Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Q11 C A 0Í 07H LARUÍ> VALDIMARSSON, framkvæmdastjori L I I JV“t I J / V KRISTJAN KRISTJANSSON, loggiltur fasteignasali Nýkomnar til sölu m.a. eigna: í gamla góða vesturbænum Rúmgóð sólrík 2ja herb. íbúð á götuhæð í þríbýlishúsi byggðu 1976. Sérhiti. Sérþvhús. Sérbílastæði. Verð aðeins kr. 4,8 millj. Fossvogur - góð íbúð - ágæt sameign Sólrík 3ja herb. íbúð á efri hæð við Dalaland. 2 rúmg. svefnherb. með innb. skápum. Sérhitaveita. Vinsæll staður. Skammt frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Sólrfk sérhæð 4ra herb. ibúð 108 fm á neðri hæð. Tvennar svalir. Góður bílskúr 29,4 fm nettó. Skipti æskileg á 3ja herb. íbúð í Hafnar- firði á 1. hæð. Tilboð óskast. Austurborgin - vesturborgin - eignask. Góðar 5 og 6 herb. sérhæðir með innb. bílskúrum við Sogaveg og Holtsgötu. Eignaskipti mögul. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Höfum trausta kaupendur að: Einbhúsi í Hafnarfirði með a.m.k. 5 svefnherb. Má vera hæð og kjallari. Litlu einbhúsi i Hafnarf. með 3ja-4ra herb. íb. Má þarfnast endurbóta. íbúðum og hæðum í gamla bænum. Mega þarfnast endurbóta. • • • Þurfum að útvega jörð í 1 -3ja klst. akstursfjarlægð úr borginni. Fjársterkur kaupandi. AIMENNA FASIEIGNASAIAN UUgÁvEGMS SÍMAR 21150 - 21370 Atvinnuhúsnæði til leigu Gott 300 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði við Sundaborg í Reykjavík. Lagerhúsnæðið er 150 fm á jarðhæð með innkeyrsludyrum en skrifstofuhúsnæðið er 150 fm á efri hæð með sýningarsal. Laust 1. apríl nk. F a ste ig n a sa la n KJÖRBÝLI NÝBÝLAVEGUR 14 oílUII CA-1 >1 Art - 200 kópavogur Sllyll 641400 FAX 43307 FYRIRTÆKI OG SAMNINGAR Síðumúli 15 • Páll Bergsson • Sími 812262 • Fax 812539 Veitingar á Norðurlandi Hef til sölu gott veitingahús með meiru í eigin húsnæði í athafnaplássi á Norðurlandi. Um er að ræða samtals tæplega 400 fm húsnæði á tveimur hæðum. Fullbúinn veitingasalur með rúmgóðum bar. Miklir möguleikar. Hluta hússins má að vali nýta til útleigu herbergja eða sem íbúð. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. Samningar og fyrirtækjasala í 10 ár - Fyrirtækjasalan Varsla. ÁRMÚL118 - 425 fm Til sölu er nálega 425 fm fullinnréttuð og vönduð skrifstofuhæð (efri hæð) í Ármúla 18. Skiptist hæðin m.a. í 14 skrifstofuher-' bergi, afgreiðslu, lítinn sal, eitt geymsluherbergi, eldhús, tvö sal- erni og sér stigahús. Hluti af útgáfustarfsemi Fróða og starfsemi Frjáls framtaks hafa verið í húsnæðinu í fjöldamörg ár. Útborgun getur verið lítil ef um traustan kaupanda er að ræða. Allar upplýsingar munu Halldóra eða Magnús veita á staðnum á skrifstofutíma. Frjálstframtak FASTEIGNASTARFSEMI - LANDVINNSLA, Armúla 18, síml 581 2300. FRÉTTIR Landbúnaðarráðherra í ræðu við setningu Búnaðarþings Opinber framlög til landbúnað- ar um ófyrirsjáanlega framtíð Morgunblaðið/Sverrir HALLDÓR Blöndal, landbúnaðarráðherra, í ræðustól á Búnaðarþingi 1995. HALLDÓR Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, sagði í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings að fijáls viðskipti með landbúnaðarvörur á alþjóðavettvangi væru utan sjón- deildarhrings. Aðrar þjóðir væru ekki reiðubúnar til að leggja niður landbúnað sinn og slíkar hjáróma- raddir heyrðust hvergi nema hér á landi. Þess vegna yrði um ófyrirsjá- anlega framtíð haldið áfram að styrkja landbúnaðinn með opinber- um framlögum þótt reynt sé að halda þeim í hófi. Skýrsla Hagfræðistofnunar HI marklaust plagg Halldór gat þess i ræðu sinni að í maímánuði muni birtast skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD í París, um úttekt sem stofnunin hefur gert á íslenskum landbúnaði og gerði í fyrsta sinn kleift að bera á raunhæfan hátt saman stuðning við landbúnað hér og í öðrum löndum. „Enda þótt skýrslan sé enn óop- inber get ég greint frá því, að stuðn- ingur við landbúnaðinn, mældur á mælikvarða OECD og sem að veru- legu leyti felst í reiknaðri markaðs- vernd, hefur minnkað meir hér en í nálægum ríkjum síðustu ár og er nú á svipuðu stigi og í Noregi, Finn- landi, Sviss og Japan. Skýrslan staðfestir það sem ég hélt fram í deilum sem risu um þessi efni fyrir tveimur árum, og er því óhætt að stinga undir stól margumræddri skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands sem marklausu plaggi,“ sagði Halldór. Bein samkeppni frá öðrum þjóðum