Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -L FRETTIR Hæsti vinningur í sögu Islenskra getrauna enn ósóttur 15,6 milljónirúr undrakassa Gerplu HÆSTI vinningur í íslenskum getraunum hingað til, 15,6 millj- ónir, kom á tölvuvalsseðil úr söiu- kassa í söluturninum Gerplu um helgina. Sigurður Baldursson, framkvæmdasljóri íslenskra get- rauna, segir að vinningshafinn hafi ekki haft samband. Næsthæsti vinningurinn í sögu Getrauna, 10,5 milljónir, var einn- ig úr kassanum í Gerplu, en að sögn starfsmanna Lottósins er þetta hinn mesti undrakassi, því þar hafa líka unnist margir stór- vinningar í lottóinu. Fjórfaldur fyrsti vinningur verður í Lottói 5/38 næstkomandi laugardag. Sigurður Baldursson sagði að eftir að komið hefði verið á sam- starfi við Svía í getraununum hafi íslendingar verið mjög happasælir. Samstarfið hófst í nóvembermánuði árið 1991 og eru hreinar gjaldeyristekjur íslenskra tippara orðnar á bilinu 100 til 150 milljónir. Eftir að Víkingalóttó kom til sögunnar hefur þróunin orðið sú að færri og færri hafa keypt tölvuvalsseðla og hefur hlutfallið minnkað úr 35% í 2,5% til 4% á síðustu árum. Iðnaðarmenn dæmigerðir tipparar Flestir tippararnir eru að sögn Sigurðar karlmenn og hinn dæ- migerði tippari er 45 ára iðnað- armaður. Hann segir að hinir eig- inlegu tipparar séu á bilinu 15.- 20.000 en oft tippi margir saman og misjafn sé hversu margir séu með. Sigurður kannaðist við að á sama hátt og margir lottóvinning- ar hefðu komið á miða frá Gerplu hefðu margir vinningar í Get- raunum komið á seðla þaðan og nefndi hann meðal annars næst- hæsta vinninginn, 10,5 milljónir. Vinning^urinn kom á tölvuval- smiða í sölutuminum 1. febrúar Morgunblaðið/ FJÖLMARGIR vinningar, í Lottói og Getraunum, hafa komið á seðla úr kössunum í Gerplu. Dýrleif Kristjánsdóttir er við afgreiðslu. árið 1992. Eins og áður kom fram var seðillinn sem skilaði eiganda sínum 15,6 milljónum meðtölvuv- ali og kostaði hann 540 krónur. Annar seðill með þrettán leikjum réttum kom fram átölvuvalsseðli í Malmö í Svíþjóð. Fjórfaldur í lottói Engin hlaut fyrsta vinning í Lottói 5/38 á laugardagskvöld. Vinningurinn, tæpar níu milljónir íslenskra króna, færist því yfir á næsta laugardag og verður vinn- ingurinn þar með fjórfaldur. Sjö voru með fjóra rétta og bónustölu og fékk hver rúmlega 100 þúsund krónur. Hundrað sjötíu og einn var með fjóra rétta og fékk hver rúmlega 7.000 krónur og 5.494 voru með þijá rétta og komu 510 krónur í hlut hvers. Heildarupp- hæð vinninga var rúmar 13,6 milljónir. Bensínsalan Brúarnesti í Borgarnesi kærir til samkeppnisráðs • j © i Telur skj áupplýsingar um færð skekkja samkeppnisstöðu REKSTRARAÐILI Skeljungs-bensínstöðvarinn- ar og veitingasölunnar Brúamestis hefur kært til samkeppnisráðs uppsetningu tölvubúnaðar á bensín- og veitingasölu Olíufélagsins hf. í Hyrn- unni. Búnaðurinn er beintengdur við Vegagerð ríkisins og gefur upplýsingar um færð og veður- horfur. Báðar eru þessar stöðvar í Borgarnesi og aðeins nokkrir metrar á milli þeirra. Níels Jónsson, sem rekur Brúarnesti, segir að búnaðurinn hafi raskað samkeppnisstöðu sinni og honum hafi ekki verið boðið að setja upp samskonar búnað. Hann hafí orðið af mikl- um viðskiptum vegna þessa. Hjörtur Ámason hjá Skeljungi hf. segir að Brúamesti hafi nú verið boðinn búnaður af þessu tagi og átti hann von á því að hann yrði settur upp á næstu dögum. Tíu manna hópur gekk út Forsaga málsins er sú að seint á síðasta ári setti Vegagerðin upp skjá á Hyrnunni þar sem fram koma upplýsingar um færð og veður. Ní- els segir að það hafi fyllt mælinn þegar tíu manna hópur sem hafði pantað mat og annan viðurgeming hjá sér gekk út af staðnum og yfir á Hymuna þegar hann upplýsti hópinn um að hann hefði ekki fyrrnefndan búnað á staðnum. „Þeir voru byijaðir að panta mat. Einn