Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 12. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ J Breski ríthöfundurínn Michael Ridpath fór að skrifa spennusögur eftir að hann keypti sér tölvu o g fann ekki önnur not fyrir hana en er nú kallaður hinn breski John Grisham. SUMIR skrifa af innri þörf. Aðrir af því að þeir hafa ekkert betra við tím- ann að gera. Verðbré- fasalinn Michael Ridp- ath keypti sér tölvu en fann lítið notagildi i henni þar til hann fór að skrifa spennusögu í frístundum sínum. Nema hann kunni ekk- ert að skrifa bækur og varð sér því úti um ýmsa leiðbeining- arbæklinga þar að lút- andi: Hvernig maður verður rithöfundur og þess háttar. Spennusagan fékk nafnið „Free to Trade“ og var um verðbréfasala eins og Ridpath sjálfan og breskir- bókaútgefendur kepptust við að bjóða í hana þar til hann var kom- inn með kvartmilljón punda í vas- ann. Síðan hafa forlög um allan heim keypt útgáfuréttinn en svo vill til að Vaka/Helgafell varð fyrst bókaforlaga utan Bretlands til að tryggja sér réttinn. Hún kemur út á íslensku seinna á árinu. Bókin gerist í fjármálahverfi Lundúna og segir af verðbréfasalanum Paul Murray sem einnig er bronsmethafi í 800 metra hlaupi á ólymp- íuleikunum. Daglega fara milljónir dollara um hendur hans. Fyrsta setningin segir allt: „Ég hafði tapað hálfri milljón dollara á tæpum hálftíma og kaffivélin biluð. Það átefndi í heldur ömur- legan dag. Hálf milljón dollara er mikið fé. Og ég þurfti nauðsynlega á kaffi að halda.“ Kol- legi hans, Debbie, finnst látin í ánni Thames og brátt tekur Murray að gruna að ekki sé allt með felldu hjá fyrirtækinu. Hann dregst inn í vef svika, morða og blekkinga og reynt er að klína á hann morði. „Ég þurfti á tómstundagamni að halda,“ hefur Ridpath sagt í bresku pressunni en auk þess að vera verð- bréfasali að atvinnu lauk hann sagnfræðinámi í Oxford. Markmiðið var ekki að skapa ódauðlegt bók- menntaverk heldur fagmannlega byggðan og skrifaðan trylli eins MYRKRAVERK í fjármálahverfinu; „Free to Trade.“ VERÐBRÉFASALI flnnur sér tómstundagaman; breski spennusöguhöfundurinn Michael Ridpath. skemmtilegan aflestrar og bækur uppáhaldshöfundar hans, Dick Francis, og eins spennandi og lög- fræðitryllar Johns Grishams nema sögusviðið yrði fjármálaheimurinn, sem Ridpath gjörþekkir. Þannig fór hann eftir fyrstu reglunni úr leið- beiningarritunum: Skrifaðu um það sem þú þekkir. „Ef lögfræðin getur verið skemmtileg þá getur fjármála- heimurinn verið það líka; þar er áhætta, hörð samkeppni og miklar ástríður.“ Önnur reglan var sú að „öll persónusköpun byggist á ástæðum athafna en ekki einhverri lýsingu á manni sem er hávaxinn og grannur með yfirvaraskegg“. Ridpath segist hafa skrifað sög- una fyrst og fremst sér til gamans. „Mér fannst áhugavert að skrifa sögu þegar ég keypti mér tölvu. Ég vildi skapa eitthvað. En margt af því sem er svo borðliggjandi við skriftir er ekki svo einfalt þegar maður ætlar að gera það sjálfur. Þess vegna kynnti ég mér leiðbein- ingarrit um skriftir. Þegar ég hafði lært á tæknilegu hliðina fór ég að geta notið þess að skrifa. Ég hætti að hafa áhyggur af því hvort lýsing- in á fjármálaheiminum væri of flók- in fyrir hinn almenna lesanda en hélt bara áfram með söguna sem ég vildi segja og vonaði að hún yrði ekki of flókin." Þegar hann lauk fyrsta uppkast- inu sýndi Ridpath konunni sinni það og þremur eða fjórum vinum sem bentu á ýmsa veikleika „eins og í persónusköpun, söguþræði og end- inum en annars væri sagan fín. Það dró nokkuð úr áhuganum og ég lagði bókina til hliðar í nokkra mánuði. Svo leit ég á hana aftur og sá að þau höfðu haft rétt fyrir sér.“ Hann þróaði sérstaklega aðal- persónuna betur. „í fyrsta uppkast- inu var hann talsvert líkur mér og líklega hefur mér fundist frekar erfitt að lýsa sjálfum mér út í hörg- ul og því varð hann heldur óljós. Þá minntist ég náunga sem vann með mér hjá fjármálafyrirtæki en hann hafði keppti í róðri við Cam- bridge háskóla. Hann tók öll vanda- mál sem upp komu traustum tökum og komst langt á einurðinni. Þegar ég fór að leita að einhverju til að bæta við persónuna varð mér hugs- að til þessa manns.