Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■Heimskautsráð í sjónmáli EITT af áhugamálum íslendinga á norrænum vettvangi er stofnun heimskautsráðs, þar sem ættu sæti fulltrúar Norðurlandanna og þeirra landa, sem liggja næst norðurheimskautinu Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknar flokksins flutti tiliögu um slíkt ráfr á Norður- Jandaráðsþingi fyrir þremur árum ' ‘1111, num | | jfci « mw eirra tinu. I Allir meðlimir ráðsins bíða spenntir eftir að heyra hvað er á veislumatseðlinum hjá Halldóri . . Morgimpósturinn skiptir um nafn SKIPT hefur verið um nafn á fréttablaði Miðils hf. sem áður kom út tvisvar í viku undir heitinu Morgunpósturinn. Stefnt er að því að gefa út tvö blöð í viku og kom annað út í gær undir heitinu Mánu- dagspósturinn. Síðara blaðið kem- ur út á fimmtudag og var nafngift þess ekki komin á hreint í gær að sögn ritstjóra. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri nýja blaðsins, segir þær breytingar hafa orðið á mannahaldi að þrír blaðamenn, sem áður störfuðu við Morgunpóstinn, hafi látið af störf- um. Aðspurður um nafnbreytinguna segir Gunnar Smári eðlilegra að blöðin beri sitt hvort nafnið þar sem um ólíka útgáfu sé að ræða. Máriudagsblaðinu sé ætlað að vera fréttablað en fimmtudagsblaðinu að duga yfir helgi. „Þar sem við erum að gefa út ólíka vöru þótti okkur eðlilegt að hún væri með sitt hvoru nafninu," segir hann. Trú á enn betri árangri Gunnar Smári segir ástæðu breytinganna ekki þá að útgáfa Morgunpóstsins hafi ekki gengið. „Við höfum meiri trú á að þetta skili enn betri árangri,“ segir hann. „í mánudagsblaðinu verður meira um fréttir sem standa nær daglegu lífi. Við verðum ekki að leita að loðnunni eða mörkuðum fyrir út- hafskarfann, okkar fréttir munu standa utan við hefðbundið frétta- mat.“ Gunnar Smári verður ritstjóri beggja blaðanna, Sigurður Már Jónsson aðstoðarritstjóri Mánu- dagsblaðsins og Styrmir Guðlaugs- son aðstoðarritstjóri fimmtudags- útgáfunnar. Mánudagspósturinn kostar 99 krónur en verð fimmtu- dagsblaðsins hefur ekki enn verið ákveðið að sögn Gunnars Smára. „Það verða ekki gerðar umtals- verðar breytingar á því blaði fyrr en eftir hálfan mánuð." Kveðst ekki hafa aukið hlut sinn Eigendur meirihluta í útgáfufé- laginu hafa selt hlut sinn eins og fram hefur komið, bæði hópur undir forystu Jóhanns Óla Guð- mundssonar og Prentsmiðjan Oddi hf. sem seldi 10% hlut sinn í fyrir- tækinu, að sögn Þorgeirs Baldurs- sonar forstjóra. Árni Möller svína- bóndi hefur verið sagður einn kaupenda hlutafjárins. „Þetta er tóm vitleysa sem birtist í DV. Ég á mín hlutabréf eins og verið hefur og er í stjórn Miðils. Að ég hafi verið að kaupa meirihluta þess er tóm vitleysa," segir Árni Möller. Á hann um 15% hlut í fyrirtækinu sem fyrr að eigin sögn. Jeppa hvolfdi íKópavogi Morgunblaðið/Jón Svavarsson JEPPABIFREIÐ hvolfdi í Bakkasmára í Kópavogi á sjöunda tímanum á laugardag.Farþegi í bílnum var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Ókumann sakaði ekki. Talið er að bíllinn hafi oltið vegna skorninga og klakabunka á veginum. Ættfræðifélagið 50 ára Áhuginn á ætt- fræði sívaxandi undanfarin ár Hólmf ríður Gísladóttir ttfræðifélagið fagnaði nýlega 50 ára afmæli, eri félagið var stofnað 22. febrúar 1945. Tímamót- anna var minnst með af- mælishátíð í Gerðubergi 25. febrúar, en þar var jafnframt haldin sýning á ýmsum ættargripum, en hún fjallaði um hinar ýmsu hliðar ættfræðinnar. Á stofnfund félagsins, sem haldinn var í lestrar- sal Landsbókasafns, komu 40 manns og var Pétur Zóphaníasson kosinn fyrsti formaður félagsins. Núverandi formaður Ætt- fræðifélagsins er Hólm- fríður Gísladóttir og hefur hún gegnt formenriskunni í fjögur ár. Hún segir ættfræðiáhuga fólks hafa farið sívaxandi, sérstaklega undanfarin 4-5 ár, og þá ekki síst hjá ungu fólki, en skráðir félagar í Ætt- fræðifélaginu eru nú um 640 tals- ins. — Hvernig er starfsemi Ætt- fræðifélagsins háttað í dag? „Starfsemin fer