Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 38
38 D SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 Glanskjólar & jakkaföt \ÍAL á fermingarfötum er " vandasamt og getur skipt höfuðmáli hvernig til tekst. For- eldrarnir hafa hönd í bagga með kaupunum og verslunareigendur eru sammála um að þeir velti því mikið fyrir sér hvort börnin noti fötin áfram. Sú staðreynd virðist ýta undir að foreldrar samþykki að börnin vilji tolla í tískunni því _,líklegra er að börnin noti frekar föt sem þau eru ánægð með. Fermingartískan virðist vera hvort tveggja í senn fjölbreytt og ákveðin. Stuttir glanskjólar virð- ast til að mynda langvinsælastir meðal fermingarstúlkna. En ef þeim líkar ekki sá stíll stendur valið um flest annað og má nefna víð, síð pils og skyrtur, stutta rósótta -kjóla, blúndukjóla o.s.frv. Ýmist eru kjólarnir keyptir í tískuvöruverslun- um eða heima- saumaðir. Ferm- ingarpiltar eru fremur klassískir að þessu sinni. Þeirra föt eru oft- ast keypt tilbúin eða leigð eins og fram kemur að neðan. Minni áhersla virðist vera á yfirhafnir en áður. Ellý Ármanns- dóttir, verslunar- stjóri í Cosmo, segir að verslunin sérhæfi sig í fyrsta skipti í fatn- aði fyrir ferming- arstúlkur í ár. Pa- stellitir séu ríkj- andi og aðallitur- inn sé án efa kremaður. Bjart sé yfir fatnaðinum og hreinar línur séu ráðandi í sniðum. Kjólarnir eru stuttir og síð- ir, með hiýrum og með ermum. Gegnsæjar skyrtur eru vinsælar yfir kjólana. Sumar fermingar- stúlkur eru hrifnari af tvískiptum flíkum, pilsi og blússu, og blúndu- kjólar standa alltaf fyrir sínu. Fatnaðurinn er frá heimsborgun- um París, Mílanó, London og Amsterdam og mikið um bómull, viskos og silki. Ekki ólíkt öðrum nefnir Ellý glansefni en segir að þau séu í bland með möttu. Hún segir að fermingarstúlkurnar séu hrifnar af hnéháum sokkum við kjólana. Skórnir séu Ijósir, uppreimaðir, með háum hæl og margar velji Ijósa millisíða frakka utanyfir. Af fylgihlutum nefnir hún krossana sérstaklega. Eins sé algengt að teknir séu treflar, spennur, eyrnalokkar og aðrir fylgihlutir. Ellý segir að vörur verslunarinnar hafi fallið í afar góðan jarðveg Þjóðleg FÆRST hefur í vöxt að unglingar kjósi að fermast íþjóðbúning. Fermingar- drengurinn er f islenskum karlbúningi frá 17. Fötin kosta 32.900 kr., silfur- næla 2.500 kr. og skyrta 6.500 kr. Stúlkan er í upp- hlut. Silfrið kostar 150.- 200.000 kr. og efni og saumaskapur á bilinu 50.- 60.000 kr. og langir biðlistar hafi myndast eftir einstökum kjólum. Hún seg- ir að mikið sé hugsað um nota- gildi. Að flíkurnar verði notaðar eftir ferminguna. Þegar Ellý var beðin um að nefna verðdæmi nefndi hún að alklæðnaður, kjóll, skyrta utan yfir, klútur, sokkar og skór kost- uðu um 15.000 og kjólar væru á verðbilinu 4.900 til 9.900 kr. Stuttir Ijósirfrakkar kosta 12.900 kr. Sksrir kjólar og lakkskór Ingibjörg Þorvaldsdóttir, í 17, sagði að stuttir kjólar í skærum _____________ litum væru vinsælir á fermingarstúlkur. Kjólarnir væru t.d. með kínasniði í skær gulu, bleiku og grænu. Sumar vilja síða kjóla, stutta rósótta kjóla eða síð pils og sat- ínskyrtu utan yfir. Kjólarnir eru yfir- leitt aðskornir úr glansandi teygjan- legum efnum. Við kjólana, eða skokka og boli, eru stúlkurnar í sokka- buxum, t.d. í skær- um litum og stutt- um sokkum. Rauð- ir, hvítir og svartir lakkskór eru vin- sælir í 17. Vinsælir fylgihlutir eru hár- s[iangir og kross- ar. Ingibjörg sagði að mikið af fatn- aðinum kæmi frá Bretlandi en kjól- arnir væru saum- aðir í saumastofu verslunarinnar við Laugaveg. Stuttu kjólarnir eru frá 5.500 kr., síðu pils- in frá 4.900 kr., skærir bolir frá 1.400 kr. og satín- skýrtur frá 4.500 kr. Von var á jökk- um, stuttum og hálfsíðum. Fátt al hveriu Margrét Einarsdóttir, í Frikka og dýrinu, segir að eiginlega geti allt milli himins og jarðar fallið undir