Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kennarafélögin greiða rúmar 220 milljónir úr verkfallssjóðum á mánuði HÍK fær 33 milljónir frá dönskum kennurum DANSKIR framhaldsskólakennar- ar gáfu 33 milljónir króna í verk- fallssjóð HÍK í gær. Þetta gerir HÍK kleift að greiða bætur úr verkfallssjóði í hálfan mánuð. Kennarafélögin greiða í annað sinn bætur úr verkfallsjóðum í lok Markaðs- verð aflaheimilda traustari viðmiðun YFIRSKATTANEFND hefur úr- skurðað að miða skuli við áætlað markaðsverð keyptra aflaheimilda þegar greina þarf á milli verðmæt- is keypts fiskiskips annars vegar og aflaheimilda sem fylgdu skip- inu hins vegar. Telur nefndin að almennt felist traustari viðmiðun í markaðsverði aflaheimilda en í skipsverði í einstökum tilvikum. Málavextir eru þeir að skip með aflaheimildum var keypt á árinu 1987 fyrir 155 milljónir króna. Ekki var í kaupsamningi eða skattaframtölum gerður greinar- munur á kaupverði skipsins ann- ars vegar og aflaheimildanna hins vegar. í greinargerð með kærunni til ríkisskattanefndar heldur kaup- andi skipsins því fram að gang- verð veiðiheimilda á árinu 1987 hafí verið 35 krónur fyrir þorsk- ígildiskílóið. Verðmæti veiðiheim- ildanna sem fylgdu skipinu við kaup hafí þannig numið 59 millj- ónum króna og kaupverð skipsins verið 96 milljónir. Ríkisskattstjóri áætlar hins vegar út frá vátryggingarverð- mæti skipsins á þessum tíma að kaupverð þess hafi verið 81,8 milljónir og verðmæti aflaheimild- anna sé það sem upp á kaupverð- ið vantar. ■ Markaðsverð/11 ----» ♦ ♦-- Lést af slysförum í Svíþjóð ÍSLENSK stúlka, Guð- munda Valborg Valgeirsdóttir, lést af slysför- um í Svíþjóð sl. föstudag. Guðmunda var á skíðum þegar hún missti stjórn á sér á leið niður brekku með þeim afleiðingum að hún fór út úr braut- inni og lenti á tré. Talið er að hún hafi látist samstundis. Hún var búin að vera búsett í Svíþjóð í nokkur ár. Hún var á síðasta ári grunnskóla í Gautaborg og var í skíðaferðalagi með skólanum í Sálen við landamæri Noregs þegar hún lést. Guðmunda var fædd 29. mars 1979 á Flateyri, dóttir Jarþrúðar Bjarnadóttur og Valgeirs Ólafs- sonar. vikunnar. Greiddar eru samtals 57.000 krónur á mánuði til kenn- ara í fullu starfí. Samtals greiða félögin rúmlega 220 milljónir á mánuði til um 4.200 kennara. Það var Kama Kolding, formað- ur félags danskra framhaldsskóla- kennara, sem færði HÍK 3 milljón- ir danskra króna eða um 33 millj- ónir íslenskra króna við hátíðlega athöfn í Reykjavík í gær. Við það tækifæri sagði hún að danskir framhaldsskólakennarar styddu íslenska kennara í baráttu þeirra fyrir hærri launum. Mikilvægt væri að kennarafélögin á Norður- löndunum stæðu saman. Gáfu einnig 1989 Elna K. Jónsdóttir, formaður HÍK, þakkaði Kolding fyrir stuðn- inginn. Hún sagði mikilvægt fyrir kennara að vita af því að starfs- bræður þeirra á Norðurlöndunum styddu baráttu þeirra. Danskir framhaldsskólakennarar hefðu ætíð stutt vel við bakið á íslenskum kennurum. Það hefðu þeir gert í verkfalli HÍK 1989 með fjárstuðn- ingi og mórölskum stuðningi. Um 260 milljónir eftir í verkfallssjóði KÍ Hefði stuðningur danskra fram- haldsskólakennara ekki komið til hefði verkfallssjóður HÍK farið langt í að tæmast við næstu greiðslu úr sjóðnum, þ.e. nk. föstu- dag. Árni Heimir Jónsson, gjald- keri HÍK, sagði að við upphaf verkfalls hefðu verið um 70 millj- ónir í verkfallssjóði félagsins sem hefðu dugað til að greiða bætur í einn mánuð. Með framlagi danskra framhaldsskólakennara gæti fé- lagið greitt bætur í sex vikur. HÍK greiddi 2. mars um 30 milljónir til um 1.100 kennara. Við upphaf verkfalls voru í verk- fallssjóði Kennarasambands ís- lands um 420 milljónir króna. Um 81 milljón var greidd 2. mars til um 3.100 kennara. Reiknað er með að svipuð upphæð verði greidd nk. fímmtudag. Þá verða eftir í sjóðnum um 260 milljónir króna. Sigurður Björgvinsson, for- maður stjórnar verkfallssjóðs KÍ, sagði það mat verkfallsstjórnar að 57.000 krónur á mánuði dygðu kennurum til framfærslu. Upp- hæðin dygði hins vegar ekki til afborgunar af lánum. Hann sagð- ist gera ráð fyrir að stór hópur kennara ætti í erfiðleikum með að standa við fjárskuldbindingar sínar í verkfallinu. Engin ákvörð- un hefði verið tekin um að taka tillit til misjafnar fjárhagsstöðu kennara við greiðslur úr