Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ IMÁMSVAL 120 ■ámsireiiiar i bók BÓK sem ætlað er að kynna grunn- og fram- haldsskólanemendum það nám sem í boði er hér á landi er komin út. Kynntar eru um það bil 120 námsgreinar og er efnið sett fram á staðlaðan hátt. Sagt er almennt frá náminu, forkröfum og náminu sjálfu. Loks er sagt frá lífi að loknu námi, þ.e. möguleikum á fram- haldsnámi og störfum. Pétur Þ. Oskarsson, fyrrverandi formaður stúdentaráðs Háskóla íslands, sér um útgáfuna. Hann hefur unnið við námskynningu og opið hús Háskólans og segir að berlega hafi komið ljós hvað mikil þörf sé á upplýsingariti um náms- framboð. Hann segist hafa farið að huga að þessu í fyrra en ekki séð möguleika á að fjármagna útgáf- una. Nú hafi skapast grundvöllur með því að Bóksala stúdenta hefði tekið að sér að gefa bókina út í samvinnu við kynningamefnd Háskólans og nyti til þess fjárhagslegrar aðstoðar Búnaðar- banka íslands. „Kemur öllum vel“ í bókinni er kynnt allt háskólanám sem framhaldsskólanem- endur eiga kost á hér á landi. Einnig nám sem miðar að starfs- réttindum, svo sem það sem iðn- skólar og sérskólar bjóða. „Það sést á brottfalli í Háskólanum að fólk er að velja sér greinar sem síðar kemur í ljós að henta þeim ekki. Það gerist meðal annars vegna þess að ekki hefur verið til heildaryfirlit yfir námsframboðið. Þetta er afar dýrt fyrir þjóðfélagið og einstakl- ingana sem fá lítið eða ekkert út úr heils árs námi og öll kynning og útgáfa sem leitt getur til vand- aðra vals hjá nemendum ætti því að koma öllum vel,“ segir Pétur. Bókin er sett upp á sama hátt og námskynningin í fýrra, þ.e. ver- ið er að kynna námsgreinar en ekki skóla og er bókinni skipt upp í átta kjamá. Sem dæmi má nefna að í kjarna tækni- og iðngreina er kynnt saman nám sem á vel saman þó forkröfur séu ólíkar, til dæmis húsa- smíði og byggingarverkfræði. „Mér fínnst spennandi að kynna námið með þessum hætti fremur en að gera greinarmun á Háskóla íslands" og einhverri óæðri menntun sem allt of mikið hefur verið gert af,“ segir Pétur. Kynningarbókin verður til sölu á námskynningu á morgun og kostar 700 kr. Þeir sem eru í Námsmanna- línu Búnaðarbankans geta fengið hana ókeypis hjá bankanum. Pétur Þ. Óskarsson Rúna Birna Finnsdóttir Jóhanna Aradóttir Vildi helst vera körfu- boltamaður að atvinnu Sauðárkróki. Morgunblaðið. Stefnir ann- að en kunn- MESTI glansinn er nú farinn af fríi skólanemenda í kennaraverk- falli og flestum er farið að dauð- leiðast aðgerðaleysið. Þó ekki öll- um. Örfáir hafa verið svo heppnir að komast í vinnu, en sumir geta helgað sig áhugamálunum þær stundir sem ekki eru teknar frá til þess að glugga i námsbækurnar í þeirri trú að verkfallið fari að leysast og því verði próf í vor. Rúna Birna Finnsdóttir stundar nám í 10. bekk Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki og hún hefur ærið nóg fyrir stafni þó. „Ég er í körfunni og læri,“ svar- ar Rúna þegar hún er spurð hvernig hún drepi tímann í verk- fallinu, og sannarlega hefur Rúna þó nokkuð á sinni könnu því að hún spilar í stúlknaflokki, ungl- ingaflokki og meistaraflokki kvenna í körfubolta fyrir Tinda- stól. Fer að vinna í bakaríinu En hefur Rúna Birna sett stefn- una á eitthvert sérstakt nám eða starf að loknu skyldunámi? „Ef ég gæti valið mér starf, bara það sem mig langar til að gera, þá mundi ég eingöngu vilja spila körfu, ekki spurning," segir Rúna Birna, „en það eru víst eng- ar líkur á því að maður komist í svoleiðis, svo að ætli maður fari ekki bara í Fjölbrautaskólann og sjái svo til hvað verður, en annars er ég að fara í starfskynningu á næstunni og fer að vinna í bakarí- inu og ég held að það sé býsna skemmtilegt." Ekki vill Rúna Birna álíta að það hafi ráðið einhverju um það að hún valdi sér í starfskynningu að fara að vinna í bakaríi, að afi hennar er bakari og fleiri ættingj- ar stunda þessa vinnu. „Ég held bara einfaldlega að þetta sé skemmtilegt starf,“ segir hún. En hvernig þarf það starf að vera sem Rúna Birna vildi gera