Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞORIR KR. ÞÓRÐARSON + Þórir Kr. Þórð- arson fæddist í Reykjavík 9. júní 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 26. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 6. mars. ÞÓRIR Kr. Þórðarson hafði sannarlega stór- ..-an mann að geyma, Ijúfan og næman, fróð- an og skemmtilegan. Þegar hugsað er til hans verða skil lífs og dauða dálítið óraunveruleg. Hann lifði lífinu lif- andi og segja má að hann hafi fyr- ir löngu sigrast á dauðanum. Minn- ingin um hann veitir í senn styrk til að takast á við lífið og gieði yfir því að hafa fengið að njóta sam- vista við hann. Styrkurinn stafar af kjarkinum og æðruleysinu sem hann sýndi andspænis óyfírstígan- legum veikindum. Gleðin sprettur af djúpum skilningi hans og ást á lífínu, dýrmætustu gjöf mannsins. _ >Fyrir honum var lífíð vissulega gáta sem hann sjálfur var hluti af - en hann réði í hana í sífellu og af leik- andi eljusemi og gaf þeirri tilfínn- ingu ríkan gaum að maðurinn bæði er og hugsar. Þess vegna var lífíð honum merkilegt og hann lífínu merkilegur. . Við Systa kynntumst þeim hjón- um Þóri og Bíbí fyrir tæpum fímmt- án árum og varð skjótt vel til vina. Eftir það höfum við átt hlutdeild í lífí hvers annars. Þau voru sem eitt; ^þlýjan, virðingin og vináttan sem þau báru hvort til annars og frá þeim geislaði var djúp og fögur. Manni leið ósjálfrátt vel í návist þeirra. Minningamar eru margar og hugljúfar. Hvort heldur hist var af tilviljun eða í heimboðum eða að við mæltum okkur mót í Edinborg einn sumardag fyrir mörgum ámm. Alltaf lyfti stundin geðinu og varð ógleymanleg. Þeim hjónum var sælla að gefa en þiggja. Sem eitt lítið dæmi þar um, þá vissu þau af heimsókn hóps erlendra listakvenna til Systu, sem dvöldu um tveggja vikna skeið á Islandi að sumarlagi fyrir fáum ámm. Þau gerðu sér lít- ið fyrir og héldu þeim glæsilegá veislu á heimili sínu. Það var þeim ekkert tiltökumál. Þórir var þá sem ávallt í essinu sínu og miðlaði af þekkingu sinni og svaraði fyrir- spumum hinna erlendu gesta um land og þjóð, trú og listir, menntun og menningu. Þessi óvænti liður í dagskrá heimsóknarinnar sveipaði gestina hugljúfum blæ og lyfti and- anum út yfír hversdaginn. Þannig komu þau fram, Þórir og Bíbí. Þóris Kr. verður sárt saknað í Háskóla íslands. Þar var starfsvett- vangur hans í íjörutíu ár. Stundum nótt sem dag, því vart gat eljusam- ari mann við vinnu. Það sópaði að honum hvar sem hann fór. Maður- inn sem hann bar og geymdi kall- ,,'iíði ósjálfrátt á athygli. Hann gat ekki dulist. Og fólk lagði við hlust- ir. Stundum leit hann inn á skrif- stofuna hjá mér eða ég hjá honum. Þær stundir voru sem vin í erli daganna og tíminn hætti að líða; Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Persónuleg þjónusla. Fákafeni 11, sími 689120. fyra~a'azi'TraTia'TraTraTiTiaa- en hafði samt liðið án þess við veittum því athygli. Hann var mað- ur samtalsins. Stutt símtal um hversdags- legt úrlausnarefni gat breyst í langa orðræðu um tiltekin málefni háskólans, kjör þeirra sem bágt eiga í samfé- laginu eða bókmennta- legt gildi Biblíunnar. Hann bar hag há- skólans mjög fyrir brjósti og lagði ríka áherslu á gildi skap- andi rannsóknarstarfs sem forsendu háskólakennslu. Mað- ur fann að kennslan var honum yndi og nemendur voru honum hjartfólgnir. Fyrir honum var til- gangur kennslunnar fyrst og fremst að dýpka skilning