fermingartískuna. Kjólarnir séu stuttir, í ýmsum stuttum síddum, og alveg síðir. Litirnir séu ýmist sterkir eða pastellitir. En pastellitir séu líklega fremur ráðandi í fermingarkjólum en sterkir. Sniðin séu fremur þröng en víð og mikið sé um glansefni, t.d. satín. Margrét segir að tölu- vert sé um útfærslur á svoköll- uðm kínakjólum, Hún segir kjól- ana ýmist erlendis frá, t.d. frá París, London og Bandaríkjun- um, eða saumaða hér heima. Fáir séu framleiddir í hverri teg- und og dæmi séu um að aðeins sé til einn kjóll af hverju. Kjólarn- Morgunblaðið/Árni Sæberg MIKIL vídd er í fermingartísk- unni frá 17. Fatnaður piltanna er á sama verði, jakkafötin kosta 14.800 kr., skyrturnar 3.900 kr., bindið 1.900 og skórnir 4.900 kr. Stúlkan til 17 vinstri er í satínskokk á 4.900 kr., bol á 2.500 kr. sokkabux- um á 790 kr., í skóm á 4.400 kr. og með kross á 1.990 kr. Sú til hægri er í svokölluðum kínakjól á 5.500 kr., sokka- buxum á 790 kr., skóm á 4.400 kr. og með hárspöng á 290 kr. ir kosta frá 6.000 kr. og með þeim eru oft valdir semalíuskart- gripir. Teinótt jakkatöt Fjölvar Darri Rafnsson, verslunarstjóri í 17, nefnir fyrst teinótt jakkaföt þegar hann er spurður hvaða fatnaður höfði helst til fermingardrengjanna. Jakkafötin séu svört og út í grátt og brúnt og með þeim sé haft hátt vesti og oft kragalaus kína- skyrta. Skyrtur með stórum krög- um séu líka vinsælar. Hann segir að uppháir, grófir, svartir, skór séu vinsælir með. Engu að síður segir Fjölvar að alltaf sé töluvert um að fermingardrengir vilji vera klassískir í klæðaburði, í hefð- bundinni skyrtu með bindi. Marg- ir velji sér staka jakka, gráan, svartan eða rauðan, og svartar buxur við. Buxurnar eru frá 3.900 kr., jakkarnir frá 6.900 kr., vestin frá 3.900 kr., skyrtur frá 2.900 kr. og skór frá 3.900 kr. Leigusmðkingar Dóra Skúladóttir, í Brúðar- kjólaleigu Dóru, segir æ vinsælla að leigðir séu smókingar fyrir fermingardrengi. Strákarnir vilji vera herramannslegir og mæð- urnar séu alsælar. Margar hafi á orði, sérstaklega mæður eldri pilta, að munur sé að geta frek- ar keypt föt sem þeir noti meira, t.d. huggulegar gallabuxur og leðurjakka svo eitthvað sé nefnt. Slaufur og lindi eru í ýmsum lit- um og segir Dóra gaman að fylgjast með því hvað strákarnir séu litaglaðir. Hún segir vínrautt vinsælt og margir séu hrifnir af bláu eða rauðu. Dóra er ekki með sérstaka fermingarkjóla fyr- ir fermingarstúlkur. Hins vegar segist hún hafa leigt út smók- inga fyrir yngri drengi í fjölskyld- unni og feður og mæður hafi leigt síða kjóla. Ef fermingardrengir eru 1,60 cm á hæð eða styttri og velja mittisjakka er leigan 2.500 kr. Hærri drengir taka venjuíegan smóking á 2.900 kr. og feður leigja smókinga á 3.200 kr. Inni- falið er smókingur, skyrta, lindi, slaufa og skyrtuhnappar. Leiga fyrir hálfsíða kjóla, t.d. á mæð- ur, er á bilinu 4.000 og 5.000 kr. Klassísk herraföt Saumastofan Sólin býður fermingarpiltum upp á klassísk fermingarföt. Guðlaugur Berg- mann segir að fötin séú saumuð eins og herraföt. Þau eru úr ull og terelyn, jakki, vesti og buxur. Jakkar og vesti eru í ýmsum lit- um, vínrauðu, hárauðu, grænu og svörtu, og samsetningin und- ir hverjum og einum komin. Með fötunum fylgir hvít skyrta með klassísku sniði og hálstauið er ýmist bindi eða slaufa. Guðlaug- ur sem hefur 25 ára reynslu af fataframleiðslu segir að lindi hafi verið vinsæll á tímabili en vestin hafi rutt þeim úr vegi að þessu sinni. Hann minnir á að fötin og skyrturnar séu íslensk fram- leiðsla og segir að margir foreldr- ar hafi haft orð á því að þau séu vandaðri en innfluttar flíkur. Bux- ur á fermingardrengi kosta 3.900 kr., vesti 3.900 kr., jakkar 7.900 kr. og skyrtur 2.490 kr. Ööruvísi fermingarföt Af eðlilegum ástæðum hafa ekki allir foreldrar tök á að kaupa fermingarföt á börnin og sum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.