Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýverið vann fram- kvæmdastjóri NATO sér það til óhelgi að leggja vaxandi áhrif öfgafullra múhameðs- trúarmanna að jöfnu við ógnina sem forðum stafaði af kommúnism- anum. Asgeir Sverris- son greinir frá þróun- inni í Tyrklandi og Pak- istan, tveimur múha- meðstrúarríkjum sem verið hafa hliðholl Vest- urlöndum og kemst að þeirri niðurstöðu að uppgang öfgamanna megi m.a. rekjatil enda- loka kalda stríðsins. WILLY Claes, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalags- ins (NATO), hlaut litlar þakk- ir fyrir er hann lýsti yfir því að öfgafullir múhameðstrú- armenn hefðu leyst kommúnismann af hólmi sem helsta ógnin við öryggi Vesturlanda. Það verður tæpast sagt um Claes að ferill hans hjá NATO byrji gæfulega. Framkvæmdastjór- inn var víttur opinberlega fyrir um- mæli þessi og nú er hann flæktur í spillingarmál sem trúlega munu kosta hann starfið. En Claes er ekki einn um þessa skoðun og ef til vill var það fyrst og fremst framsetningarmátinn sem var óheppilegur. Alltjent verður því ekki á móti mælt að mikill uppgang- ur bókstafstrúarmanna í röðum múslima einkennir stjómmála- ástandið víða og athyglisvert má telj- ast að þetta á ekki síst við um ríki sem hliðholl hafa talist Vesturlönd- um. Lok kalda stríðsins hafa skapað ný viðhorf á þessum vettvangi sem flestum öðrum og á það ekki síst við um Tyrkland og Pakistan, tvö mjög mikilvæg ríki með tilliti til einhverra eldfimustu svæða samtímans, Balk- anskaga, Norður-Afríku og Kákas- us-fjalla. Tyrkland naut áður sérstöðu vegna hernaðarlegs mikilvægis rík- isins á svonefndum suðurvæng NATO og gerði lýðræðisríkjunum kleift að hamla gegn sovéskri út- þenslustefnu í þessum heimshluta. Nálægðin við öfgamenn og einræð- isherra í írak, Iran og Sýrlandi jók einnig á mikilvægi þessa aðildarríkis Atlantshafsbandalagsins. Sökum þessa voru menn á Vesturlöndum oftlega tilbúnir til að líta framhjá ýmsu sem afvega hafði farið í stjóm- arfari Tyrklands. Mannréttindabrot voru vissulega framin þar, réttar- kerfíð var hróplegt og spillingin að sönnu yfírgengileg en landið taldist þó a.m.k. lýðræðisríki. Hins vegar kusu menn að hundsa áhuga Tyrkja á að samlagast Evrópu í menningar- legu, pólitísku og efnahagslegu til- liti. Þar áttu þeir ekki heima. Sögulegt samkomulag við ESB Nú hefur orðið snögg breyting þar á. Um fyrri helgi var gengið frá við- skiptasamningi Evrópusambandsins (ESB) og Tyrklands og var þar um að ræða pólitíska ákvörðun af hálfu ráðamanna Evrópusambandsins. Þessi stefnubreyting kom hins vegar ekki til af góðu. Ahrif bókstafstrúarmanna í þessu 60 milljóna manna lýðræðisríki hafa farið ört vaxandi á undanfömum misserum. Uppgangur þeirra lýsir viðbrögðum við spillingu, valdabar- áttu stjómmálamanna og síversnandi efnahagsástandi. Teikn hafa verið á lofti um að stöðugleiki í Tyrklandi kynni að vera í hættu. Þetta eldfima ástand hefur á hinn bóginn skapað Tyrkjum áskjósanlega samningsstöðu í viðræðum við Evrópusambandið. Við endalok kalda stríðsins glöt- ist staða Pakistan mjög