Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR UNDARLEG þversögn virð- ist í því fólgin, að á sama tíma og íslenskar konur hafa verið að stórbæta menntun sína og auka atvinnuþátttöku, hafa þær dregist aftur úr körlum í launum, um hvorki meira né minna en fimm af hundraði, miðað við tímakaup. Þessi nið- urstaða er fengin, með því að rannsaka launaþróun hér á landi frá 1980 til ársins 1993. Þessar upplýsingar er að finna í skýrslu undirbúnings- nefndar utanríkisráðuneytisins, vegna ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna, sem haldin verður í Peking í haust. í Morgunblaðinu í fyrra- dag var greint frá helstu niður- stöðum skýrslunnar _um réttindi og stöðu kvenna á íslandi. Því hlýtur að fara fjarri, að efni og niðurstöður í ofan- greindri skýrslu séu viðunandi fyrir konur í íslensku atvinnu- lífi. Konur sem í áratug eða Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. meira hafa verið í meirihluta brautskráðra nemenda frá Há- skóla íslands, hafa í auknum mæli sótt út á vinnumarkaðinn og haslað sér völl, á flestum sviðum íslensks atvinnulífs, hljóta að þurfa að endurskoða afstöðu sína, m.a. í menntunar- málum sínum og baráttuaðferð- ir til þess að ná frarh jafnsjálf- sögðum réttindum, að þiggja sömu laun fyrir sömu eða sam- bærileg störf og karlar þiggja. Sennilega er mikið til í því þegar Sigríður Lillý Baldurs- dóttir, formaður nefndarinnar, segir: „Lagalega er staða ís- lenskra kvenna góð en raun- veruleg staða er það ekki eins og þessi skýrsla sýnir.“ í skýrslunni kemur í ljós að þrátt fyrir löggjöf um jafna stöðu og jafnan rétt hefur jafn- rétti ekki verið náð. Á sumum sviðum hafi miðað í rétta átt en ekki á öðrum. Konum hafi fjölgað á undanförnum áratug á Alþingi og í sveitarstjórnum en þær séu þó ekki nema 25% þingmanna og sveitarstjórnar- manna. Þátttaka kvenna í opin- berum nefndum og ráðum hefur á þessu 14 ára tímabili aukist til muna, því árið 1980 var hún 9%, en á liðnu ári var hlutfall kvennanna komið í 21%. Atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði á aldrinum 16 til 74 ára á liðnu ári var 77%. Atvinnuþátttaka giftra kvenna hafði meira en tvöfaldast á liðnu ári, samanborið við árið 1980, en þá var hlutfall giftra kvenna 35-40% á vinnumark- aði, en um 80% í fyrra. Fram kemur að laun og tekj- ur karla eru hærri en kvenna í öllum aldurshópum. Meðal ann- ars er það rakið til þess að stór hluti kvenna er í hlutastörfum, en einnig til þess að konur í mörgum tilvikum eru sam- kvæmt skýrslunni í lægra laun- uðum störfum en karlar, og að auki oft lægra settar en karlar innan sinnar starfstéttar. Greitt tímakaup kvenna sem hlutfall af tímakaupi karla frá árinu 1980-1993 hefur lækkað úr 88,1% í 83,1%. Samanburðurinn verður kon- um enn óhagstæðari, þegar nið- urstaðan hjá ríki og borg er skoðuð. í mars 1994 voru laun kvenna hjá ríki og borg 63% af heildarlaunum karla en 75% af dagvinnulaunum þeirra. Þetta er ekki bara óviðunandi fyrir konur. Við íslendingar sem þjóð getum ekki verið þekkt fyrir að haga launamál- um kvenna með þessum hætti. Þetta er jafn fráleitt og að kon- ur hafi