að lif sstarfi og hugsanlega snúa sér að, að námi loknu? „Fyrst og fremst skemmtilegt, og þess vegna hefði ég viljað spila körfu, það er ekki hægt að hanga í einhverju hundleiðinlegu starfi, jafnvel þó að það sé vel borgað, bara vegna þess. Það held ég að ég mundir aldrei gera. Hins vegar fer það sjálfsagt líka eftir manni sjálfum hvort starfið verður skemmtilegt eða ekki, og það er sjálfsagt eitthvað jákvætt við öll störf ef maður reynir að leita að því,“ segir þessi bráðhressi leik- stjórnandi kvennaliðs Tindastóls. mgjarmr VÉG BÝST við að fara í Háskóla Islands, helst í lögfræði,“ segir Jóhanna Aradóttir sem er á öðru ári í Fjölbrautaskólanum i Garðabæ. Hún stundar nám á markaðs- og hagfræðibraut. Jóhanna segist hafa haft áhuga á þessu sviði i grunnskóla og fljótlega eftir að hún kom í fjölbrautaskóla hafi hún ákveðið sig. Hún telur sig ekki hafa orð- ið fyrir áhrifum af fjölskyldu eða kunningjahópi, nema siður sé, því hana hafi einmitt langað til að fara í eitthvað annað en flest- ir þeir sem hún umgengst. Listdansskóli Islands er helsta menntastofnun landsins í listdansi. Skólinn hét áöur Listdansskóli Þjóðleikhússins og var stofnaður árið 1952. Hann var til húsa innan Þjóðleikhússins þar til árið 1990 að hann fluttist að Engjateig 1 ásamt íslenska dansflokknum. Skólinn varð að sjálfstæðri stofnun árið 1992. Innritun i Listdansskóli íslands er að undangengnum inntökuprófum sem fara fram í lok ágúst ár hvert. Lágmarksaldur umsækjenda er 9 ár. Kennt er skv. stigakerfi og kennsluárið er frá 1. sept. til 15. júní ár hvert. Aðalkennslugrein er sígildur listdans, en auk hans er kennsla í spuna, karakterdönsum, nútímadansi, jassdansi, tónfræði og danssögu. LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 C 11 Söngskólinn í Reykjavík nám í aJmennri deild: söngtækiiiy túlkun, pianóleikur, tónfrædi, hilómfræði, tónheyrn, nótnalestur, tónlistarsaga, form- fræói, Qódatúlkun, óperutúlkun framhaldsmenntun á háskólastigi: kennslufræöi, kórsijórn, líffræöi raddarinnar, tækni, efnisval æfingakennsla Söngskólinn veröur kynntur fiisnæöi listaskólanna í Laugarnesi kl. 13-18 á morgun. Veriö velkomin. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI býður þetta nám: Heilbrigðissvið, sjúkraliðabraut, náttúrufræðibraut. Hússtjórnarsvið, matvælabraut, handmenntabraut, náttúrufræðibraut. Tæknisvið, grunn- og framhaldsdeildir í málm-, raf- og tréiðnum, vélstjórnarnám til 3. stigs, tækni- teiknun, flestar iðngreinar, stúdentspróf. Uppeldissvið, stúdentspróf. Útvegssvið, fiskiðnaðarnám og nám til 2. stigs stýrimanns. Viðskiptasvið, almennt verslunarpróf og stúdentspróf. Öldungadeild, stúdentspróf. Fjarnám með tölvum, (skv. námskrá framhaldsskóla). Námskeið, t.d. í tölvufræði. Heimilisfang okkar er Eyrarlandsholt, 602 Akureyri. Síminn er 96-11710, bréfsími 96-11148, pósthólf 280. Skólameistari. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal Á Hólum er stundað lifandi starfsnám á fögrum og friðsælum stað! Áherslusvið: Hrossarækt - reiðmennska - tamningar - fiskeldi - vatnanýting - ferðaþjónusta. Valgreinar: Sauðfjárrækt, nautgriparækt, handiðn, hlunnindabúskapur o.fl. o.fl. Á Hólum er: Miðstöð rannsókna og kennslu i hrossarækt og hestamennsku! Gott hesthús og reiðkennsluhús! Miöstöð rannsókna í bleikjueldi! Ný kennslufjárhús! Vel búin tölvuver! Heimavist í smáíbúðum, mötuneyti, sundlaug. Inntökuskilvrði: Viðkomandi þarf að hafa lokið 65 einingum úr framhaldsskóla, eins árs starfsreynslu og vera a.m.k. 18 ára. Eða vera a.m.k. 25 ára með mikla starfsreysnlu. Námstími er 1 ár. Möguleiki er á að Ijúka stúdentsprófi við skólann. Námið er lánshæft samkvæmt reglum LÍN. Nám á hrossaræktarbraut getur veitt rétt til inngöngu í Félag tamningamanna. Nám á fiskeldisbraut veitir námsheitið fiskeldisfræðingur. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Hólaskóli, Hólum Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur, sími 95-35962, símbréf 95-36672.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.