Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 11 kollegum." Sigurður telur það vera mjög eðlilegt að samskipti sjúklings og heilbrigðisþjónustunnar hefjist í heilsugæslunni. Hinsvegar ætti al- ■menningur skilyrðislaust að eiga val ef hann kýs að leita annað. Miklir hagsmunaárekstrar skapist ef heim- ilislæknar eiga að virka sem hlið- verðir í því hveijir komist til sérfræð- inga og hveijir ekki auk þess sem Útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála 1991-1995 Milljónir króna (á verðlagi ársins 1995) 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 1991 1992 1993 1994 1995 Skipting útgjalda til heilbrigðis- og tryggingamála 1995 Tryggingamál 27.159,6 milljónir 1.500 kr. á komu. Talið er að hækk- un á greiðslum til sérfræðilækna hafi numið um 165 milljónum við breytingarnar. Greiðslur fyrir tann- læknaþjónustu voru hækkaðar um 200 milljónir sé miðað við þær tann- aðgerðir, sem framkvæmdar voru árið 1991. Þá var hætt að greiða fyrir fegrunartannréttingar og fegr- unaraðgerðir sérfræðilækna. Loks voru greiðslur vegna göngudeilda, slysastofa, röntgenmynda og rann- sókna hækkaðar og er talið að hækk- unin nemi 70-80 milljónum kr. GJALDTAKA AUKIN Hlutur notenda heilbrigðisþjón- ustunnar hefur hækkað um 900- 1.000 milljónir kr. á ári á kjörtíma- bilinu, skv. útreikningum íjármáia- ráðuneytisins, en nokkrar breytingar hafa verið gerðar á greiðsluþátttöku á tímabilinu, bæði í kjölfar kjara- samninga og eftir reynslu og ábend- ingum talsmanna notenda. Að sögn ráðherrans var eins og kostur er tekið tillit til þess í aðgerðum stjórnvalda að heilbrigðisútgjöldin dreifðust mjög mismunandi á fólk og fjölskyldur. Almennt gildi að elli- lífeyrisþegar og öryrkjar greiði mun lægra verð fyrir heilbrigðisþjónustu en aðrir og afsláttarkort, sérstaklega sniðin að þörfum barnafjölskyldna, gilda fyrir þá, sem þurfa oft að nýta sér þjónustuna. Gefin eru út sérstök lyfjakort til þeirra, sem taldir eru þurfa viðvarandi lyfjagjafir auk þess sem sum lyf eru veitt notendum að kostnaðarlausu. Nýlegar breytingar á greiðsluhlut sjúklinga í heilbrigðisþjónustu heim- ila éinnig að atvinnulausir greiði lægra gjald en aðrir. Loks hefur sérstakur sjóður verið stofnaður hjá sjúkratryggingadeild Trygginga- stofnunar ríkisins sem er ætlaður þeim sem, þrátt fyrir ofangreindar ráðstafanir, bera mikinn kostnað og hafa lágar tekjur. Sjóðnum er heim- ilt að endurgreiða allt að 90% út- lagðs kostnaðar. HERT EFTIRLIT Auk sérstakra aðgerða tii að halda aftur af útgjöldum hefur tekjuteng- ing í almannatryggingum verið auk- in. Grunnlífeyrir skerðist nú eftir tekjum og ekknabætur voru tekju- tengdar. Þá var mæðra- og feðra-. launum breytt í kjölfar hækkunar á meðlögum. Tryggingastofnun ríkis- ins hefur sömuleiðis hert eftirlit sitt með greiðslum bóta og eru nú meiri kröfur gerðar til vottorða og betur er fylgst með aðstæðum þeirra, sem sækja til stofnunarinnar. Þá hefur Tryggingastofnun eflt eftirlit með þeim, sgm veita þjónustuna ogj|ó|- ar ítarlegar eu áður hvort reikningar þjóðhagslega hagkvæm starfsémi séu í saíhræmi yið þá þjónustu, sem enda búið að flytja marga þætti út veitt var. Áætlað er að aukin tekju- af spítölum yfir á verksvið sjálfstætt tenging og hert eftirlit hafi minnkað starfandi sérfræðinga sem vinna útgjaldavöxt í almannatryggingum skv. samningi Tryggingastofnunar um 2.000 milijónir kr. og Læknafélags Reykjavíkur. Ég Loks hefur verið dregið úr fjár- þori að fullyrða að sérfræðiþjónusta festingum í heilbrigðisþjóhustunni á íslandi er mjög ódýr miðað við og áherslunni beint frá steinstevpu nágrannalöndin og hún er einnig í iækningar og umönnun, segir ráð- ódýr miðað við heilsugæsluna á ís- herra. í