Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 33 I I : i i •: i .! < I I < i i i í i Í i i i H ________MINNINGAR RAGNAR STEINBERGSSON + Ragnar Steinbergsson fæddist 19. apríl 1927 á Siglufirði. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli 26. febrúar sl. og var jarðarför hans gerð frá Akureyrarkirkju 6. mars. RAGNAR Steinbergsson er látinn, hann hefur fengið hvíldina eftir mjög erfið veikindi. Ragnar var um áratuga skeið forstjóri Sjúkrasamlags Akureyrar sem síðar breyttist í umboð sjúkra- trygginga Tryggingastofnunar ríkisins hér á Akureyri. Fáum hef ég kynnst sem voru jafn vel að sér í almannatryggingalögunum og þróun sjúkratrygginga á íslandi. Hann var í einstaklega góðum tengslum við fólkið sem þjón- ustunnar naut og gætti þess að sérhver fengi það sem honum bar. Jafnframt var Ragnar mjög virkur í samfélaginu og áhugasamur um skipulag heilbrigðisþjónustunnar. Hann vann ötullega að stofnun Læknamiðstöðvarinnar á Akureyri og varð framkvæmdastóri hennar í hlutastarfi. A læknamiðstöðinni batnaði starfsaðstaða heimilis- lækna á Akureyri og seinna sam- einuðust Læknamiðstöðin og Heilsuverndarstöð Akureyrar er Heilsugæslustöðin á Akureyri var stofnuð árið 1985, en Ragnar var jafnframt framkvæmdastjóri hennar fyrstu árin. Ég kynntist Ragnari fyrst þegar hann kenndi mér bókfærslu í Menntaskólanum á Akureyri. Hann var afar skýr og skemmtileg- ur kennari. Við vorum nokkrir bekkjarfélagarnir sem sóttum aukatíma á heimili hans skömmu fyrir vorprófið. Ég man hvað mér fannst notalegt að kynnast Ragn- ari, hlýju hans og ljúfmannlegri framkomu en jafnframt var hann hressilegur og snöggur upp á lagið og alltaf heilsaði hann mér á löngu færi, glaðlegur á svip. Já, hann vann öll sín störf af brennandi áhuga, rösklega gekk hann eða hálf hljóp við fót á milli staða í miðbænum, alltaf að flýta sér, en hafði samt alltaf tíma ef maður átti við hann erindi. Það var ánægjulegt að endunýja kynni mín við Ragnar er ég flutt- ist til Akureyrar árið 1972. Við unnum mikið saman um dagana á Læknamiðstöðinni, í stjórn Heilsu- verndarstöðvar Akureyrar, í Heil- brigðismálaráði Norðurlandshér- aðs eystra og í Heilsugæslustöð- inni á Akureyri. Enn átti ég eftir að læra af Ragnari, er ég tók við trúnaðarlæknisstarfinu af Þóroddi Jónassyni hjá Sjúkratryggingum á Akureyri. Alltaf var Ragnar jafn brennandi í andanum, eldheitur áhugi og djúp réttlætiskennd ein- kenndu störf hans öll. Hann var hafsjór af fróðleik um heilbrigðis- og tryggingamál og kunni einnig góð skil á öðru sem var að gerast í þjóðlífinu. Eins og hendi væri veifað, mitt í önn dagsins, missti Ragnar heils- una fyrir rúmu ári. Við tóku erfið veikindi, en í þeirri baráttu naut Ragnar ástríkis og umhyggju fjöl- skyldu sinnar. Eg sendi Sigur- laugu, dætrunum og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Ragnars Steinbergssonar. Ólafur Hergill Oddsson. Opið til sýningar sunnudag milli kl. 14og 16 Hálsasel 44 Glæsilegt einbhús með þríbýlismögul. Stórglæsilegt 345 fm einbýli með innbyggðum bílskúr og falleg- um ræktuðum garði. 3-4 svefnherbergi uppi og stórar stofur, vandaðar innréttingar. Niðri eru 2 stór herbergi, bað og stórt óinnréttað rými. Möguleiki á 1 eða 2 litlum íbúðum, báðum með sérinngangi. Verð 17,5 milljónir. ★ ★ ★ Víðiteigur 22 - Mosfellsbæ, nýlegt einbýli 196 fm einbýli, timburklætt með dönskum múrsteini ásamt 46 fm bílskúr. 4-6 svefnherbergi og góðar stofur. Vandaðar innréttingar og tæki, gólfefni, parket og flísar. Panelklædd loft. Góð staðsetning. Áhv. 8,7 milij. Verð 15,5 milljónir. ★ ★ ★ Gerðhamrar 9 - nýlegt einbýli 138 fm einbýli ásamt 39 fm bílskúr. 