Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Yfirlýsing frá Ingu Jónu Þórðardóttur: Ósaimindí borgarsfjóra SÍÐDEGIS sl. föstudag boðaði borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, til bla,ða- manriafundar. Tilefnið, var að hennar sögn að henni hafði borist í pósti fyrr í vikunni nafnlaus send- ing sem hafði að geyma þá „skýrslu“ Ingu Jónu sem fram- bjóðendur R-listans í borgarstjóm- arkosningum fyrir ári hefðu gert kröfu til að yrði lögð fram. Þá fyrr um daginn hafði Ingibjörg Sólrún boðað mig til fundar þar sem hún spurði hvort ég kann- aðist við plaggið. Ég sagði rétti- lega að þarna væri komin ein af þeim greinargerðum sem ég hefði lagt fyrir þáverandi borgarstjóra, Markús Örn Antonsson, meðan á vinnu minni fyrir hann stóð á ár- inu 1992. Sagðist Ingibjörg Sólrún ekki vilja greina mér frá því hver hefði sent henni plaggið en henni væri kunnugt um það. Hún hefði ákveðið að leggja þetta fram í borgarráði næsta þriðjudag og fjölmiðlum yrði sent plaggið. Hálf- tíma síðar hófst blaðamannafund- ur borgarstjóra þar sem hún sagð- ist ekki hafa hugmynd um hver hefði sent henni plaggið. Vinnuplagg í upphafi verks verður að „einkavæðingarskýrslu" Á þeim fundi tilkynnti hún ranglega að ég hefði „viðurkennt“ að þetta væri skýrslan margum- rædda og lýsti mér og tveimur fyrrverandi borgarstjórum Sjálf- stæðisflokksins sem ósanninda- mönnum þar sem við hefðum allt- af neitað að slíkt plagg væri til. Þessu mótmæli ég harðlega og hlýt að lýsa vonbrigðum mínum með að Ingibjörg Sólrún skuli segja ósatt. í kosningabaráttunni síðastliðið vor greindi ég ítrekað frá því að ekki væri um að ræða neina heildarskýrslu um þá vinnu sem ég vann fyrir borgarstjóra. Verkefnið hefði ekki verið þess eðlis. Slík lokaskýrsla væri ekki til og ég hefði ekki verið ráðin til að skrifa slíka skýrslu. Hins vegar hefði ég á vinnuferlinum sem tók um ellefu mánuði lagt fram minn- isblöð og greinargerðir eftir því sem vinnan þróaðist. Plagg það sem borgarstjóri lagði fram á fyrrnefndum blaðamannafundi var unnið í maí/ júní 1992 mörgum mánuðum áður en störfum mín- um lauk. Þar er að finna yfirlit yfir all- marga þætti byggt á lauslegri athugun og hugmyndir á fyrsta stigi málsins kynntar. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að rifja upp og líta á nokkrar frekari staðreyndir: í febrúar 1992 tók ég að mér fyrir þáver- andi borgarstjóra að vinna að at- hugun á ýmsum þáttum í rekstri borgarinnar og borgarstofnana með það að markmiði að kanna hvar væri hægt að ná fram breyt- ingum í rekstri til að mæta betur þörfum tímans, ná meiri hag- kvæmni eða almennum sparnaði. Fjölbreyttir möguleikar komu til greina í því sambandi allt frá út- boðum, samningum við starfs- menn um rekstur, sölu eigna, eða aðrar breytingar á rekstrarformi. Vinnan fór þannig fram að rætt var við yfírmenn einstakra stofn- ana og stjórnendur deilda og for- menn ráða eftir því sem við átti. Unnið var úr ýmsum tölulegum gögnum og bókhaldsgögnum. Á reglulegum vinnufundum með borgarstjóra voru lögð fram minn- isblöð og greinargerðir sem vinnu- plögg fyrir borgarstjóra. Hug- myndir, möguleikar og tillögur um aðgerðir sem þar komu fram voru ræddar fram og aftur. Sumt var þess eðlis að