Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Opið svarbréf til Dóru S. Bjamason Gunnlaugur Astgeirsson DÓRA mín. Fyrirgefðu hvað ég svara þér seint en satt að segja hef ég haft í ótrúlega mörgu að snúast frá því að bréf- ið þitt birtist í Morgun- blaðinu 1. mars sl. Mér finnst það mjög ánægjulegt að glefsa úr viðtali við mig í sjónvarpsfréttum skuli verða þér tilefni til þess að kveða enn þá góðu vísu um hvað kennarastarfið er margþætt og hvað kröfur nútímans til kennara eru fleiri og margþættari en var fyrir ekki ýkja mörgum árum. Þetta er einmitt kjarni málsins í þeirri deilu sem nú er uppi milli kennara og ríkisins. Ríkisvaldið hefur í 20 ár hvorki hreyft legg né lið til þess að vinna að því að breyttur veruleiki í skólunum og kennarastarfinu endurspeglist í kjarasamningum ljennara. Það er þetta uppsafnaða skeytingarleysi yfirvalda sem hefur rutt upp þeirri stíflu gremju og óánægju sem nú hefur brostið við að nærri 90 pró- sent grunnskólakennara lýstu sam- þykki sínu við verkfallsboðun. Vandræði í verkfalli Verkfall kennara felur í sér að skólastarf fellur niður. Af því skap- ast að sjálfsögðu margvísleg alvar- leg vandræði, að minnsta kosti í augum kennara ög foreldra en fá merki eru uppi um annað en að ríkisvaldið kæri sig kollótt um það hvort skólar starfa eða ekki. Þegar þetta er skrifað hefur menntamála- ráðherra farið huldu höfði í tvær vikur og aðrir ráðherrar, þar með talinn fjármálaráðherra, láta svo sem þeim komi málið ekki við. Svo mikið er víst að ríkisvaldinu hefur ekki fundist ástæða til þess að setja upp neyðarlista um stofn- anir eða starfsemi er undanþegin sé verkfalli kennara líkt og gerist t.d. um heilbrigðisstéttirnar. Af þessu leiðir eðli málsins samkvæmt að verkfall kennara bitnar á öllum sem skóla stunda burt séð frá því hveijar aðstæður þeirra eru að öðru leyti. Hér gildir einu hvort um er að ræða félagsleg vandræði, ijöl- skylduvanda, veikindi, slys, fötlun eða annað sem á bjátar í mannlegu félagi. Undanþágur Á fyrstu dögum kennaraverkfallsins bárust verkfallsstjóm- inni allmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu, flestar vegna fatlaðra barna. Verkfallsstjórnin reyndi eftir samræður við sérfræðinga, for- stöðumenn stofnana, viðkomandi starfsfólk og fulltrúa aðstand- enda að leggja mat á þessar umsóknir miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. I fyrstu umferð reyndi verkfallsstjórnin að draga línu milli þeirra umsókna þar sem færð voru sérstök rök fyrir Þegar allt kemur til alls, segir Gunnlaugur Ast- geirsson, er lausn þeirrar deilu sem nú er uppi prófsteinn á það hvort fyrir hendi sé í landinu pólitískur vilji til að koma menntamál- unum í rétt horf. því að skólastarfið sem slíkt væri tilteknum hópum eða einstakling- um óvenjulega mikilvægt og alger- lega ómissandi. þáttur í meðferð þeirra. Það er ekkert leyndarmál að meginrökin sem færð voru fyrir veitingu undanþága af þeim sem um sóttu voru þau að heimilin væru að kikna undan því að ann- ast börnin heima. Það eru þessi rök sem ég er að vísa til í áðurnefndu fréttaviðtali þar sem ég segi að undanþágubeiðnum sem fyrst og fremst byggjast á umönnunarþörf hafi verið hafnað. Kennsla fatlaðra Það er ástæðulaust og nánast útúrsnúningur að nota þessa glefsu úr fréttaviðtali til þess að gefa í skyn að ég sé þarna að „gera lítið úr námi fatlaðra nemenda og halda því fram að þeir hafi fyrst og fremst umönnunarþarfir." Þær skoðanir Guðrún Pétursdóttir Föðurást MAGNÚS Óskarsson hrl. og faðir Óskars Magnússonar for- stjóra Hagkaups dró upp penn- ann fyrir skömmu í tilefni af frétt í DV um heimsókn mína til Ir- ving-feðga í New Brunswick. Skrif hans sýna að þörf er á að árétta leiðréttingu sem borgar- stjóri kom umsvifalaust á fram- færi við DV, þess efnis að Guð- rún Pétursdóttir er ekki fulltrúi R-listans í stjórn Aflvaka, heldur tilnefnd af