ekki kosningarétt. KONUR OG TÍMAKAUP í ÁGÆTRI • bók og at- hyglisverðri, íslenskri stílfræði (1994), er m.a. fjallað um H6m- ersþýðingar Svein- bjamar Egilssonar og ástæða til að taka undir það að Svein- bjöm hafí verið einn helzti upphafs- maður skáldlegs eða upphafins nú- tímastíls með Hómersþýðingum sín- um. En þó er ekki hægt að segja að áhrifa frá honum sjái víða stað í síð- ari tíma bókmenntum íslenzkum. Það er rétt sem sagt er í þessu riti að skrif Fjölnismanna hafí aldrei orðið ,jafn tilþrifamikil og skáldleg að stíl og Hómersþýðingar Sveinbjamar Egilssonar enda gaf efnið sjaldnast tilefni til slíks. Stíivilji þeirra Fjölnis- manna var auk þess talsvert ólíkur Sveinbjamar, bæði hófstilitari og hversdagslegri, enda beindu þeir máli sínu til alls almennings". Margt er ágætlega sagt og athugað í þessu riti en sumt er að mínu viti einnig gagnrýnisvert og vil ég þá einna helzt geta þess að Guðmundur G. Hagalín hefði mátt vera fyrirferðarmeiri í bókinni þarsem hann var einn merki- legasti stílsnillingur íslenzkur á þess- ari öld og gat öðrum fremur bragðið sér í allra kvikinda líki í þeim efnum. Ég hef tilaðmynda talið skáldsögu hans, Kristrúnu í Hamravík, einstætt afrek í íslenzkum bókmenntum og stflsögu án þess það sé tíundað sem skyldi í ritinu, þótt tekið sé fram að sögupersóna Hagalíns, Kristrún í Hamravík, hafí þótt „tjá sig ljóslif- andi í tali sínu, og er þá vísað til mállýskuorða og orðatiltækja öðra fremur". Tungutak Kristrúnar er hálfur persónuleiki hennar og vel það og hafa ekki margir leikið það eftir i íslenzkum skáldskap. Ég læt svo nægja að benda á ritgerð mína um þennan skáldskap í Bókmenntaþátt- um (AB, 1985), þ.e. Stríðið við herr- ann og höfuðskepnurnar, þarsem ég hef leyft mér að setja fram skoðanir mínar á þessu efni, en auk þess er ástæða til að geta þeirrar útgáfu á Kristrúnu í Hamravík sem Hagalín þótti eina vænzt um, þ.e. 2. bindis Bókmenntaúrvals skólanna sem Rík- isútgáfa námsbóka stóð að á sínum tíma, en þar hef ég skýrt einstök orð með aðstoð skáldsins sjálfs. Hvaðsem öðru líður ætti það að vera allhnýsi- legt og raunar mikil- vægt þeim sem vilja kynna sér rækilega þetta sérstæða og óþýðanlega verk, sög- una sjálfa, aðferð skáldsins og listatök á rammíslenzku efni. Ekkert rit ís- lenzkt minnir á Kristrúnu í Hamravík nema ef vera skyldi Máras á Vals- hamri eftir sama höfund. Kristrún í Hamravík er sterk saga útaffyrir sig. En hún býr einnig yfír táknlegri merkingu. Hún er líkinga- eða táknsaga, þ.e. allegoría, um líf íslenzku þjóðarinnar; fjallar um and- lega auðlegð, styrk og sjálfsbjargar- viðleitni við erfiðar aðstæður; stefnu- festu gagnvart erlendri ásókn og tízkukenningum. Helzta afrek Halldórs Laxness, auk mikilvægra táknlegra samtíma- skírskotana, er fólgið i því að hann bjó til eftirminnilegt, sérstætt og sannfærandi tungumál sem hefur hvergi verið talað nema í skáldverk- um hans. Þannig skrifaði hann sig framhjá þeim einssamtölum sem eyði- leggja flestar íslenzkar skáldsögur. En Hagalín tókst afturámóti að breyta vestfírzku talmáli í sérstætt og sannfærandi bókmál sem sker sig 'úr