Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 25 LISTIR Án taktstokks TONLIST íslcnsku ópcrunni KAMMERSVEIT REYKJA- VÍKUR Norræn verk f. strokhljómsveit. Johan Svendsen, Edvard Grieg, Jan Sibelius, Hafliði Hallgrímsson og Carl Nielsen. Einsöngvari Ragnhild Heiland Sörensen. Hljómsveitar- sljórn Tuomas Ollila. Sunnudagur 12. mars 1995. KAMMERSVEIT, þótt skipuð sé mjög góðum hljóðfæraleikurum, verður ekki fullgerr á einni nóttu frekar en góður strengjakvartett, og til viðbótar þarf stöðugar æfing- ar hóps þar sem skipting út á við, eða inná við, heyra til undantekn- inga. Þetta fannst á í smá óná- kvæmni í tveim fyrstu verkum tón- leikanna, Tveim íslenskum söngv- um í úts. Johans Svendsens og Elegische Melodien op. 34 eftir E. Grieg. Þetta kann þó að hafa stafað af því að þessi tvö verk voru sett inn á efnisskrána í stað Acintyas fyrir strengjasveit, hvers nótur bár- ust ekki í tæka tíð. Flutningurinn einkenndist strax af miklum and- stæðum í sterku og veiku spili. Kannske má segja að það séu nokk- ur einkenni finnskra tónlistarflytj- enda og þá ekki hvað síst finnskra hljómsveitarstjóra. Rekja má þetta, að einhveiju leyti, til J. Panula, sem stjómar gjarnan án taktstokks og með miklum og stórum handahreyf- ingfum. Þetta gerði einnig stjórn- andi tónleikanna Tuomas Ollila, en hann var nemandi Panula. Ollila málar frekar en að slá taktinn (að slá takt er heldur engin stjórn). Stórar hreyfingar em hvorki góðar né slæmar, en geta boðið heim óná- kvæmni. Margt var þó fallega gert í þessum tveim fyrstu verkum. Þessar miklu andstæður í styrk héldu áfram í Hjertesaar og í Vor- inu eftir Grieg og velta má því fyr- ir sér hvort þessir dálítið ýktu drættir eiga heima í þessari tónlist, a.m.k. fannst undirrituðum eitthvað vanta á að andi Griegs kæmi ómengaður til skila. í Rakastava op. 14, fyrir strengjasveit og slag- Flísalím og fúgi AIFABORG ? KNARRARVOGI 4 • * 686755 Exœl F J Ö L V A R 12 klukkusfundir Námskeiðið hefst20. mars Æskileg undirstaða: Góö þekking á Excel. - kjarni málsins! verk, eftir J. Sibelius, átti þetta mikla expr.-spil aftur á móti vel við. Elskhuginn heitir fyrsti þáttur verksins og þar átti stjórnandinn vel heima. Annar þátturinn, Stígur elskendanna, var einnig skemmti- lega leikinn, minnti undirritaðan reyndar frekar á einskonar dans skógarálfa eða -púka. Góða nótt heitir síðasti þátturinn og höfst á fallegum fiðluleik Rutar Ingólfs- dóttur konsertmeistara Kammer- sveitarinnar. Hér var Sibelius sann- arlega mættur í sínum þjóðernis- isma og ævintýramyndum. í efnis- skrá segir að verkið sé upphaflega skrifað fýrir blandaðar karlakór. Þetta er því miður fyrir ofan minn skilning, ég hef aldrei fyrr heyrt talað um blandaðan karlakór og væri æskilegt að fá skilgreiningu á slíkum sönghóp, svo ekki komi til misskilnings. Ríma, eftir Hafliða Hallgrímsson, er pöntunarverk skipulagsnefndar vetrarólympíuleikanna í Lillehamm- er, samið fyrir Norsku kammer- sveitina og söngkonuna Ragnhild Heiland Sörensen. í efnisskrá stendur: Verkið er fremur hægt og e.t.v. dálítið fjarrænt og leyfir söngnum að njóta sín vel yfir dramatísku hljómferlinu." Þetta stemmir að öðru leyti en því að söngröddin fékk ekki mikil tæki- færi á að njóta sín. Sönglínan ligg- ur að mestu á miðsviðinu og neðar og gefur sópranröddinni ekki mikil tækifæri. í þau fáu skipti sem söngvarinn fékk tækifæri að nota röddina, var sýnt að Ragnhild hefur vel þjálfaða dramatíska sópranrödd. Einleiksselló hefur aftur á móti stórt hlutverk og það leysti Inga Rós Ingólfsdóttir sérlega vel, með fallegum safaríkum tóni og skap- hita. Textinn sem verkið er samið um, mun vera sonnetta eftir Miche- langelo. Lítil svíta op. 1 sýnir hversu framúrskarandi tónskáld Carl Niel- sen var. Svítan var vel flutt, þó hefði undirritaður kosið meiri létt- leika í síðasta þáttinn og umfangs- minni styrkleikasveiflur. Stjórnand- inn Tuomas Ollila fær mikið lof í efnisskrá og vonandi standur hann undir því og verði einn af mörgum ágætum finnskum hljómsveitar- stjórum. Til Rannveigar Fríðu Bragadóttur Mikillega bið ég þig afsökunar á að nefna þig ekki í sambandi við íslenska einsöngslagið, tónleikana í Fella- og Hólakirkju, þar sem þú söngst í verki Páls P. Pálssonar við ljóð Þorsteins frá Hamri. Enga skýringu hef ég á þessari gleymsku minni aðra en mín persónulegu von- brigði með verk Páls, og þinn ágæti flutningur gat ekki bjargað. Það gleður mig aftur á móti að annar gagnrýnandi Morgunblaðsins heyrði ykkur Jónas flytja verkið á öðrum tónleikum og hreifst mjög, sem sýnir vitanlega hversu lítið mark er á gagnrýni takandi, sem við bæði vissum vitanlega fyrir. Ragnar Björnsson I""..' “—........*-■*'*»...........wjía'" ■■„......; ...........*"■ 1 ...... ■— ................................................................'j....................... „.....——fc.....................................: —— /£•' ■ V / >*• "' .V » «■ J** / £j - / ■ »> * Zj . >» j*’ ' / ■■■'** *J _ - J+ ' N. wéJ *J ' / '&l * ; *■■ - , **' +• '•*' . .. ■•*■■■■ . . •*’- *■ rr. ■■ •* jr ,’r ■'JJ&’ • '*** ’ *• '✓/výc*+%• Sjji *”-* f * "*/ v ’ y*v ~ . ' . . * **■■■■ -*•■ A- :■ .... ?"**■■■ A. Negtd vetrardekk fylgja! og sumardekkin í skottið Ódýrasti btllinn í stnum flokki HYUNDAI ACCENT NISSAN SUNNY T0Y0TA C0R0LLA MMC LANCER RÚMTAK VÉLAR 1341 CC 1397 CC 1331 CC 1299 CC HESTÖFL 84 89 90 75 LENGD/mm 4117 4230 4270 4275. BREIDD/mm 1620 1670 1685 1690 HJÓLAHAF/mm 2450 2430 2465 2500 ÞYNGD 980 1000 1020 940 VERÐ 1.039.000 1.171.000 1.299.000 1.245.000 Vökva- og veltistýri 84 hestöfl 1300 cc vél Stafrænt útvarp og segulband meö 4 hátölurum ÁRMÚLft 13 • SÍMI; 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt IO-2OO-T0 V|S/ UWQ » «nfiJV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.