verkfalls- sjóði. Morgunblaðið/Árni Sæberg ELNA K. Jónsdóttir, formaður HIK, þakkaði Kama Kolding, formanni " félags danskra framhaldsskólakennara, fyrir fjárstuðninginn. Sprengju- hótun upplýst LJÓST er að Reykvíkingur á fertugsaldri er sekur um að hafa hringt inn sprengjuhót- un til afgreiðslu Flugleiða í Keflavík fimmtudagsmorg- uninn 2. mars sl. Tilkynnt var um sprengju um borð í Flugleiðavél, sem var á leið til Amsterdam. Brottför vélarinnar seinkaði um þijár klukkustundir með- an sprengjuleit stóð yfír. Seinkunin kom sér illa fyrir marga þá farþega sem áttu tengiflug í Amsterdam. Maður og kona voru hand- tekin þennan sama morgun í Leifsstöð en þau ætluðu að fara utan með vélinni sem sprengjan átti að vera um borð í. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að Skeljungsráninu svokallaða mánudaginn 27. febrúar. Hann hefur aftur verið látinn laus. Maðurinn, sem stóð að sprengjuhótuninni, hefur komið við sögu lögreglu áður og er hann talinn tengjast manninum sem var handtek- inn í Leifsstöð. Baldurá ísafirði felldi VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á ísafirði felldi ný- gerðan samning félagsins við Vinnuveitendafélag Vest- fjarða um helgina með 88 atkvæðum gegn 13. Tveir sátu hjá. Á fundi félagsins sl. laug- ardag var kjörin ný samn- inganefnd, en hana skipa stjórn félagsins og trúnaðar- menn af stærstu vinnustöð- unum á ísafírði. Baldur hefur skrifað Vinnuveitendafélagi Vestfjarða bréf þar sem ósk- að er eftir viðræðum. i í dag rennur út frestur félaga innan landssambanda ASI til að bera samningana, sem undirritaðir voru 21. febrúar, undir atkvæði. Þau félög sem ljúka ekki umfjöll- un um samningana í dag telj- ast hafa samþykkt þá_. Auk Baldurs á ísafirði felldu málmiðnaðarmenn á Akranesi og verslunarmanna- deild Jökuls á Höfn í Horna- firði samningana. Fyrsta ársþing nýrra sameinaðra bændasamtaka er hafið BÚNAÐARÞING, fyrsta ársþing nýrra bændasamtaka eftir_samein- ingu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda um síð- ustu áramót, hófst á Hótel Sögu í gær, en ráðgert er að þinginu ljúki næstkomandi laugardag. Þingið sitja 39 kjörnir fulltrúar og verður fyrsta verkefni þeirra að ganga frá samþykktum nýju sam- takanna sem mynda munu ramma að skipulagi þeirra. Á þinginu verður nýju bænda- samtökunum valið nafn og kosin fyrsta stjóm þeirra og formaður, en þrír menn hafa helst verið nefndir til sögunnar sem for- mannsefni. Það eru þeir Haukur Halldórsson, fráfarandi formaður Stéttarsambands bænda, en hann hefur lýst því yfír að hann gefí kost á sér sem formaður samtak- anna, Jón Helgason, fráfarandi formaður Búnaðarfélags íslands, og Ari Teitsson ráðunautur, sem átt hefur sæti í stjórn Stéttarsam- Þrír taldir gefa kost á sér í stöðu formauns bandsins. Kosning stjómarinnar og formanns fer að öllum líkindum frám á miðvikudagskvöldið. Bændur í spennitreyju óvissu Jón Helgason sagði í ávarpi við setningu Búnaðarþings að brýn- asta verkefnið innan bændasam- takanna á næstu vikum og mánuð- um yrði í samvinnu við aðra eftir því sem þörf væri á að færa til betri vegar laka afkomu sem væri innan bændastéttarinnar. Hann sagði að það væri ekki sanngimi að bændur skyldu ekki ennþá vita hvernig starfskilyrði nýgerðir al- þjóðaviðskiptasamningar myndu skapa þeim, þó að þeir væru þegar gengnir í gildi. „Bændum er þann- ig haldið í spennitreyju óvissu, ekki síst vegna þess viðhorfs, sem fram hefur komið, að lítt skuli tekið tillit til hagsmuna landbún- aðarins við framkvæmdir þrátt fyrir stefnumörkun Alþingis. Með- an íslensk lög hafa ekki verið sett svífa starfsskilyrði landbúnaðarins næstu árin í lausu lofti,“ sagði Jón. Sterkari staða Haukur Halldórsson sagði í ræðu sem hann flutti við setningu Búnaðarþings að þrátt fyrir að margháttaðir erfiðleikar steðjuðu nú að landbúnaðinum og margt- væri óljóst um framtíðina væri sem betur fer ýmislegt hagstætt í um- hverfinu. Heilbrigt efnahagsum- hverfí og stöðugt verðlag væri eitt af því sem væri landbúnaðinum mjög mikilvægt, og sú þróun í átt til stöðugleika sem hér hefði orðið á undanförnum árum væri því mjög mikilvæg fyrir bændur. „Þegar á heildina er litið er staða landbúnaðarins til þess að takast á við vandamálin mun sterkari en oft áður,“ sagði Haukur. ® Opinber framlög/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.