Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ r iw-r,- — r ; 'CT SUNNUDAGUR 12. MARZ1995 B 19 Mjallhvít og María Stuart EDIIMBORGARBREF Við Royal Mile, sem liggur frá höllinni Holyroodhouse upp að Edinborgarkastala, stendur kirkja St. Giles. Ævi Maríu Stuart tengist þeirri kirkju á ýmsa lund og Tryggvi Gíslason segir að gott sé að sitja þar undir messu og horfa á gula, rauða, græna og bláa liti mynd- ar Leifs Breiðfjörð taka við birtunni að utan. ENN er hér sama veðurblíðan. Fyrstu lauk- arnir eru farnir að teygja sig upp úr mold- inni og fólk farið að tala um vorið. Skotar hafa því getað sparað gas, enda gagn eftir að British Gas hækkaði verð á gasi í kjölfar launahækkunar forstjórans í 475 þúsund pund auk 200 þúsund punda í fríðu, jafn- virði um 70 milljóna króna á ári. Er mörgum hulin ráðgáta hvernig unnt er að virða vinnu- viku eins dauðlegs skrifstofumanns á 10 þúsund pund meðan forsætisráðherrann fær þúsund pund á viku og rektor Edinborgarhá- skóla 500 pund. Þetta sýnir aðeins að launa- mál eru víðar undarleg en á íslandi. Heilagur Ægedius Við Royal Mile, sem liggur frá höllinni Holyroodhouse upp að Edinborgarkastala, stendur kirkja St. Giles. Kirkja var fyrst reist þarna um það leyti sem Jón helgi setti klaust- ur á Þingeyrum 1133. Kirkjan var helguð heilögum Giles, sem á íslandi er nefndur Ægedíus og eftir honum Ægedíusarmessa. St. Giles var munkur í Provenc 700 og er verndari sjúkra og snauðra. Lazarusarbræður gættu því kirkju hans framan af og ráku spítala, lazarett, fyrir holdveika. Þegar komst í tisku að láta syngja sálu- messur til þess að öðlast á himnum sæluvist voru í kirkju St.'Giles 50 ölturu til þess að prestar gætu sungið sem flestar sálumessur, sem voru helsta tekjulind kirkjunnar. Árið 1559 varð prestur við St. Giles John Knox, siðskiptapostuli Skota. Fækkaði þá sálumess- um. Knox var bóndasonur frá þorpinu Hadd- ington, skammt austan Edínaborgar. Ungur þótti hann óbilgjarn og varð meðsekur um morð og dæmdur galeiðuþræll á franskar galeiður þar sem hann þrælaði tvö löng ár. Síðar gekk hann kalvínistum á hönd og þótti harðdrægur. Hefur Knox ekki hlotið góð eft- irmæli og þótti fremur vísa veginn en fara hann sjálfur. Sunnudaginn 29. júní 1559 flutti hann ræðu í St. Giles og sagði páfa til synd- anna og tók um veturinn upp kirkjusiði Kal- víns, ári áður en skoska þingið samþykkti nýja kirkjuskipan og sleit sambandi við Róm. Fræg eru samskipti Knox og Maríu Stuart. Mary, Queen of Scots Fáir Skotar eiga sér furðulegri sögu en María Stuart. Hún var dóttir Jakobs fimmta Skotakonungs. Móðir hans var Margrét Tud- or, systir Hinriks VIII. Voru dætur Hinriks, hálfsysturnar Bloddy Mary og Elísabeth, the Virgin Queen og María því af öðrum og þriðja, þótt ekki væri ástríki með þeim. Móðir Mar- íu var hins vegar frönsk konungsdóttir, hin fagra María af Guiese-Lorraine. María varð drottning Skota við dauða föður síns í desember 1542, viku gömul. Á sjötta ári var farið með hana til Frakklands þar sem hún dvaldist 13 ár. Gekk hún að eiga son Hinriks II Frakkakonungs. Við dauða hans varð hún drottning í júlí 1559, aðeins 17 ára. Á einu ári missti hún ekki aðeins tengdaföður sinn heldur líka móður sína og eiginmann og