það fékk farveg inn- an borgarkerfisins strax þar sem embættismenn unnu áfram með málið. Annað þurfti pólitíska um- fjöllun og afgreiðslu. Og enn ann- að gat verið þess eðlis að því væri hafnað strax á hugmyndastigi og kom því ekki til frekari úrvinnslu. Eðlileg vinnubrögð Vinnubrögð af þessu tagi eru að sjálfsögðu þekkt í stjórnkerf- inu. Einstakir stjórnendur fá sér til ráðuneytis utanaðkomandi aðila til að koma með hugmyndir eða vinna úr hugmyndum og setja fram tillögur til lausnar afmörkuð- um málum. Slík vinnuplögg ganga milli manna á hug- myndastigi og teljast ekki opinber píögg. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri yfir umfangsmiklum og flóknum rekstri. Það er beinlínis skylda hans að sjá svo ■ um að sífellt sé leitað leiða til að tryggja fyllstu hagkvæmni í rekstri til að nýta skattfé borgaranna sem best. Stjórnunar- hættir og rekstrarfyrirkomulag - þurfa að taka mið af þessu. Stund- um er það hlutverk fastra starfs- manna borgarinnar að vinna að þessu verkefni en það er jafnframt bæði eðlilegt og sjálfsagt að leitað Með fráleitum fullyrð- ingum o g hreinum ósannindum, segir Inga Jóna Þórðar- dóttir, hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sett sig á bekk með þeim stjómmálamönnum sem stunda lágkúm- leg vinnubrögð. sé til aðila utan borgarkerfisins til lengri eða skemmri tíma til að sinna því. „Hægri höndin“ Ég hygg að Ingibjörg Sólrún borgarstjóri geri sér mæta vel grein fyrir þessu. Með hliðsjón af sinni takmörkuðu stjórnunar- reynslu ákvað hún strax í byijun að ráða sér sérstakan aðstoðar- mann sem skyldi verða hennar hægri hönd allt kjörtímabilið. Inga Jóna Þórðardóttir Kostnaður vegna þessarar ráðn- ingar getur numið um_13 milljón- um á kjörtímabilinu. Ég geng út frá því að stór þáttur starfs aðstoð- armannsins sé að undirbúa stefnu- mörkun borgarstjórans í ýmsum málum, safna saman hugmyndum og vinna úr þeim, afhenda borgar- stjóra vinnuplögg sem breytast eðli málsins samkvæmt eftir því sem hugmyndir þróast eða verkum vindur fram. Borgarstjóri Ingibjörg Sólrún hefur haldið því fram að vinna unnin fyrir borgarstjóra og greidd af borginni ætti að vera aðgengi- leg fyrir alla. Lítum nánar á þetta. Sérstakur aðstoðarmaður borgar- stjóra — hægri höndin — vinnur að sjálfsögðu beint fyrir borgar- stjóra og undirbýr með henni mál. Okkur sjálfstæðismönnum mundi aldrei detta í hug að vinnuplögg og hugmyndir sem ganga milli þeirra tveggja séu til dreifingar almennt meðal borgarfulltrúa. Borgarstjóri hefur gengið langt í hafa eigin ráðgjafa sér til halds og traust í stórum málum sem smáum. Þó að kostnaður vegna aðstoðarmanns borgarstjóra sé greiddur af skattfé almennings veitir það ekki fulltrúum minni- hlutans aðgang að vinnu aðstoðar- mannsins. Það er ákvörðun borg- arstjóra sjálfs (eins og stjórnanda í öllum fyrirtækjum) hvaða plögg skuli vera vinnuplögg og hvaða plögg skuli vera opinber plögg. Það er algjörlega fráleitt að halda því fram að það sé misnotk- un á opinberu fé að greiða fyrir ráðgjafarvinnu sem unnin er beint fyrir borgarstjóra eða einstaka stjórnendur borgarinnar án þess að slík vinna sé aðgengileg fyrir aðra. Fráleitar fullyrðingar Borgarstjóri hefur haldið því fram að margumrædd