fáskrúðugri bókmenntaflóra sam- tímans sem einatt er einskonar af- leggjari af leiðigjömu og ólistrænu þjóðfélagsþrasi borgaralegs sósíal- realisma. Þóað Halldór Laxness hafí stund- um kvartað yfir því að vondir gagn- rýnendur hafí lesið ýmislegt útúr verkum hans sem stæði þar ekki, þarf enginn að fara í grafgötur um að skáldsögur hans búa yfír margvís- legum táknlegum skírskotunum og sumar eru augljósar allegoríur eða táknsögur um sjálfstæðisbaráttu, verðmæti og arfleifð einsog islands- klukkan og Atómstöðin öðrum þræði. En slagkrafturinn í verkum skáldsins er ekkisízt fólginn í þvf hvernig hann leiftrar upp vandamál samtímans með táknlegum persónum sem búa yfír miklu víðtækari skírskotunum . en ætla má í fljótu bragði og geta jafnvel orðið persónugerð tákn í sam- tímasögunni einsog Ljósvíkingurinn og Bjartur í Sumarhúsum sem era tákngervingar mikilvægra verðmæta að sjálfsögðu en eru þó fyrst og síð- ast þeir sjálfir í átakamikilli samtíð og áminnandi hlutverki. En samt hefur mér aldrei tekizt að lesa neinn sósíalisma úr þessu samfélagi en aft- urámóti er ekkisízt gert stólpagrín að honum í Guðsgjafaþulu. Bjartur er að sjálfsögðu einhverskonar ein- staklingshyggjumaður og umhverfi hans jafnrómantískt og það er rauns- ætt en Ljósvíkingurinn er skáldleg ímynd þeirrar arfleifðar sem fátækt fólk gerði að heimsmenningu. Við þekkjum svona tákngervinga úr lífinu sjálfu; eða hvað var Ragnar í Smára annað en íslenzk arfleifð holdi klædd og margt annað fólk sem ég kynntist ungur og var einskonar persónugerð sjálfstæðisbarátta og vitnisburður um þau verðmæti sem hafa gert íslend- inga að sérstæðri þjóð. Það var ígildi háskólanáms að kynnast þessu fólki; forréttindi að fá að skrifa um það. Það var áreiðanlega engin tilviljun að Halldór Laxness gat sérstaklega um Vikivaka þegar hann minntist Gunnars Gúnnarssonar í Morgun- blaðinu 22. nóvember 1975. Hann segir þetta táknlega verk, með „frá- sagnaraðferð sem fundin hefur verið aðeins í þetta eina skifti", hafa vakið með honum hugblæ „af íslenskum eilífðardraumi" meðan hann var að snara því á íslenzku. Mér er nær að halda að nóbels- skáldið sé einn helzti táknsagnahöf- undur íslenzkur á síðari tímum. Margir aðrir hafa bragðið upp ein- hverskonar dæmisögum í verkum sín- um, en Halldór Laxness gerði það jafnmeðvitað og markvisst og sumir höfundar íslendinga sagna. Þær era að sjálfsögðu með ívafi táknlegra skírskotana þótt við þurfum enga kennslu í launsögnum til að skilja þær okkar skilningi og einsog bezt nýtist okkur nú á tímum. Táknleg skírskot- un um tilgangsleysi blóðsúthellinga á Sturlungaöld getur tilaðmynda verið fólgin í margvíslegum og óhugnan- legum lýsingum á hryðjuverkum og manndrápum. Þessar lýsingar voru ekki einungis sannferðugar á sínum tíma heldur vamaðarorð á trylltri öld en listin gerði sögurnar mikilvægar, ekki sem skemmtiiðnað heldur upp- haf óendanlegrar auðlegðar sem möl- ur og tyð fá ekki grandað og þær hafa verið sem lýsandi viti við erfiðar aðstæðu, hörmungar og fátækt. