íslands • Kennaraháskóli íslands • Tækniskóli íslands • Háskólinn á Akureyri • Bændaskólinn á Hvanneyri • Samvinnuháskólinn Bifröst • Tölvuháskóli Verslunar- skóla íslands • TónlistarskólinníReykjavík • Myndlista- og handíðaskóli íslands • Leiklistarskóli íslands • Þroskaþjálfaskóli íslands • íþróttakennaraskóli íslands • Fósturskóli íslands Alþjóðlegir pennavinir International Pen Friends útvegar þér a.m.k 14 jafnaldra pennavini frá ýmsum löndum sem skrifa á ensku. Einnig á sama hátt sem skrifa á frönsku, þýsku, spænsku og portúgölsku. 300.000 manns í 210löndum. I.P.F., pósthólf 4276,124 Reykjavík, sími 988-18181. Sjábu hlutina í víbara samhengi! BÆNDASKÓLINN á Hóíum hefur fengið heimild til að þróa framhalds- nám í hestamennsku. Stefnt er að inntöku fyrstu nemendanna haustið 1996 og að þeir útskrifist sem reið- kennarar eftir tveggja ára nám. Nú stunda sex útlendingar nám í hrossa- rækt við Hólaskóla og árlega berast tugir fyrirspurna frá útlöndum. Jón Bjarnason skólastjóri Hóla- skóla segir að verið sé að stórauka kennslu í hestamennsku og hrossa- rækt við skólann. Áhersla er lögð á verklegt nám, við tamningar, þjálf- un, reiðmennsku og sýningar á hest- um. Einnig notkun þeirra hér og erlendis. „Við leitumst við að hafa námið alþjóðlegt enda er þetta sú búgrein hérlendis sem við getum helst talað um sem alþjóðlega. Við leggjum áherslu á að bjóða nám fyrir útlendinga, enda hefur það sýnt sig að það er besta kynningin á íslenska hestinum. Fólk sem kem- ur hingað og lærir á íslenska hestinn og kynnist honum í íslensku um- hverfi er bestu kynningarfulltrúar okkar erlendis," segir Jón. Víða duldir markaðir Verið er að endurskipuleggja námið við skólann. Núverandi nám verður stytt í eins árs nám, svokall- að grunnnám sem mun samsvara búfræðinámi þó áherslan verði öll á hrossarækt ogtamningar. Síðan tek- ur við tveggja ára framhaldsnám. Þar verður lögð áhersla á sérhæfða færni í tamningum og munu nem- endur útskrifast sem reiðkennarar. Jón segir að viðræður hafi farið fram við Háskólann á Akureyri um að hann taki að sér ákveðna þætti kennslufræðinnar. Verklegi þáttur- inn, sem er meginhluti námsins, verður á Hólum. Telur Jón Bjarnason að víða liggi duldir markaðir fyrir reiðkennara. Reiðmennska sé sífellt að verða rík- ari þáttur í starfi grunn- og fram- haldsskóla og í æskulýðsstarfi og þar ættu kraftar þeirra að nýtast. Einnig við kennslu erlendra ferða- manna sem hingað koma í hestaferð- ir. Þá sé draumur margra að auka sölustarfsemi erlendis og sé mikil þörf á að staðið sé skipulega og faglega að reiðkennslunni sem því starfi tengist. Erlendir nemendur Hólaskóli fær tugi fyrirspurna frá útlöndum um nám í hestamennsku og undanfarin ár hafa ávallt verið sex erlendir nemar við skólann. Nemendur hafa komið frá Sviss, Þýskalandi, Hoilandi, Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð og Englandi, svo dæmi séu tekin. Segir Jón að sér- stakt tillit þurfí að taka til erlendu nemanna í kennslunni en ágætlega hafi gengið að samræma hana þörf- um þeirra og íslensku nemendanna. Útlendingarnir séu allir sérstakt greindar- og dugnaðarfólk sem komi vegna mikils áhuga á íslenska hest- inum. Því sé gaman að vinna með þeim. NUDD- NÁM hefst 1. september næstkomandi. Kvöld- og helgarnám. Upplýsingar og skráning í símum 676612 qg 876612 Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík alla virka daga. Nuddskóli RArns Qeirdals Fjarkennsla í 54 ár! Hlemmi 5, 2. hæð, 105 Reykjavík, sími 5-62 97 50, fax 5-62 97 52 Rafpóstur: INTERNET: brefask@ismennt.is Afgreibslan er opin frá 10-15 alla virka daga. Símsvari tekur við skilaboöum utan afgreiöslutíma. Póstsendum hvert sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.