nemenda á sjálf- um sér og heiminum; að mennta þá - gera þá að betri mönnum og betur í stakk búna til að lifa lífínu - takast á við þau verk sem lífið leggur fyrir okkur mennina. Hann var sjálfur lifandi dæmi. Og ef menning er það sem maðurinn tek- ur sér fyrir hendur, veruleikinn sem hver og einn býr lífí sínu, sú mynd sem hann dregur upp af sjálfum sér og sem sýnir hann eins og hann er, - þá var Þórir Kr. sannarlega mikil menning og gróandi. Menning hans staðnaði aldrei, varð aldrei kyrrstæð, koðnaði ekki, né leið und- ir lok. Hann var sífellt að ráða í dulrúnir tilverunnar og sjálfur í sí- felldri endurskoðun, endumýjun, endursköpun og nýsköpun. Hann valdi óragur úr kostum lífsins og sýndi með því hug sinn til tilverunn- ar. Með atferli sínu og verkum flutti hann okkur hinum sinn sérstaka boðskap um það sem honum þótti máli skipta í lífinu. Þau Þórir og Bíbí sýndu okkur Systu fádæma umhyggju, ástúð og vináttu. Þau vom ólöt við að hvetja Systu og eiga verk eftir hana sem Þóri þótti mjög vænt um. Hann hringdi í hana þegar hann kom síð- ast heim af sjúkrahúsinu fyrir rúmri viku og gaf sér þá dijúgan tíma til að kveðja hana og hvetja til dáða. Það var bjart yfír Þóri Kr. Þórð- arsyni og það er bjart yfír minningu hans. Við Systa vottum Bíbí og fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúð. Þórður Kristinsson Prófessor Þórir er dáinn. Ég var í fyrsta stúdentahópnum sem hann kenndi, hann nýkominn frá Ameríku, hámenntaður, doktor í fræðum Gamlatestamentisins og fommálunum þess. Það sópaði að þessum nýja prófessor. Hann. kom með framandi andrúmsloft frá er- lendum háskólum, bæði vestan og austan Atlantshafsins. Stundum fannst okkur stúdentunum að í kringum glaðværð hans og fas væri líka þögn og angan stórra bókasafna í glæstum háskólabygg- ingum stórborganna. Prófessor Þórir var ekki bara kennari minn heldur líka vinur minn. Við þekktum hvor annan, takmarkanir og takmarkaleysi. Hann var kennari af þeirri tegund, sem öllum nemendum líkar svo dæmalaust vel. Hvers vegna? Auð- vitað vegna góðrar kennslu, því hann var kennari af Guðs náð, eins og sagt er. Góður kennari var hann ekki einungis vegna menntunar og gáfna, sem hvorutveggja var í rík- um mæli, heldur fyrst og fremst vegna þess að honum þótti vænt um nernendur sína og lét okkur vita af því og finna fyrir því. Hann lét sig varða velferð okkar og fjöl- skyldna okkar. Þegar Inger heitin, fyrri kona Þóris, háði sitt dauðastríð hafði hann tíma aflögu til að spyrja um hvort Ragnheiður dóttir okkar ætti mjög bágt með tanntöku. Þannig var hann, kom manni alltaf á óvart. Þetta voru erfiðir dagar meðan á MINNINGAR veikindum Inger stóð, en trú hans og vissa um fyrirheit Frelsarans og elsku, og ekki síður forvitni vísinda- mannsins um hvað tæki við, gerði honum viðskilnaðinn auðveldari, ef svo er hægt að segja. Síðar varð hann þeirrar hamingju aðnjótandi að Bíbí varð hans lífs- förunautur. Bömin hennar urðu börnin hans, og hann varð afí bam- anna hennar. Mér er til efs að af- ar, almennt, hafí verið stoltari en hann af afabömunum sínum. Bíbí varð honum það bjarg, sem hann byggði sína veraldlegu tilveru á. Hún kunni allt, sem hann vant- aði, í þessari viðsjálu veröld, sem nútímamaðurinn lifir í. Gott er að fá að tjá með þessum lfnum væntumþykju mína til þessa kennara míns. Væntumþykju, sem var og er mér mikils virði. Á stúd- entsárunum datt hann kannske allt í einu