samræmi viðþástefnumörk- landi. Þegar við höfum verið að un hafa framlög úr Framkvætnda- reyna að benda á að til- -----------------—4 sjóði aldraðrá verið nýtt vísunarkerfið er afleitt Markmiðið í auknum mæli til rekst- fyrir alla aðjla og síst e_ 2m|ra urs öldnmarstofnana. Sfailög til stofnkostnað- ar hafa samtals lækkað um 170 milljónir frá árinu Sjúkra- stofnanir r16.909,7 millj. Heilsugæsla, 1.740,1 milljún - Yfirstjúrn og eftirlitssto/nanir 294,9 milljónir -Annað, 423,6 milljónir þeir hefðu sjálfír fjárhagslegan hag af því að vísa fóíkinu ekki áfram heldur vinna verkin á eigin vegum. Sigurður segist jafnframt ekki sammála áherslum í niðurskurði. Á meðan niðurskurður beindist í stór- um stíl að sjúkrahúsunum á höfuð- borgarsvæðinu, eða þeim veiku öllu heldur, væri uppbyggingu heilsu- gæslunnar, þeim minna veiku, sinnt af kappi. „Og núna er verið að leggji störf sérfræðinga utan sjúkrahúsa í einelti sem að mínu mati er mjög • . . _• . . . í■ , s _ , starfsémi samkeppni ílyfsölu. fallið til sparnaðar, vænir ráðherra okkur um að svipta fölk tryggingarétt- inum. Það er ekkert ein- ........' faldara fyrir hann en að drága þettá ólánskerfi til baka. Það er það eina sem við biðjum um,“ segir Sigurður. KOMUGJOLD Árið 1992 voru tekin upp komu- gjöid á heilsugæslustöðvum sem hafa skilað um 200 mil|jónum í auknar tekjur. Komum tii heilsu- gæslulækna fækkaði um 10% í ltjöl- farið og hafa ekki tekið verulega við sér aftur. Teknar voru upp hlutfalls- greiðslur fyrir lyf og gi'eiðsluþátt- taka notenda í lyfjum aukin til sam- ræmis við það sem tíðkast í Evrópu. Sum lyf, svo sem fúkkalyf, sem tal- in eru ofnotuð, greiða notendur nú að fullu. Miðað við lyfjaútgjöld árið 1994 er aukinn hlutur notenda í lyfj- um um 300 milljónir kr. árlega. Hlutfallsgreiðslur til sérfræðinga tSminniieftirspurn er eftir þjónust.u voru innleiddar árið 1993, en árið heilíarigðiskerfisins nú en áður með áður hafði gjaldið verið hækkað í tilkomu þjónustugjalda. íjárlaga 1995. Svo á heildina sé litið nemur raunsparnaðurinn 1,5 milljarði á kjörtimabilinu 'og hefur útgjalda- aukningin þar með verið stöðvuð. HÍnsvegar má|ætla að sparnaður ríkisins sé að jnestu leyti kominn tii með þjónustugjöldum, sem bein- ast að notenduip heilbrigðisþjón- ustunnar, og aðgerðum, sem bein- ast að þeini sem bjóða þjónustuna, en skv. fjármájbráðuneytinu er ekki óvariegt að iletla að um eða yfir þrir milljarðar hafi verið fluttir frá ríki ogyltrá sjúklinga á kjörtímabil- inu auk þéss sem áætlað er að spa- rast hafi tveir til tveir og hálfur milljárður vegna aðgerða, seni beinst hafa að þeim sem bjóða heil- brigðlsþjónustuna. Hluta sparnaðar ríkisins má svo rekja til þess að SIGHVATUR BJÖRGVINSSON, HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Velferóarkerfió lifir enn góóu líffi SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, seg- ist fagna þeim mikla árangri, sem náðst hafi á kjörtímabili til lækkunar á útgjöldum í heilbrigðiskerf- inu. Þrátt fyrir ýmsar raddir þess efnis að verið væri að rústa eða lama íslenskt velferðarkerfi, eigi sú staðhæf- ing sér enga stoð í raunveruleikanum. Velferðarkerfið lifi enn góðu lífi þrátt fyrir verulegan árangur, sem náðst hafi í að halda aftur af vexti útgjalda heilbrigðismála og almannatrygginga. Ávallt megi þó deila um hvort krefjast hefði mátt meiri árangurs eða hvort gengið hafi verið of langt á einhveijum sviðum. Sighvatur segir að aðhaldsaðgerðir stjórnvalda séu aidrei til þess fallnar að afla viðkomandi ráðherrum sér- stakra vinsælda, en þegar gripið sé til slíkra ráðstafana fari ýmsir aðilar af stað til að veija hagsmuni sína og virðist sem þeir eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. „Reynslan befur hinsvegar sýnt, svo ekki verður um villst, að það er hægt að lækka útgjöldin og á sama tíma við- halda þeim gæðum og aðgengi sem ásættanlegt er. Sá árangur næst þó tæpast án þess að það komi niður á kjörum þeirra, sem veita þjónustuna eða selja aðföng til heilbrigðisstofnana.