Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Aþessum þungfæra vetri leyn- ist mikil dýró inni á hálend- inu, sem aðeins fáir fullhugar og mælingamenn fá augum litið. Því fór RAX Ijósmyndari Morgunblaðs- ins þangað inn eftir í góðviðrinu í vikunni, til að geta sýnt lesendum þetta á mynd. Skriðjöklar eru þarna á feró fram úr vesturbrún Vatnajökuls með gapandi sprungum og brestum þegar ísinn brotnar og hrynur úr upphrannaðri ísröndinni. Síðan Tungnaárjökull tók á rás sl. haust hefur hann skrióið lengst fram um 950 metra. Er enn á ferðinni þótt hægt hafi á honum, fer nú 4 metra að meðaltali á dag. En við Hamarinn, þar sem jöklafarar og rannsóknamenn hafa í nær fjóra áratugi getað farið upp úr Tungnaárbotnum og í Grímsvötn, skríður jökullinn nú 1 0 metra á dag og er svo kolsprunginn á allri jökul- hettunni upp undir Háubungu að þar verður engum fært næstu árin að minnsta kosti. En fagurt er það á að sjá í vetrarsólinni, einkum þar sem jökullinn skríður yfir hæðir og sprungurnar glenna upp ginið í mynstruðum sprungusveim. Það er ekki lítill jökulmassi sem þarna er á ferð. Fyrir u.þ.b. 2 vikum tók Skaft- árjökull, sem tekur vió fyrir sunnan Tungnaár- jökul, líka að mjakast af stað, svo nú er nær allur jökuljaðarinn frá Kerlingum og að Síðujökli, sem hljóp í fyrra, á hreyfingu, alls á 8-9 kílómetra svæði,- Epá Jökullinn skrídur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.