greinargerð mín hafi verið leyniplagg sem sjálfstæðismenn hafi viljað stinga undir stól. Slíkt er algjör firra. Greinargerðin var vinnuplagg og því ekki til almennrar dreifíngar — það hefur ekki neitt með inni- hald þess að gera. Enda má nú öllum þeim sem lesið hafa plaggið vera ljóst.að þar er efnislega ekk- ert að fela. Ingibjörgu Sólrúnu til upprifjunar lagði fyrrverandi borgarstjóri, Markús Orn, fram minnisblað sem dreift var í borgar- ráði í apríl á síðasta ári í fram- haldi af umræðum í borgarstjórn. Þar gerði hann grein fyrir um- ræddri vinnu og tíundaði í ítarlegu máli framvindu hennar og nið- urstöður. Þetta var einum og hálf- um mánuði fyrir kosningar og því fráleitt að tala um að menn hafi verið að fela eitthvað. Ótrúleg lágkúra ÖRVÆNTINGAR- FULLAR tilraunir vinstri flokkanna í R-listanum til að forð- ast fylgishrun í kom- andi alþingiskosning- um, hafa snúist yfir í ógeðfelldar árásir og ásakanir um ósann- sögli sjálfstæðis- manna í borgarstjóm Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Sigrún Magnúsdóttir hafa lagst svo lágt að boða til blaðamannafundar til að veifa greinargerð frá því í ráðgjafínn hóf störf og 8 mánuð- Árni Sigfússon in fyrir Markús Örn Antonsson, þáverandi borgarstjóra. Þær einar fullyrða að hér sé komin „einkavæðingar- skýrsla sjálfstæðis- manna“, sem þær hafi krafíst að yrði lögð fram opinberlega fyrir kosningar, en sjálf- stæðismenn sagt að væri ekki til. Fjölmiði- ar sem fengið hafa þessa greinargerð sjá að hún er tekin saman 3 mánuðum eftir að maí 1992, sem þær segjast hafa fengið nafnlaust í pósti og er hluti af vinnu sem sérstaklega var unn- um áður en þeim lauk. Hún er byggð á „lauslegri athugun á rekstri borgarinnar“ eins og þar Þau gögn sem fulltrúar Kvennalistans og Fram- sóknarflokksins í R-list- anum veifuðu á blaða- mannafundinum, segir Ami Sigfússon, eru hluti þeirrar vinnu, sem Markús Öm Antonsson gerði grein fyrir með minnisblaði til mín í fyrra og ég lagði síðan fram í borgarráði. segir orðrétt. Þessar staðreyndir sýna enn frekar hversu fráleitt er að hér sé um að ræða heildar- skýrslu hvað þá stefnumótun af hálfu sjálfstæðismanna. Þessi greinargerð hefur aldrei verið iögð fram eða tekin til um- fjöllunar í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum var margsinnis ítrekað bæði af þáverandi borgarstjóra og þeim aðila sem vann verkið fyrir hann að engin lokaskýrsla hefði verið unnin, heldur var framvinda þessarar athugunar byggð á grein- argerðum og minnisblöðum og fjölmörgum fundum. Þau gögn sem fulltrúar Kvennalistans og Framsóknarflokksins í R-listanum veifuðu á blaðamannafundinum er hluti þeirrar vinnu, sem Markús Örn Antonsson gerði grein fyrir með minnisblaði til mín 8. apríl 1994 og ég lagði síðan fram í borgarráði 12. apríl. Af framkomu Ingibjargar S. Gísladóttur og Sigrúnar Magnús- dóttur í þessu máli bendir margt til að það hafi verið sviðsett vegna komandi kosninga og sumir fjöl- miðlar hafa bitið á agnið. Sigrún Magnúsdóttir hefur margoft gefíð í skyn að hún hefði eintak af „einkavæðingarskýrslu sjálf- stæðismanna“ undir höndum. Það kæmi því ekki á óvart að Sigrún Magnúsdóttir sé sá nafn- lausi aðili sem hafi sent borgar- stjóra greinargerðina, nema borg- arstjóri