borgarstjóra, eins og aðrir stjórnarmenn Aflvaka. Þegar erlent fyrirtæki lýsir áhuga á því að fjárfesta á Is- landi, þá lýtur það að sjálfsögðu íslenskum lögum og reglum. Þegar forráðamenn fyrirtækisins bjóða hins vegar íslenskum stjórnvöldum að skoða fyrirtæki sín og íslendingar þiggja að senda þangað fulltrúa, þá er um að ræða gagnkvæma kurteisi, en ekki kvöð þeirra eða rétt okk- ar. Magnúsi verður tíðrætt um að ég hafi sagt þá Irving-feðga viðkunnanlega menn sem horfa beint í augun á manni. Þótt ég efist um að Magnús Óskarsson hafi nokkurn tímann orðið þeirr- ar ánægju aðnjótandi að horfa beint í augun á nokkrum manni, þá vil ég ekki gera honum rangt til. Mér er ljóst að þegar hann finnur sér tilefni til að hnýta í Irving Oil, þá er það föðurhjartað sem stýrir pennanum, — föð- urhjartað sem slær eins og bens- ínpumpa fyrir utan Hagkaup. Höfundur erístjórn Aflvaka Rcykjavíkur. hef ég ekki og hef aldrei haft. Það ætti þér að vera ljóst bæði af starfi því sem unnið hefur verið við þá stofnun sem ég vinn við og eins af persónulegum ástæðum sem þú mættir muna. Þaðan af síður er ástæða að nota þessa sömu glefsu til þess að gefa í skyn að ég líti svo á að skól- arnir hafi einvörðungu örþröngt fræðsluhlutverk líkt og latínuskóla- kennarinn afi þinn blessaður kann að hafa haft. Slík viðhorf eru meiri- háttar fötlun fyir hvern þann sem í skóla vinnur og ber að bregðast við með viðeigandi hætti. Hinsvegar er það áhyggjuefni að viðhorf keimlík viðhorfum afa þíns sáluga svífa yfir vötnum í skýrslu um menntastefnu sem menntamálaráðherra varð svo tíð- rætt um áður en hann fór í felur, en vonandi birtist hann sem nýr og betri maður þegar hann kemur út úr skápnum. Góðir samningar lausnin Það er vissulega svo að allar aðstæður í verkfalli eru afbrigðileg- ar og misrétti og ójöfnuður sem fyrir er í samfélaginu verður enn meira áberandi. Á því ber allt sam- félagið ábyrgð en ekki einstakir starfsmannahópar. Þau vandræði sem upp koma í verkfalli verða aldrei Ieyst með neinum viðunandi hætti nema að náist samningar sem aðilar eru sæmilega sáttir við. Ég er fyrir löngu búinn að gera mér grein fyrir því að það er alveg sama hvað verkfallsstjórn gerir eða gerir ekki, hún hlýtur harkalega gagnrýni fyrir. Við það verður ein- faldlega að búa og því lengra sem á verkfall líður þeim mun viðkvæm- ari verða allir fyrir því sem gert er eða látið ógert. Nú þegar fjórða verkfallsvika er að hefjast dynja yfir nýjar umsókn- ir um undanþágur úr öllum áttum. Það er vandséð hvað verkfallsstjórn á að gera með þessar umsóknir. Það gengur ekki til lengdar að kennarasamtökin séu að leysa úr vanda hópa og einstaklinga vegna verkfallsins á meðan ríkisvaldið lætur sem sér komi málið ekki við. Það nær ekki nokkurri átt að samninganefnd ríkisins geri ekki annað vikum saman en að spila Ólsen Ólsen og stokka sama spila- stokkinn á fullu kaupi frá okkur skattborgurum. Enn einu sinni sannast algert getuleysi ríkisins til þess að ráða við vinnudeilur við starfsmenn sína og er það alvarlegt áhyggjuefni hvernig þessi sama saga endurtekur sig hvað eftir ann- að. Menntastefna í framkvæmd Að vísu eru lögin um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna arfa- vitlaus og mætti hafa um það langt mál, en ég læt vera að minna á að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem ber á þeim pólitíska ábyrgð. Þau voru sett þegar Þorsteinn Páls- son var fjármálaráðherra (lög nr. 94 frá 1986), en það eru einmitt flokksbræður hans sem nú fara með fjármál og menntamál í ríkis- stjórninni. Þegar allt kemur til alls er lausn þeirrar deilu sem nú er uppi próf- steinn á það hvort fyrir hendi sé í landinu pólitískur vilji til þess að koma menntamálum þjóðarinnar í það horf að við séum á því sviði sambærileg við þær þjóðir sem við viljum vanalega bera okkur saman við. Það er svarið við þessari spurn- ingu sem við bíðum vonandi bæði spennt eftir að fá. Gangi þér svo allt í haginn. Með bestu kveðju. Höfundur er kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð og annar formaður verkfallssijórnar HÍKogKÍ. Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikid úrval af allskonar buxum Opib á laugardögum Nýbýlavegi 12, sími 44433 AÐALFUNDUR HLUTABRÉFASJÓÐSINS HF. Aðalfundur Hlutabréfasjóðsins hf. verður haldinn á Hótel Sögu, ráðstefnuálmu, 2. hæð, Ársal, fimmtudaginn 23. mars 1995 og hefst hann kl. 16.30. Dagskrá: 1. 2. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, til samræmis við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995 Dagskrá fundarins, ársreikningur félagsins, skýrsla stjómar, skýrsla endurskoðenda og tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa frá og með 16. mars á skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 12, 2. hæð, Reykjavík. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Hlutabréfasjoðsins hf. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin Við vinnum fyrir þig. Nissan Sunny 1600i SR ’94, steingrár, sjálfsk., ek. 15 þ.km. Rafm. i rúðum, álfelg- ur, spoiler (2). Einn með öllu. V. 1.260 þús. MMC Lancer GLX ’89, sjálfsk., brúns- ans., ek. 76 þ.km. Gott eintak. V. 670 þús. Tilboðsv. 590 þús. stgr. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, hvítur, sjálfsk., ek. 35 þ.km., spoiler, rafm. í rúðum o.fL V. 1.290 þús. Honda Civic Special GLi 16v '91, rauður, 5 g., ek. 58 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Peugeot 306 XN 5 dyra '94, 5 g., ek. 20 þ.km. V. 1.030 þús. Peugeot 405 GR '92, sjálfsk., ek. 59 þ.km. Rafm. í rúðum o.fl. V. 1.150 þús. MMC Galant GLSi '92, sjálfsk., ek. aðeíns 52 þ.km., saml. stuðarar, spoiler, fjarst. læsingar, geislaspilari o.fl. V. 1.400 þús. Mercury Topaz GS 4x4 '88, sjálfsk., ek. 85 þús. Einn eigandi. V. 680 þús. V.W. Golf CL '89, 3 dyra, 4 g., ek. 107 þ.km. V. 480 þús. Skoda Forman LXi station '93, 5 g., ek. 7 þ.km. V. 670 þ.km. Tilboðsv. 560 þús. stgr. Renault 19 TXE '92, hvítur, sjálfsk., ek. aðeins 18 þ.km. V. 1.040 þús. Sk. ód. Toyota Double Cap diesel '91, blár, 5 g., ek. 83 þ.km., 38“ dekk, 5:71 hlutföll o.fl. V. 1.750 þús. Toyota Hi-Lux Double Cap m/húsi bens- ín ’93, 5 g., ek. 30 þ.km., 33" dekk o.fl. V. 2,1 millj. Chrysler Saratoga SE V-6 '91, rauður, sjálfsk., ek. 64 þ. km, álfelgur, rafm. í rúð- um o.fl. V. 1.380 þús. Toyota Hilux Ex Cap '87, 8 cyl., 350 cc, sjálfsk., 38“ dekk, læstur aftan og framan, 4:56 hlutföll, verklegur bíll. V. 1.050 þús. MMC Lancer EXE station '89, grár, 5 g., ek. 100 þ. km., tveir dekkjagangar o.fl. Einn eigandi. V. 670 þús. Sjaldgæfur bfll: Audi 1,8 Coupé '91, grá- sans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 1.480 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLi '93, blár, 5 g., ek. 48 þ. km. V. 1.050 þús. Nissan Sunny SR '94, 5 g., ek. 15 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur, m/öllu. V. 1.220 þús. Toyota Corolla XLi Sedan '94, 5 g., ek. 19 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.150 þús. MMC Lancer GLXi 4x4 Station '91, 5 g., ek. 68 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.080 þús. BMW 318i A '92, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 38 þ. km. Toppeintak. V. 1.890 þús. Subaru Justy J-12 '91, 5 dyra, ek. aðeins 47 þ. km. Tilboðsverð kr. 630 þús. Daíhatsu Rocky EL langur '89, 5 g., ek. 95 þ. km., álfelgur, sóllúga, 31“ dekk o.fl. Tijboðsverð kr. 990 þús. Nissan Sunny SLX 4x4 Station '91, grár, 5. g., ek. aðeins 47 þ. km. V. 1.050 þús. Toyota Corolla XLi 5 dyra '93, 5 g., ek. 26 þ. km. V. 1.050 þús. Toyota Corolla 1600 XL, Liftback '92, 5 g., ek. 40 þ.km. Fallegur bíll. V. 980 þús. Suzuki Vitara JLXi langur '92, mikið breyttur, 33“ dekk, álfelgur o.fl. V. 1.950 þús. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.