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Dr. þórir kr. þórð- arson, prófessor, sem jarðsettur var að við- stöddu miklu fjöl- menni í Hallgríms- kirkju sl. mánudag, var einn þeirra manna, sem markað hafa hvað dýpst spor í félagsmálapólitík seinni hluta aldarinnar. Hann hafði forystu um og átti mestan þátt í, ásamt Geir Hallgrímssyni, sem þá var borgarstjóri í Reykjavík, að framkvæma byltingu í félagslegri þjónustu Reykjavíkurborgar á sjöunda áratugnum. Þessi bylting byggðist á nýrri hugsun, sem var gerólík þeim framfærslusjónarmiðum, sem ríkt höfðu fram að þeim tíma. Þórir Kr. Þórðarson var kjörinn í borgar- stjóm Reykjavíkur í borgarstjómarkosn- ingunum 1962. Þá þegar hafði kveðið við nýjan tón í framkvæmdum borgarinnar, þegar Geir Hallgrímsson hófst handa um að malbika allar götur borgarinnar, leggja hitaveitu í öll hús í borginni og taka skipu- lagsmál borgarinnar nýjum tökum. Með kjöri Þóris Kr. Þórðarsonar í borgarstjórn var hafinn undirbúningur að sams konar byltingu í félagslegum málefnum. Þessu undirbúningsstarfi lauk með ítar- legum tillögum, sem borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram í borgarstjórn Reykjavíkur hinn 16. marz 1967. Þórir Kr. Þórðarson, sem hafði átt manna mest- an þátt í að móta þessar tillögur og þá hugsun, sem þar lá að baki, flutti yfir- gripsmikla ræðu á borgarstjórnarfundin- um, þar sem hann kynnti hugmyndir sjálf- stæðismanna. í ræðu þessari sagði hann m.a.: „Það getur engum komið á óvart, að félagsmál og félagsleg þjónusta hins opinbera skipi veglegan sess í verkefna- skrá þeirra, sem um málefni nútímaþjóðfé- lags fjalla, svo mjög hefur þjóðfélagsskip- an vestrænna þjóða raskast seinustu ára- tugina og sennilega hafa hamskiptin hvergi verið sneggri né valdið meiru um- róti í lífí félagsheilda og einstaklinga en hér á okkar landi. Hvarvetna um hinn sið- menntaða heim hefur mönnum orðið tíð- rætt um það, á árunum eftir síðari heims- styijöldina, að upp væri runnin ný öld. Hefur hún hvorki verið kennd við skáld- skap, listir né andleg verðmæti, heldur við kjarnorku og geimferðir. Á slíkum tímum sem þessum verður manni hugsað til þess að mannlegum verð- mætum kunni að vera hætta búin af tækni- væðingu og vélmenningu og það svo mjög, að á alþjóðlegum ráðstefnum er það ekki ótítt, að það séu einmitt verkfræðingamir og vísindamenn tæknifræðinnar, sem vekja máls á þeirri nauðsyn að enn ríkari áherzlu beri að leggja á eflingu hinna mannlegu, húmanísku verðmæta. Þannig má geta þess, að jafnhliða ríkri áherzlu á uppbyggingu tæknilegra vísinda við evr- ópska háskóla er krafízt aukinna átaka til eflingar hinna skapandi hæfíleika manns- ins á andlega sviðinu og þessi krafa er ekki sjaldan borin fram af tæknimönnun- um sjálfum. í þjóðfélagsumróti áratuganna eftir síðari heimsstyijöld hafa nágranna- þjóðir okkar hafíð uppbyggingarstarf, sem miðar að hollari og heilnæmari lífsháttum félagsheildanna í því skyni að veijast skað- legum áhrifum hinna breyttu þjóðfélags- hátta og jafnframt til þess að óhjákvæmi- legar þjóðfélagsbreytingar geti átt sér stað án þess, að þjóðfélagið hljóti skaða af. Hér á ég t.d. við hina breyttu stöðu heimil- isins í nútíma þjóðfélagi." Síðar í