Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ert meiri kvenhylli en aðrir, það voru bílstjórarnir sem stelpurnar börðust um þá. Ég var hins vegar löngu giftur og genginn út þegar ég fékk mér bíl.“ En af hveiju skyldi þessi mikla fiðlutíska hafa komið upp í Þin- geyjarsýslu? „Þetta var sérstakt fyrir Þin- geyjarsýslu. Upphafið var það að Jón nokkur Jónsson, kallaður Voga-Jón, kom frá smíðanámi í Danmörku árið 1851 rösklega tví- tugur að aldri og var með fiðlu meðferðis sem hann hafði lært á ytra. Ekki hafði hann þó fengið neitt sérstakt nám, það sagði hon- um víst til gamall fylliraftur,“ seg- ir Garðar. „Jón þessi skrifaði ævi- sögu sína og segir þar að þetta sé fyrsta fiðla sem komið hafi til Norðurlands, fyrir utan Akureyri. Einn af nemendum hans var Am- grímur Gíslason sem kallaður var málari. Hann var listfengur maður og ferðaðist um og vann ýmis verk fyrir bændur og var þá vanur að hafa með sér fiðluna og spila fýrir heimilisfólkið þar sem hann var hverju sinni. Það gat stundum ver- ið háskalegt. Hann fór t.d. norður í Skinnastaði í Öxarfírði og eignað- ist þar barn með prestdótturinni, hún hefur kannski látið heillast af fiðlutónunum. Arngrímur var þá nýlega orðinn 'ekkjumaður, hann giftist svo seinna þessari stúlku sem hann barnaði þarna og þau fluttu inn í Svarfaðardal, þar spratt upp fiðlumenning. Líklega var eng- inn eins duglegur að útbreiða fagn- aðarerindi fiðlunnar á þessum fyrstu árum fiðluleiksins og Am- grímur. Hann spilaði reyndar líka á flautu, en það fór minna fyrir því. Benedikt Jónsson frá Auðnum segir í bréfi sem ég hef undir hönd- um að hann hafi gert mikið af því að útvega mönnum fiðlur. Könnun mín leiddi í ljós að margar af þess- um fíðlum voru mjög gamlar, hann hlýtur að hafa haft menn fyrir sig í útlöndum sem keyptu fyrir hann fiðlur á fornsölum. Allir voru fá- tækir svo fiðlumar urðu að vera ódýrar. Ég hef haft uppá sumum af þessum fiðlum, varð að eltast við þær hingað og þangað um land- ið, en sumar voru alveg týndar eða eyðilagðar. Það voru á annað hundrað manns sem spiluðu á fíðlu hér í Þingeyjarsýslu, en fiðlurnar voru eitthvað færri en spilararnir því þær gengu manna á milli. Mestur fiðluleikaranna var Hjálmar nokk- ur Stefánsson frá Haganesi í Mý- vatnssveit. Hann fór víða um eins og Arngrímur og spilaði og hvatti menn til þátttöku í fiðluleiknum." Sjálfur segist Garðar ekki hafa farið víða í sinni spilamennsku. „Ég spilaði mest með mönnum hér úr sveitinni t.d. fyrir dansi á Laug- um og svo hérna heima hjá mér,“ segir hann. „í seinni tíð hef ég spilað dálítið með manni sem heit- ir Steingrímur Birgisson á Húsa- vík. Hann spilar á píanó - og org- el ef hann vill láta spilamennskuna vera hátíðlega." Ég spyr hvort fiðlumar hafi verið notaðar sem kirkjuhljóðfæri í Þingeyjarsýslu. • „Nei, og það þykir mér dálítið einkennilegt," svarar Garðar. „Því að kirkjurnar voru hljóðfæralausar flestar. Fyrstu hljóðfærin komu í Grenjaðarstaða- og Skútustaða- kirkjur árið 1880. Áður sungu menn bara, voru forsöngvarar kall- aðir, og tóku lögin kannski of hátt og sprungu á öllu saman. Sjálfur hef ég aðeins einu sinni spilað á fiðluna í kirkju, það var við jarðar- för tengdaföður míns. En ég hef spilað oft á skemmtunum, seinast í sumar fór ég inn í Hrafnagil og spilaði þar á landbúnaðarsýning- unni á kvöldvöku. Mest voru það gömlu lögin, ég er orðinn ónýtur við að lesa nótur svo ég bæti ekki miklu við mig af nýjum lögum. Eigi að síður held ég áfram að spila meðan ég get. - Fiðlan hefur löngum verið mér góður vinur, hún hefur fylgt mér lengi og til hennar hef ég leitað í sorg og í gleði.