Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ1995 B 25 AUGL YSINGAR Utanríkisráðuneytið Frá 10. mars 1995 verður utanríkisráðuneytið til húsa á Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Símanúmer ráðuneytisins er óbreytt: 560 9900. Dagana 13.-17. mars er inngangan frá Þver- holti, en frá og með 20. mars frá Rauðarár- stíg. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 10. mars 1995. Gestavinnustofa Gilfélagið á Akureyri auglýsir gestavinnu- stofu í Kaupvangsstræti 23 lausa til umsókn- ar fyrir árið 1996. Nánari upplýsingar veitir Gilfélagið, Kaup- vangsstræti 23, Akureyri, sími 96-12609. Umsóknareyðublöð fást einnig hjá skrifstofu SIM, Þórsgötu 24, 101 Reykjavík, sími 551-1346. Umsóknir skulu berast Gilfélaginu, pósthólf 115, 602 Akureyri, fyrir 10. apríl nk. Úthlutun fer fram 1. maí 1995. Enn eru lausir til umsóknar október, nóvem- ber og desember 1995. Húsverndarsjóður í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndar- Sjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á hús- næði í Reykjavík, sem hefur sérstakt varð- veislugildi af sögulegum eða byggingarsögu- legum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmd- um, kostnaðaráætlun, teikningar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknum, stíluðum á umhverfismálaráð Reykjavíkur, skal komið á skrifstofu garð- yrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, á tímabilinu 1. til 20. mars 1995. Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 20. mars kl. 20.30 á Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Aðalfundur Félags matreiðslumanna Aðalfundur FM verður haldinn í sal I.O.G.T í Þarabakka 3 þriðjudaginn 21. mars kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 19. grein laga FM. Önnur mál. Stjórnin. Rangæingar Síðustu forvöð að ná Árshátíð Rangæingafélagsins í Reykjavík verður haldin í AKOGES-salnum í Sigtúni 3 18. mars nk. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Miðasala verður í Sigtúni 3 miðviku- daginn 15. mars frá kl. 17.00 til 19.00. Allir Rangæingar og gestir þeirra velkomnir. Stjórnin. Logaball laugardaginn 18. mars ’95 í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. í miða á Logaballið er miðvikudaginn 15. mars nk. kl. 18-19 í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Stjórn og skemmtinefnd. Aðalfundur hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hf. Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnu- daginn 26. mars nk. kl. 16.00 í kaffistofu frystihússins á Eyraravegi 16. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík Heiðar snyrtir Sunnudaginn 12. mars kl. 14.00 verður Heiðar Jóns- son, snyrtir, með létta skemmtidagskrá á kosninga- skrifstofu Framsóknarflokks- ins við Hverfisgötu 33. Á sinn létta og hispurslausa hátt mun Heiðar ræða við gesti og gangandi um ýmislegt sem viðkemur daglegu lífi okkar allra. Gómsætar veitingar verða á vegum fram- sóknarkvenna. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík. Aðalfundur Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankinn hf. verður haldinn í Atthagasal Hót- els Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn 23. mars 1995 og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði greinar4.06 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ákvæði nýrra hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 30, 5. hæð, Reykjavík, dagana 20.-23. mars nk. milli kl. 10-15 og á fundarstað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fund- inn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 17. mars nk. Ársreikningurfélagsinsfyrirárið 1994, ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 16. mars nk. Reykjavík, 22. febrúar 1995. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. Rafiðnaðarsamband íslands Rafiðnaðarmenn í RSÍ hjá ríkisstofnunum Rafiðnaðarsamband íslands heldurfund með rafiðnaðarmönnum sem starfa hjá ríkisstofn- unum mánudaginn 13. mars kl. 12.00 í félagsheimilinu, Háaleitisbraut 68. Fundarefni: Staðan í kjarasamningunum. Miðstjórn RSÍ. Styrkur til tónlistarnáms Minningarsjóður Lindar um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári, 1995-1996. Veittur verður einn styrkur að upphæð kr. 500.000. Verður þetta fjórða úthlutun sjóðsins. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 15. maí nk. til formanns sjóðsins: Erlendar Einarssonar, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn, sem sýna hæfni umsækjanda. EKKI ER RAÐ NEMA I TÍMA SÉ TEKID SALERNI / STARFSMANNAAÐSTAÐA / SVIÐSVAGN TILVALIB TIL SKEMMTANA DG ÚTIHÁTfOA ÖNNUMST ALLAR UPPSETNINGAR OG PJÓNUSTU. GARÐAFELL H.F STAPAHRAUNI S HAFNARFIRÐI SÍMI 654033 FAX 54033 Ath. skrifstofan er opin þrd. og fmd. fná KL. 9 til 1E Ath.eldri pantanir óskast staöfestan Farþega- og vöruflutningar á vegum innan Evrópska efnahagssvæðisins í framhaldi af aðild íslands að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði geta íslensk fyrirtæki stundað farþega- og vöruflutninga í aðilarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins með þeim skilyrðum, sem reglugerðir þess kveða á um. Ánnars vegar er um að ræða leyfi til flutninga á milli aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins og hins vegar leyfi til gestaflutninga, þ.e. innanlandsflutninga í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Fram til 1. júlí 1998 er kvóti á leyfum til gestaflutninga í vöruflutningum. Samgöngu- ráðuneytinu er heimilt að veita 13 gestaflutn- ingaleyfi fyrir árið 1995. Hvert leyfi gildir í tvo mánuði fyrir eitt ökutæki í senn. Þau fyrirtæki sem hafa hug á að sækja um leyfi til vöruflutninga innanlands í öðrum aðildar- ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins á árinu 1995 skulu fyrir 15. apríl nk. senda sam- gönguráðuneytinu umsókn þar um. Þau fyrirtæki, sem hug hafa á að hasla sér völl á þessum vettvangi, geta fengið nánari upplýsingar hjá samgönguráðuneytinu. Samgönguráðuneytið, 10. mars 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.