Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 20
20 D SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Fermingar- dagurinn er án efa gledi- daguríhugum flestra. Sá siður er ekki nýr að efna til fermingar- veislu og færa ferming- arbarni gjafir eftir að það hefur lofað því að leitast við af f remsta megni að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Gjaf- ir og veislur eru á hverf- anda hveli, ráðast von- andi nú sem fyrr af efnum og ástæðum. En athöfnin sjálf í guðs- húsi er sú sem hún var. Við spjölluð- um við nokkur ferming- arbörn á ýms- um aldri sem fermdust frá 1918 til 1986. Fermingar- börnin rifja upp undirbún- ing ferming- arinnar, at- höfnina og hvernig fagn- að var. Fermingarbörn á ymsum 1. Margrét Schram, t.v. skömmu eftir ferminguna. Með henni er Kristín Finnsdóttir. Vilt bú leitast við af fremsta megni að hafa Jesfim Krist að leiðtoga líts híns höfðum lært kverið og sr. Jóhann spurði okkur út úr og mér þótti athöfnin ákaflega hátíðleg. Ég var í hvítum, hálfsíðum kjól og hvítum sokkum og skóm. Hárið tekið aftur með hvítri slaufu. Mér fannst ég afskaplega fín! Á eftir var heitt súkkulaði, kaffi og kökur heima á Stýrimannastíg. Ekki man ég fjölda gesta en það voru áreiðanlega nokkuð margir gestir því fjölskyldan var stór. Eg fékk hring frá foreldrum mínum með rúbínsteini og fleiri skartgripi, 3 hringi, 2 kapsel og einhverjir gáfu mér peninga en ég man nú ekki hvað var til siðs að gefa háa upphæð. Ég fékk kápu en ekki eftirferm- ingarkjól, það tíðkaðist ekki að ég held. Þá var heldur ekki venja að taka fermingarmyndir og ég minn- ist þess ekki að nein mynd hafi verið tekin af mér þennan dag. Ég var ánægð með daginn og fannst til um að vera nú komin í raðir fullorðinna. Það var tekið alvarleg- ar en núna. Ég man alltaf hvað þetta var hátíðlegt og við börnin tókum þetta af mikilli alvöru. Ég hugsa með gleði til fermingardagsins míns. En ég verð að viðurkenna að rigningin — hreint eins og væri hellt úr fötu — var það sem kom fyrst upp í hugann þegar ég fór að rifja daginn upp fyrir mér.“ Margrét Schram Margrét Schram var fermd í Dómkirkjunni 21. apríl 1918 og segist hún halda að þetta hafi ver- ið eitt af síðustu prestsverkum sr. Jóhanns Þorkelssonar. „Ég man það var hellirigning þennan dag og þar sem göturnar voru nú nokkrum áratugum frá malbikun þurfti að leggja planka úr bílnum að kirkjutröppunum. Því við tókum bíl í kirkjuna þennan dag og var það heilmikill viðburður. Við Sigurður Rúnar Friðjónsson á fermingardaginn ásamt ömmu sinni og afa Steinunni Þorgilsdóttur og Þórði Kristjánssyni. Elín Skeggjadóttir Fermingarbarn 1930 Sigurður Skúlason ■ Sigurður Skúlason frá Mörtungu á Síðu var fermdur um hvítasunn- una 1930 í Þrestsbakkakirkju af séra Magnúsi Bjarnasyni. Ferm- ingarbörnin voru níu og voru spurningatímarnir í kirkjunni. „Hann sr. Magnús lét okkur ekki þylja mikið, en sagði okkur sögur. Hann var stoltur maður sr. Magnús en gat líka verið léttur. Við vorum látin læra tvo sálma utanbókar; Á hendur fel þú honum og Ó þá náð að eiga Jesú og svo náttúrlega trúarjátninguna. Fyrir ferminguna gekk maður alltaf í stuttbuxum og ullarsokkum en á fermingardaginn fór maður í síðbuxur í fyrsta sinn. Það var ekki tilstand í kringum þetta þó athöfn- in þætti í sjálfu sér merkileg - maður var þennan dag tekinn í fullorðinna manna tölu og kröfur gerðar til manns eftir því. Af því fermt var á hvítasunnu gerðu menn sér dagamun í mat, reykt sauðahangikjöt og kökur á eftir. Foreldrar mínir gáfu mér lamb á fermingardaginn og mamma gaf mér líka rauðan silki- vasaklút sem ég á enn. Ekki man ég til að gestir kæmu sérstaklega vegna fermingarinnar nema fjöl- skyldan af hinum bænum því tví- býli var í Mörtungu. Ég hef aldrei verið trúaður svo þetta var mér ekki mikið mál \ þeim skilningi. En það þótti sjálf- sagt að fermast. Ég gæti ímyndað mér að börn nú til dags tækju þessa athöfn af meiri alvöru trúar- lega séð en við gerðum. Það er ekki til mynd af mér frá þessum tíma, það komu stundum Ijósmyndarar í sveitina og tóku myndir á bæjunum en faðir minn var sérvitur og vildi ekkert mynda- stúss. Fyrsta mynd af mér var ekki tekin fyrr en æði löngu seinna." ■ Ebba Sigurðardóttir var fermd í Dómkirkjunni 1949 af sr. Garðari Svavarssyni en Laugarneskirkja var þá enn í byggingu. „Fermingarundirbúningurinn hjá sr. Garðari var ánægjulegur tími, séra Garðar var Ijúfur maður en ákveðinn við okkur. Ég hafði sótt barnamessur frá því ég flutti í bæ- inn frá Siglufirði þremur árum áður Fermmgarbarn 1949 Ebba Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.