ræðu sinni sagði Þórir Kr. Þórð- arson: „Sú þróun, sem tekið hefur 200-300 ár í nágrannalöndunum, hefur um margt átt sér stað á einni mannsævi á okkar landi. Það segir sig því sjálft, að við búum ekki við langa hefð félagslegrar þjónustu hins opinbera og félagssamtaka í þéttbýli eins og nágrannaþjóðirnar. Ólíkt því, sem gerist í nágrannalöndunum, þurf- um við um flest að reisa hús af grunni, leggja undirstöðu þjóðfélagsstofnana, sem með öðrum þjóðum er verið að þróa á grundvelli gamallar reynslu." Síðan lýsti Þórir Kr. Þórðarson tillögum sjálfstæðismanna og sagði m.a.: „Reynsla okkar af félagsmálastarfi í Reykjavík und- anfarin ár hefur fært okkur heim sanninn um það, að brýna nauðsyn ber til þess að því fólki, sem koma þarf til hjálpar með aðgerðum hins opinbera, sé veitt önnur aðstoð og meiri en sú að úthluta því fé til framfæris eða húsnæði að búa í. Endur- hæfíng þeirra, sem af einhveijum ástæðum hafa reynzt óhæfir til þess að ganga lífs- gönguna óstuddir, er frumnauðsyn . .. megináherzlan er lögð á það, auk fyrir- byggjandi starfs og endurhæfingar, að hver fjölskylda sé meðhöndluð sem ein heild ... Verður ekki með öðru móti unn- ið að betri árangri í starfi né hinu, sem skiptir meginmáli og um getur síðar, að félagsmálastarfíð hafí að markmiði endur- hæfíngu fjölskyldna og einstaklinga, sem aðstoðar hafa þurft og miði að fyrirbyggj- andi starfí, þ.e. starfi að því að uppgötva meinsemdirnar áður en í óefni er komið. Það starf miðar ekki fyrst og fremst að því að meðhöndla einstaklinginn sem slík- an, heldur þá félagsheild, sem hann er runninn úr, fjölskylduna. Nefnist það fjöl- skylduvernd. Þessi þijú meginhugtök, fjöl- skylduvernd, endurhæfing og fyrirbyggj- andi starf, er undirstaðan, sem nýskipan félagsmálanna hvílir á.“ í forystugrein Morgunblaðsins hinn 18. marz 1967 sagði m.a.: „Tillögur þessar sem marka tímamót í félagsmálastarfi Reykjavíkurborgar og eru til þess ætlaðar að svara þörfum ört vaxandi borgarsamfé- lags eru árangur stöðugra umræðna og könnunar á vegum Reykjavíkurborgar og sjálfstæðismanna í borgarstjórn um fjög- urra ára skeið.“ Þegar horft er um öxl verður betur ljóst en í marzmánuði 1967 hvílík tímamóta- ræða hér var flutt. Segja má, að á þeim þremur áratugum, sem síðan eru liðnir hafí allt starf að félagslegum málefnum, bæði hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveit- arfélögum svo og ríkinu, byggst á þeirri hugsun, sem fram kom í tilvitnaðri ræðu Þóris Kr. Þórðarsonar. Sjálfur lýsti Þórir Kr. Þórðarson sam- starfi þeirra Geirs Hallgrímssonar á þess- um árum í minningargrein, sem hann skrif- aði um Geir látinn hér í Morgunblaðið og sagði þá m.a.: „... af skiljanlegum ástæð- um er mér hugstætt það átak, sem gert var undir hans stjórn og verndarvæng í félagslegri þjónustu með nýskipan nefnda- mála, stofnun Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar og þeirri nýlundu, að allt skyldi unnið á faglegum grundvelli félagsráðgjafar, læknisfræði, sálfræði og annarra stoðgreina. Geir var það auðvitað ljóst, að hér var horfið frá því, að stunda félagslega þjónustu í nokkrum tengslum