Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 39 AÐSENDAR GREINAR Alzheimer-sjúkdómur getur leitt fólk til dauða á skömmum tíma eða hann getur farið hægt versn- andi. Lífslíkur eru frá 2 upp í 20 ár. Oftast deyr fólk ekki úr heila- bilun heldur vegna fylgikvilla. Hvernig kemur Alzheimer-sjúkdómur við fjölskyldur? Vaxandi vitsmuna- og minnis- missir hefur ekki ein- ungis áhrif á sjúkl- inga. Sjúkdómurinn breytir mjög lífi allrar fjölskyldunnar og nánustu ættingja. Það er sárt að horfa upp á ástvini, foreldra og maka að tærast upp. Hvernig hann er að tapa minni, skilningi á lífinu í kringum sig, sjálfum sér, þangað til hann þekkir ekki leng- ur heimili sitt, maka sinn og börn. Oft eru það endalokin á öllu því, sem hjónin hafa deilt með sér í gegnum árin, væntingum, von- um og minningum. Þetta er gífur- legt áfall og sorg fyrir alla nán- ustu ættingja sjúklingsins, sem getur varað í mörg ár. Fjölskyldan, og sérstaklega sá sem annast viðkomandi, þarf stuðning og að ræða við einhvern, sem hún getur trúað fyrir sínum málum, þekkir til og hefur skilning á því. Hætta er á að umsjónaraðil- inn einangrist því hann er oft al- veg bundinn við daglega umönn- un. Nauðsynlegt er að hann fái reglulega hvíld frá því að annast sjúklinginn allan sólarhringinn. Mikilvægt er að fjölskyldan hjálpist að við umönnunina. Pjöl- skyldan og sjúklingurinn eiga rétt á upplýsingum og réttri sjúkdóms- greiningu. Mikill stuðningur er líka fólginn í því að geta hitt aðra í sömu sporum. Úrræði sem þjóðfélagið býður upp á, einkum á Stór-Reykjavíkursvæðinu Einstaklingur með Alzheim- er/heilabilun á byijunarstigi getur búið heima fyrst um sinn með aðstoð aðstandenda og utanaðkomandi hjálpar, t.d., heimilis- hjálp og heimahjúkr- un. I boði eru Dagvist, þar sem viðkomandi fær þjálfun við sitt hæfí, bæði andlega-, líkamlega- og félags- lega. Má hér nefna félagsmiðstöðvar fyrir aldraða, Múlabæ, Dal- braut og Hlíðarbæ, með sína sérhæfðu þjónustu fyrir fólk með heilabilun. Öldrunarlækninga- deildir spítala og hjúkrunarheimili bjóða upp á hvíldar- innlagnir í nokkrar vikur í senn, stundum jafnvel með reglulegu Einkenni Alzheimer eru gleymska á nýafstaðna atburði, segir Barbel Schmid, en minni á liðna tíð virðist betra. millibili. Þegar sjúkdómurinn ágerist og hætta er á að einstakl- ingurinn geti farið sér að voða, valdið öðrum og sjálfum sér skaða, t.d., með því að gleyma að skrúfa fyrir vatnið, slökkva á eldavélinni eða týnast úti, þá er kominn tími til að flytja inn I verndað umhverfi. Öldrunarþjónustuhópar Félags- málastofnunar í Reykjavík og sveitarfélaga ásamt öldrunarlækn- ingadeildum gera vistunarmat, þar sem metin er þörf einstaklingsins fyrir vistun og þjónustu. Kannaðir eru möguleikar til úrbóta á meðan beðið er eftir hentugri vistun. Umsókn er send á þá staði, sem veitt geta sjúklingi viðeigandi þjónustu í samvinnu við sjúkling- inn og aðstandendur hans. Þegar fólk hefur búið eitt út af fyrir sig, þykir því í flestum tilfellum erfitt að flytja inn til annarra. Sárt er fyrir hjón að þurfa að flytja frá hvort öðru því ennþá er ekki gert ráð fyrir heil- brigðum maka inni á stofnun. Umhverfi þarf að vera uppörvandi svo að einstaklingurinn haldi getu sinni sem lengst. Æskilegar eru litlar einingar og má þar nefna sambýli og stoðbýli sem eru rekin í tengslum við hjúkrunarheimili, s.s. Laugarskjól og Foldabæ. Þeg- ar sjúkdómurinn er kominn á loka- stig, það er sjúklingurinn er nán- ast rúmfastur og þarf aðstoð við allt, koma til sérhæfðar deildir á hjúkrunarheimilum. Einstaklingur með heilabilun man ekki eftir nýliðnum atburð- um, en minningar úr fortíðinni verða oftast ljóslifandi. Umhverfið ætti að minna á það tímabil, þegar