þeirra sneri sér að mér og spurði mig hvar ég hefði skjáinn en ég varð að segja honum að ég hefði engan skjá en slíkan búnað væri að finna í Hyrnunni. Þeir gengu allir út og yfir í Hyrn- una,“ sagði Níels. Níels sóttist eftir því við Vegagerðina að sams- konar búnaður yrði settur upp í Brúarnesti en fékk engin viðbrögð við því. „Ég verð var við það að ég er að tapa við- skiptum. Þarna fékk rekstraraðili Hymunnar búnaðinn réttan upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa nokkuð fyrir því en mér er ekki gefinn kostur á því að gera tilboð í hann og ekki var leitað til mín um hvort ég vildi setja hann upp hjá mér. Þetta raskar samkeppnis- stöðu minni gagnvart Hyrnunni og ýtir mjög undir viðskipti þar,“ segir Níels. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofn- un staðfesti að málið hefði borist þar inn á borð og sagði hann að vænta mætti niðurstöðu í málinu innan nokkurra vikna. Námskynning HÍ j og sérskóla á há- skólastigi Um 9 þúsund \ gestir HÁTT í 9.000 gestir sóttu náms- kynningu sem haldin var á sunnu- dag í Háskóla íslands og sérskól- um á háskólastigi, auk þess sem ' i aðrir skólar á háskólastigi og \ verknámsbrautir framhaldskóla voru kynnt. HÍ hafði frumkvæði ' að námskynningunnni sem var haldin nú í annað sinn með þessu fyrirkomulagi. Uggandi á tímum kennaraverkfalls „Kynningin tókst með eindæm- um vel og fólk sýndi henni mikinn áhuga. Þama kom mjög mikið af ungmennum og einnig var athygl- isvert og ánægjulegt að margir | foreldrar voru á ferðinni. Það er sýnilegt að þeir eru uggandi yfir börnum sínum, sérstaklega á tím- um kennaraverkfalls, og kannski gefst meira tóm nú en ella til að hugsa um valkosti í námi og menntun í náinni framtíð," segir Ásta Ragnarsdóttir, forstöðumað- ur Námsráðgjafar HÍ og annar ) framkvæmdastjóri Skrifstofu námskynningar í ár. Betra en í fyrra Ásta segir að aðsókn hafi verið heldur meira en í fyrra, sem að- standendum kynningarinnar þykir ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að starf í grunn- og framhalds- skólum liggur niðri og því torvelt að ná til nemenda í gegnum skól- ana. Ýmsar úrtöluraddir hafi heyrst vegna tímasetningar kynn- ingarinnar í kennaraverkfalli ) miðju, en viðtökur og aðsókn sýni að tíminn hafi ekki komið að sök og áhugi fólks á starfi skóla á háskólastigi sé mikill. Fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum ósátt við nafnið Suðurnesbær sem kjósa á um 8. apríl SIGURÐUR Jónsson sveitarstjóri í Garði segir að fulltrúar sveitarfélag- anna fjögurra fundi um málið síðar í vikunni og þar verði lagt mat á framhaldið. Spuming sé til hvaða ráða hægt sé að grípa vegna þessa máls, og hversu langt menn vilji ganga. Mótmæli í einhverri mynd komi hugsanlega til greina. Þórhallur Vilmundarson formaður ömefnanefndar, segir að nafnið Suð- umesbær standist engan veginn reglur íslensks máls. „Suðumes er i fleirtöluorð og því ætti nafnið að i vera Suðurnesjabær, burtséð frá því hvort mönnum falli við nafnið eða . ekki. Rökin gegn þessu nafni blasa I við hveijum sem er og ég hélt satt að segja að allir hefðu tilfinningu fyrir því. Mér fínnst þetta nafn ekki ; ná nokkurri átt, og því er ófært að kjósa um það,“ segir Þórhallur. Þörf á skýrari lögum Hann kveðst telja nafnið Reykja- nesbær að því leyti skárra að Reykja- nes er eintöluorð, en síðan sé álita- mál og smekksatriði hvort það falli mönnum í geð sem nafn á nýju bæj- arfélagi, ekki síst þegar haft er í huga að Reykjanes er aðeins smá hæll út úr Reykjanesskaganum. Örnefnanefnd hefur ekki lagalegt vald til að hafna nýjum ömefnum, þótt þau stangist á við íslenska tungu og viðurkennda málvitund. I lögum ! um nefndina er ekki skýrt ákvæði um að leita beri til nefndarinnar í sambandi við nafnabreytingar á bæj- arfélögum, en Þórhallur kveðst telja þörf á að