Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ sMCVIKMYNDIR^ Hvað eru allir þessir tjallar að gera í Hollywoodmyndunumf I bíó Ctöð 2 hefur ákveðið að sýna beint frá afhendingu Óskars- verðlaunanna aðfara- nótt 28. mars nk. Þarf varla að taka það fram hvílík hátíð það er kvik- myndaáhugamönnum og þeir eru ófáir hér á landi. Óskarnum er sjónvarpað um allan heim en íslendingar hafa ekki haft aðgang að honum nema eftirá í styttri útgáfu utan einu sinni þegar íslend- ingur átti möguleika á að hreppa styttu og Stöð 2 sýndi beint frá Los Angeles. Hins ber að geta að afhendingin tekur lang- an tíma og er ekki öll jafnspennandi. Skemmtiþáttastjóm- andinn David Letter- man tekur nú við kynn- ingunni af Billy Crystal, sem verið hefur mjög góður undanfarin ár, og svo eru þetta fastir liðir eins og venjulega; draumaborgin skartar öllu sem hún á í glamúr og glæsileika á milli þess sem haldnar em tárvotar þakkarræður. Flott að fá þetta beint í gegnum nóttina. Innrás Bretanna Varla er gerð sú mynd í Hollywood þessa dagana að hún skarti ekki breskum eða írskum leikara í höfuðhlut- verki og kveður svo rammt að því að hinn venjulegi ameríski kvikmyndahúsagestur skilur hvorki upp né niður. Og það sem meira er; varla er gerð svo mynd vestra að henni sé ekki leikstýrt af tjalla. Lítum á mynd einsog„Nell“, sem nýlega byijaði í Háskóla- bíói. írski leikarinn Liam Neeson og breska leikkonan Natasha Richardson leika Bandaríkjamenn í henni undir stjóm Bretans Michael Apted. Er nema von að Nell greyið þurfi að búa sér til sitt eigið tungumál. Onnur dæmi em mjög nærtæk. I „Quiz Show“, nýjustu mynd Robert Redfords, sem sýnd er í Bíóhöllinni, segir frá raunverulegu a merísku sjónvarps- hneyksli þar sem ameríkan- ar vora í aðalhlut- verkum, leikur Ralph Fiennes aðalhlutverkið. Og það sem meira er; Paul Scofield leik- ur föður hans. í réttar- haldsdramanu Trial By Jury , sem sýnd er í Bíó- borginni, leika Joanne Whalley Kilmer of Gabriel Byrne bandaríkjamenn. í geimnum takast á Bret- arnir Patrick Stewart og Malcolm McDowell hafandi aðalhlutverkin í amerísku geimsögunni „Star Trek: Generations“. Jeremy Irons leikur ljónakóng í Disney- myndinni Konungi ljónanna og er illfýglið í „Die Hard 3“ og Sir Anthony Hopkins og Sean Connery eru ein- hveijir eftirsóttustu Holly- woodleikarar sem sögur fara af. Timothy Dalton og Joanne Whalley-Kilmer leika Rhett Butler og Scar- lett O’Hara, Kenneth Bra- nagh leikur og leikstýrir Frankenstein, sem Robert De Niro fékk náðarsamleg- ast að leika. Emma Thompson var sérlega hallærislegur Bandaríkjamaður í „Juni- or“, Gary Oldman og Ben Kingsley eru í annarri hverri Hollywood- mynd, Stuart Wil- son er uppáhalds óþokki amerí- skra framleið- enda (reyndar eru illingjarnir iðulega Bret- ar í amerískum hasarmyndum), Neeson leikur aðal- hlutverkið í tímamóta- mynd Spiel- bergs, Tim Roth er uppá- haldsleikari Quentins eftir Arnold Indriðason Tarantinos og svo mætti telja fram í rauðan dauð- ann. Og einhvern veginn hefur óskarshátíðin snúist upp í tjallapartý hin síðari ár. Þýðir þetta að uppruna- legir Hollywoodleikarar séu svo lélegir að betra sé að flytja inn breska leikara og láta þá tala með amerískum hreim? Eða er þetta spurn- ing um kaup og kjör? Þú færð klassískt þjálfaðan leikara frá Bretlandi fyrir prómíl af því sem Hollwyo- odstjarna setur upp. Bresk áhrif eru engin nýlunda vestra. Á gullald- arárunum í Hollywood varð fjölmenn bresk nýlenda til í kvikmyndaborginni eins og David Niven hefur lýst í sínum frábæru ævisögum. Líklega má segja að hún hafi verið endurreist í dag og aldrei verið fjölmennari og vinsælli eftir því sem breskum kvikmyndaiðnaði hefur hrakað ár frá ári. Hollywoodnýlendan sam- anstendur ekki aðeins af breskum leikumm. Hvaða leikstjórar em að gera bandarískar myndir? Step- hen Frears („Mary Reilly“), Michael-Caton Jones („Rob Roy“), Michael Apted (,,Nell“), Neil Jordan (Við- tal við vampýruna), Danny Cannon („Judge Dredd“), Richard Attenborough (Kraftaverkið við 34. stræti), Kenneth Branagh (,,Frankenstein“), Alan Parker, Adrian Lyne, Ridley og Tony Scott... Innrás Bretanna