Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 B 7 MANNLIFSSTRAUMAR SIÐFRÆÐlÆr hœgt ad lœra umburbarlyndi? Langlundargeð UMBURÐARLYNDI er skilningur gagnvart viðhorfum og framkomu sem gengur í berhögg við eigin lífsstíl og sýn. Lyndi er skap og umburðarlyndi er skap sem þolir mikið farg áður en það stirðnar og brestur. MBURÐARLYNDI er mildi gagnvart yfirsjón og mót- mælum. Andstæðan er harka og strangleiki í viðbrögðum. Herfor- ingjastjórnir víða um heim eru bölvaldar sökum skorts á umburð- arlyndi. Þær þola einungis fólk sömu skoðana. Skortur á um- burðarlyndi er því eftir Gunnor ein af meginá- Hersvein stæðum ofbeldis í heiminum. Rökin fyrir því að rétt sé að tileinka sér umburðarlyndi gagn- vart öðrum eru 1) Sá sem gerir á hlut annarra gæti gert það óvart eða sökum upplýsingaskorts. Hann veit ekki hvað hann gerir. 2) Hann gæti haft rétt fyrir sér. Skoðanir hans og hegðun eru rétt- lætanlegar. Af þessu tvennu má sjá að umburðarlyndi er heilla- vænlegri leið en harkan. Strang- leikinn er líklegri til að feta veg ranglætisins, gera mistök og vekja hatur og beiskju í hjarta þess sem hann bitnar á. Það er einmitt vegna þessara röksemda sem er sagt að kær- leikurinn umberi allt. Það er vegna þess að þekkingin á sýkn og sekt er í molum. Hann er til að koma á og viðhalda sjálf- bærri þróun með því að efla vísinda- legan skilning og skiptast á vís- inda- og tækniþekkingu. Grein 10: Best verður tekist á við umhverfismál með þátttöku allra þegna sem hlut eiga að máli á viðkomandi sviðum. I hverju ríki skal sérhver einstaklingur hafa að- gang að upplýsingum um umhverf- ið sem er í vörslu opinberra aðila, þ. á m. upplýsingum um hættuleg efni og hættulega starfsemi í sam- félagi þeirra svo og tækifæri til að taka þátt í ákvarðanatöku ... Urein 12: Ríki skulu í sameiningu stuðla að uppbyggjandi og opnu alþjóðlegu hagkerfi er leiði til hag- vaxtar og sjálfbærrar þróunar í öll- um löndum. 'Grein 17: Ríki skulu láta fara fram mat á umhverfisáhrifum þeg- ar um er að ræða fyrirhugaða starf- semi sem líklegt er að muni hafa verulega skaðleg áhrif á umhverfið og háð er úrskurði viðkomandi stjórnvalds. Grein 19: Sérhvert ríki skal með góðum fyrirvara tilkynna öðrum ríkjum sem fyrir áhrifum kunna að verða um starfsemi er kann að hafa veruleg skaðleg umhverfis- áhrif út fyrir landamæri þess. Grein 20: Konur hafa mikilvægu hlutverki að gegna í framkvæmd umhverfis- og þróunarmála. Full þátttaka þeirra er því nauðsynleg til að koma á sjálfbærri þróun. Grein 21: Hugvit, hugsjónir og hugrekki æsku þessa heims skal virkja í því skyni að móta alheims- samstarf til að koma á sjálfbærri þróun og tryggja öllum betri fram- tíð. Grein 25: Friður, þróun og um- hverfisvernd eru hvert öðru háð og óaðskiljanleg. Grein 26: Ríki skulu leysa allan ágreining um umhverfismál sín á milli með friðsamlegum hætti og beita í því skyni viðeigandi ráðum í samræmi við stofnskrá Sameinuðu Djóðanna. umburðarlyndur þangað til stígið er fram af þverhnípinu. Það er nefnilega ekki hægt að vera um- burðarlyndur gagnvart þeim sem fremja glæpinn vitandi vits og hafa skoðanir sem leiða til ánauð- ar. Er hægt að læra umburðarlyndi? Já, með því að leggja stund á hóf- stillingu. Hún felst í því að kunna að stjórna skapi sínu og hemja ástríð- urnar. Hófstilling er t.d. að læra að láta ekki reita sig til reiði. Hófstilling er dyggð hins um- burðarlynda. Hún eykur honum þol gagnvart óvitum og eigin brestum. Hún stillir hugann, lægir öldur skaps- ins og minnkar lík- urnar á mistökum. Sá sem er um- burðarlyndur er jafnframt þolin- móður. Móður er skap og sá sem er þolinn er þrekmik- ill gagnvart fresti á framkvæmdum eða skilningi annaíra. Hinn þolinmóði hefur biðlund bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum - biðlund gagnvart sannleikanum. Hann hefur lang- lundargeð andspænis heiminum og er gæflyndur. Umburðarlyndi krefst' Iíka hleypidómaleysis. Umburðarlyndi