Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ1995 B 21 ATVINNUAUGl YSINGAR Ræsting - bakarí Við óskum eftir röskum starfsmanni í verk- takavinnu til að sjá um þrif á bakaríi ca 300 fm. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Áhugasamir vinsamlega leggið inn nafn, heimilisfang og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15/3, merkt:,, Bakarí - 7742“. Öllum verður svarað. Framkvæmdastjóri Nýstofnuð ferðaskrifstofa auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi, sem er viðbúinn mikilli vinnu, er skipulagður og á auðvelt með mannleg samskipti. Viðkomandi þarf að hafa: ★ Áhuga á ferðamálum. ★ Mennun og/eða reynslu á sviði ferða- mála og markaðsmála. ★ Gott vald á íslensku og erlendum málum í ræðu og riti. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, ber að skila fyrir 31. mars nk. Ferðaskrifstofa Borgarfjarðar hf., Borgarbraut 11, 310 Borgarnes. Starfsmaður - markaðssvið Fjölmiðlafyrirtæki í borginni óskar að ráða starfsmann til starfa á markaðssviði. Starfið er laust nú þegar. Leitað er að hug- myndaríkum og kröftugum einstaklingi, sem hefur menntun og/eða starfsreynslu á sviði markaðs- og sölumála. Skilyrði að viðkomandi hafi trausta og örugga framkomu, reyki ekki og hafi góða tölvu- þekkingu. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 18. mars nk. Guðni Tónsson RAÐGIOF & RAÐNINGARÞTONUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Sölustjóri Óskum eftir að ráða sölustjóra til starfa hjá Vírneti hf., Borgarnesi. Starfssvið sölustjóra: 1. Stjórnun og skipulagning starfa í sölu- deild og þátttaka í daglegri sölu. 2. Öflun verkefna, útreikningar og tilboðs- gerð. 3. Efla tengsl við núverandi viðskiptavini, afla nýrra og greina þarfir þeirra um vöru- framboð og þjónustu. Við leitum að manni sem getur starfað sjálf- stætt að verkefnum og stjórnað söludeild. Æskileg menntun er iðnmenntun og/eða tæknimenntun á sviði byggingariðnaðar og/eða rekstrar. Búseta í Borgarnesi eða nágrenni skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Sölustjóri 080", fyrir 18. mars nk. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sjúkrahúsið Vog frá og með 1. júní. Jafnframt óskum við eftir hjúkrunarfræðingum til sumarafleysinga. Á Vogi eru starfandi 9 hjúkrunarfræðingar, sem vinna að uppbyggingu áfengis- og vímu- efnahjúkrunar og bjóðum við nýja hjúkrunar- fræðinga velkomna í hópinn. Góður aðlögunartími og fræðsla er í boði. Upplýsingar gefur Jóna Dóra Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 587 1615. MÁLMTÆKNI ÁL • STÁL • PLAST Óskum eftir að ráða Málmtækni sf. óskar eftir að ráða mann á aldrinum 25-35, ára með mikla reynslu af járnsmíðavinnu, til afgreiðslustarfa á lager fyrirtækisins á Vagnhöfða. Eiginhandarumsóknir, sem greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, skilist í afgreiðslu Málmtækni sf., Vagnhöfða 29, fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 15. mars. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í leikskólann Drafnarborg v/Drafnarstíg. Upplýsingar gefur viðkomandi leikskólastjóri í síma 552-3727. Matartæknir óskast í leikskólann Arnarborg v/Maríubakka. Upplýsingar gefur viðkomandi leikskólastjóri í síma 557-3090. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277. Akraneskaupstaður tæknideild Garðyrkjumaður hjá Akraneskaupstað Afleysing Auglýst er eftir umsóknum um starf garð- yrkjumanns hjá Akraneskaupstað. Um er að ræða afleysingu fyrir garðyrkjustjóra bæjar- ins í 5 mánuði, frá 1. maítil 30. sept. 1995. Starfið er m.a. fólgið í undirbúningi og skipu- lagningu verkefna á sviði garðyrkjumála, umsjón með verkefnum vinnuskóla, umsjón með viðhaldi og uppbyggingu opinna svæða, skógræktar og lóða stofnana bæjarins, eftirlit með beitarhólfum o.fl. Menntun á sviði garðyrkju er æskileg. Nánari upplýsingar veitir bæjartæknifræð- ingur í síma 93-11211, milli kl. 11.00 og 12.00 alla virka daga, eða á skrifstofu tæknideildar. Skriflegum umsóknum skal skilað inn til bæjarskrifstofu Akraness, Kirkjubraut 28, merktum: „Garðyrkjumaður - afleysing", ekki síðar en 27. mars nk. Tæknideiid Akraneskaupstaðar. Ræsting og eldhús Verslunarfyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir starfskrafti við ræstingu og til að hafa umsjón með eldhúsi. Viðkomandi þarf að vera snyrtilegur og eiga gott með að umgangast fólk. Vinnutíminn er á milli kl. 9.00-15.00. Umsóknin skal innihalda upplýsingar um ald- ur, menntun, starfsferil og heimilishagi. Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. mars nk., merktar: „R - 1900“. Starf í ferðaþjónustu á Hvolsvelli Sælubúið hf. - ferðaþjónusta, Hvolsvelli, óskar eftir að ráða starfsmann til að annast daglegan rekstur, byggja upp og skipuleggja ferðaþjónustu á svæðinu. Viðkomandi einstaklingur þarf að búa yfir leiðtogahæfileikum, þjónustulund, þekkingu á rekstri fyrirtækja og að geta hafið störf fljótlega. Um framtíðarstarf gæti orðið að ræða fyrir réttan aðila. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Sælubúinu hf., pósthólf 100,860 Hvolsvelli, fyrir 22. mars nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Félagsmálastjóri Eskifjarðarkaupstaður og Reyðarfjarðar- hreppur auglýsa laust til umsóknar starf félagsmálastjóra. Umsækjendur skulu hafa menntun í félags- ráðgjöf eða aðra sambærilega menntun. Umsóknum skal skila á skrifstofu Eskifjarðar- kaupstaðar fyrir 1. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 97-61175. Bæjarstjórinn á Eskifirði. Traust fyrirtæki á sviði skipaiðnaðar óskar eftir: Tæknimanni Viðkomandi þarf helst að vera véltæknifræð- ingur, með góða reynslu af vélstjórastörfum til sjós. Hann þarf að hafa gott vald á enskri tungu, vera lipur og þægilegur í umgengni og úrræðagóður. Starfskrafti á skrifstofu Um er að ræða hlutastarf seinni hluta dags- ins. Ensku- og tölvukunnátta áskilin. Umsóknir sendist til Mbl., merktar: „Tækni- maður: T - 9503“ og „Skrifstofustarf: S - 9503“, fyrir 15. mars. Afgreiðsla á kassa Stórt og traust þjónustufyrirtæki, með starfsemi víða um borgina, óskar að ráða vana afgreiðslumenn (konur eða karla) til framtíðarstarfa. Um er að ræða vaktavinnu. Heiðarleiki, góð framkoma og áhugi á sölu- mennsku er skilyrði. Æskilegur aldur 25-40 ára. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til kl. 16.00 fimmtu- daginn 16. mars nk. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.