“ Þrátt fýrir 3% raunlækkun á heildarútgjöldum til heil- brigðis- og tryggingamála á kjörtímabilinu, segir Sighvat- ur að nýjar stofnanir hafl hafið rekstur og fjölmörg ný verkefni komið til. Binnig hafi maj-kvisst verið stuðlað að ýmsum ulhbótum. T.d. hafi verið dregið úr gríðarlegum lyfjakostnaði fslendinga sem fóist í miklum mæli í notkun dýrustu sýklalyfja, sem á markaðnum voru, með þeim afleiðingum að læknar voru famir að vara mjög við því að þjóðin væri farin að byggja upp óþol gegn þeim. Áuk þess bendir ráðherrann á sjálfvirkan útgjajdavöxt í heilbrigðis- og tryggingakerfinu sem megi að njiklu leyti rekja til öldrunar þjóðarinnar og sífellt aukinna krafna almennings um bætta þjónustu. „Þumalfmgurs- reglan er sú að þessi innbyggða kostnaðaraukning nemi um einum milljarði á ári ogþví þarf að spara á öðrum sviðum sem þessu nemur,“ segir ráðherrann, en skv. fjárlögum 1995 er gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslur hækki um 700-800 milljónir milli ára og sjúkratrygging- ar um 300-400 milljónir. Að sögn Sighvats hefur verið gert meira úr greiðslu- hlut notenda en efni standa til og sé miðað við heilbrigð- isútgjöld á mann fyrir árin 1991 og 1993, á verðlagi ársins 1993, komi í ljós að sameiginleg heilbrigðisút- gjöld þjóðarinnar hafa í raun lækkað úr 132.200 árið 1991 í 127.100 árið 1993, skv. útreikningum Þjóðhags- stofnunar. „Ég hef því sparað á þessum tveimur árum á sjötta þúsund kr. á hvert mannsbarn í heilbrigðisút- gjöldum á sama tíma og þjónustan hefur verið stórauk- in. Samtals nam hækkun á hlut notenda í heilbrigðisþjón- ustunni um 900-1.000 milljónum kr. á ári. Til samanburð- ar er einkaneysla árið 1994 áætluð um 260 milljarðar. Áhrifin vegna þessa á útgjöld heimilanna eru því að- eins tæp 0,4%. Kostnaðarþátttöku notenda heilbrigðis- þjónustunnar hefur því verið haldið í algeru lágmarki og öll þjónusta sjúkrahúsa vegna inniliggjandi sjúklinga er veitt þeim að kostnaðarlausu, svo og mæðravernd og barnaeftirlit," segir ráðherrann. En hvar myndi Sighvatur grípa niður ef hann yrði ráðherra heilbrigðismála í næstu ríkisstjórn? „Að mínu mati er vandinn nú mikið til að baki vegna þess að íslenskt samfélag er á leið upp úr öldudalnum. Við erum að auka tekjur okkar á nýjan leik sem er for- sendan fyrir því að við höfum efni á að borga áfram vaxandi heilbrigðiskostnað. Næsti heilbrigðisráðherra mun ekki þurfa að skera jafnmikið niður og ég hef þurft að gera. Þar með er ég ekki að segja að verkefnin, sem vinna þarf, séu ekki ærin, en ég held að hann komýekki til með að þurfa að takast á við eintóm vandamál. Ég get þó nefnt að það er ekkert vit í því að við séum að starfrækja 45 skurðstofur, sem hver um sig kostar 35-40 milljónir í stofnkostnað auk rekstrarkostnaðar til þess k að'gera á þeim að meðaltali tvær aðgerðir á dag. “ GUÐMUNDUR BJARNASON, FYRRUM HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Aukid aóhald mun bitna á þjónustu GUÐMUNDUR Bjarnason, fyrrum heilbrigðisráð- herra, segir að auðvelt sé að ná fram spamaði í ríkisrekstri með því að láta notendur þjónustu borga brúsann. „Það að leggja á aukna skatta 5 formi þjónustu- gjalda tel ég ekki vera raunverulegan sparnað. Þessf svokallaði sparaaður hefur falíst S nýjum þjónustggjád'um eða það sem ég hef stundum leyft mér að kalla feluskatt. ná að þetta stranga aðhald, sem beitt- hefur verið innan heilbrigðisgeirans á undanförnum árum, hefur leitt til spamaðar. Égtel hinsvegar að menn séu nú komnir að aði, sem fyrirhugaður er f ár, nema að draga umtiils- vert úr þjónustu.