slíkt ákvæði sé fyrir hendi. Formaður örnafnanefnd ar segir nafnið ótækt Fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum, Garður, Sand- gerði, Grindavík og Vogar, eru ósátt við þau nöfn sem nafnlausa sveitarfélagið svo kall- aða, sem Keflavík, Njarðvik og Hafnir mynda, ætlar að láta kjósa um 8. apríl næstkomandi. Kjósa á milli nafnanna Suðurnesbær og Reykja- nesbær og segir formaður örnefnanefndar nafnið Suðurnesbær ótækt með öllu. „Ég held að það sé alveg orðið Ijóst að þörf sé á skýrara ákvæði í lögum, til að nefndin geti komið í veg fyrir að menn greiði atkvæði um nöfn sem eru greinilega ekki hæf. Það em hliðstæð ákvæði í lögum sem segja að ef stofnað er til þéttbýlis á nýjum stað eigi að leita til ömefna- nefndar, alveg eins og ef nýr sveita- bær er byggður," segir Þórhallur. Á við allt svæðið „Þegar þetta mál kom upp í kring- um sveitarstjórnarkosningar í fyrra, fannst okkur og finnst enn afar hæpið að þetta nýja sveitarfélag gæti tekið upp nafn sem væri kennt við Suðumes, því að það er sam- heiti yfir svæðið allt. Þegar talað er um Suðurnes er ekki aðeins verið að tala um Keflavík eða Njarðvík, heldur svæðið í heild sinni,“ segir Sigurður. „Reykjanesbær er álíka slæmur kostur að okkar mati. Okkur finnst því að með þessum nafnatillögum sé verið að ganga á okkar rétt. Kannski vekur þó mesta furðu manna að menn skuli ekki hafa sest niður eftir klúðrið í seinustu kosn- ingum um nafn, og reynt að finna lausn sem allir á svæðinu gætu orð- ið sáttir við, eða kalla sveitarfélagið áfram Keflavík-Njarðvík-Hafnir sem er farið að festast, auk þes sem skammstöfunin KNH þykir ágæt.“ Ógildar kosningar Kosningar sem haldnar voru um nafn á sameinað sveitarfélag fyrir ári voru lýstar ógildar þar sem regl- um um þær var breytt eftir að utan- kjörstaðaratkvæðagreiðsla hófst. Kosið var um fimm nöfn á sveitarfé- lagið í fyrra, auk þess sem með fylgdi auð lína þar sem menn máttu skrifa tillögur sínar um nafn. Meiri- hluti kjósanda setti þar nafn síns bæjarfélags en reglunum var breytt eftir að utankjörstaðaratkvæða- greiðsla hófst, í þá veru að ekki mætti leggja til nöfn fyrrum bæjar- félaga. Keflavík fékk flest atkvæði. Úrskurður félagsmálaráðuneytisins var sá að kosningarnar væru ógildar og kjósa skyldi aftur. Að sögn Hjartar Zakaríassonar bæjarritara í Keflavík-Njarðvík- Höfnum eru ástæðurnar fyrir þeirri töf sem orðið hefur ýmsar. Meðal annars hafi uppgjör á ýmsum þátt- um sameiningar verið látið ganga fyrir nafnavali eftir að ný bæjar- stjórn tók við völdum í seinni hluta júnímánaðar. Bæjarstjórn hafi síðan fjallað um nafnamálin endrum og eins og loks tekið ákvörðun í sein- ustu viku. „Þau nöfn sem kosið verður um 8. apríi lágu fyrir í kosningunum í fyrra, en uppbygging þeirra var önn- ur. Suðurnesjabær var annað þeirra. Nú er Suðurnesbær eintöluorð eins og t.d. Akranesbær, en ekki fleirtala eins og í Suðurnesjabær og að því hníga ákveðin rök. Gagnrýni sveitar- félaganna fjögurra er byggð á öðrum sjónarmiðum en við fylgjum, því að við teljum að með orðinu Suðurnes- bær geti nágrannabyggðarlögin ekki vænt okkur um að taka yfir t.d. samsetningar eins og Suðurnesja- menn. Þetta er kannski ekki skýrt i augum allra, eins og þeirra ís- lenskufræðinga sem telja orðið Suð- urnesbær óþjált. Við fengum hins vegar ráðgjöf um þessa samsetningu og teljum hana ágæta," segir Hjört- ur. Sigurður Jónsson er á öðru máli. „Rökin um eintöluorðið Suðurnes- bær finnst mér vera óttalegur orð- hengilsháttur, auk þess sem það er málskrípi og ómögulegt að nota ein- tölu,“ segir Sigurður. Bæjarstjórn Keflavikur-Njarðvík- ur-Hafna er nú að láta vinna fyrir sig greinagerð þar sem fram á að koma hvers vegna orðið Suðurnes- bær varð fyrir valinu, og á að af- henda hana fjölmiðlum í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.