Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina „Nobody’s Foola. Paul Newman er tilnefndur til Oskarsverðlauna fyrir aðalhlutverkið en aðrír helstu leikarar eru Jessica heitin Tandy, Bruce Willis og Melanie Griffith. Aldrei of seint NOBODY’S Fool“ fjall- ar um Sully, Donald Sullivan (Paul New- man). Hann býr í smábænum North Bath í New York-fylki, er sextugur byggingaverka- maður sem hef- ur yfirleitt lítið að gera annað en það að láta dagana líða í félagsskap manna sem Iíkt og hann sjálfur hafa að litlu að hverfa og eiga hvorki fé né íjölskyldu. Aðal Sullys er kaldhæðnis- legur húmor sem hefur gert honum kleift að fara hlæj- andi í gegnum sextíu ára tilgangsleysi. En það er tíð- inda að vænta í lífí Sullys því að hann stendur frammi fyrir því að taka sér tak, hætta að velja auðveldustu leiðimar og leggja sitt af mörkum til að bæta tilveru íjölskyldunnar sem hann yfirgaf þegar sonur hans var ungbarn endur fyrir MELANIE Griffith. löngu. Nú er sonurinn upp- kominn og faðir bama- barna Sullys og ástandið á þeim bænum gæti verið betra. Sully ákveður að breyta til, horfast í augu við sjálfan sig og bæta fyrr vanrækslu- syndimar. Þetta þykja tíðindi í North Bath en sér- vitringamir þar í sveit gefa ekki mikið fyrir tilraunir Sullys tii að bæta sjálfan sig og líf fólks í kringum hann. Jafnt þorpsfíflin, sem em nánustu vinir og félagar Sullys, Carl Roebuck (Bmce Willis), maðurinn sem hann vinnur stundum fyrir og eig- inkona hans, hin fagra og h'fsleiða Toby (Melanie Grif- fíth), gefa lítið fyrir mögu- leika hans á að bæta sig. Það er aðeins gamla kennslukonan hans (Jessica heitin Tandy), sem er nú „NOBODY’S Fool“ var síðasta mynd Jessicu Tandy, sem hér er ásamt Paul Newman. Bláeygur • X • •• íðnjoíur PAUL Newman varð sjötugur í síðasta mánuði! Þessi síungi, blá- eygi, hiédrægi stórleikari, hjartaknúsari og mannvin- ur, sem lék í mörgum af þekktustu og eftirminni- legustu kvikmyndum sjö- unda og áttunda áratugar- ins er orðinn löggiltur elli- lífeyrisþegi. Paul Newman er óvenjulegur maður, og telur í fyllstu einlægni að öll sú velgengni sem hann hefur notið i lifinu hafi verið næsta óverðskulduð; hafi lítið haft með leik- hæfileika hans að gera og sé líklega engu að þakka fremur en augunum skær- bláu sem skaparinn gaf honum í fæðingargjöf. Það er (jóst af öllu því sem Paul Newman hefur látið hafa eftir sér að þetta seg- ir hann ekki af neinni yfir- borðshlédrægni sem hann vonast til að viðmælendur hans mótmæli heidur af hjartans sannfæringu. Það er fleira en hógværðin sem gerir Newman óvenjuleg- an meðal fremstu kvik- myndaleikara. Hann hefur látið stjórn- mál og mannúðarmál mik- ið til sín taka og ekki notað frægð sína til að auglýsa sjálfan sig heldur til að afla fjár fyrir þá sem und- ir högg eiga að sækja. Newman er iðnjöfur eins og sjá má úti í næsta stórmarkaði þar sem and- lit hans prýðir sósukrukk- ur og poppkornspakka og undanfarin ár hefur hann hagnast um fjóra milljarða íslenskra króna á þeirri starfsemi. Ekki ein einasta króna hefur þó runnið í hans eigin vasa. Paul Newman fæddist í Cleveland í Ohio árið 1925 og fór ungur að leika með hópi barna og unglinga i heimaborginni. A átjánda afmælisdaginn sinn gekk hann í bandaríska flotann og varði næstu þremur árum ævi sinnar um borð í tundurspillum á Kyrra- hafinu í návigi við jap- anska óvini. Heimkominn settist hann á skólabekk, lauk háskólaprófi árið 1949 og fór þá til Yale, þar sem hann nam leiklist, giftur maður og þriggja barna faðir. Þaðan lá leiðin til New York þar sem New- man stóðst í fyrstu atrennu inntökupróf í hið rómaða Actors’ Studio þar sem margir