Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 43 MINNINGAR ÞORA MYRDAL + Þóra Mýrdal var fædd í Reykjavík 13. októ- ber 1917. Hún lést á Vífilsstöðum 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Jó- hannsdóttir Mýrdal og Siguijón Mýrdal skipstjóri. Þau eru bæði látin. Hún var elst af fímm börn- um þeirra hjóna, önnur börn þeirra voru Guðríður og Njáll sem eru látin, ~ en á lífi eru Sæunn Tveggja ára fluttist Hafnarfjarðar með foreldrum sínum, lauk hún þar barnaskóla og var fermd þar. Hún fluttist aftur til Reylqavík 1932 og átti þar heima siðan. Siðustu 14 árin bjó hún í Hátúni 12, húsi Sjálfsbjargar. Hún var ógift og barnlaus. Útför Þóru fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. og Jón. hún til HÚN Bagga frænka mín er dáin. Aldrei er hægt að vera viðbúinn því að fá slíkar fréttir, þó að oft hafi litið út fyrir að hún kæmi ekki aft- ur heim úr ferðum sínum á sjúkra- hús undanfarin ár. Minningarnar streyma fram, allt frá barnæsku þegar hún bjó með okkur fjölskyld- unni í heimili. Það var þá sem lítil frænka hennar reyndi mikið að segja frænka en úr varð Bagga, nafn sem við systkinaböm hennar höfum flest notað í stað Þóru-nafns- ins. Bagga var ólöt að lesa fyrir krefjandi áheyranda á þessum tíma og einnig að setjast í teboð með bollastelli ásamt dúkkum og böngs- um. Við fórum stundum í göngu- ferðir eða sátum úti í garði saman og hún fór með mér, smáhnátu, að kaupa fyrstu jólagjöfina handa móður minni. Hún var móðursystir mín en þau systkinin voru fimm. Var hún elst þeirra en móðir mín yngst. Bagga bjó hjá okkur uppvaxtarár mín og er ekki hægt að hugsa til hennar á þeim árum öðruvísi en að hún væri að sauma út. Seinna meir skildi ég hversu mikil ró fylgdi því að hún sat inni hjá sér við sauma þegar við komum heim úr skólan- um. Hvert meistaraverkið af öðru skapaði hún með krossaumi og skilningi á samsetningu lita. Hún gat gefið öllum myndum líf og blómum dýpt, jafnvel gulum rósum og hvítum liljum. Persónuleiki hennar var sterkur og gefandi og hún var gædd góðum gáfum. Hún átti auðvelt með nám, en í hennar ungdæmi tíðkaðist ekki að skólar leyfðu fötluðu fólki að sitja á skólabekk. Það hefur verið harður dómur á sínum tíma að fá synjun á þeim grundvelli en frænka mín var stolt og ákveðin og í raun og veru leit hún aldrei á sjálfa sig sem fatlaðan einstakling. Hún var skapmikil og kröfuhörð, á sjálfa sig jafnt sem aðra, og alls ekki alltaf auðveld í umgengni, en hún átti ljúft og gott skap og var það ekki síst léttleiki hennar sem kom henni áfram í lífinu. Þegar Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, var stofnað var hún einn af stofnfé- lögum þess og síðar fluttist hún í Hátúnið. Það var eftir að hún hafði CrfiscPrykkjur GAPI-mn Slmi 555-4477 ERFIDRYKKJUR f*-' um nokkur ár notið þess að búa hjá Guðríði syst- ur sinni og fjölskyldu hennar. Flutti hún í Hátún 10 og síðan í Sjálfs- bjargarhúsið. Hafði hún herbergi útaf fyrir sig á báðum stöðum og leið mjög vel, en háfði þó alltf löngun til að vera í íbúð með sér stofu. Sú ósk rættist og var hún um árabil í sér íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu. Þama eignaðist hún góða vini og naut að- stoðar margra. Þrátt fyrir hreyfíhömlun sína dreymdi hana alltaf um að ferðast, bæði innanlans og utan. Þessir draumar urðu að veruleika hjá Sjálfsbjörgu. Hún ferðaðist með þeim