við lok kalda stríðsins. Landsmenn voru löngum hallir undir Bandaríkin og nutu ríku- legrar efnahags- og hernaðaraðstoð- ar. Pakistan taldist til bandarísks áhrifasvæðis á meðan helstu fjand- mennirnir, Indvetjar, voru taldir hall- ir undir Sovétríkin. Nágrannaríkið Afganistan taldist hins vegar grátt svæði. Innrásin í Afganistan Eins og svo oft áður reyndist ógn- in við stöðugleikann felast í því að áhrifasvæði höfðu ekki verið skil- greind. í pólitísku tilliti var Afganist- an í tómarúmi. Þegar Sovétmenn réðust inn í landið og komu þar upp leppstjórn árið 1979 jókst mikilvægi Pakistans. í gegnum landið gátu Bandaríkjamenn komið vopnum til þjóðernissinnaðra múhameðstrúar- manna, sem vestrænir fjölmiðlar nefndu þá jafnan „frelsissveitir" og börðust gegn innrásarliðinu. Milljónir manna flúðu frá Afganistan til Pak- istan. Þessi sérstaða Pakistana varð skyndilega að engu er Míkhaíl S. Gorbatsjov, síðasti Sovétleiðtoginn, kallaði herliðið heim frá Afganistan. uðu Tyrkir sérstöðu sinni á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Stjórnvöld höfðu hins vegar í hyggju að nýta sér menningarlega og landfræðilega sérstöðu með því að Tyrkir yrðu milliliður á sviði verslunar og við- skipta við múslimaríki þau sem litu dagsins ljós við hrun Sovétríkjanna. Þær vonir hafa brugðist hvað sem síðar kann að verða. I mörgum ríkja - þessara geisa stríð og þar ríkir óár- an. Bið kann að verða eftir því að þessi „tyrknesku" ríki geti, t.a.m. í krafti olíuauðlinda, risið upp úr ösku- stónni. Umskiptin í austri hafa því enn ekki skilað sér í bættu efnahags- ástandi í Tyrklandi. í stað þess að vera hlið milli tveggja menningar- heima er Tyrkland nú orðið „stuð- púði“ fyrir Vesturlönd, „síðasta víg- ið“ til að hefta framrás öfgafullra múslima líkt og forsætisráðherra landsins, Tansu Cilier, sagði í blaða- viðtali nýlega. Úrræðalaus stjórn Tyrkir eiga við mikinn efnahags- vanda að stríða. Þótt frú Ciller hafí verið ákaft fagnað er hún var fyrst kvenna skipuð forsætisráðherra Tyrklands í júní 1993 er hún nú gerð ábyrg fyrir ástandinu. Dapur- legt er það og forsætisráðherrann hefur reynst öldungis ófær um að snúa þróuninni við. Verðbólga hefur sprengt áður viðtekna kvarða og mælst um 150% á ári. Framleiðsla hefur dregist saman og skuldasöfnun ríkissjóðs stóraukist. Draumarnir um stóraukna erlenda fjárfestingu hafa ekki ræst, hún hefur þvert á móti dregist saman. Fullvíst þótti á sínum tíma að Tansu Ciller myndi höfða mjög til Vesturlandabúa og greiða fyrir inn- göngu Tyrkja í hóp siðmenntaðra þjóða. Hún er 48 ára gömul og hlaut hagfræðimenntuna sína í Bandaríkj- unum. Nú benda hatursmenn hennar á þessa staðreynd sem dæmi um óæskileg vestræn áhrif og í fátæktar- hverfum í borgum landsins hamra bókastafstrúarmenn á þessum boð- skap. Jarðvegurinn er fijór, kannanir gefa til kynna að flokkur öfgafyllstu fylgismanna Spámannsins sé nú sá stærsti í Tyrklandi. Islamski Velferð- arflokkurinn hefur þegar náð sterkri stöðu í bæjar- og sveitarstjórnum víðs vegar um Tyrkland. ítök flokks- ins í grasrótinni