fremstu leikarar hans kynslóðar urðu fulln- uma i listinni. Meðal „bekkjarsystkina“ New- mans í Actors' Studio voru EIi Wallach, Rod Steiger og Geraldine Page. í New York kynntist Newman og féll fyrir leikkonunni Jo- anne Woodward. Hann skildi við konuna sína og gekk að eiga Woodward. Saman eiga þau Woodw- leigusali Sullys sem gefur honum minnstu von um að enn sé að fínna í honum ærlegan þráð sem spinna megi eitthvað nýtilegt úr. Það eru stórstjörnur í hveiju hlutverki í „Nobody’s Fool“. Auk Pauls Newmans, sem nú er orðinn sjötugur, og er óumdeilanlega einhver mesta kvikmyndastjama sem Hollywood hefur getið af sér, em í aðalhlutverkum hasarmyndahetjan Bmce Willis, sem síðast sló í gegn í „Pulp Fiction", Melanie Griffíth, sem best er þekkt fyrir „Working Girl“ og hjónaband hennar og Dons Johnsona. Síðast en ekki ard þrjár dætur og hjóna- band þeirra hefur enst til þessa dags, í ein 37 ár, sem telst til tíðinda þegar kvik- myndastjömur em annars vegar. Saman hafa þau hjónin leikið í einum tíu kvikmyndum, síðast í myndinni Mr. and Mrs. Bridge. Paul Newman fór snemma að láta þjóðfélags- mál til sín taka og hefur þótt vinstri sinnaður í Bandaríkjunum. Hann var virkur baráttumaður í mannréttindahreyfing- unni sem var upp á sitt besta í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum og síð- ar harður baráttumaður fyrir afvopnun meðan kalda striðið stóð sem hæst. Hann sótti landsþing Demókrataflokksins og var sendimaður þjóðar sinnar á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um afvopn- un. Með baráttu sinni og frjálslyndum viðhorfum aflaði Newman sér óvina og í dag heldur hann því hátt á Iofti að sér hafi hlotnast sá heiður að vera í nítjánda sæti á alræmdum lista yfir þá sem Richard Nixon taldi hættulegustu síst er meðal leikara breska leikkonan Jessica Tandy, en hún lést nú um áramótin. Jessica Tandy átti að baki glæsilegan feril sem sviðs-, sjónvarps- og kvikmynda- leikkona, sem hlaut Óskars- verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni „Driving Miss Daisy“ en er best þekkt í Bandaríkjunum fyrir sjón- varpsþætti sem hún gerði ásamt eiginmanni sínum, Hume Cronyn. Leikstjóri „Nobody’s Fo- ol“ og jafnframt höfundur handrits er Robert Benton; óskarsverðlaunahafi sem leikstjóri fyrir „Kramer vs. Kramer“ og sem höfundur PAUL Newman er SuIIy í Nobody’s Fool. óvini sína. Upphafið að rekstri fyr- irtækisins sem kennt er við Paul Newman og framleið- ir örbylgjupoppkorn og spaghettísósur má rekja til þess að einkasonur hans frá fyrra hjónabandi, Scott að nafni, lést á sviplegan hátt af ofneyslu lyfja og áfengisárið 1978. New- man segist aldrei munu ná sér af því áfalli og hann brást við með þvi að gerast ötulli en nokkru sinni fyrr í baráttunni fyrir bættu mannlífi. Hann einbeitti sér í fyrstu að baráttunni gegn eiturlyfjaneyslu ung- menna en færði út kvíarn- ar og hefur siðari ár látið málefni krabbameins- handrits fyrir „Places in the Heart“. Benton hefur verið á sveimi í kvikmyndaheim- inum í um þrjátíu ár og vann sig upp sem handrits- höfundur. Hin sögufræga mynd „Bonny and Clyde“ með Warren Beatty og Faye Dunaway var gerð eftir handriti hans og einnig „Su- perman“ með Christopher Reeve og Marlon Brando en þeirri mynd leikstýrði hann jafnframt. Aðrar þekktustu myndir hans eru „Stiil of the Night" (þar sem Jessica Tandy var meðal leikenda), „Bad Company" með Jeff Bridges og „Billy Bathgate“ með Dustin Hoffman (og sjúkra barna sérstaklega til sín taka. Til þeirra renn- ur hagnaður af iðnaðar- framleiðslunni og sjúkum börnum stendur til boða að eyða sumarleyfi sínu í frægum sumarbúðum, The Hole in the Wall