hrökktist frá Frakk- landi. Dimman ágústdag 1561 kom hún skipi sínu Leith. Settist hin kaþólska fyrrum drottning Frakklands að völdum sem ein- völd drottning Skota, tæplega 19 ára að aldri, og bjó hér í Edinborg. Þótti hún bæði gáfuð og glæsileg og ber virðingarheitið Marý, Qeen of Scots. Oðrum konum fegurri Franska skáldið Ronsard orti ljóð um Maríu. Lýsir hann þessari skosku prinsessu hvítri sem mjöll og rauðri sem rós, öllum öðrum konum fegurri. Tengdamóðir hennar, hin ættstóra Katrín af Medici, þoldi illa þessa aðdáun og þegar ungi konungurinn, sonur hennar, dó 1560 rak Katrín Maríu úr landi og vildi hana helst feiga. Minna þessir atburð- ir á ævintýrið um Mallhvíti, vondu stjúpuna og dvergana sjö. En prinsinn vakti Mary, Queen of Scots, ekki með kossi og hún lifði ekki hamingjusömu lífi til æviloka með prins- inum sínum eins og Mjallhvít. Darnley prins, sem María giftist 1565, var af ætt Tudora og þremenningur við hana. Neitaði hann að vera við skírn sonar þeirra, Jakobs, árið 1566. Taldi hann sig ekki föður að barninu heldur ítalska glæsi- mennið Rizzio, sem var eftirlæti Maríu. Skömmu eftir skírnina stakk Darnley prins Rizzio til bana í höllinni í Holyroodhouse. María launaði prinsinum þá rauðan belg fyrir gráan, tók sér annan friðil, rustamenni að nafni Bothwell, sem sprengdi hús Darn- leys í Kirk o’Field í Edínaborg í loft upp og drap prinsinn. Gekk María síðan að eiga Bothwell. Þá var Skotum nóg boðið, ráku hana frá völdum og hnepptu í fangelsi. Hún slapp þó úr haldi og komst suður á England til frænku sinnar Englandsdrottningar sem hneppti þessa ungu frænku sína þegar í fjötra. Töldu margir Maríu réttborna til ríkis en ekki Elísa- betu sem var dóttir Anne Boleyn sem Hinrik VIII. hafði sakað um galdur og látið háls- höggva. Næstu 19 ár sat María í haldi. Þegar Elísa- betu þótti sannað að frænka hennar brugg- aði sér banaráð lét hún hálshöggva hana í febrúar 1587. María Stúart var þá 45 ára en einkasonur hennar tvítugur. Gerði hann enga tilraun til að bjarga móður sinni undan öxinni enda hafði frænka hans lofað honum konungsríkinu eftir sinn dag. Varð Jakob konungur eftir Elísabetu árið 1603. Eru allir konungar og drottningar Breta síðan af hon- um - og Maríu Stuart - komin. íslendingar í St. Giles Ævi Maríu Stuart tengist St. Giles á ýmsa lund. Til að mynda notuðu fýlgismenn henn- ar kirkjuturninn sem vígi og gerðu á hann skotraufar sem múrað var upp í þegar kirkj- an var endurgerð á síðustu öld. Arið 1908 gerði myndlistarmaðurinn John Rhind skírn- arfont, sem stendur í forkirkjunni, kijúpandi engil, eftirmynd skírnarfonts Bertels Thor- valdsens sem stendur í Vorfrúarkirkju í Kaupmannahöfn, Dómkirkjunni í Reykjavík og í Akureyrarkirkju. Annað höfuðprýði St. Giles er einnig eftir annan mikinn listamann íslenskan, glerlistamanninn Leif Breiðijörð. Er það steindi glugginn yfir aðalinngangi kirkjunnar, gerður 1985 til minningar um ástsælasta skáld Skota, ljóðskáldið Robert Burns. Er gott að sitja undir messu í kirkju í St. Giles og horfa á gula, rauða, græna og bláa liti myndar Leifs taka við birtunni að utan. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæinga Þegar einni umferð er ólokið í aðal- sveitakeppni félagsins er staða efstu sveita: Sv. Lofts Péturssonar 85 Sv. Daníels Halldórssonar 84 Sv. Ingólfs Jónssonar 71 í síðustu umferð eigast meðal ann- ars við Daníel og Loftur. Ágæt þátttaka í peningamótum Skagfirðinga Stöðug og ágæt þátttaka er í pen- ingamótum Skagfirðinga, hvern þriðjudag, um og yfir 20 pör. Úrslit síðasta þriðjudag urðu: ÞórirLeifsson-JónV.Jónmundsson 265 Björgvin M. Kristinsson - Bjami Á. Sveinsson 258 Sverrir Kristinsson - Ólafur Lárusson 255 Andrés Ásgeirsson - Dan Hansson 253 Alfreð Kristjánsson - Erlendur Jónsson 238 Aron Þorfinnsson - Guðmundur Pétursson 236 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 227 Spilað er í Drangey við Stakkahlíð 17 og hefst spilamennska kl. 19.30. Allt spilaáhugafólk velkomið. Þriðj- ungur af greiddum keppnisgjöldum rennur í verðlaun hvert kvöld. Góð þáttaka í afmælismótinu Góð þátttaka var í afmælismóti Lárusar Hermannssonar, sem spilað var laugardaginn 4. mars sl. 46 pör mættu til leiks. Léttur andi lék yfir mótinu og þurfti keppnisstjóri aðeins að sinna einu máli allt mótið (það var ekki þegar Sverrir Ármannsson kall- aði á keppnisstjóra á spilafélaga sinn, Aðalstein Jörgensen). Nokkur barátta stóð um efstu sæt- in, en þegar upp var staðið var ljóst að sigurvegarar voru Hermann Lárus- son (sonur afmælisbarnsins) og Þröst- ur Ingimarsson. Röð efstu para var: HermannLárusson-Þrösturlngimarsson 752 Aðalsteinn Jörgensen - Sverrir Ármannsson 733 Gunnar Þórðarson - Sigfús Þórðarson 729 Páll Valdimarsson - Ragnar Magnússon 711 Sveinn Þorvaldsson - Vipir Hauksson 710 Þórir Leifsson—Óskar Karlsson 710 Halldór Svanbergsson - Kristinn Kristinsson 698 BjömÞorláksson-JónBjömsson 672 Á hviMjum máhti(liH|i i in.-un ilini|iim virt aiiluiluijii rui .iDiunn iii nulilum miDiim IMmni ilrnijiim viO it mOiijiin, múimiliiijíim I t m.-uh Vríilii iiieÖ! DiSjjíi) Tái !l HíÍVj 1. aukavinningur Fsrd fyrirtvo til Mallorka eda Benidormítværvikur Vinningshafi - Pátina Oddsdóttir, Seitjarnarnesi 2. aukavinningur Tvær þriggja nátta fordir á haustdögum til Oublinar fyrir tvo. Vinningshafar - Drífa Garðarsdóttir, fíeykiavík og Rannveig Eiríksdóttir, Kirkjubæjarklaustri Þrír aukavinningar Mallorka eða Benidorm fyrir tvo i tvær vikur. Verdmæti vinnings - kr. 145.000.- og tvær þriggja nátta haustferðirfyrirtvo til Dublinar. Verðmætivinninga - kr. 60.000 - hvor ferð. Verður þú næsti vinningsltafi? Mallorka eda Benidorm fyrir tvo í tvær vikur. Verðmæti vinnings - kr. 145.000. ■ ogtvær þriggja nátta haustferðirfyrirtvo til Dublinar. Verðmætivinninga - kr. 60.000,- hvor ferð. Verðurþú næsti vinningshafi? th iii-fers Þrír aukavinningar Mallorka eða Benidorm fyrir tvo í tvær vikur. Verðmæti vinnings ■ kr. 145.000. og tvær þriggja nátta haustferðir fyrir tvo til Dublinar. Verðmætivinninga kr. 60.000 - hvor ferð. Verðurþú næsti vinningshafi? Aðalútdráttur er 6. apríl Aðalvinningar - Tvö raðhús á Torrevieja á Spáni og 248 ferðavinningar. HAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Af tæknilegum ástæðum verða vinningar ekki birtir fyrr en 14. mars; kl. 20.55 á RÚV og kl. 20:30 á Stöð 2 og í Morgunblaöinu 15. mars. YKKAR RATTTAKA - 0KKAR STYRKUR - YKKAR ÖRYGGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.