Morgunblaðið - 12.03.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.03.1995, Qupperneq 1
128 SIÐUR B/C/D 0 r jjunliTn M Í1 STOFNAÐ 1913 60. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hamborgari mengar mjög MENGUN frá hamborgarahúsum og öðrum skyndibitastöðum í Los Angeles er níu sinnum meiri en frá öllum stræt- isvagnaflota borgarinnar, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, sem greint er frá í vísindaritinu New Scientist. Dag hvem stiga 13,7 tonn af reyk upp frá þessum vertshúsum og frá þeim falla til 19 tonn af Iífrænum efnasamböndum sem endurvarpa sólarljósi og auka á móðuna í borginni. Þessi mengun ham- borgara- og skyndibitastaðanna, sem em 30.000 talsins í Los Angeles, gæti stuðlað verulega að aukningu krabba- meins og öndunarsjúkdóma íbúanna. Mengunin verður fyrst og fremst til er fita lekur úr hamborgurum niður á opinn loga og brennur við hátt hitastig. Glasgow fær lága einkunn DAGLEGT líf fátæklinga í Easter- house-blokkunum í Glasgow er ömur- legra en líf þjáningarbræðra þeirra i moldarkofum í fátæklingaþorpinu Nilgris Hills suður af Mysore á Ind- landi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar samanburðarrannsóknar á kjörum fólks i fátækrahverfum í Indlandi og á Vest- urlöndum. Sjálfsbjargarviðleitni sé ein- kennandi fyrir indverska fátæklinga, þeir sýni framtakssemi og rækti líkama og sál en aðgerðaleysi einkenni ibúa Easterhouse-hverfisins, hverra hug- rekki og siðferðisþrek er í lágmarki eftir jafnvel áratuga atvinnuleysi. Fokdýrt flugvélarnef SOTHEBY’S-uppboðsfyrirtækið mun se^ja ýmsa hluti sem tengjast þróun og smiði bresk-frönsku þotunnar Con- corde, s.s. líkön, teikningar og hluti úr flugvélunum. Búist er við að eftirsótt- ust verði tijóna, sem notuð var við til- raunir á frumgerð þotunnar. Vonast Sotheby’s til að þotunefið verði slegið á a.m.k. 25.000 pund, jafnvirði 2,6 millj- óna króna. Morgunblaðið/Páll Stefánsson Hólafjall gnæfir yfir Seldal FAGURT útsýni var frá Oddsskarði er Páll Stefánsson ljósmyndari var þar á ferðinni á dögunum. Tignarlegt gnæfir Hólafjallið, sem er 1001 metra hátt, yfir bænum Seldal í samnefndum dal. Kaupmannahafnarfundur Sameinuðu þjóðanna um félagslega þróun Yfirlýsingin gagnorð- ari en búist var við Kaupmannahöfn. Reuter. Morgunblaðið. BOUTROS Boutros-Ghali framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði við upphaf leiðtogafundar ráðstefnu SÞ um félagslega þróun, sem lýkur í Kaupmannahöfn í dag, að aldrei áður hefðu þjóðir heims deilt áhyggj- um varðandi fátækt, atvinnuleysi og félags- lega upplausn. Paul Nyrup Rassmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði er hann setti leiðtogafund- inn, sem er sá fjölmennasti sem sögur fara af, að hróplegar andstæður einkenndu kjör jarðarbúa. Hvatti hann ríkari þjóðir til þess að gefa þeim fátækari eftir skuldir. Aðfaranótt föstudags tókst að greiða úr flestum óvissuatriðum, sem enn voru óaf- greidd í yfirlýsingu og framkvæmdaáætlun leiðtogafundarins. Fram eftir föstudeginum voru átök bandarísku og kúbversku fulltrú- anna um ákvæði er snerta viðskiptabönn helsta fréttaefnið, en þegar Fídel Kastró Kúbuforseti lenti á Kastrup-flugvelli síðdeg- is hafði sá ágreiningur einnig verið leystur. Nyrup Rasmussen ánægður Poul Nyrup Rasmussen sagði, að það væri ekki slæmt að leggja nafn Kaupmanna- hafnar við yfirlýsingu fundarins, því margt hefði náðst fram. Fyrst og fremst lægi nú fyrir mikilvæg úttekt á félagslegum aðstæð- um í heiminum. Ánægjulegt væri að nú væri bætt í yfirlýsinguna ákvæði um að menntun væri mikilvæg forsenda jákvæðrar félagslegrar þróunar. Umdeild grein um að þróunarlönd skuld- byndu sig til að greiða 20 prósent útgjalda sinna til félagslegra útgjalda, gegn því að iðnríkin greiddu það sama í framlögum sín- um, var ekki samþykkt sem skuldbinding, en gerð að samningsatriði milli landanna í hveiju tilviki. Þó margir fulltrúar þróunarlandanna álíti nokkuð hafa áunnist í samningu yfirlýsingar fundarins og framkvæmdaáætlunar verða margir þeirra fyrir vonbrigðum með að iðn- ríkin skuli ekki skuldbinda sig til að greiða 0,7 prósent fjárlaga sinna í þróunarhjálp. Þar sem Fídel Kastró er sá þjóðarleið- togi, sem lengst hefur ríkt af þeim, sem mættir eru, mun hann verða borðherra Margrétar Danadrottningar í veislu, sem hún heldur þjóðarleiðtogunum. Að venju klæðist Kastró hermannabúningnum græna í heimsókninni og mun varla mæta í öðru í drottningarveisluna. I UPPHAFLVAR bill VOSKIFI'IAIVINNUIÍF INAFNI SPÁMANNSINS ASTRALSKA BYLTINGIN o

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.