Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 1
80 SÍÐUR B/C 61.TBL. 83.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mannskæð átök hófsamra og róttækra múslima í Tyrklandi Lögregla skýtur á mótmælendur Istanbúl. Reuter. ÓEIRÐALÖGREGLA í Istanbúl skaut á mótmælendur í gær til að reyna að bæla niður tveggja daga átök er hófust á sunnudag þegar gerð var morðárás á fólk úr röðum alawita, sértrúarflokks múslima er berst gegn ofsatrúarmönnum. Að sögn fréttastofunnar Anatolia féllu átta manns í gær og þrír á sunnu- dag, tugir manna særðust. Borgaryfirvöld fyrirskipuðu út- göngubann á þrem stöðum í hverfinu Gazi í gær og Tansu Ciller forsætis- ráðherra kallaði ríkisstjórnina saman til bráðafundar. Atökin hófust á sunnudagskvöld þegar skotið var úr bíl á fjögur kaffi- hús sem alawitar sækja mikið, tveir féllu og 15 særðust. I morgunsárið í gær færðust óspektimar enn í auk- ana. Mótmælendur sneru þó við í of- boði er lögregla greip til skotvopna eftir að hafa reynt að halda fólki í skefjum í nokkrar klukkustundir, kastað hafði verið gijóti og spýtna- braki í lögreglumenn og herlögreglu- lið í brynvörðum bílum. Fólkið reyndi að komast undan en lögreglumenn drógu marga út úr felustöðum, æptu og hótuðu að skjóta þá. Brak úr götuvirkjum og glerbrot lágu út um allt. Innanríkisráðherra landsins sagði 96 verslanir og nokkra bíla hafa verið rústuð, óljóst væri hvaða hópur hefði átt upptökin. Árið 1993 kveiktu óeirðaseggir úr röðum ofsatrúarmanna í hóteli í borginni Sivas og brunnu 37 manns, aðallega menntamenn og margir alawitar, þar inni. MÓTMÆLENDUR í Istanbúl hefta ferðir herflutningavagna, sem fluttu liðsauka til þess að stöðva óeirðir í borginni í gær. Ekkert lát áóveðrií Kalifomíu San Francisco. Reuter. ILLVIÐRI gekk að nýju inn yfir Kaliforníu í gær og var óttast að frekari flóð myndu hrella íbúa sem byrjaðir voru að sinna hreinsunarstörfum eftir óveður um helgina. Ellefu manns biðu bana af völdum óveðurs á föstudag og laugardag. Mörg hundruð urðu að yfirgefa heimili sín er ár flæddu yfir bakka sína. Talið er að flóðatjónið nemi tveimur milljörðum dollara. Stór svæði urðu illa úti í flóðum í janúar og var tjónið þá metið á 1,3 millj- arða dollara. Bill Clinton Bandaríkja- forseti lýsti á sunnudag yfir neyðarástandi í 39 af 58 sýsl- um Kaliforníu. Geta því ein- staklingar og sveitarstjórnir sótt um bætur í ríkissjóð. Króatar ótt- ast að missa Krajina Bonn. Reuter. KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti til þess í gær að Krajina-hérað í Króatíu yrði sem fyrst sett á ný undir stjóm ríkisstjórnarinnar í Zagreb með friðsamlegum hætti. Á sunnudag samþykktu Króat- ar að friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna yrði áfram í héraðinu. Það er byggt serbneskum minni- hluta er braust undan króatískri yfirstjórn 1992 í stríði Króatíu og Serbíu, hafa gæsluliðar SÞ síðan komið í veg fyrir frekari átök. Franjo Tudjman, forseti Króat- íu, hefur að undanförnu hótað að framlengja ekki leyfi gæsluliðanna til að halda uppi eftirliti á svæðinu en það átti að renna út í byijun apríl. Ríkti ótti um að þá myndu á ný hefjast átök milli Serbíu og Króatíu. ♦ ♦ ♦- Flugskeytið Moskvu. Reuter. LITLU munaði að flugskeyti frá rússneskri orrustuþotu hæfði kjarnorkuverið Novovoronezh, sem er skammt frá borginni Vor- onezh í vesturhluta Rússlands. Itar-Tass fréttastofan sagði í gær, að atvikið hefði átt sér stað er flugmaðurinn var að skotæfing- um sl. föstudag. Flaugin, sem stýrt er úr flug- stjórnarklefanum að skotmarki, varð stjórnlaus og sprakk er hún féll til jarðar aðeins 4,5 kílómetra frá kjarnorkuverinu. Flaugin kom niður 200 metra frá þorpinu Artsjangelskoje þorpsbúum til mikillar gremju. ESB grípur ekki til aðgerða vegna töku spænska togarans við Kanada SPÆNSKI grálúðutogarinn Estai (t.h.) kemur til hafnar í St. John’s í fylgd fiskveiðieftirlitsskipsins Sir Wilfred Templeman. Kæra töku togarans til Alþj óðadómstólsins Brusscl, St. John’s. Reuter. SPÁNARSTJÓRN ákvað í gær að kæra kana- dísk stjórnvöld fyrir Alþjóðadómstólnum vegna töku spænska togarans Estai en Evrópusam- bandið ætlar ekki að beita refsiaðgerðum vegna þessa máls. Það setur það hins vegar sem skilyrði fyrir viðræðum um fiskveiðideiluna, að skipinu verði sleppt. Kanadísk stjórnvöld ítrekuðu í gærkvöldi að togaranum yrði ekki sleppt. Spænski skipstjór- inn kemur fyrir rétt í dag og þá mun líklega koma í ljós hvert framhaldið verður af hálfu Kanadamanna. Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, sagði í gær, að taka togarans yrði kærð til Alþjóðadómstólsins í Haag auk þess sem öllum opinberum heimsóknum milli landanna yrði hætt. Ráðherrar í Spánarstjórn hvöttu einnig Evrópusambandið til að grípa til viðskipta- þvingana gagnvart Kanada en á fundi sendi- herra Evrópusambandsins í Brussel á sunnudag var komist að þeirri niðurstöðu; að skynsamleg- ast væri að fara hægt í sakirnar að sinni. Var það haft eftir embættismönnum, að svigrúm til slíkra aðgerða væri lítið þar sem líklegast væri, að þær bitnuðu mest á útflutningi ESB- ríkjanna til Kanada. Komið var með spænska togarann Estai til St. John’s á Nýfundnalandi á sunnudag og var tökunni fagnað af um 10.000 manns, sem safnast höfðu saman á hafnarsvæðinu. Urðu nokkrir til að giýta skipstjórann og fulltrúa ESB en skipstjóranum var sleppt gegn trygg- ingu eftir eftir að honum hafði verið birt ákæra í fjórum liðum um ólöglegar veiðar samkvæmt kanadískum lögum. Hann kemur aftur fyrir rétt í dag og þá mun líklega koma í ljós með hvaða hætti Kanadamenn hyggjast reka málið. Spánveijar hafa þegar sent varðskip til mið- anna við austurströnd Kanada og búist er við, að það komi þangað síðar í vikunni. Höfðu þeir einnig til athugunar að senda þangað frei- gátu. ■ Mikill fjöldi fagnaði/22 ■ Taka togarans hæpin/33

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.