við pólitíska hagsmuni, þegar vikið var yfír til faglegra sjónarmiða, þar sem fólk var ráðið án tillits til afstöðu þess til stjórn- mála. Mér var mest í mun, sem guðfræð- ingi, að hér væri gerð tilraun til þess að framkvæma þá þjóðfélagssýn, sem ein- kennir kristnina, að menn séu meðábyrgir um hag náunga síns og að endurhæfing skyldi vera kjörorðið varðandi þær fjöl- skyldur og þá einstaklinga, sem lent hefðu út af sporinu. Þetta var einnig hugarsýn Geirs Hallgrímssonar og hann stóð heil- hjartaður að baki þessu uppbyggingar- starfi." Dr. Þórir Kr. Þórðarson er minnisstæður þeim, sem störfuðu með honum í borgar- stjórnarflokki sjálfstæðismanna á þessum árum. Hann var fijálslyndur maður í þess orðs beztu merkingu, víðsýnn, ferskur og fijór í hugsun og óvenjulega opinn fyrir nýjum hugmyndum. Þeim sem starfa lengi á vettvangi stjómmálaflokka hættir til að láta þröng flokkssjónarmið ráða afstöðu sinni um of. Ekkert var fjær Þóri Kr. Þórð- arsyni. Hann var einn þeirra manna, sem breikkuðu Sjálfstæðisflokkinn og gerðu það að verkum, að mörgum fannst þeir eiga þar heima, sem ella hefðu ekki fund- ið samhljóm með eigin hugmyndum og stefnu sjálfstæðismanna. Það var óvenjuleg og eftirminnileg lífs- reynsla fyrir ungt fólk að kynnast Þóri REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 11. marz Kr. Þórðarsyni. Hann sýndi áhugamálum þess, áhyggjum, draumum og vonum sér- staka umhyggju og ýtti jafnframt undir gagnrýna hugsun hjá viðmælendum sín- um, sem ekki veitti stundum af á vett- vangi stjómmálaflokks. Hann hafði hvetj- andi áhrif á hvern þann, sem honum kynnt- ist. SEGJA MÁ, AÐ hin formlega kosn- , ingabarátta hafi baráttan hafízt með viðræð- hafin um forystumanna flokkanna í ríkis- sjónvarpinu í gærkvöldi, föstudagskvöld. Þær viðræður leiddu þó ekki skýrt í ljós um hvað kosningabaráttan kemur til með að snúast. Ólafur Ragnar Grímsson taldi, að þær mundu fyrst og fremst snúast um það að koma núverandi ríkisstjórn frá. Jóhanna Sigurðardóttir benti hins vegar á, að þrátt fyrir þá yfírlýsingu væri Ólafur Ragnar ekki tilbúinn til að lýsa því yfír, að samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags kæmi ekki til greina. Yfírlýsing Jóhönnu um, að hún vilji ekki samstarf við sjálfstæðismenn en stefni að myndun vinstri stjórnar, hefur líklega styrkt hana og stjórnmálahreyfíngu hennar meðal vinstri sinnaðra kjósenda. Þögn Ólafs Ragnars, þegar hann er spurður, hvort hann sé tilbúinn til að taka undir með Jóhönnu, á eftir að verða honum og AÞ þýðubandalaginu erfíð í kosningabarátt- unni. Hitt er svo annað mál, að yfírlýsing Jóhönnu hefur líka styrkt Sjálfstæðisflokk- inn. Það fer alltaf illa í kjósendur, þegar þeir fá vísbendingu um, að einhveija eigi fyrirfram að útiloka frá þátttöku í ríkis- stjóm. Yfirlýsing Jóhönnu á eftir að. auð- velda Sjálfstæðisflokknum að ná til jaðar- fylgis síns. A margan hátt ríkir meira jafnræði með forystumönnum flokkanna en' oft áður. Hér skal Kvennalisti að vísu undanskilinn. Talsmenn hans tala gjaman á svolítið öðr- um nótum. En allt þetta fólk byggir á margra ára reynslu í því að standa