inn hjá okkur í kvöldmat, og gaf okkur þá tilfínningu að við væmm að búa honum veislu í höll, sem var í reynd aðeins kjallari. Honum var sérlega lagið að breyta hvunndeginum í hátíð. Lífíð var honum í reynd hátíð, og hann tal- aði gjaman um þetta undur sem það væri og dásemdir þess. Hann kom til okkar vestur á firði, hann dvaldi nokkra daga og fór með okkur á annexíumar. Hann var svo hrifínn af öllu sem fyrir bar, og fannst þetta stórkostleg upplif- un, allt indælt og fallegt. Ekkert eftir fyrirfram stilltri klukku, með- hjálparinn snýtti sér og braut sam- an klútinn áður en hann hringdi út úr messunni. Minnisstætt er, þegar hann, á sextugsaldri, spurði eina sumar- nóttina á göngu okkar niðri í varp- inu, hvort hann mætti leggja hendi sína á heitt egg í hreiðri. Svo mik- ill borgarmaður var hann, að hann hafði aldrei upplifað þetta áður. Margs er að minnast og fjölmörg atvik eiga allir vinir hans í minn- ingasjóðum sínum, minningasjóðn- um sem hann auðgaði og fegraði. Prófessor Þórir var heimsmaður, sem þekkti og kunni blæbrigði mennskunnar, og vegna mannleg- leika sins mat það allt til jafns á einstaklega hleypidómalausan hátt. Við emm þakklát fyrir samvistir við hann í Reykjavík, fyrir vestan og hér í Kaupmannahöfn. Bíbí, þökk fyrr þinn þátt í ára- tuga vináttu. Sigurveig Georgsdóttir og Lárus Þorv. Guðmundsson, Kaupmannahöfn. Fomvinur minn, Þórir Kr. Þórð- arson, er allur eftir langvinna og hugprúða baráttu við banvænan sjúkdóm, og er engu líkara en ljós heimsins hafí týnt nokkru af ljóma sínum við brotthvarf hans. Þó sam- fundir okkar væm stopulir á seinni ámm, þá var vitundin um návist hans í útjaðri tilvemnnar vís gleði- gjafí og uppörvun í daglegum önn- um og umstangi. Hvenær sem fund- um okkar bar saman stafaði hann einhveijum þeim duldum töfram sem lýstu upp samvistimar og brugðu birtu á umhverfíð. Samúð- arfullur áhugi hans á öllu mannlegu var bráðsmitandi og innblés við- mælandanum virðingu fyrir þeim andlegu eigindum sem gerðu ein- lægum guðsmanni fært að skilja og skynja þær víddir mannlífsins sem lágu utanvið kjörinn vettvang guðfræðingsins. Reyndar hef ég fyrir satt að Þóri hafí með áratuga- langri kennslu og uppfræðslu auðn- ast að gera guðfræðina að lifandi og ásæknu afli í lífi þeirra nemenda sem honum voru handgengnir, enda samtvinnaði hann í eigin lífi trúar- lega alvöm og innileik, strangfræði- leg viðhorf við viðfangsefnum sín- um og hagnýtt framtak í samfé- lagsmálum, sem meðal annars birt- ist í fmmkvæði hans að Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar meðan hann sat í borgarstjórn. Ég kynntist Þóri um fermingar- aldur þegar ég hóf að starfá í KFUM. Hann var þá kominn lang- leiðina gegnum menntaskóla og hafði náð frábæmm árangri í námi. Við kögursveinar litum að sjálf- sögðu upp til lærdómsmannsins, en hann lét aldrei á sér fínna að menntaframinn stigi honum til höf- uðs eða setti hann skör hærra okk- ur hinum. Þegar við, nokkrir nem- endur í Ingimarsskólanum, stofnuð- um kristilegt skólafélag og hófum að gefa út Kristilegt skólablað vor- ið 1944, leitaði ég til Þóris um grein í fyrsta tölublaðið. Þó hann væri önnum kafínn að búa sig undir stúd- entspróf tók hann þeirri málaleitan vel og samdi fyrir blaðið grein sem hann nefndi „Hvað virðist yður um Krist?