einstaklingurinn var upp á sitt besta: Innréttingar, myndir, bók- menntir, vísur og sögur. Það eykur vellíðan og öryggi og hjálpar ein- staklingnum við að halda reisn sinni. Nefna má að dans og tónlist hefur alveg sérstaklega góð áhrif á sjúklinginn. Kanna þarf hvort sjúklingurinn og maki hans nýta allar tryggingabætur sem fólk á rétt á í veikindum. Vil ég benda á upplýsingadeild Tryggingastofn- unar ríkisins, öldrunarþjónustu- deild Félagsmálastofnunar í Reykjavík og félagsráðgjafa á öldrunarlækningadeildum Hvernig getum við stutt við bakið á sjúklingum og aðstandendum þeirra? Nokkur ráð Taka tillit til einkalífs og virða persónueinkenni, sem eru til stað- ar þrátt fyrir veikindi og búsetu á stofnun, t.d., að vaða ekki inn í herbergi eða sjúkrastofu án þess að banka. Að kynna sig og aðra. Að krefjast þess ekki, að allir séu í stofnanabúningum, þ.e. jogging- göllum, þegar einstaklingurinn er vanur að klæðast kjól eða jakka- fötum. Að hafa ekki tónlist í gangi sem viðkomandi kærir sig ekki um. Að leyfa einstaklingnum að gera það sem hann getur, þó svo að það taki lengri tíma. Með því að taka þátt í daglegum störfum eftir eigin getu og verða ekki úti- lokaður heldur hann reisn sinni og stolti. Sjúklingurinn er einstak- lega næmur fyrir líkamstjáningu og raddblæ. Tala rólega og gefa skýr fyrirmæli, benda á hluti sem verið er að tala um. Ekki tala um einstaklinginn í þriðju persónu í viðurvist annarra, ávarpa hann með nafni og ekki nota „vinan“ eða „elskan". Forðast breytingar og hafa röð og reglu á hlutunum - þetta veitir öryggi. Snerting er okkur öllum mikilvæg og kemst alltaf til skila og getur veitt ör- yggi. Húsdýr auka heimilislegt andrúmsloft. Það er mikilvægt að umhverfi sé fallegt og huggulegt og að starfsfólk sé vel menntað og ánægt í starfi. Það styrkir sjálfsmynd og viðheldur lífsgæð- um. Ekki má gleyma því að gefa aðstandendum möguleika á að vera út af fyrir sig með sjúklingn- um þegar þeir vilja, jafnvel gista. Gætum okkar í orðavali, en orð með neikvæða merkingu um heila- bilun eru æðimörg á íslenskri tungu. Óvarkárni í tali getur haft í för með sér að það slitnar upp úr vinskap og eykur sorg og ein- semd. Þó svo að Alzheimer-sjúk- dómur ’sé skæður og batavonir sjúklingsins engar eins og er, á hann rétt á virðingu. Með því að setja stimpil á fólk leyfum við persónuleikanum ekki að njóta sín. Framtíðarsýn Ekki er hægt að lækna heilabil- un, en með heimilislegu umhverfi og markvissri meðferð eins og ég nefndi hér á undan, er hægt að viðhalda andlegri og líkamlegri getu sjúklingsins lengur en ella og forða umönnunaraðila frá kuln- un. Alzheimer-sjúklingar þurfa ekki að dvelja á hátæknisjúkra- stofnun, heldur minni einingum. Sambýli og stoðbýli eru eins konar millistig milli heimilis- og stofnunar þar sem hægt er að halda yfirsýn og hver einstakling- ur fær að njóta sín. Þau gefa mörgum tækifæri til að lifa góðu lífí síðustu æviárin þrátt fyrir erf- iðan sjúkdóm. Opna þarf fleiri slík heimili á næstu árum, og koma til móts við ört vaxandi hóp sjúkl- inga. Félag áhugafólks og aðstand- enda Alzheimer-sjúklinga, FAAS, var stofnað í mars 1985 og hefur að markmiði að gæta hagsmuna fólks með heilabilun og veita upp- lýsingar og stuðning. Höfundur er félagsráðgjafi á Lundspítala og er í stjórn FAAS. Barbel Schmid í ÞESSUM mánuði verður Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga (FAAS) 10 ára. Þótt félagið kenni sig við ákveðinn sjúkdóm, er það í raun ætlað þeim sem tengjast öllum sjúklingum með skert minni og önnur einkenni heilabilunar. Hér er kosið að nefna þessa sjúkdóma einu nafni minnissjúkdóma, enda er minnistap sameiginlegt þeim öll- um. Með því að nota það heiti er horfið frá því að nota