Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR + Ástkær móðir okkar, ERLA GUNNARSDÓTTIR, Svöluhrauni 9, Hafnarfirði, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 11. mars. Jarðarförin auglýst síðar. V Margrét Halla Guðmundsdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Elva Guðmundsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRARINN GUÐNASON frá Raufarhöfn, lést af slysförum þann 6. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Helga Sigurðardóttir og börn. + Systir okkar og mágkona, ÞÓRA MÝRDAL, Hátúni 12, Reykjavík, er lést í Vífilsstaðaspítala 5. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. mars nk. kl. 13.30. Þeim, sem minnast vildu hinnar látnu, er bent á Ferðasjóð fatlaðra hjá Sjálfs- björgu, landssambandi fatlaðra, Há- túni 12 (sími 29133). Sæunn Mýrdal, Einar Þorsteinsson, Jón Mýrdal, Sigurveig G. Mýrdal, Theódóra Mýrdal. + Systir okkar, KRISTÍN EGGERTSDÓTTIR, Snorrabraut 73, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 13. mars kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Kristni- boðssambandið. Systkinin. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Óðinsgötu 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaglnn 14. mars nk. kl. 15.00. Hallgerður Gunnarsdóttir, Hannes Guðmundsson, Hrefna Swanson, Guðrún Gunnarsdóttir, Óli Örn Tryggvason, Sigri'ður Andrésdóttir, Arnar Aðalbjörnsson, Marfa Finnsdóttir, Ragnar Hólmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi stýrimaður, Týsgötu 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 14. mars kl. 13.30. Gréta Ingólfsdóttir, Ingólfur Guömundsson, Sjöfn Þráinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergljót Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Ásbjörn Ólason Blöndal, Þórir Guðmundsson, Vilborg Þórsdóttir og barnabörn. HREFNA EINARSDÓTTIR + Hrefna Einarsdóttir fædd- • ist í Reykjavík 29. nóvem- ber 1958. Hún lést á Land- spítalanum 25. febrúar síðast- liðinn og var jarðsungin frá Askirkju 8. marz. VIÐ SEM unnum með Hrefnu á deild 12, Kleppsspítala, viljum minnast hennar með nokkrum orð- um. Við syrgjum hana sárt, þessa ungu konu, sem um nokkurra ára skeið hafði þurft að beijast við ill- vígan sjúkdóm sem dró hana að lokum til dauða. Á geðdeildum vinnur alla jafna stór hópur af fólki, sem þarf að vera mörgum kostum búinn í eril- sömu starfi. Fölskvalaust var Hrefna Einarsdóttir öllum þeim eiginleikum gædd í ríkum mæli. Hún sinnti störfum sínum af sér- stakri samviskusemi og nærfæmi. Það kom greinilega fram í viðmóti hennar gagnvart sjúklingunum og öllum þeim sem umgengust hana. Hún hafði einstaka hlýju til að bera, sem oft náði að hughreysta þá, sem uppburðarminnstir voru. Á morgnana kom hún alltaf glöð og hress í bragði í vinnuna, og nærvera hennar náði oft að bregða birtu yfír gráan hversdagsleikann. Gleði hennar og hógværð náði að smita út frá sér á mjög sérstakan hátt, þannig að allir hlutu að taka eftir. Hún var mjög einlæg í allri framkomu sinni og virtist ekki þekkja gervimennsku og tilgerð. Þá átti hún það til að bregða á leik með græskulausu gamni. Það er áreiðanlega ekki ofmælt, að hún hafí verið öllum þeim ljós og styrk- ur sem þekktu hana. Þegar hún veiktist var um al- gjört reiðarslag að ræða. Þó lét hún ekki hugfallast, heldur sýndi einstakan styrk og rósemi. Ekki heyrðist hún mæla æðruorð, jafn- vel þótt hinn alvarlegi sjúkdómur hefði gengið mjög nærri henni. Hún tók erfiðleikunum með þvílíku jafnaðargeði, að ekki er hægt ann- að en dást að. Hrefna barðist af miklum hetjuskap gegn framgangi sjúkdómsins allt til hinstu stund- ar. í þeirri baráttu stóð hún ekki ein, heldur naut ástríkis eigin- manns, fjölskyldu og vina. Nú þarf hún ekki að þjást meira, held- ur hvílir í faðmi Guðs. Við minnumst hennar með virð- ingu og þökkum fyrir samfylgd- ina, sem þó hefði átt að verða miklu lengri. Við lútum höfði og þökkum fyrir það sem hún var okkur. Minningin um hana lifír meðal okkar. Við viljum votta eiginmanni hennar, syni, svo og ástvinum öll- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð huggi ykkur og gefí ykkur styrk í þessari þungbæru sorg. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (Hallgrimur Pétursson) Fyrir hönd starfsfólks deildar 12, Björg Kjartansdóttir, Jón Ármann Gíslason. SIGURJON BJARNASON + Sigurjón Bjarnason fædd- ist í Reykjavík 20. maí 1922. Hann lést á Borgarspíta- lanum 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyrarbakkakirkju 11. mars. Crfisdrykkjur GAPI-mn Slmi 555-4477 Oómastoju Fnðfinns • Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sími 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. * m 1 ELSKU afí minn. Mig langar í nokkrum orðum að minnast þín með þakklæti fyrir allar samverustundir okkar. Eg var á fyrsta ári þegar þið amma tókuð mig til ykkar og óluð mig upp sem ykkar barn. Betri æsku en ég fékk get ég ekki hugs- að mér. Þú gafst mér, afi minn, alla þá væntumþykju og leiðsögn sem hægt er að veita. Við áttum svo ótalmargar góðar stundir sam- an og minningar um þig munu fylgja mér alla tíð. Ég man þegar þú varst að koma af vaktinni á kvöldin, þá beið ég við gluggann og þegar þú komst gangandi eftir veginum þá hljóp ég á móti þér og við leiddumst heim og spjölluð- um saman. Við áttum líka góðar stundir saman með hestunum okk- ar og svona gæti ég lengi haldið áfram. Þegar ég síðan varð full- orðin og gifti mig og stofnaði mitt eigið heimili, var ég svo heppin að samband okkar, afi minn, varð ekki síðra. Þú og Svenni voruð nánir og sannir vinir og börnin okkar voru svo lánsöm að fá að vera mikið með þér. Þið amma voruð líka fljót að koma ef krakk- arnir voru lasnir og vera hjá þeim. + Eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN JÚLÍUSSON læknir, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. mars kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti Barnaspítalasjóð Hringsins njóta þess. Þórunn S. Kristjánsdóttir, Sigurveig Björnsdóttir, Júlíus K. Björnsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG RUNÓLFSDÓTTIR frá Hvammsvík, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 13. mars kl. 13.30. Halldór Kr. Magnússon, Rafn Magnússon, Eva Guðmundsdóttir, Inga Magnúsdóttir, Ingvi Jónsson, Þorbjörg J. Magnúsdóttir, Ólafur Halldórsson, Kristrún I. Magnúsdóttir, Ingólfur Hjaltalin, barnabörn og barnabarnabörn. Já, söknuðurinn er mikill og það er svo skrýtið að geta ekki tekið utan um þig og talað við þig. Þú varst traustur og sterkur persónu- leiki. Það var alltaf hægt að leita til afa, en ég veit að þú verður áfram meðal okkar og við höfum hana ömmu og hún okkur. Elsku afi, við biðjum bænina sem okkur þótti svo vænt um: Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til þess að breyta því, sem ég get breytt, og vit til þess að greina þar á milli. Hvíl í friði. Þín Guðbjörg. Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.