“ Ridpath var að skrifa þriðju drög- in þegar sorgin kvað dyra. Konan hans lést af barnsförum þegar önn- ur dóttir þeirra fæddist. Heimur hans hrundi, vinnan fór forgörðum en hann þurfti eitthvað við að vera til að halda sér gangandi. „Ég ein- setti mér að ljúka við bókina og fá hana útgefna að hluta til vegna konunnar minnar." Hann segist nú vera kominn í gegnum það versta. „Ég lauk bókinni í minningu hennar og vegna áhuga hennar og þess vegna tileinka ég henni bókina." Ridpath nefur sjálfur trú á að bókin fari á metsölulistana og segir að hann hafi verið heppinn. „Ég hitti á réttu bókina á réttum tíma,“ er haft eftir honum. Og annarstað- ar segir hann: „Svo virðist sem all- ir útgefendur í Bretlandi séu á hött- unum eftir nýjum enskum spennu- sagnahöfundi undir fimmtugu sem gæti orðið eins vinsæll og banda- rískir höfundar á borð við Scott Turow, John Grisham og Michael Crichton. Svo kom ég fram á sjónar- sviðið og er þegar hálfnaður með aðra bók mína. Mér finnst frábært að höfundum skuli borgaðar fúlgur ijár, það virkar sem hvati og hleyp- ir nýju blóði í útgáfumálin. Af hveiju ættu nýir höfundar ekki að fá eins mikið greitt fyrirfram og reyndir höfundar?" Ridpath er einn af þessum nýju höfundum sem fær milljónir í vasann á meðan þekktur og víðlesinn maður eins og Martin Amis stendur í þjarki við útgefend- ur sína vegna nýju bókarinnar sinn- ar. „Það kemur mér ekkert á óvart,“ segir Ridpath, „mér hefur aldrei tekist að ljúka bók eftir hann.“ Hann hefur nú hugann við næstu spennusögu en hún var innifalin í samningnum um þá fyrstu. Hann fékk þau heilræði að reyna ekki að endurskrifa fyrstu bókina og ekki gera neitt byltingarkennt heldur en umfram allt hafa gaman af skrifun- um. Hann hefur skrifað niður sögu- þráð uppá 40 síður og þegar sett 75.000 orð á blað. í þetta sinn skrif- ar hann um áhættufjármagn og vinnur út frá missinum sem hann hefur upplifað. „Free to Trade“ hefur verið seld um allan heim og ku Hollywood vera á biðilsbuxunum en víst þykir að sagan verði kvikmynduð. Þótt Ridpath hyggist ekki skrifa handrit- ið að myndinni sjálfur ætlar hann að tryggja að söguþráðurinn verði ekki eyðilagður líkt og í tveimur fyrstu bókum Grishams. Hann vill líka sjá hvernig bókin spj'arar sig í sölu. Hann virðist ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hún fór beint í ann- að sætið yfir söluhæstu skáldsögur Bretland þegar hún kom út í janúar sl. Þriðja bókin er þegar farin að raða sér saman í kollinum á honum. „Það geta allskonar dularfullir at- burðir gerst í íjármálaheiminum,“ segir hann. Arnaldur Indriðason I ElNN HLLRH BE5TI HUHFEM l.flPRÍL - II111 VlGHfl GÍFllftLEGRHR EFTIflSPURNHR HGFUM VIII Nll BETT VIO HUKHFERI! 1. HPRÍL LRTTU HRMIN6JUNR ELTfl NE fl RflNDUM Verð sem kvcikir sólskinsbros Verðdæmi: Pinhal Falésia 33.335 kr.* á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja til og með 11 ára) í íbúð með 1 svefnhcrbergi. Ondamar 45.246 kr.* á mann m.v. tvo fullorðna í stúdíóíbúð. * Vcrð mcð föstum aukagjöldum m.v. 6% staögreiðsluafslátt. Hótelin á Algarve í Portúgal bcra af enda þykir margt af því sem er sjálfsagtí Algarve munaður á öðruin sólarstöðum. Ondamar - einn af fjölmörgum frábærum gististööum okkar. Einstaklega ríkulega búnar loftkældar íbúðir og stúdíó með gervihnatta- sjónvarpi. Glæsilcgur sundlaugargarður sundlaug, barnasundlaug, innisundlaug • Sauna • Tyrkneskt gufubað • Veggtennis • Líkamsræktarsalur • Billiard • Veitingastaður • i Bar • Næturklúbbur • Útibar I Daglega skemmtidagskrá í sundlaugargarðinum. ÚRVAL UTSÝN Lágmúla 4 sfmi 569 9300, í Hafnarfiröi sfmi 565 2366, f Keflavfk sfmi 1 13 53, á Akureyri sími 2 50 00, á Selfossi sfmi 21 666 ■ og bjá umboösmönnum um lancl allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.