“ 3. crans montana • crans montana • crans monf^ co c: co 4-* c o E Cfl c 2 o Skíðaferð til Sviss | 10 daga páskaferð til Crans Montana 7. til 16. apríl. Flogiö veröur til Zurich og ekið þaöan á eitt besta skíðasvæði Alpanna, Crans Montana Verö á Hótel Regina Verö á Grand Hotel du Parc meö morgunveröi meö morgunveröi og kvöldveröi frá 78.390 kr. 106.590 kr. Innifalið í verði er flug, akstur milli flugvallar og Crans Montana, gisting í tveggja manna herbergjum, íslensk fararstjórn. og flugvallarskattur # Leitið nánari upplýsinga I Ferðaskrifstofa (jv| GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34. sími 683222 ^UOLU SUBJO • BUBJUOLU SUBJO • EUBIUOLU SUBJO • O 0> 3 W 3 o 3 r+ 3 £P 0} 3 U) 3 o 3 r+ 03 3 03 o —1 03 3 Cfl 3 o 3 r*+* 03 Staður: Hótel Saga, Ársalur. Tími: Miðvikudagurinn 15. mars frá kl. 14:00 - 16:30. Eliii: Kynntar verða allar helstu nýjungar í aðgangsstjórnun, meðal annars tímaskráning, viðveruyfirlit og heimsóknaeftirlit. Sýndur verður nýr íslenskaður Windows hugbúnaður fyrir aðgangsstýrikerfi og hvernig hægt er að endurnýja gömul aðgangskortakerfi á hagkvæman hátt. Skráning: Hjá Securitas hf. í síma 568 7600 fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 14. mars. SECIRHAS SUNNUDAGUR 12. MARZ1995 B 11 Nýtt málunarnámskeið fyrir byrjendur: Undirstöðuatriði og málað með vatns- og olíulitum. Laus örfá sæti framhaldsnemenda. Upplýsingar og innritun eftir kl. 13 alla daga. Rúna Gísladóttir, listmálari, sími 561-1525. SPARIBOÐIMARS Gildir út mars eöa meðan birgöir endast. Vírbursti 4-raða Aftur|iósasett á Meö plasthaldi. 4ra raöa. MllU riJOSdbtí 11 d Kr 140- aftanivagna ■ I i ofton éx l/ornir r Ljósasett aftan á kerrur og aftanívagna 7 póla. 4,5 metra snúra. Kr. 1.990 - Körfuboltaspjald NBA fiberspjald meö körfu og festingum Kr. 5.900 - BílaPera - gull. u Dekkja- viðgerðarsett Handhægt sett í kassa Innihald: Tappar 45 stk. Lím 35 gr. m/pensli, límsíll, tappanál, hlífaðarhanskar, einangrunarband, dúkahnífur og MANISTA handþvottakrem. Kr. 4.489 - Gull halogen bílaperan er ný og betri pera sem hjndrar endurspeglun. Ótrúlegur munur t.d þegar ekiö er í snjó Kr. 850 - Hitamælir og klukka Inni- og útihitamælir (digital) meö klukku. Kr. 1.790 - Hleðsluborvél 7,2V. 0-550 snún. Hleöslutími 3 klst. Mjög góö vél frá Lematec Kr. 5.900 - KRYPTON PLA8HUGHT Ferðarakvél 12V. Rafmagnsrakvél í bílinn. Með kortalampa, vindla- kveikjara og rafgeymamæli. Kr. 998 - Ljóspenni Meö krypton peru og rafhlöðum * í bílinn * í.vasann * Á náttboröiö * í tjaldið Kr. 298 - W m Æm m Vinnuvettlingar Góöir vinnuvettlingar úr leðri Startkapall p 2,5 metra 16mm Kr. 1.590 Borgartúni 26, Reykjavík Sími 562 2262 Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði Sími 565 5510 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.