3 svefnherbergi og góðar stofur. Húsið er fullbúið að innan, ómálað að utan en með fullfrágengnum garði og hita í stéttum. Áhv. 7,8 millj. Verð 14,8 milljónir. ★ ★ ★ Hvassaleiti 12 - 3ja-4ra herb. íbúð + bílsk. 87 fm 3ja-4ra herbergja endaíbúð á 3. hæð í nýviðgerðu húsi. Ný eldhúsinnrétting og parket. 24 fm bílskúr fylgir. Gott verð 8,2 milljónir. ★ ★ ★ Miðleiti 8 - 3ja herbergja glæsiíbúð 101 fm íbúð ásamt bílskýli í nýlegu fjölbýli, þar sem aðeins 4 íb. eru í stigagangi. íbúðin er öll hin vandaðasta, nýtt eldhús, flísalagt bað, parket og sérlega góð sameign. Áhv. 1,4 byggsj. Verð 10,9 milljónir. íbúð merkt 0301 ★ ★ ★ Frakkastígur 24 - uppgert eldra parhús 116 fm eldra parhús á 'þremur hæðum, mikið endurnýjað m.a. nýtt þak, nýjar lagnir, nýtt eldhús og bað. Fallegur lítill garður fyrir framan hús. Óinnréttaður kjallari. Góð kaup - verð aðeins 7,7 miiljónir. jy SUÐURLANDSBRAUT 52 v/FAXAFEN HUSAKAUP 682800 FASTEIGNAMIÐLUN 682800 Almennur fundur um aukakílóin á Háaleitisbraut 58, Miðbæ, 3. hæð - lyfta á staðnum - þriðjudaginn 14. mars kl. 20.30. Rædd verða vandamál umframþyngdar og leiðir til úrbóta. Gunnar Valtýsson, sérfræðingur í efnaskiptalækningum, og Ingigerður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur flytja erindi. María Ásgeirsdóttir, lyfjafræðingur, kynnir NUPO-létt eina læknisfræðilega rannsakaða megrunarkúrinn. Fyrirspurnum svarað. Gerum sameiginlegt átak og mætum öll sem eitt. LYF HF. NupO-létt Litlagerði 2 - einbýli Til sölu þetta fallega 170 fm og mikið endumýjaða einbýli á tveimur hæðum, ásamt bílskúrsrétti á 46 fm skúr. Húsið er vel staðsett með miklu útsýni og góðum ræktuðum garði. Verð 12,7 millj. ákv. sala og möguleiki að taka minni íbúð/íbúð- ir uppí kaupverðið. HUSAKAUP Suðurlandsbraut 52, Rvík, sfmi 68 28 00. OPIÐHUSIDAG KL. 14-17 hÓLl F ASTEIGN ASALA ® 10090 Miklabraut 26, raðhús. i dag getur þú skoðað 160 fm vel skipu- lagt raðh. í miðbæ Rvíkur sem skipt- ist í tvær hæðir og kj. Mögul. á séríb. í kj. Bílskúr fylgir með fyrir frúna. Hún Valgerður sýnir þér slot- ið í dag kl. 14-17. Verð 9.950 þús. Makaskipti vel ath. á minni eign. 6996. Sæviðarsund 13 - 2ja. Á þessum rómaða stað bjóðum við uppá einstaklega glæsilega 65 fm fb. á 3. hæð í fallegu nýmáluðu fjölb- húsi. Hún Kristín tekur vel á móti þér í opnu húsi í dag kl. 14-17. Verð 6,5 millj. Þú mátt til að skoða þessa! 2010. Viðarrimi - einb. Guiifaiiegt einbhús á einni hæð með stórum bflskúr. 4 svefnh. Afar glæsileg maghóní-innr. í eldh. Áhv. 6,0 millj. Verð 14,9 millj. Er þetta sú rétta? 5624. Austurberg 2 - 3ja. Mjög fai- leg 67 fm íb. í nýklæddu og fallegu fjölbh. Sérgarður fyrir þig og þína. Láttu þessa ekki renna úr greipum þér f opnu húsi í dag kl. 14-17. Áhv. byggsj. 2,8 millj. Verð 5,5 millj. (Bjalla merkt Eyrún.) Nú er bara að drífa sig og skoða. 3991. Ugluhólar 12 - 3ja - laus. Afar falleg og hugguleg 3ja herb. íb. á 1. hæð til vinstri í vinalegu 3ja hæða fjölb. Sérgarður. Já, hér er allt til alls! Líttu inn í opið hús f dag kl. 14-17. Sjáðu verðið aðeins 5,7 millj. 3833. Kleppsvegur 144 - 4ra-5 herb. Virkiklega eiguleg og rúm- góð 120 fm íb. á 3. hæð á frábærum útsýnisstað inn viö Sundin blá. Hún Ásta tekur á móti þér og þinni fjöl- skyldu í dag kl. 14-17. Verðið er sanngjarnt aðeins 7,3 millj. 4519. OPIÐ A HOLII DAG KL. 14-17 Seiðakvisl 6, opið hús Á sunnudag milli kl. 14.00-17.00 ætla Erla og Kolbeinn að sýna húsið sitt sem er um 160 fm ásamt rúmlega 30 fm bílskúr. í húsinu eru 4 svefnherbergi, stofa og borðstofa. Arinn í stofu. Verð aðeins 15,9 millj. Skógarhjalli 17, einb. Húsið, fasteignasala, Suðurlandsbraut 50, (bláu húsin), sími 568-4070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.