hugtakið heilabilun, sem ýmsum er þymir í augum sökum neikvæðrar skírskot- unar orðsins. Það er rétt að árétta að það er eðlilegt að vera stundum gleyminn og að það er algengara þegar árin færast yfir án þess að það sé sjúklegt. í fyrstu er því er erfitt að vita hvort um eðlilega gleymsku er að ræða eða minnis- sjúkdóm á byijunarstigi. Talið er að allt að 60 mismunandi sjúkdóm- ar geti valdið skertu minni hjá full- orðnum. Margir þeirra eru mjög sjaldgæfír, en aðrir koma það oft fyrir að gera verður ráð fyrir að nokkrir einstaklingar hér á landi geti veikst af þeim. Algengasti sjúkdómurinn er kenndur við þýska lækninn Alois Alzheimer sem uppi var í lok síðustu aldar og fram á þessa. Hann kynnti í grein árið 1905 örlög liðlega fimmtugrar konu sem hann hafði haft með að gera síðustu árin sem hún lifði, og eftir andlát hennar hafði hann framkvæmt krufningu. Lýsinguna á sjúkdómi hennar þekkjum við í dag sem einkenni Alzheimers-sjúk- dóms með vaxandi minnistapi, minnkuðum hæfíleika til að tjá sig og vangetu til að sjá um sig. Hann lýsti frumubreytingum í heilanum sem enn eru undirstaða greiningar meinafræðinga á sjúkdómnum. Næstu fímmtíu árin var þessi sjúk- dómur talinn fremur sjaldgæfur og einkum heija á fólk á aldrinum 45-65 ára. Það kom svo í ljós að það sem menn kölluðu almennt „kölkun“ hjá gömlu fólki og töldu stafa af kölkuðum heilaæðum var oftast Alzheimers- sjúkdómur. Þá varð ljóst að sjúkdómurinn er býsna algengur. Nú er talið að 3-5% allra sem eru eldri en 65 ára fái þennan sjúkdóm, en hann er mun sjald- gæfari meðal þeirra sem yngri eru. Ef þetta hlutfall er yfir- fært á okkar þjóðfélag má ætla að hér á landi séu 900-1.500 manns haldnir þess- um sjúkdómi. Rannsóknir síðustu ára hafa talsvert skýrt sjúkdóms- myndina, þótt enn sé ósvarað tveimur lykilspurningum: Af hveiju stafar sjúkdómurinn? og hvernig er unnt að lækna hann? Það er þó vitað að hann smitast ekki og að hann stafar ekki af notkun áls, en báðar þessar hugmyndir voru viðr- aðar og rannsakaðar fyrir liðlega áratug. Athyglin beinist nú að litn- ingagöllum, hvort sem þeir eru arfgengir eða áunnir. Einnig er talið að endurtekin höfuðhögg geti hugsanlega framkallað þær vefja- breytingar í heilanum sem eru ein- kenni þessa sjúkdóms. í dag er Alzheimers-sjúkdómur ólæknandi og leiðir alltaf til versn- andi ástands, en mjög er misjafnt hversu hratt það gerist og á hvern hátt. Það eru einnig talsverðar lík- ur á því að um fleiri en einn sjúk- dóm geti verið að ræða. Það sem er sameiginlegt öllum sjúklingum með þennan sjúkdóm er að minnið fer versnandi. Það er fyrst og fremst nærminni sem skerðist fyrstu árin, en langtímaminni síð- ar. Það er afar mis- jafnt hversu áberandi önnur einkenni verða, svo sem málstol (að eiga erfítt með að tjá sig) og verkstol (að eiga erfitt með að framkvæma). Þessi einkenni eru algeng, en koma oft ekki fram fyrr en á síðari stigum sjúkdómsins. Fleiri einkenni geta gert vart við sig sem of langt yrði að telja hér. Or- sakir Alzheimers-sjúk- dóms eru óþekktar og því er ekki vitað hvern- ig unnt er að koma í veg fyrir hann. Það er til dæmis ljóst að góð greind og þjálfun hug- ans getur ekki verndað menn gegn þessum vágesti, en getur komið að Minnið er tengsl okkar við tímann, segir Jón Snædal. Flest störf krefjast þess að þessi tengsl rofni ekki. gagni við að Iifa með honum. Fé- lagslegar afleiðingar sjúkdómsins verða oft verulegar. Minnið er tengsl okkar við tímann og flest störf krefjast þess að þessi tengsl rofni ekki. Því er líklegt að viðkom- andi missi starf sitt eða verði færð- ur í ábyrgðarminna starf. Þegar menn eru komnir á eftirlaun verða afleiðingarnar ekki eins sýnilegar fyrst í stað, en það sem oftast ger- ist