er að þola öðrum mönnum að hafa t.a.m. skoðanir, hefðir, litar- hátt og trúariðkun af ólíkum toga. Fordómar eru tilhneigingin til að raða öllu á bása. Þeir eru flokkun- arárátta hugans til að flýta fyrir ákvörðunartöku án hugsunar. Að fordæma er að álykta út frá ytri aðstæðum um innri gæði manna. Fordómar vekja óvild, ýfa skap og leiða til haturs þegar þeir eru rangir. Umburðarlyndi er höfnun á fordómum og krefst biðlundar gagnvart réttum dómum hugans um persónur, skoðanir, tilfinning- ar og hegðun. Hvers vegna þörfnumst við umburðarlyndis? Vegna þess að hver maður er háður stað og tíma og allt í lífi hans er breytingum undirorpið. Mannheimurinn er samansettur úr ólíkum heims- myndum, trúarbrögðum, viðhorf- um og athöfnum. Menningar- heimarnir eru margir og einstakl- ingarnir sem tilheyra þeim hafa tilhneigingu til að halda að þeir einir hafi rétt fyrir sér. Frið þrá allir, frið til að vera það sem þeir vilja. Umburðarlyndi hinna ólíku menningarheima er þ.a.l. for- senda friðarins á milli þeirra - án þess að traðka hver á öðrum. Umburðarlyndi á að vera gagn- vart því sem er öðruvísi og því sem getur batnað eða bætt aðra en ekki gagnvart böðlum sem láta græðgina leiða sig í gönur. Um- burðarlyndi er lært og því hlýtur hver maður að þurfa að byija á sjálfum sér. Hann hemur skapið, hlekkjar græðgina og ber sigur- orð af fordómum sínum með því að öðlast þekkingu. Það er ekki nóg að vera umburðarlyndur gagnvart sjálfum sér. Fullur sigur vinnst ekki fyrr en langlundar- geðið nær til annarra líka. Umburðarlyndi kemur í veg fyrir að menn verði of fljótir til að dæma en það er ein meginá- stæða mistakanna milli manna og þjóða. Þolinmæðin í þrautum vex í langlundargeð gagnvart brestum, göllum, veikleikum og eigin gæfuleysi sem annarra. Lífið krefst umburðarlyndis. Leitin að sannleikanum heimtar þolinmæði og hleypidómaleysi. Sá sem ætlar að komast þangað sem hann vill og vera þar til frambúð- ar verður m.a. að hafa þol til að líða bresti annarra, þol til að fara að lögum, þol til að beita réttlát- um aðferðum, þol til að hlaupa ekki að dómum, þol til að hemja skap sitt, þol til að standast freist- inguna að traðka á öðrum og þol til að viðurkenna takmörk sín. Speki: Umburðarlyndi er að leggja stund á hófsemi, þolin- mæði og nám sem ber sigurorð af hleypidómum. Nýjar sendingar, gott verð Elísubúðin, Skipholti 5. - kjarni málsins! „íslenskur sjávarútvegur á alþjóðavettvangi" Ráðstefna um sjávarútveg í Háskólabíói (sal 3) laugardaginn 25. mars. Ráðstefnustjóri: Gestur Geirsson. 09.30 Innritun. 10.00 Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvdeildar. HA, setur ráðstefnuna. 10.10 Þorsteinn Þálsson, sjávarútvegsráðherra. 10.35 Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarforstjóri Hafró. 10.55 Jónas Haraldsson, lögmaður LÍÚ. 11.15 Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands. DAGSKRA: 13.00 Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. 13.25 Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. 13.50 Grímur Valdimarsson, forstöðumaður RF. 14.15 Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalagi. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokki. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Kvennalista. Ágúst Einarsson Þjóðvaka. 15.45 Fyrirspurnir og almennar umræður. 11.35 Fyrirspurnir og almennar umræður. 12.00 Matarhlé. Hádegisverður á Hótel Sögu. 17:00 Steindór Sigurgeirsson formaður Stafnbúa slítur ráðstefnunni. Þátttökutilkynningar eða fyrirspurnir berist, sem fyrst, um símbréf 96-30998 eða símsvara 96-26138. Vinsamlegast tilgreinið miðafjölda, nafn og heimilisfang ásamt vinnu- og heimasíma. Ráðstefnugjald er 3.500 kr., innifalin eru ráðstefnugögn og veglegur hádegisverður á Hótel Sögu. Félag sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri (Sjá einnig auglýsingu á bls. 617 í Textavarpinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.