Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 1
LIPUR OG LAGLEG LAGUNA - SPORTBILASPRENGINGIGENF - ODYR- IR BÍLAR ORÐNIR ÓFÁANLEGIR t BANDARÍKJUNUM - SMÍÐAR LEW- RÉTTINGARBÚNAÐ FYRIR HRAÐAMÆLA í JEPPA Toyota Corolla 1144.000 Corolla Hatchback, 3ja dyra. Nú geturðu eignast Toyota Corolla áverðifrá 1.144.000 kr. ® TOYOTA Tákn um gæði SUNNUDAGUR12. MARZ 1995 BLAÐ c *v>= »>w Kringlunni 5 - sími 569-2500 Alþjóolega bflasýningin í Genf Mikii unt f jöl- notabíla og spar- neytna smábíla UM 1.200 gerðir bfla og aukahluta frá 327 framleiðendum í 37 löndum eru nú til sýnis á 65. alþjóðlegu bflasýningunni í Genf í Sviss. Þar getur að líta nýjungar eins og Car- isma frá Mitsubishi, Chrysler Strat- us, Porsche 911 og MGF sportbíl- ar, Suzuki Baleno sem þegar hefur verið kynntur hér á síðunum, Ford Galaxy og síðan ýmsar andlitslyft- ingar og ný framboð á vélum í mörgum bflum sem þegar hafa ver- ið um tíma á markaði. Alls erii sýndar 83 gerðir fólksbfla frá 18 löndum, 13 breskum framleiðend- um, 11 þýskum, 11 ítölskum, 9 jap- önskum og jafnmörgum frá Banda- rikjunum og síðan mun færri frá öðrum löndum. Einn framleiðandi er t.d. frá Indlandi. í tengslum við sýninguna að þessu sinni var opnað alþjóðlegt bflasafn á 14.000 fermetrum þar sem sýndir eru um 400 bílar allt frá árdögum bílaframleiðslu til nú- tímatækja, einnig merkilegir og sérstakir bílar sem verið hafa í eigu ýmissa merkismanna. Hugmyndin með bílasafni á þessum stað er að draga til sín gesti og gangandi sem fara um svæðið en safnið er í hluta af nýbyggingu sem notuð verður sem viðbót við sýningarhöllina í Genf og opnuð formlega í haust. Þetta er rétt við flugvöllinn þar sem um 6 milljónir manna fara um ár- lega en íbúatala Genfar og ná- grannaborga er um 7 milljónir. Þá býður Genfarsýningin uppá að skoða eina 11 bfla úr einkasafni Rainers III prins sem ekki hafa áður verið sýndir utan Monakó. Eins og áður á sýningum í Genf léggja framleiðendur mikla áherslu á að geta rýnt inn í framtíðina með frumgerðum og frumlegum bilum og hvers kyns öryggismálum er mikið haldið að gestum. Segja má að tvennt einkenni sýninguna að þessu sinni: Áhersla á sparneytna og dugmikla smábíla eða borgarbíla og aukið framboð á fjölnotabílum, þ.e. 6 til 8 manna bflum sem einkum eru hugsaðir sem ferðabíll fjölskyld- unnar. Þar er lögð áhersla á sæta- skipan sem breyta má á allan hátt, svefnrými og almennt góðan aðbún- að. Nánar verður sagt frá sýning- unni í næstu blöðum. ¦ Meðnýttblóð/2 GALAXYfrá Ford er einn af mörgum fjðl- notabílum sem sýndir eru í Genf en flestir eru þeir 6-8 manna og bjóða uppá fjölbreytilega sætaskipan. MorgunbJaðið/jt YMISLEGT nýtt getur að lita á alþjóðlegu bíla- sýningunni í Genf, meðal ann- ars Carisma frá Mitsubishi. 1 \ \ í 1 ?M ¦ / ¦ I rí i< p ¦ -¦-:¦ w _ / '\ -' 'fM i _ -_£_._ fltfr^ ~ *.___¦" r^jMk Volvo 850 meö aldrifi NYR Volvo 850 er sýndur á bUa- sýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Bíllinn er í engu frábrugð- inn 850 langbak í útliti en hann er með byltingarkennt fjórhjóla- drif sem kallast sítengt aldrif með breytilegri togdreifingu. Þessi tækninýjung er enn á hug- myndastigi en kjarni hennar er sá að togkrafti til hjólanna er breytt og dreift til fram- og aft- uröxla eftir því sem aðstæður krefjast. Aldrif með breytilegri togdreifingu á að tryggja að bíll- inn sýni alltaf bestu mögulegu aksturseiginleika hvernig sem aðstæður til aksturs eru. ¦ Ford smíiar konubíl á Spáni FORD hefur framleiðslu á nýrri gerð smábíls í verksmiðju sinni í Valencia á Spáni á þriðja ársfjórð- ungi næsta árs. Ford vonast til þess að bíllinn höfði sérstaklega til kvenkyns bílkaupenda en hann verður í minnsta stærðarflokki bíla og þar með minni en Fiesta sem einnig er framleidd í Valencia ásamt Escort. Hann er byggður á hugmyndabílnum Ka sem Ford hefur kynnt á bílasýningum að undanförnu. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ford framleiðir bíl í þessum stærðarflokki en hvergi er meiri söluaukning en einmitt í þessum stærðarflokki bíla í Evrópu. Þar þarf nýi bíllinn m.a. að etja kappi við Renault Twingo sem hefur ver- ið einn söluhæsti bíllinn af þessari stærð. Konur 26% allra bílkaupenda Líklegt er talið að framleiddir verði um 200 þúsund bílar á ári. Stjórnarformaður Ford í Evrópu, Albert Caspers, segir að nýi bíllinn verði ódýrari valkostur en Ford Fiesta sem hefur verið einn af Morgunblaðið/gugu NÝI smábíllinn frá Ford dregur dám af hugmyndabílnum Ka sem Ford hefur státað af á síðustu bílasýningum. mest seldu smábílunum á Evrópu- markaði síðustu fimm ár. Ford skilaði loks hagnaði á Evr- ópumarkaði á síðasta ári eftir þriggja ára taprekstur. Ford áætlar að smábílamarkaðurinn eigi eftir að dafna og verða um 36% af heildarmarkaðnum á þessum ára- tug. Auk þess að höfða til þeirra sem eru að kaupa bíl í fyrsta sinn eða sem annan bíl fyrir fjölskylduna væntir Ford þess að nýi bíllinn höfði sérstaklega tilkvenna. „Nú þegar eru konur 26% allra bílkaupenda í Evrópu. Markaðsfræð- ingar áætla að hlutdeild þeiira í markaðnum aukist í 49% á næstu árum," segir í yfirlýsingu frá Ford. Markaðshlutdeild fyriitækisins í Evr- ópu á síðasta ári var 11,8%. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.