Landbúnaðarráðherra gerði að umtalsefni í ræðu sinni ýmislegt sem unnið hefði verið að síðustu misseri og ár í því skyni að leita allra færra leiða til að styrkja mark- aðsstöðu íslenskra búvara bæði hér heima og erlendis. Hann sagði að með öllu væri óraunhæft að reikna með öðru en að búvörumarkaðurinn opnist smám saman á komandi árum fyrir beinni samkeppni frá öðrum þjóðum, og þetta væri -ís- lenskum bændum vel kunnugt. „Styrkur íslenskra afurða í þeirri samkeppni verður að byggjast fyrst og fremst á trausti neytenda gagn- vart því að okkar vörur séu örugg- ar um hollustu og gæði. Að hvar sem þeir ganga að íslenskum búvör- um í búðarborðum, þurfi þeir ekki að velta fyrir sér eða gá að því á umbúðunum, hvort í matnum kunni að leynast leifar af hormónum eða fúkkalyfjum, sem með sumum þjóð- um er orðið heilbrigðisyfirvöldum verulegt áhyggjuefni og jafnvel um megn að standa gegn. Sóknarfæri okkar í öðrum lönd- um geta heldur ekki byggt á neinum öðrum forsendum, og það er land- búnaðinum og atvinnulífi lands- byggðarinnar algjör nauðsyn nú að láta á það reyna í fullri alvöru og með skipulögðum hætti, hvort við í raun og veru eigum slík sóknar- færi,“ sagði Halldór. Kindakjöt til Noregs Halldór greindi frá því í ræðu- sinni að á meðan Norðurlandaþing stóð hér á landi fyrir skömmu hafi hann átt þess kost að ræða við land- búnaðarráðherra Noregs um mögu- leika á því að endurvekja útflutning á kindakjöti til Noregs, og einnig um það hvort unnt sé að fá ein- hveija undanþágu frá þeim háu tollum sem Norðmenn leggja nú á innflutt hross. í framhaldi af þessu hefði borist munnleg staðfesting á því frá norska landbúnaðarráðu- neytinu að íslendingar muni halda 600 tonna kvóta til sölu kindakjöts í Noregi, sem beri um það bil 26 króna toll á kíló. Þetta yrði að telj- ast góð niðurstaða og sagðist land- búnaðarráðherra vonast til að hægt yrði að nota hana. Háaleitisbraut - 3ja Gullfalleg ca 90 fm íbúð á jarðhæð (lítið niðurgr.). Mikið endurnýjuð. 2 rúmgóð svefnherb., stór stofa. Parket. Toppeign. Verð 6,2 millj. Upplýsingar veitir: Valhöll, fasteignasala, Mörkinni 3, sími 588-4477. Fjögur frábær fyrirtæki 2. Sérstök og skemmtileg barnavöru- og barna- fataverslun í Kringlunni. Eiginn innflutningur. Góð umboð. Miklir möguleikar til aukningar. Skemmtileg vinna fyrir ungt fólk. Gömul, rótgróin og þekkt nuddstofa með aðstöðu fyrir fjóra nuddara. Góð hvíldarað- staða. Tvö sauna, sturtur, sólbekkur og Trim- formtæki. Mjög vel staðsett. Laus strax. Parketlagður speglasalur með sturtum, sauna, búningsaðstöðu og móttöku. Upplagt fyrir dans, leikfimi eða sambærilegt. Alveg sérstaklega tilvalið fyrir sólbaðsstofu því staðsetningin er sú besta í bænum. Frábær auglýsingaaðstaða í húsinu. Selst mjög ódýrt og einstaklega sanngjörn leiga. Frábær atvinna fyrir samhenta fjölskyldu. Til sölu er innrömmunarfyrirtæki, mjög vel þekkt, með góðum viðskiptasamböndum og alltaf með mánaðarverkefni framundan. Vel staðsett með góðri sýningar- og söluað- stöðu. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. F.YRIRTÆKIASALAN SUOURVE Ri SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 4. MH skák meistari framhalds- skóla A-SVEIT Menntaskólans við Hamrahlíð sigraði í skákkeppni framhaldsskóla sem lauk sunnu- daginn 12. mars. Fyrirkomulag var á þá leið að 10 sveitir tóku þátt og allar með 40 mín. umhugsunar- tíma á hvern liðsmann. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Menntaskólinn við Hamrahlíð a-sveit 33 vinningar af 36, 2. Verslunarskóli íslands 28‘/2, 3. Menntaskólinn á Akureyri 26, 4. Menntaskólinn í Reykjavík a-sveit 25 ‘/2, 5. Menntaskólinn við Hamra- hlíð b-sveit 17, 6. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 16‘/2, 7. Menntaskólinn í Reykjavík b-sveit 10 '/2, 8. Fram- haldsskólinn í Reykholi 9, 9. Iðn- skólinn í Reykjavík, 8 og í 10. sæti varð Menntaskólin í Reykjavík c-sveit með 6 vinninga. íslandsmeistarar Menntaskólans við Hamrahlíð voru: 1. borð Arnar Erwin Gunnarsson, 8 vinningar af 9, 2. borð Páll Agnar Þórarinsson 7 '/2 af 8, 3. Torfi Leósson 7 ‘/2 af 9, 4. borð Kjartan Ásgeir Maack 8 af 8 og varamaður var Atli Antons- son með 2 vinninga af 2. Með sigrinum hlýtur skáksveit Menntaskólan við Hamrahlíð rétt til þátttöku í Norðurlandamóti framhaldsskóla sem fram fer í Noregi í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.