er í fullum gangi. Engir veita inn- fæddum í drauma- verksmiðjunni harðari samkeppni. Og það verður að viðurkenn- ast. Fáir era skemmtilegri á hvíta ■Keanu Reeves er spennu- myndaleikari dagsins og hefur þegið aðalhlutverkið í nýrri spennumynd 20th Century Fox sem heitir „Dead Drop“ og mun Andrew Davis, sem gerði Flóttamanninn, sjá um leikstjómina. Reeves fær sjö milljónir dollara fyrir myndina en hann verður í þremur öðr- um á undan þessari, „Johnny Mnemonic", „Walk in the Clouds" og „Feeling Minne- sota“. Af Davis er það að frétta að hann leikstýrir nú Andy Garcia í 50 milljón doll- ara myndinni „Steal Big, Ste- al Little", sem frumsýnd verður í sumar. WLeikarinn ágæti Tim Robb- ins sýndi frábæra leikstjómar- hæfíleika þegar hann gerði „Bob Roberts". Næsta mynd sem hann leikstýrir heitir „Dead Man Walking" og byggir á sögu um nunnu sem reynir að fá dauðadæmdan mann sýknaðan. Sean Penn mun jafnvel leika fangann. Robbins skrifar einnig hand- ritið. ■Demi Moore og Alec Baldwin munu að líkindum fara með aðalhlutverkin í nýrri spennumynd frá Columbia kvikmyndaverinu. Hún heitir „The Juror“ og byggir á bók eftir George Dawes. Enginn leikstjóri hefur verið ráðinn en rætt er um Francis Copp- ola eða Mike Newell í hlut- verkið. Jeff Bridges UEnn gera menn vestra vestra. Sá nýjasti er með Jeff Bridges og fjallar um Villta BiII Hicock. Ellen Barkin leikur á móti honum. 28.000 höfðu séð Reyfara Alls höfðu um 28.000 manns séð Reyfara Quentins Tarantinos í Regn- boganum eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 7.000 manns séð Litbrigði næturinnar, 20.000 Stjörnuhliðið og tæp 2.000 Barcelona. Næstu myndir Regnbog- ans em m.a. „North“ eftir Rob Reiner, „The Shaws- hank Redemption“ með Tim Robbins og „Bullets over Broadway" eftir Woody Al- len,_ en báðar eru útnefndar til Óskarsins,„Murder in the First“ með Christian Slater, „Pret-a-porter“ eftir Robert Altman og aðrar væntanleg- ar em myndir eins og „Once Were Warriors", „Dolores Clayborne" og „Before Sunr- ise“. Svo gæti farið að ein af sumarmyndum Regnbogans yrði „Cutthroat Island“ eftir Renny Harlin. SÝIMD á næstunni; atriði úr „The Shawshank Redemption." í MORÐHUG; atriði úr nýsjálensku myndinni „Heavenly Creatures". Nýsjálensk morðsaga HELSTI vaxtarbroddur- inn í kvikmyndagerð í heiminum virðist á Nýja Sjá- landi en þaðan kemur nú hver myndin á fætur annarri sem vekur athygli á kvik- myndahátíðum og vinnur til verðlauna. Er skemmst að minnast Píanósins. Sú nýj- asta heitir „Heavenly Creat- ures“ og er eftir Peter Jack- son. Hún byggir á sannri sögu og rekur eitthvert frægasta morðmál Nýja Sjálands frá sjötta áratugnum þar sem unglingsstúlkurnar Pauline og Juliet fóru með aðalhlut- verkin. Þær skapa sér sinn eigin draumaheim fullum af ímyndaðri rómantík. Mario Lanza er dýrkaður eins og guð en hið dularfulla sam- band stelpnanna nær há- punkti þegar þær ákveða að myrða móður Pauline. Myndin hefur hvarvetna hlotið mjög góða dóma og er enn ein sönnun þess að nýsjá- lenska nýbylgjan er eitthvað sem vert er að flytja hingað inn. Indverska út- lagadrottningin NÝ indversk mynd hefur vakið talsverða athygli um heiminn. Hún heitir Ut- lagadrottningin eða „Bandit Queen“ uppá engilsaxnesku og segir sanna sögu indver- skrar konu sem gerðist for- ingi útlaga er heijaði á ind- versku forréttindastéttina. Bandaríska tímaritið „Time“ valdi hana eina af bestu myndum síðasta árs. Leikstjóri er Shekhar Kapur, velþekktur indversk- ur kvikmyndagerðarmaður. Hann ákvað að fílma endur- minningar bandítsins Phool- an Devi, sem hún skrifaði í fangelsi, vegna þess honum fannst saga hennar lýsandi fyrir eymdarlíf margra ind- verskra kvenna. Myndin gerist að mestu á síðasta áratug og rekur ævi Devi frá því hún var gefin barn að aldri og lifði við sára raun áður en hún gerð- ist útlagi. Devi sjálf var á móti myndinni og hótaði málshöfðun ef hún yrði sýnd ÚTLAGINN; Seema Biswas í hlutverki sínu í indversku myndinni Út- lagadrottningunni. utan Indlands og þegar yfir- völd í landinu sáu myndina bönnuðu þau hana með það sama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.