er að viðkomandi einstaklingur og hans nánustu einangrast. Hann kemur sér hjá því að fara á manna- mót, því hann á erfitt með að fylgj- ast með í samræðum og iendir auðveldlega í því að segja sömu söguna oft, eða spyija spurninga sem nýbúið er að svara. Heimsókn- ir verða stijálli, því vinir og kunn- ingjar vita ekki hvernig á að koma fram við mann sem greinilega er farinn að missa minnið og segir það sama hvað eftir annað. Það getur myndast streita innan fjöl- skyldunnar því iðulega eru skiptar skoðanir á ástandinu og því hvað beri að gera. Á þessu stigi er mikil- vægt að leita aðstoðar og er eðli- legt að tala fyrst við sinn heimilis- lækni. Hann getur metið ástandið og séð hvort ástæða er til að rann- saka þetta frekar. Einkenni Alzheimers-sjúkdóms geta verið óþekkjanleg frá einkenn- um annarra sjúkdóma sem lagst geta á heilann, að minnsta kosti fyrst í stað. Þessar lýsingar geta því átt við ýmsa aðra heilasjúk- dóma. Önnur algengasta orsök lélegs minnis eru blóðtappar í heila. Ef þessir blóðtappar eru litlir koma ekki fram nein meiriháttar ein- kenni, en ef þeir eru margir fer minni og önnur vitræn geta að raskast. Þessir sjúklingar eru oft með talsverða æðakölkun víða um líkamann og hafa þá áhættuþætti sem valda æðakölkun. Þessir þætt- ir eru reykingar, hár blóðþrýstingur og háar blóðfitur. Það er mikilvægt að aðgreina hvort versnandi minni stafar af Alzheimers-sjúkdómi eða æðakölkun, því líkur eru á að koma megi í veg fyrir frekari blóðtappa sé gripið til viðeigandi ráðstafana. Aðrir minnissjúkdómar sem leit- að er við greiningu, eru brenglun á rennsli mænuvökva, stundum kallað vatnshöfuð, heilaæxli, efna- skiptatruflanir og aðrar tegundir af heilarýrnun en Alzheimers-sjúk- dómur. Stundum liggur ástæðan í augum uppi eins og við heilaskaða af völdum hjartastopps, alvarlegs höfuðáverka eða alvarlegrar heila- eða heilahimnubólgu. Alnæmi er einn þessara smitsjúkdóma sem valdið getur heilabólgu og má því búast við aukningu heilabilunar af þeim völdum. Það er enn ekki orð- ið svo að alnæmispróf tilheyri venjulegum prófum þegar leitað er orsaka lélegs minnis hjá gömlu fólki, en ef til vill verður það gert þegar „alnæmiskynslóðin“ kemst á eftirlaunaaldur. Það er mikilvægt að greina or- sakir minnistaps, en það er ekki síður mikilvægt að vita, að þótt ólæknandi sjúkdómur greinist er ekki þar með sagt að ekkert sé hægt að gera. Þvert á móti er oft mögulegt að draga verulega úr vanlíðan sem þessum sjúkdómum getur fylgt og að glæða lífíð til- gangi að nýju. Stuðningur sem fá- anlegur er í heimahús stuðlar að þessu og góð reynsla hefur fengist af sérstökum úrræðum svo sem af þeirri starfsemi sem fram fer á dagvistum eins og í Hlíðabæ við Flókagötu í Reykjavík. Það var ein- mitt fyrir tilstuðlan FAAS sem Hlíðabær opnaði fyrir réttum 9 árum, eða ári eftir stofnun félags- ins. Nú hillir undir opnun annarrar dagdeildar sem á að gegna sams- konar hlutverki. Sú starfsemi sem fram fer í Hlíðabæ hefur einnig haft áhrif á aðra staði sem þjóna sjúklingum með minnissjúkdóma, bæði dagvistanir, sambýli og hjúkr- unardeildir. Það er einnig vert að geta þess að greiningaraðferðir verða stöðugt betri, meðferðarúr- ræðum fjölgar og að fyrstu lyf sem geta haft áhrif á minni eru komin fram. Því miður eru áhrif þessara lyfja lítil, en miklir fjármunir eru settir í rannsóknir á nýjum lyfjum víða um lönd. Fyrirtækin vita sem er, að fínni þau góð lyf gegn minnistapi er von á mikilli eftir- spurn. Það eru því góðar horfur á því að innan tíðar verði unnt að veita raunverulega hjálp við Alzhei- mers-sjúkdómi og skyldum sjúk- dómum. Höfundur er læknir og síarfar á Öldrunarlækningadeild Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.