hafi sent sjálfri sér hana Þar var m.a. fjallað um hug- myndir um að stofna hlutafélag um malbikunarstöðina og undir- búning að breytingum á rekstri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar. Þá lá til dæmis fyrir skýrsla um framtíðarskipan þess reksturs. Ingibjörg Sólrún hafði ekki setið sem borgarstjóri í nema þrjá mánuði þegar hún fól fulltrú- um borgarinnar í stjórn SKÝRR að hefja undirbúning að því að breyta rekstrinum í hlutafélag og hélt því með afgerandi hætti inn á einkavæðingarbraut sem hún svo sjálf skilgreinir. Úlfaldi úr mýflugu Ætlar borgarstjóri í alvöru að halda því fram að vinna að stefnu- mörkun á vegum borgarstjóra- embættisins sé misnotkun á al- mannafé eins og Ingibjörg Sólrún hefur látið í veðri vaka? Hún hefur á sínum valdaferli gengið lengra en nokkur annar borgarstjóri í þessum efnum með því að ráða sér umræddan aðstoðarmann. Núverandi borgarstjóri hefur einn- ig falið ýmsum aðilum utan borg- arkerfisins hugmynda- og skipu- lagsvinnu. Þannig fól borgarstjóri Hagvangi fyrir mörgum mánuðum að vinna að ákveðnum hugmynd- um um breytingar á stjórnsýslu borgarinnar án þess að það væri samþykkt sérstaklega í borgar- ráði. Borgarstjóri hefur að sjálf- sögðu átt marga fundi með þeim ráðgjöfum án þess að vinnuplögg- um væri dreift til minnihlutans. Við það er hreint ekkert að at- huga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gagnrýnir hins vegar harkalega vinnuaðferðir fyrrverandi borgar- stjóra þótt þær séu sama eðlis. Sjá ekki allir að hér er verið að gera úlfalda úr mýflugu? Óheilindi borgarstjóra Borgarstjórinn er nú í pólitísk- um tilgangi að reyna gera vinnu- brögð tortryggileg sem hún veit mæta vel að eru eðlileg og hver stjórnandi verður að hafa vald og möguleika á að nýta. Með afar ósmekklegum hætti hefur hún tek- ið sér fyrir hendur að ákveða að vinnugögn annars borgarstjóra skuli gerð opinber. Er vandalaust að ímynda sér til hvers slík vinnu- brögð gætu leitt í framtíðinni. Með framgöngu sinni í þessu máli, fráleitum fullyrðingum og hreinum ósannindum hefur Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sett sig á bekk með þeim stjórnmálamönn- um sem ástunda lágkúruleg vinnu- brögð. Það þykir mér miður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. til að skapa tilefni til blaðamanna- fundar svo unnt væri að segja að þar væri komin „einkavæðingar- skýrslan". I málamyndaviðræðum Ingi- bjargar við Ingu Jónu Þórðardótt- ur, hálftíma áður en blaðamanna- fundurinn hófst, sagðist hún vel vita frá hveijum greinargerðin væri komin en myndi að sjálfsögðu ekki upplýsa fyrir Ingu Jónu hver það væri. Við fjölmiðla hálftíma síðar segist hún hafa fengið „einkavæðingarskýrslu“ senda nafnlaust í pósti og ekki vita um sendandann. Jafnframt velti hún vöngum með nokkrum fjölmiðla- mönnum um hugsanlegar ástæður sendingarinnar og taldi að þær kynnu m.a. að vera „innanfiokksá- tök“ í Sjálfstæðisflokknum. Þessi málflutningur Ingibjargar og framkoma undirstrika í raun hví- líkt sjónarspil R-listinn hefur sett á svið nú rétt fyrir alþingiskosn- ingar. Þessi hegðun er með eindæmum og algjörlega ósamboðin embætti borgarstjórans í Reykjavík. Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.