Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 15 AKUREYRI Snjóflóð féll fyrir Múlagöng SNJÓFLÓÐ féll úr Kúhagagili, Ólafsfjarðarmegin við Múlagöng á sunnudagsmorgun og fór fyrir gangamunnann. Snjóflóð hafa fallið áður á þessum sama stað í vetur. Vegna veðurs var ekki reynt að opna veginn frá Ólafsfirði til Dalvíkur á sunnudag. Lögregla dró bíl upp úr flóðinu, en honum hafði verið ekið upp á snjóinn. Um tíu mínútur tók að aka inn í bæinn um 200 metra leið, að sögn lög- reglu í Ólafsfirði. Um 70 börn frá Dalvík voru veðurteppt í Ólafsfirði *en þangað komu þau til að taka þátt í skíða- móti. Aldrei var hægt að hefja mótið vegna óveðurs. Br.yia ] *• WK. . Í V : fi/ 'v'. Morgunblaðið/Rúnar Þór Flugleiðir flugn beint milli Akureyrar og Hornafjarðar Draumur í dós Gífurlegt fann- fergi í Grímsey Fragtin dreginá snjóþotum Grímsey. Morgunblaðið. VEGNA gífurlegs fannfergis og ófærðar hafa tvær síðustu flugferðir Flugfélags Norðurlands til Grímseyj- ar verið afgreiddar frá suðurenda flugbrautarinnar. Þannig háttar til að afgreiðsla Flugfélags Norðurlands er til húsa við Bása sem er við norðurenda brautarinnar. Vegurinn út í Bása hefur ekki verið mokaður síðan seinnipartinn í febrúar. Ragnhildur Hjaltadóttir, af- greiðslukona FN í Grímsey, fékk leyfi hjá forsvarmönnum félagsins til að afgreiða vélarnar við suðurenda brautarinnar. Sagði hún póstaf- greiðslukonuna hjá Pósti og síma hafa verið svo vinsamlega að bjóða henni aðstöðu á pósthúsinu, m.a. til að vigta farangur og eins hafa far- þegar fengið að bíða þar, en pósthús- ið er skammt frá suðurenda flug- brautarinnar. Fragt og farangur. dregið á snjóþotum Hornfirðingar í helgarferð norðan heiða FOKKER flugvél Flugleiða flaug beint frá Akureyri til Hornafjarðar í gærdag, en þessi leið er ekki inni á áætlun félagsins. Ástæðan var sú að tæplega 30 manna hópur Horn- firðinga, starfsmenn í Starfsmanna- félagi Austur-Skaftfellinga, SAS, voru í helgarferð á Akureyri og urðu Flugleiðamenn við beiðni féiagsins um beint flug til og frá Hornafirði. Hornfirðingarnir tóku helgarferð til Akureyrar fram yfir Reykjavíkur- ferð og óskuðu eftir við Flugleiðir að komast beint norður. Bergþór Erlingsson umdæmisstjóri sagði að flogið hefði verið með hópinn frá Hornafirði á föstudag en flugið tek- ur um 35 mínútur. Austfirðingarnir áttu síðan bókað far heim á sunnu- dag en vegna veðurs var ekkert hægt að fljúga. „Viðvera þeirra á Akureyri varð lengri en ætlað var án þess það skaðaði á nokkurn hátt Fjórir árekstrar í djúpum snjógöngum FJÓRIR árekstrar urðu á svipuðum slóðum á Hámundarstaðaháisi sunn- an Dalvíkur á tveimur tímum í gær- morgun. Leiðindaveður var á þessum slóðum. Á öllu árinu hafa orðið þrír árekstrar í umdæmi lögreglunnar á Dalvík, en eru nú orðnir sjö. Allir árekstrarnir urðu með svip- uðum hætti, bílar rákust saman í djúpum snjógöngum á Hálsinum, en þau eru að sögn Iögreglu á Dalvík allt upp í þriggja metra há. Nýbúið var að opna veginn og var vart nema ein bílbreidd í göngunum. Skafrenn- ingur var og lítið skyggni í gærmorg- un, „menn sáu varla í þurrkublöðin" eins og lögreglumaður á Dalvík orð- aði það. Veður var orðið ágætt um hádegi og tókst þá að opna veginn að fullu. líðan þeirra, að mér sýndist," sagði Bergþór. Starfsmenn SAS brugðu sér m.a. á Kvennaskólaævintýrið í Frey- vangsleikhúsinu á föstudagskvöld og borðuðu og dönsuðu á Hótel KEA á laugardagskvöld. „Ég heyri ekki annað en að fólkið sé ánægt með ferðina, það hefur ekki væst um okkur og menn taka því létt að hafa ekki komist heim á réttum tíma,“ sagði Hildur Sigursteinsdóttir, einn Hornfirðinganna úr hópnum. Bergþór sagði að í burðarliðnum væri önnur starfsmannaferð frá Hornafirði eftir hálfan mánuð og þá yrði einnig flogið með hópinn beint til Akureyrar. „Við erum alltaf tilbú- in að mæta þörfum fólks og breyta okkar áætlun innan skynsamlegra marka. Það virðist sem helgarferðir til Akureyrar séu í vaxandi mæli valkostur sem fólk víða af landinu horfir til,“ sagði Bergþór. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu ■kjarni málsins! LEIKFÉLAG Verkmenntaskól- ans á Akureyri, Locos, frumsýnir í kvöld ærslaleikinn „Draum í dós“ eftir Elly Brewer og Sandí Toksvig. Þetta er íslandsfrum- sýning á verkinu sem Guðjón Olafsson þýddi. Fimmtán leikar- ar koma fram í sýningunni, en leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal og um dansana sá Asasko Ichi- hashi. Onnur sýning á ærsla- leiknum verður föstudagskvöldið 17. mars, þriðja sýning 18. mars, sú fjórða 21. mars, fimmta sýning verður 23. mars og sjötta og síð- asta sýning í Gryfju Verk- menntaskólans verður 24. mars næstkomandi. Fragt, farangur og póstur er allt dregið á snjóþotum að og frá flugvél- unum, en snjóruðningar við völlinn eru himinháir. Síðast þegar flogið var fékk kona í eynni sjónvarp úr landi og tók talsverðan tíma að koma því úr vélinni og heim í hús, það var dregið á snjóþotu yfir ruðninga við flugvöllinn og súkku konurnar djúpt í hverju skrefi. VE RÐLAUNA- PENINGAR Stærð 42 mm 250 kr./stk* Stærð 52 mm 275 kr./stk* *með áletrun og hálssnúru. Einnig mikið úrval af bikurum og öðrum verðlaunagripum. Afgreiðum fljótt og örugglega hvert á land sem er, burðar- gjaidsfrítt. Pantið tímanlega. Gullsmiðir Sigtryggur & Pétur sf. Brekkugötu 5 - P.O.box 53 - 602 Akureyri Sími 96-23524 - Fax 96-11325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.