þannig fram að haldriir eru reglulega stjórnar- fundir og svo félagsfundir einu sinni í mánuði yfir veturinn. Fyrir fundina kemur fólk saman og ræðir um áhugamálin og ber sam- an bækur sínar, en á fundina er alltaf fenginn einhver fyrirlesari sem flytur okkur fræðandi efni um ættfræði eða sögu og svarar svo fyrirspurnum fundarmanna. Þessir fundir hafa alltaf verið mjög vel sóttir og mikill áhugi hjá fólki að hlusta á fyrirlestrana. Þeir eru svo birtir í fréttabréfi sem gefið er út 7-8 sinnum á ári, en útgáfa þess hófst 1983 og hefur það verið mikil lyftistöng fyrir félagið. Segja má að fréttabréfið sé tengiliður okkar við félagana, og þá sérstaklega þá sem búa úti á landi, en í því geta félagsmenn borið fram spurningar og kannski fengið við þeim svör.“ — Er um einhverja aðra út- gáfustarfsemi á vegum félagsins að ræða? „Frá því að lög Ættfræðifélags- ins voru samþykkt 10. nóvember 1946 hefur samkvæmt þeim verið markmið félagsins að efla og út- breiða íslenska ættvísi og mann- fræði og aðrar skyldar fræðigrein- ar eftir því sem unnt er á hverjum tíma. Þetta hefur Ættfræði- félagið reynt að upp- fylla með útgáfu Mann- talanna 1816, 1801 og 1845 og nú er félagið með í vinnslu Manntalið 1910 og er 1. bindið komið út.“ — Hverjar telur þú að séu ástæðurnar fyrir auknum áhuga fólks á ættfræði í seinni tíð? „Áhuginn er greinilega vaxandi hjá fólki að vita meira um upp- runa sinn og hvað unga fólkið varðar þá hefur það komið inn í þetta að miklu leyti vegna þess að það er farið að setja upplýs- ingarnar inn í tölvur, en eldra fólkið er hins vegar mest með þetta á biöðum eins og það hefur gert í gegnum tíðina. Eins og flestir vita þá hefur fólk í seinni tíð gert lítið af því að hittast, t.d. að koma saman á sunnudögum og drekka miðdagskaffi, en það er kannski sjónvarpinu að kenna að einhveiju leyti. Þegar fólk ►Hólmfríður Gísladóttir er fædd 6. september 1935 á Grund í Eyrarsveit á Snæfells- nesi. Hún hefur alla tíð verið heimavinnandi húsfreyja og haft mikinn áhuga á ættfræði, en í Ættfræðifélagið gekk hún 1978. Hólmfríður er gift Eggert Th. Krisljánssyni múrara og deilir hann ættfræðiáhuganum með henni, en þau hjónin eiga fimm uppkomin börn. hætti þessu fór það að halda niðja- mót og við það óx áhuginn á ætt- fræði yfirieitt. Fólk fór þá að taka saman niðjatöl frá því fólki sem það hittist frá og þetta hefur vak- ið áhuga hjá sífellt fleirum að rekja ættir sínar og leita upp á eigin spýtur. Þegar farið er að rekja ættfræði kemur í ljós mikil saga þegar leitað er að einstakl- ingum frá einum stað til annars og ég hef oft sagt að þegar við leitum á þennan hátt þá sé það saga íslendinga í smáatriðum sem komi í ljós.“ — Hvernig á fólk að bera sig að þegar áhugi þess á ættfræði- rannsóknum vaknar? „Það eru reyndar til námskeið í ættfræði sem haldin hafa verið á vegum einkaaðila, en Náms- flokkar Reykjavíkur byijuðu á sín- um tíma með slík námskeið. Ann- ars liggur leiðin niður á Þjóð- skjalasafn þar sem fólk leitar eft- ir ákveðnum aðferðum í tiltækum gögnum. Það er yfirleitt mjög auðvelt fyrir fólk sem fætt er á árunum 1930 til 1940 að fara aftur um fimm ættliði. Þá er það komið aftur fyr- ir 1800 og það er mjög auðvelt að ná því.“ — Hvert er helsta verkefni Ættfræðifélagins í framtíðinni? „Félagið hefur nú tekið á leigu húsnæði við Dvergshöfða 27 í Reykjavík, en þar er um að ræða tvö herbergi. Annað herbergið er undir geymslu á bókalager félags- ins, en hitt er til að halda stjórnar- fundi og fleira sem tengist starf- seminni. Ættfræðifélagið hefur aldrei fyrr haft samastað til að halda stjórnarfundi og hafa þeir því verið haldnir heima hjá for- mönnunum eða á veitingahúsum. Stjórn félagsins hefur hug á að félagar geti nýtt þetta húsnæði til að koma saman og ræða um eitthvert sérstakt áhugamál hverju sinni. Þetta er nú í undir- búningi og er verkefni framtíðar- innar." Sagan í smá- atriðum kemur í Ijós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.