Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 6
6 D SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ekki bara staglast á trúar- játningunni N Sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson. IENN hafa löngum talið unglingsárin ein skemmti- legustu en jafnframt erfiðustu ár ævinnar. Skyndilega er maður staddur í einhverju tómarúmi, nokkurs konar einskis manns landi, þar sem maður er ýmist of lítill eða of stór - allt eftir því hvað hentar hinum fullorðnu finnst manni. Það skyldi því engan undra að fyrsta andvökunóttin í lífi margra er aðfaranótt fermingardagsins - nóttin áður en maður er tekinn í fullorðinna manna tölu - nóttin áður en maður gengur í fyrsta sinn til altaris og heitir ævarandi tryggð við Jesú Krist. Fjórtán ára og fullorðin - En í hverju felst þessi ferm- ing? Eru fjórtán ára unglingar færir um að verða fullorðnir á einni nóttu? Eru fjórtán ára ungl- ingar nógu gamlir til að gera sér grein fyrir því í hverju þessi heit- strenging felst? ... eða er kannski ástæða til að fresta fermingunni um nokkur ár? „Áður fyrr var ég þeirrar skoð- unar að það ætti að hækka ferm- ingaraldurinn; taldi vænlegra að fólk hefði tekið út meiri þroska áður en það stigi þetta veigam- ikla skref,“ sagði sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Áskirkju, þegar þetta var borið undir hann. „Nú er ég hinsvegar á öðru Það eru nefnilega skynsamleg rök, sem liggja að baki þeirri hefð að fólk fermist fjórtón óra. A þeim aldri standa flestir unglingar ó vegg- mótum berskunnar og æskunnar - heim- ur hinna fullorðnu er fgrinn aó togg í og þaó vekur upp glls- konar spurningarí hugum þeirra. Spurningar sem máli. Það eru nefnilega skynsam- leg rök, sem liggja að baki þeirri hefð að fólk fermist fjórtán ára. Á þeim aldri standa flestir ungl- ingar á vegamótum berskunnar og æskunnar - heimur hinna full- orðnu er farinn að toga í og það vekur upp allskonar spurningar í hugum þeirra. Spurningar sem krefjast svara," bætti hann við. „Þau eru að verða fullorðin og það er vissulega spennandi en öryggi og frið bernskunnar er erfitt að yfirgefa og það veldur alls konar togstreitu innra með þeim. Þau hafa mörg sína barna- trú en finnst þau nauðbeygð til að kasta henni frá sér því hún sé ekki viðeigandi í heimi hinna fullorðnu; trúin sé dálítið barna- leg,“ hélt hann áfram. „Það er því ómetanlegt að fá að velta vöngum og leita svara með þeim á þessum tímamótum. í fermingunni heita þau að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns en það fyrirheit er gagnkvæmt. Kristur heitir þeim að hann muni elska þau alla tíð - jafnvel þó þau gleymi honum. Ég held að það hljóti að vera hverjum manni hollt að þetta sé rifjað upp fyrir manni," sagði Árni og brosti. krefjast svara, “ bætti Ræöuin san,an uni lí,iö 08 ,il¥Erui|a hann við. - Hefur fermingarundirbún- ingurinn breyst eitthvað í tímans rás eða felst hann enn fyrst og fremst í því að læra trúarjátning- una utanbókar og æfa fyrstu alt- arisgönguna? „Nei, sem betur fer þá felst undirbúningurinn meira í sam- ræðum en yfirheyrslum," upplýsti Árni Bergur. „Við förum vissulega yfir öll helstu atriði trúarlífs og iðkunar en hin síðari ár hefur þetta færst æ meira í það form að við ræðum saman um lífið og tilveruna; veltum upp alls konar sið- ferðilegum málum. Pað má eiginlega segja að við ræðum bæði um líf og dauða því sjaldan eða aldrei verða spurningar um dauð- ann jafn áleitnar og á unglingsár- unum.Vitanlega göngum við í umræðum okkar út frá boðorðun- um tíu - þessum fáu og einföldu umferðarreglum lífsins sem krist- allast í gullnu reglunni, „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra.