Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tón- leikar á Hótel íslandi MIKIÐ húllumhæ verður á Hótel íslandi næstkomandi föstudag. Á gríðarmiklu balli leika nokkrar helstu hljóm- sveitir landsins, aukinheldur sem plötusnúðar sjá til þess að dansóðir hafí eitthvað við að vera. Tónleikamir á Hótel ís- landi verða á föstu- dagskvöld og þar troða upp Vinir vors og blóma, Tweety, SSSól, Spoon og Unun. Auk þessa verður tískusýning, ýmislegar veitinga í boði og Grétar og Margeir sjá um að þeyta plötum í hliðarsal fýrir þá sem vilja dansa. Dansiballið hefst kl. 22.30, og aldurstakmark er átján ár. MÞAÐ liggja gildir leyni- þræðir milli íslands og Finn- lands og 6. og 7. apríl leikur hér á landi finnska rokk- sveitin Radiopuhelimet, eða útvarp. Radiopuhelimet er fímm manna rokksveit sem leikur kraftmikið þróað pönk. Sveitin hefur starfað síðan 1987 og gefíð út sex breiðskífur. Ekki er búið að raða upphitunarsveitum á kvöld, en ljóst að þar fer ijóminn af íslensku rokki. DÆGURTÓNLIST Hverjirgleymdust? Músík- MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar hefjast í vikunni, en þá etur á fjórða tug hljómsveita kappi um hljóðverstíma og önnur hagnýt verðlaun. Ásókn í tilraunimar að þessu sinni er síst minni en forðum, enda hafa sigursveitir síð- ustu ára spjarað sig og komið frá sér plötum. eftir Áma Motfhíosson Að þessu sinni verða Músíktilraunakvöldin fjögur, þvl aðsóknin er svo mikil; undanúrslit 16., 23., 24., og 30. mars, en sjálft wmmmmmmmmm úrslita- kvöldið verður 31. mars. Þetta verða þrettándu Músíktil- raunimar, en sigur- sveitunum þrettán hefur gengið misjafnlega að fóta sig. Þannig fór um fyrstu sigursveitina, 1982, Dans- hljómsveit Reykjavíkur og nágrennis, að hún gleymd- ist fljótlega, Dúkkulísunum gekk þokkalega í kjölfar sigursins 1983, Gipsy gleymdist fljótt uppúr 1985, en Greifarnir náðu mikilli hylli eftir að þeir sigiuðu 1986. Sigursveitin 1987, Stuðkompaníið, náði nokkmm vinsældum, en sigursveitimar 1988, Jójó, 1989, Laglausir, og 1990, Nabblastrengir, em öllum gleymdar. 1991 sigraði Inf- usoria/Sororicide, sem sendi frá sér breiðskífu í kjölfarið og spilaði mikið um tíma, Kolrassa krókríð- andi sigraði 1992 og er enn að, aendi til að mynda frá sér frábæra plötu fyrir jól, Yukatan bar sigur úr být- um 1993, sendi frá sér breiðskífu í kjölfarið og hætti svo, og sigursveitin 1994, Maus, gaf einnig út afbragðs plötu fyrir jól og er til alls líkleg. Kolrassa og Maus leika reyndar einnig á þessum múslktil- raunum, en nú sem gesta- sveitir, en önnur „músíktil- raunasveit", Strigaskór nr. 42, leikur einnig sem gestasveit. Annars verður gestasveitum svo skipað á kvöld: 16. leikur Kolrássa Krókríðandi fyrir og eftir keppnina, 23. leika Striga- skór nr. 42 og Maus, 24. leika Ólympía og Curver og 30. leikur Unun, en trymbUl Ununar barði Yuk- atan til sigurs. Gestasveit úrsiitakvöldið verður svo Jet Blaek Joe, en sú sveit á nokkrar rætur í Músfktil- raunum og þannig var bassaleikari hennar í sig- ursveitinni 1990 og söngv- arinn kom við sögu í hljóm- sveit sem hét því skemmti- lega nafni Nirvana og tók þátt 1990. Það er óhætt að mæla með MúsíktUraunum Tóna- bæjar sem hinni bestu skemmtun, því þó ekki séu öll hljóð fögur sem þar hey- rast, þá eru þau ævinlega fróðieg og oftast bráð- skemmtileg. MAUS Leikur 23. Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttír UNUN Leikur 30. JET BLACK JOE Leikur 31. STRIGASKÓR Leika 23. ÓLYMPÍA Leikur 24. KOLRASSA Leikur 16. CURVER Leikur 24. Stuðhvetjandi kvölddagskrá Ljósmynd/Kjól og Anderson UPPÁHALDSLÖG Hljómsveitin Poppland. BJÖRN Jörund- ur Friðbjömsson sendi frá sér sína fyrstu sólóskífu fyrir jól. Til að fylgja plötunni eftir fékk hann til liðs við sig valinkunna tón- listarmenn og svo vel gekk samstarfið að úr varð hljómsveit-. in Poppland, sem hyggur á spila- mennsku og plötuútgáfu á árinu. Bjöm segir að nafnið Poppland sé einfaldlega „fallegt nafn“ og gefí færi á að gera hvað sem er, enda sé popphugtakið vítt. Með honum í sveitinni eru Birgir Baldursson, Guðmundur Pétursson og Þórir Viðar, en hann segir sveitina form- lega stofnaða 1. janúar, þó þeir félagar hafí þónokkuð spilað fyrir jól undir öðrum formerkjum. „Poppland era næstu stórtíðindi í íslensku tónlistarlífi," segir Bjöm glaðbeittur, en sveitin hefur þegar komið lagi í spilun í útvarp og er að semja á fullu fyrir breiðskífu í vor. Bjöm segir Poppland flytja „almennt ballpró- gramm, aðallega uppá- haldslög, sannkallaða stuð- hvetjandi kvölddagskrá. Stefnan er að vera með eig- in efni, en það er ekki hægt að byrja á því. Við verðum líka að spila okkur saman.“ Hann segir að þeir félag- ar semji grimt þessa dagana og séu þegar komnir með slatta af lögum á ýmsum vinnslustigum. „Langtímamarkmiðið er svo langlíf ný íslensk hljóm- sveit með framsamið ís- lenskt efni,“ segir hann að lokum. Slash og félagar ÞAÐ ÞÓTTI saga til næsta bæjar þegar spurðist að Slash, helmingur Guns ’n’ Roses, væri að setja sam- an sólóskífu. Þó hann hafi neitað því staðfastlega að svetin sé búin að syngja sitt síðasta segir sitt að hann hefur sett saman rokksveit og hyggur á tónleika- ferð um heiminn. ir It’s Five O’Clock Some- where. Aðrir í sveitinni eru Matt Sorum, Gilby Clarke, núverandi og fyrrverandi Guns ’n’ Roses-menn, Mike Inez og söngspíran Eric Diver. Þeir félagar tóku upp breiðskífu fyrir skemmstu og kom hún út um miðjan síðasta mánuð. Plötunni hefur verið bæri- lega tekið víðast hvar, þó menn séu sam- • mála um að hún jafnist ekki á við Guns ’n’ Roses þe- agar sú var upp á sitt'besta. Slash hefur reyndar látið hafa eftir sér að hann sé ekki að reyna að feta í fótspor eins eða neins; hann hafi einfaldlega verið leiður á að bíða eftir Axl og ágæt dægra- styttlng að flakka um heiminn í tónleikaharki. Reif í kroppinn Hljómsveit Slash heitir Snakepit, enda hefur hann dálæti á slöngum og skriðdýrum, og platan heit- NÝJSTA platan í reif-röð Sporliða kemur út í vik- unni. Á plötunni er dans- tónlist úr ýmsum áttum, en platan heitir Reif í kropp- inn. AReif í kroppinn era danslög ólíkrar gerð- ar, sem flest hafa verið eða eru vinsæl um þessar mund- ir. Tvö islensk lög Með fljóta tvö íslensk lög, annað nýtt lag Fantasíu, Picture This, og hitt með Bong, Keep me Away from the Dark. Aðrir sem lög eiga á plötunni eru Moby, Doop, N-Trance, 2 Unlim- ited, Nina, DJ Bobo, 20 Fingers, The Big Man, Baby B, Black Duek og Scatman John.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.