Gang, sem Newman hefur komið á fót með aðstoð vina sinna til að létta sjúkum börnum lífið. Alls hafa um fjórir milljarðar króna, 56 millj- •ónir dollara, runnið úr vasa Newmans til góðgerð- armála undanfarin ár. Paul Newman hefur nú átta sinnum verið tilnefnd- ur til óskarsverðlauna sem besti leikari, auk þess sem mynd sem hann gerði sem leikstjóri, Rachel Rachel, var tilnefnd sem besta mynd ársins 1968. Fyrstu verðlaun sín hlaut hann þó ekki fyrr en árið 1986 fyrir The Color of Money, framhald mynd- arinnar The Hustler, billj- ardmyndarinnar, sem gert hafði hann heimsfrægan 25 árum áður. Fyrir leik í henni hlaut Newman til- nefningu í annað skipti, en þá fyrstu hlaut hann fyrir leik á móti Elizabeth Tayl- or í myndinni Cat on a Hot Tin Roof (gerð eftir leik- riti Tennessee Williams) árið 1958. Newman var einnig til- nefndur til óskarsverð- launa fyrir Hud (1963), Cool Hand Luke (1967), Absence of Malice (1981) og The Verdict (1982). Auk þess hlaut hann sérstök óskarsverðlaun fyrir ævi- starf sitt árið 1985 og aftur fyrir framlag til mannúð- Bruce Willis). Eftir að framleiðandinn Scott Rubin tiyggði sér kvikmyndaréttinn að skáld- sögu Richards Russos um Sully sneri hann sér rakleið- is til Bentons sem hófst strax handa við að skrifa handrit að myndinni og gekk út frá því frá upphafí að Paul Newman fengist til að leika Sully. „Stundum skrifar maður handrit með einhvem ákveðinn leikara í huga en síðan er sá ekki til taks. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef Paul hefði neit- að. Hann var fyrirmyndin frá upphafi." En af hveiju tók Paul Newman að sér hlutverkið og hvað er það við söguna af Sully sem hann býst við að höfði til fólks? „Ég vona að fólk skynji þessa mynd sem huggulega mynd af veruleikanum. Kannist við smábæjarstemmninguna og verði þakklát fyrir að í þess- ari mynd er réttlæti og karl- mennska ekki skilgreint út frá því hveijum tekst að skjóta flesta. Og ekki út frá því hvað margar konur mað- ur kemst yfir. Ég vona að fólk skynji að andrúmsloft myndarinnar er mannlegt, vingjamlegt og þægilegt." „Nobody’s Fool“ hefur fengið afar vinsamlegar við- tökur. Þetta reyndist vera síðasta kvikmyndin sem Jessica Tandy lék í því hún lést háöldruð nokkm eftir frumsýningu. Athyglin hef- ur þó öðm fremur beinst að Paul Newman sem uppskar fyrir leik sinn í myndinni áttundu óskars- verðlaunatilnefningu sína. armála árið 1994. Meðal annarra helstu mynda Paul Newmans eru Butch Cassidy and The Sundance Kid (1969), The Sting (1973), Fort Apache The Bronx (1981), Harry and Son (1984), The Glass Menagerie (1987), John Huston (1988), Blaze (1989) og síðast mynd Cen- bræðra, Hudsucker Proxy (1994). Það er ekki hægt að skilja svo við Paul New- man að minnast ekki á kappakstur, sem hefur verið ein helst ástríða hans. „Ég náði aldrei valdi á golfi, tennis eða slíkum íþróttum. Það eina sem ég gerði vel var að keyra,“ sagði Newman, aðspurður um hvemig hann hefði lað- ast að hættum kappakst- ursbrautarinnar. Þar hef- ur hann átt velgengni að fagna, náði einu sinni 2. sæti í hinum fræga Le- Mans-kappakstri. Eftir því sem árin hafa færst yfír hefur hins vegar dregið úr athafnasemi Newmans á kappaksturs- brautinni. Árið 1993 tók hann sex sinnum þátt í keppni og varð að hætta í fimm skipti eftir árekst- ur.„„Eftir því sem árin færast yfir missir.maður snerpu í hreyfingum og sjón. Ég reyndi að bæta mér það upp með því að auka hraðann,” sagði kappinn krafinn skýringa á stöðugum útafakstri. I fyrra lét hann sér nægja að taka þátt í einni keppni, komst í mark og var sáttur við árangurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.