“ Þetta er einföld en afar áhrifamik- il regla.“ (dragsíóum drottniugarkjól Umræðan um fermingargjaf- irnar hefur á undanförnum miss- erum verið æði hávær og oftar en ekki heldur neikvæð. Hvað finnst séra Árna Bergi um þá umræðu? „Ég skal viðurkenna að mér hefur oft fundist auglýsendur fara svolitlu offari þar sem þeir aug- lýsa fermingargjafir sem kosta fleiri mánaðarlaun fullorðins manns. En þetta á ekki bara við um fermingargjafir heldur allar þær gjafir sem tengjast tímamót- um í lífi fólks. Það sama á við um stúdentsgjafaauglýsingar en ein- hverra hluta vegna er aldrei rætt um þær gjafir á þessum nei- kvæðu nótum. Hitt er svo annað mál að þess- ar öfgar skapa þrýsting á foreldra sem getur leitt til mikilla erfiðleika á heimilum þar sem kjörin eru rýr,“ svaraði hann. „Kirkjan hefur hinsvegar reynt að draga úr sundurgerð milli hópa með því að innleiða ferm- ingarkyrtlana og tryggja þannig að allir sitji við sama borð frammi fyrir altarinu. Hér áður fyrr fermd- ust börn í sínum eigin fötum og hver einasta stúlka fékk ferming- arkjól - dragsíðan hvítan kjól sem minnti mest á brúðarkjól; sann- kallað drottningarskart. Þetta olli oft verulegum vanda á efnaminní' heimilum landsins." Vínveitingar í veislunum Hefur þessi óhófsumræða allt- af verið viðloðandi fermingarnar? „Já, ég held það,“ svaraði Árni Bergur eftir andartaks umhugs- un. „Þegar ég fermdist, fyrir tæp- um fjörutíu árum, þá var rætt um óhóf og íburð í fermingarveislun- um og deilt um hvort menn ættu að hætta að veita vín í veislunum. Nú eru vínveitingar í fermingar- veislum nær óþekkt fyrirbæri. Gjafirnar voru þó nokkuð hefð- bundnar í þá daga; flestir fengu fermingarúr og ég man að þá fyrst fannst mér ég vera orðinn maður með mönnum þegar úrið var komið á úlnliðinn. Fallegt pennasett leyndist líka í pökkun- um mínum og allmargar góðar bækur sem ég glugga enn í af og til,“ sagði hann. - En man sr. Árni Bergur jafn vel eftir ritningargrein sinni og gjöfunum? „Ég er nú hræddur um það,“ svaraði hann að bragði og brosti góðlátlega.. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta - þetta var mín ritningargrein, upp- hafsorðin úr 23. Davíðssálmi, og ég held enn mikið upp á þann sálm.“ IAA Vörulistinn verö kr. 200 án bgj. Vöndud þekkt vörumerki Fermingargjafirnar: Stór bakpoki, kr. 3.973, 2ja manna kúlutjald, kr. 4.348. Sjálfvirk myndavél m/tösku, kr. 3.020, kíkir m/tösku, kr. 2.665. Skartgripaskrín, kr. 1.590, ekta silfur/gull hringir, kr. 475-1.113. Fyrir heimilið: Mublur/garðáhöld/reiðhjól/leikfóng/eldhúsáhöld o.fl. B. Magnússon, Hólshrauni 2, Hafnarf., sími 52866 Verslun opin 9-6 mán.-fos. en lengur a hnngum. Vinsælu sérmerktu pennastatífin okkar kosta 4.400 kr til vkkar komin. Auk þess höfum við ýmsa aðra gjafavöru, unna úr íslenskum steinum. fáið nánari uppiýsíngar og myndabækling. 720 Borgarfirðir eystri sími 97-29977 fax 97-29877

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.