“. Þar gerði hann í ljósu og gagnorðu máli grein fyrir þeim við- horfum sem segja má að auðkennt hafí ævilanga viðleitni hans: að gera Krist sýnilegan og virkan í lífí jafnt einstaklinga sem samfélags. Þórir hélt utan til náms ári eftir stúdentspróf, en kom stundum heim á sumrin. Ein slík heimsókn er mér sérlega hugstæð. Ég tók stúdents- próf vorið 1948, en hafði hvorki Ijárráð né sérstaka löngun til að taka þátt í fagnaði samstúdenta. Einn af góðvinum mínum í KFUM efndi hinsvegar til lítils gestaboðs af tilefninu og bauð þangað þremur vildarvinum. Meðal þeirra var Þór- ir, nýkominn frá Árósum, og gerði það kvöld ógleymanlegt með skop- skyni sínu, mannskilningi og þrosk- aðri innsýn í þverstæður tilverunn- ar. Um lágnættið gengum við félag- ar útí bjarta og heiðríka miðsumar- nóttina og reikuðum um götur borg- arinnar frammundir morgun. Þetta var ein af þeim nóttum sem alls ekki var nótt, heldur nokkurskonar guðleg opinbemn á mótum draums og vöku, og þar áttu hlý návist og andrík orðræða Þóris ósmáan hlut að máli. Vináttan hélst gegnum þykkt og þunnt, hvemig sem veröldin veltist og hvaða stefnu sem einkahagir hvors um sig tóku. Við hittumst annað veifíð hjá sameiginlegum vin- um eða á heimili hans; af þeim samfundum fór ég ævinlega endur- nærður og bjartsýnn á mannlíf og framtíðarhorfur. Trú Þóris og fast- mótuð lífsviðhorf urðu aldrei til að hefta víðsýn og umburðarlynd við- brögð hans við margsvíslegum uppákomum tilvemnnar. Hann hafði sérkennilegt lag á að láta já- kvæð sjónarmið vegast á við rauns- ætt og hlífðarlaust mat á umhverfí og aðstæðum. Ég er hreint ekki frá því, að löng og fijósöm kynni okkar hafí verið meðal þeirra þátta sem undimiðri höfðu dýpst og varanleg- ust áhrif á þroska minn og trúarvið- horf, þó vitanlega sé ógerningur að slá neinu föstu um svo dulræð efni. Hitt stendur óhaggað, að vin- átta þessa glæsilega, hvata, fijáls- mannlega, hrifnæma, hreinlynda, skapheita, fjölfróða og samsetta manns er meðal þeirra guðsgjafa sem ég verð ævilangt þakklátur fyrir. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu, Jakobínu Guðríði Finnbogadóttur, stjúpbörnum og öðram aðstandend- um hugheilar samúðarkveðjur við fráfall heimilisföður sem var rétt- nefndur „drengur góður“. Blessuð sé minning hans. Sigurður A. Magnússon. Einn af stórbrotnari persónuleik- um meðal kennara í guðfræðideild við Háskóla íslands er nú genginn til feðra sinna. Þórir Kr. Þórðarson var um margt sérstæður kennari en hann var umfram allt listamaður og þannig mun hann geymast í minningunni. Þegar ég hóf nám við guðfræðideildina var vitaskuld skeggrætt mikið um námsefnið og kennarana af okkur nýgræðingun- um. Af kennaraliðinu vakti Þórir Kr. fyrstur athygli mína og ekki að ástæðulausu. Hann var bóhem í sér og heimsborgari, það sást af látbragði hans öllu. Skrautleg slauf- an var ætíð á sínum stað, fijálslegt hárið féll kæruleysislega niður á axlir og mildir litir voru uppistaðan í stökum jakka og buxum. Þetta var ytri umgjörðin en persónan sjálf fangaði athygli allra þegar hann náði sér á flug. Hann komst vel að orði og naut þess að tala. Enda sagði hann við okkur eitt sinn að veikleiki prófessora væri að tala of mikið. Þegar hann var að ljúka upp fyrir okkur leyndardómum Gamla testamentisins var oft ákveðinn svipur í andliti hans sem erfítt er að lýsa. Hann var ábúðarfullur og ögrandi en í bland var alltaf ein- hver glettni í andlitinu. Andlitið var lifandi í frásögninni og hann notaði mikið hendurnar er hann sagði frá. Næmi hans á tilfínningar var