í eld- línu stjórnmálanna. Það sést. Friðrik Soph- usson, sem var talsmaður Sjálfstæðis- flokksins í fjarveru formanns flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, Halldór Ás- grímsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Jóhanna Sigurðardóttir, öll eru þau ber- sýnilega mjög vel að sér í helztu málum, sem til umræðu eru. Þau eru vel lesin og kunna það sem um er að ræða. Ólafi Ragnari hættir til að ganga of langt í ódýrum áróðri, sem gengur ekki lengur í fólk. Jón Baldvin átti ekki í nein- um erfiðleikum með að benda á þversögn- ina í útflutningsleið Alþýðubandalagsins. Aukinn hagvöxtur í krafti aukinnar út- flutningsstarfsemi, sem Alþýðubandalagið boðar, byggist auðvitað á greiðum að- gangi að helztu mörkuðum okkar. Það hefur ríkisstjórnin tryggt með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og samningum við Asíuríki um gagnkvæmar tollalækkan- ir, eftir því, sem fram kom í umræðunum. Þingmenn Alþýðubandalagsins greiddu hins vegar atkvæði gegn þátttöku okkar í EES. Hvernig getur það samræmst út- flutningsleiðinni?! Ólafur Ragnar svaraði því til, að hann vildi ekki byggja á mörkuð- um gömlu nýlenduveldanna í Evrópu. Þetta er auðvitað bull. Evrópumarkaðurinn er og verður einn mikilvægasti útflutnings- markaður okkar. Þess vegna var lífsnauð- syn að tryggja hindrunarlausan aðgang að þeim markaði. Alþýðubandalagið lagð- ist gegn því, sem máli skipti í þeim efnum. Hvernig ætla þeir að skýra þessa þver- sögn? Það kom vel í ljós í þessum umræðum, að Friðrik Sophusson hefur sterka víg- stöðu, þegar ríkisfjármál ber á góma. Skuldir ríkissjóðs hafa að vísu tvöfaldast á kjörtímabilinu samhliða verulegum halla- rekstri. En hann getur í fyrsta la.gi bent á, að umtalsverður árangur hefur náðst í Kosninga- Morgunblaðið/RAX að draga úr útgjöldum hins opinbera. í öðru lagi að á tímum einnar af þremur mestu efnahagskreppum, sem yfír þjóðina hafa gengið á þessari öld, var einfaldlega óhugsandi að ná jöfnuði í ríkisrekstrinum og í þriðja lagi að skuldasöfnunin í fjár- málaráðherratíð Ólafs Ragnars var marg- falt meiri. Þá tvöfölduðust skuldir ríkis- sjóðs á milliára en nú á einu kjörtímabili. Halldór Ásgrímsson á heiður skilið fyrir að tala af ábyrgð, þótt hann sé forystumað- ur stjórnarandstöðuflokks. Hann tekur hiklaust undir það, að rétt hafí verið að lækka skatta á fyrirtækjum, eins og gert hefur verið á kjörtímabilinu, svo að dæmi sé nefnt. Framsóknarflokknum undir hans forystu hefur hins vegar enn þá ekki tek- izt að marka sér skýra stöðu í kosningabar- áttunni. Það hefur gengið mun betur hjá Alþýðubandalaginu og raunar einnig hjá Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki. Jóhanna Sigurðardóttir hefur bersýni- lega ekki látið bugast af mótlæti í skoðana- könnunum að undanförnu. Hins vegar kann að verða erfitt fyrir hana að útskýra málflutning Þjóðvaka nú í ljósi þess, að hún sat í ríkisstjórn framan af kjörtímabil- inu og var einn af þingmönnum stjórnar- flokkanna í framhaldi af því. Mótsagnir í málflutningi hennar af þessum sökum kunna að verða henni fjötur um fót, þegar líður á