aukast með degi hveijum. Öreigalýðurinn sem býr við síversnandi afkomu í hreysum sínum við borgamörkin er opinn fyrir þeim samhjálparhugmyndum sem flokks- menn boða að leysa eigi vestrænt lýðræði og gildismat af hólmi. Verður 75 ára hefð rofin? Tollabandalagið sem nú hefur ver- ið myndað við Evrópusambandið vek- ur hins vegar vonir. Það ætti að geta orðið til þess að lina efnahags- þrengingarnar sem aftur gæti orðið til þess að koma á auknum stöðug- leika á stjórnmálasviðinu. Kosningar fara fram á haustmánuðum næsta árs og munu þær reynast sérlega mikilvægar. Komist bókstafstrúarmenn til valda í Tyrkiandi rofnar sú hefð að blanda ekki saman trúmálum og stjómmálum sem ríkt hefur allt frá því Ataturk lagði grunn að ríkinu árið 1923. Hættan er augljóslega til staðar, stjórn Tansu Ciller er veik og öfgamenn hafa bæði Alsír og íran sem fyrirmyndir. Vaxandi trúarofsi í Pakistan Þróunin í Pakistan hefur ekki ver- ið ósvipuð þeirri sem einkennt hefur Tyrkland þótt aðstæður séu þar aðr- ar. Þar, líkt og í Tyrklandi, hefur verið vegið að sjálfum rótum ríkis- ins, sem talið hefur verið til hinna hófsamari í hinum islamska menn- ingarheimi. Það vakti heimsathygii í febrúar er tveir kristnir menn voru dæmdir til dauða í Pakistan fyrir þær sakir að hafa vanvirt hið helga nafn Múha- meðs spámanns. Mönnunum var raunar sleppt vegna þess að hinir hreintrúuðu gátu ekki komið upp úr sér orðum þeim sem guðlastaramir höfðu viðhaft og því skorti sannanir. Óeirðir blossuðu upp í borginni La- hore er niðurstaðan lá fyrir og haft var í hótunum við dómara þá sem kveðið höfðu upp úrskurðinn. Vaxandi trúarofsi í Pakistan hefur ekki eingöngu lýst sér í hótunum við hina fijálslyndari í röðum múha- meðstrúarmanna eða kristna menn. Múhameðstrúarmenn hafa einnig barist innbyrðis og óhugnanleg fjöldamorð verið framin. Líkt og gildir um Tyrkland breytt- PAKISTANSKIR múhameðs- trúarmenn mótmæla sýknu- dómi yfir tveimur kristnum mönnum sem dæmdir höfðu verið til dauða fyrir guðlast. Ári síðar, 1990, bundu Bandaríkja- menn endi á efnahagsaðstoð við Pak- istani, að sögn, í mótmælaskyni við kjamorkuáætlanir stjómvalda sem löngum hafa óttast gereyðingarvopn Indveija. Viðhorfíð til Bandaríkjanna breyttist snögglega. Það má kallast grátbroslegt að á meðal þeirra hópa sem nú grafa undan stöðugleikanum í Pakistan er námsmannahreyfing afganskra bók- stafstrúarmanna, sem skotið hefur upp kollinum og berst nú gegn múha- meðstrúarhópum þeim sem forðum nutu stuðnings Bandaríkjamanna í Afganistan. Bandaríkjamenn vændir um svik Allt frá þessu hefur andúð í garð Bandaríkjamanna farið vaxandi í Pakistan en ólíkt því sem við á um Tyrkland er hún ekki bundin við til- tekna þjóðfélagshópa. í Pakistan rík- ir almenn samstaða um að Banda- ríkjamenn hafi reynst svikulir banda- menn. Á sama tíma hefur hatur á vestrænu gildismati náð til Pakistans sem og fleiri ríkja i Mið-Austurlönd- um og í norðurhluta Afríku. í hug- myndafræðilegum efnum hefur klerkastjórnin í Iran náð mögnuðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.