“ vegna aukinnarþátttöku sjúklinga í íyQakostnaði og þjön- ustugjöldum vegna heilsugæslu- og sérfræðilæknisþjóáustu. kerfisbreytinga hvað varðar lyfsölumálin og sérfræðír jijónustuna sem skiluðu raunveruiegri lækkun á heildur- kostnaði og þær áherslubreytingar nnnust án stríðsá- taka. Núverandi heilbrigðisráðhen-a hefur aftur á móti stöðugt verið í stríði og eftir á hefur gjarnan verið sagt að lítið heyrðist frá þrýstihópum. Þetta hljóti því að vera f lagi. Sannleikurinn er sá að sjúklingar, aldraðir og barnafólk era ekki háværþrýstihópur. Einstaklingur, sem fer til læknis, hlftir ráðum hans og á enga.kosti aðra en að greiða það sem upp er sett ella neita sér um þjón- ustuna. Égtel að menn hafi sætt sigvið ástandið, en ekki þó þannig að þeir séu yfir sig ánægðir með það.“ rans nuver- andi sé að krefjast umtalsverðs sparaaðar á sjúkrahúsu um og kalla það samlbmulag við stjómir sjúkrahús- j anna. „Þehn befur einfaidlega verið stiilt upp og gert að hagræða elida ekki um neitt samkomulag að ræða. Að mínu umti verður ekkert hagi'ætt öllu meira öðruvísi en með skertri þjónustu sjúkrahúsaima." Guðmundur segir að fyrrum fíkissljorh líafí unnið- mikið Hýfjamálunum, m.a. tekið upp bestukaupalista og verið með ýmsar ráðagerðir á pijónunum sem því miður vannst ekki tími til að vinna úr. „Hinsvegar lágu fyrir ýmsar upplýsingar, sem ég hygg að Sighvatur hafi nýtt sér, en farið í málin með öðrum hætti en ég hefði viljað gera. Ég er út af fyrir sig sammála hugsun tilvísunarkerfis- ins þess efnis að samskiptin eigi að hefjast í heilsugæsl- unni. Ég glímdi við það sem heilbrigðisráðherra að koma því formi á og taldi mig hafa náð ákveðnu samkomulagi við sérfræðinga og heimilislækna um að stýra þessu að nokkru leyti með kostnaði. Skv. því var hugmyndin sú að aðgangur að heilsugæslunni yrði ókeypis, en kostnað- ur til sérfræðinga hækkaður. Síðan átti að vera í fram- kvæmd ákveðið samskiptamynstur milli þessara aðila um upplýsingagjöf. Ég tel aftur á rnóti, eins og málum er háttað í dag, þá hafi ráðherrann ekki klárað sína heimavinnu. Ef að það er svo að heimilislæknar hafa enga sérfræðinga til að vísa á aðra en þá, sem sjúkling- ar þurfa að greiða fyrir þjónustuna að fullu án þess að fá endurgreitt úr tiyggingakerfinu, þá þýðir ekkert að tala um að tilvísunarkerfi sé kornið á. Þá er einfaldlega verið að svipta einstaklingana tryggingaverndinni, sem þeir hafa í almannatryggingakerfinu. Við töldum ekki gerlegt að koma tilvísunarkerfi á með valdboði. Þess vegna náðum við samkomulagi við heimilislækna og sér- fræðinga um kerfi, sem fæli í sér ákveðna stýringu." Guðmundur segist fagna uppbyggingu heilsugæslunn- ar, sem nú sé langt komin. Aftur á móti sé það mjög óskynsamlegt að framkvæmdir við K-byggingu Landspít- alans skuli ekki kláraðar á sarna tíma og verið sé að íhuga byggingu nýs barnaspítala á lóðinni. „Svo er það náttúrulega alltaf spurning hvort það á að halda áfram að byggja ef ekki er hægt að reka þá þjónustu, sem fyrir er. Menn verða auðvitað að halda í þróunina og það tel ég að gert hafi verið í rekstri, t.d. með auknum hjartaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum og glasafijóvgunum, þó þetta sé allt spurning um ákveðna forgangsröðun. Þá finnst mér hafa skort nokkuð á heild- ai-yfirsýn í þessurn málaflokki þegar gripið hefur verið til aðgerða, en þegar verið er að kreijast sparnaðar á einu sviði er það gjarnan svo að aukakostnaður verður til annars staðar,“ segir Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.