kosningabaráttuna. Kvennalistinn er hins vegar greinilega úti á þekju enn sem komið er a.m.k. Skoðanakannanir hafa bent til sterkrar stöðu Sjálfstæðisflokksins að undanfömu. Þær hafa leitt til mikillar bjartsýni meðal sjálfstæðismanna. Slík bjartsýni nokkrum vikum fyrir kosningar hefur alltaf reynzt Sjálfstæðisflokknum hættuleg. Tæpum mánuði fyrir kosningarnar 1991 fékk Sjálfstæðisflokkurinn um 48% fylgi í skoð- anakönnun, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið seinni hluta marzmánaðar, en kosningarnar fóru fram 19. apríl. í kosningunum sjálfum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega 38% fylgi. Bjartsýnin gæti verið hættulegasti and- stæðingur Sjálfstæðisflokksins í þessum kosnirígum. Alþingi og eignarrétt- ur þjóðar- innar UNDIR LOK þingsins kom fram tillaga frá ríkis- stjórninni að festa eignarrétt þjóðar- innar að fiskimið- unum í sessi með því að binda ákvæði um þann eignarrétt í stjórnarskrá lýðveld- isins. Viðbrögð þingmanna voru þeim til lítils sóma. Segja má, að þingmenn allra flokka hafí lýst stuðningi við það, að stjórn- arskrárbinda þennan eignarrétt en hins vegar höfðu þeir allt á homum sér vegna málsmeðferðar og vegna þess hversu seint málið væri fram komið. Formsatriði skiptu meira mála í þeirra huga en efni máls. í umræðum á Alþingi um þetta mál komu hins vegar fram óskiljanleg sjónar- mið í máli Þorsteins Pálssonar, sjávarút- vegsráðherra. Hann sagði m.a.: „... með stjórnarskrárbindingu um, að fískimiðin og auðlindimar séu þjóðareign en nýting- arrétturinn skuli ákveðinn í lögum, þá er- um við að styrkja með alveg ótvíræðum hætti stöðu gildandi fískveiðistjórnunar- laga. Ég tel, að það sé mikill kostur og væri höfuðmarkmiðið með samþykkt slíkr- ar stjórnarskrárbreytingar við þessar að- stæður." Hvað á ráðherrann við?! Hvernig í ósköp- unum getur það orðið til þess að styrkja í sessi lög, sem fela í sér mestu gjöf allrgr íslandssögunnar til nokkurra einstaklinga að festa eignarrétt þjóðarinnar að auðlind- inni í stjórnarskrá? Þorsteinn Pálsson get- ur ekki verið þekktur fyrir málflutning af þessu tagi. Sá þingmaður, sem talaði af mestu viti um þetta mál í fyrrnefndum umræðum, var Jóhann Ársælsson, þingmaður Alþýðu- bandalags, sem sagði: „Það getur ekki verið annað heldur en slíkt ákvæði hefði í för með sér breytingu á fískveiðistjómun- arlögunum einfaldlega vegna þess að þjóð- areign á auðlindinni hlyti að þýða að með þá eign yrði farið sem eign þjóðarinnar en ekki sem eign einstaklinga eins og gert er í dag...“ Undir þessi orð vill Morgunblaðið taka. „Skoðanakannan- ir hafa bent til sterkrar stöðu Sjálfstæðisflokks- ins að undan- förnu... Tæpum mánuði fyrir kosningarnar 1991 fékk Sjálf- stæðisflokkurinn um 48% fylg-i í skoðanakönnun, sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir Morgun- blaðið seinni hluta marzmánaðar, en kosningarnar fórufram 20. apríl. í kosning- unum sjálfum fékk Sjálfstæðis- flokkurinn rúm- lega 38% fylgi. Bjartsýnin gæti verið hættuleg- asti andstæðingur Sjálfstæðisflokks- ins í þessum kosn- ingum.“ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.