mikið enda var hann með eindæmum til- fínningaríkur maður og leyfði um- hverfi sínu að njóta þess með sér. Einn af elstu nemunum sagði okkur að hann væri fyrst og fremst listamaður og þannig bæri okkur að taka honum. Þetta viðhorf hjálp- aði mér mikið í umgengni við Þóri því hjá honum var allra veðra von eins og í íslensku veðráttunni. í sömu kennslustundinni gat verið sólskin, rok og rigning, haglél, þmmur og eldingar og jafnvel þetta allt í senn. Þess vegna kom maður stundum þreyttur út úr tímunum hans, særður, reiður eða glaður og kannski allt samtímis. Mest var maður þó undrandi á tökum hans á kennslunni og námsefninu. Eng- inn kennari í guðfræðideildinni hef- ur hrært eins mikið upp í heims- mynd minni og Þórir. Hann opnaði algjörlega nýtt sjónarhorn á lestur Gamla testamentisins. Það er ekki þægilegt þegar ýtt er óþyrmilega við ríkjandi skoðun og maður þarf að fara að hugsa hlutina upp á nýtt. Er tilveran svona eða hinseg- in, hvað er mikilvægt og hvað auka- atriði, hvað hefur maður ekki kom- ið auga á, hvað eflir og hvað byrg- ir sýn? Slíkar og þvílíkar spumingar fékk Þórir mann til að spyija sig. Oft og tíðum fór hann ekki skipu- lega í fyrirliggjandi námsefni heldur þrýsti á okkur með áleitnum tilvist- arspumingum sem vissulega voru líka í Gamla testamentinu. Af þess- um sökum komu nemendurnir stundum ósáttir og í uppnámi út úr tímum. Það er ekki auðvelt að spyija sig spuminga sem stundum eins og æpa á mann. Fyrri ár mín í deildinni átti ég oft erfítt með að taka kennslu Þór- is því hún gekk of nærri mér. Þeg- ar ég síðan fór að melta það sem hann hafði fram að færa og hitti hann á heimavelli í fræðunum komst ég í sannkallaða veislu. Hann opnaði fyrir mér hvílíkt listaverk Biblían er út frá bókmenntalegu sjónarhorni. Hann talaði gjarnan um hugsun Hebreanna eins og sinf- óníu. Þar er unaðshljómur sem eng- an á sinn líka, í einu vetfangi verð- ur blíður blær að þrumugný. Án aðdraganda er áheyrandanum sveiflað á milli allra tilbrigða tón- listarinnar og hann situr eftir með unaðshljóm í eyram án vestrænnar rökhugsunar. Þórir sagði vefinn sem spunninn er í Gamla testament- inu hafa sama eðli. Þar er ekki rökhugsun að okkar hætti en það skiptir ekki máli, hin helga bók lýt- ur öðm lögmáli og sinfónía hennar er fullkomin. Tónlistin gaf honum mikið. Hann sagðist hlusta á Bach þegar hann hugsaði um Guð því að þar skynjaði hann návist Guðs best. Þórir var ákaflega tilfinninga- næmur og bar allt látbragð hans það með sér. Ef ég ætti að lýsa honum með einu orði þá var hann líkur sinfóníu. Hann var óútreikn- anlegur, allt litróf tilfinninganna var jafnan til staðar, hann hreifst auðveldlega og hann reiddist jafn auðveldlega. Þess vegna gat hann hundskammað mann ef honum fannst að óvísindalegum vinnu- brögðum væri beitt en hann var líka jafn örlátur á hrósið þegar honum fannst vel takast til. Það var erfitt að taka þessum eiginleikum hans í fyrstu en þegar ég fór að skilja jákvæða gagnrýni hans sem birtist í umgjörð tilfinninga lærði ég að meta hann. Föðurleg umhyggja hans vildi gera mig og aðra nema að mönnum. Okkur fannst hann stundum of ákafur í uppeldinu en hann var alltaf að ala okkur upp til þess að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, sjálfum okkur og meðborgurunum til uppbyggingar og ánægju. Eitt sinn lauk hann námskeiði með því að bjóða okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.