þeim til Danmerkur, Noregs og Þýskalands auk ferðalaga innan- lands. Þetta voru henni. ógleyman- legar ferðir, upplifun sem við, er frjáls erum allra okkar ferða, getum ef til vill ekki skynjað. Við vorum aðskildar af fjarlægð í mörg ár, frænkurnar, en núna seinni árin höfum við hist oftar og spjallað saman. Hún vissi ýmislegt meira en margir aðrir hún frænka mín og við höfðum gaman af að skiptast á skoðunum um hugðarefni okkar og grafa svolítið djúpt í sálar- fylgsnin og var hún svo lánsöm að vera fullkomlega skýr i hugsun fram á síðustu stundu. Hún hafði um nokkur ár átt við astma að stríða og fór nokkrar ferð- irnar á Landspítalann og Vífils- staði, þar sem umhyggja starfsfólks átti sinn þátt í því að hún komst yfirleitt fljótt heim aftur. Að kom- ast heim aftur var alltaf aðalatriðið hjá henni og þrautseigjan og sjálf- stæðið gerðu henni kleift að búa ein. Með því að fá hjálp á daginn og aðstoð heimahjúkrunar á morgn- ana og kvöldin gat hún verið í íbúð- inni lengi vel. Þegar það var ekki . hægt lengur, þrátt fyrir hennar sterka vilja, flutti hún um set innan sama húss, á Dvalarheimili Sjálfs- bjargar. Þar hefur hún verið undan- farið ár og unað sér vel, ekki hvað síst vegna alúðar og hjálpsemi starfsfólks þar. Hjartað hafði verið að stríða henni um tíma svo að oft höfðum við átt von á að hún kæm- ist ekki heim úr ferðum sínum á sjúkrahús, en úr þessari ferð á Vff- ilsstaði átti hún ekki afturkvæmt. Þó hafði hún verið hress er foreldr- ar mínir voru hjá henni nokkrum stundum áður en hún dó og hafði hún veifað í kveðjuskyni er þau fóru og sagt: „Ég bið kærlega að heilsa öllum.“ Þannig var hún frænka mín. Elsku Bagga, þakka þér sam- fylgdina, við komum til með að sakna þín, en við hittumst, aftur seinna. Far þú í friði. Steinunn Einarsdóttir. Ég vil kveðja Þóru Mýrdal föður- systur mína og með nokkrum orðum láta í ljós virðingu fyrir sjötíu og sjö ára hetjulegri baráttu hennar við líkamlega fötlun sína. Hún var fötluð frá fæðingu en í minningunni er hún tákn um mikið andlegt þrek, lífsgleði og viljastyrk. Þóra var félagslynd og tók mik- inn þátt í mannamótum, félags- störfum, ferðalögum.og vildi yfír- leitt komast með þar sem lífsgleði hennar gat notið sín. Hún fór það sem líkamlegir burðir hennar leyfðu og lengra ef kostur var á. Hún á sinn sterka þátt í bernskuminningu minni sem sameiningartákn fjöl- skyldunnar. Mynd hennar er í hug- skotinu tengt samkomum ættingj- anna eða mannþrönginni á Austur- velli á 17. júní, og alltaf fannst mér reisn og hátíðleiki yfir Þóru frænku þar sem hún tók þátt í því sem fram fór. Örugglega fann hún oft til þeirra takmarka sem líkamsburðirnir settu henni. Hún var rétt um tví- tugt þegar togarinn Ólafur fórst með allri áhöfn. Þar missti hún föð- ur sinn Siguijón Mýrdal skipstjóra og um fímm árum síðar lést móðir hennar Steinunn Jóhannsdóttir. Þóra var elst fimm systkina og hefur án efa fundið sárlega til fötl- unar sinnar þegar þessir atburðir dundu yfír heimili þeirra. Ég trúi að á þessum tíma hafí mikið reynt á andlegt þrek Þóru frænku og að þarna hafí að ein- hvetju leyti mótast sá persónuleiki sem ætíð bar umhyggju fyrir systk- inum sínum, börnum þeirra og síðar barnabörnum. Sérstaklega voru alla tíð kær- leiksrík og sterk tengsl Þóru við Sæunni yngstu systir sína og mann hennar Éinar Þorsteinsson. I 17 ár bjó hún á heimili þeirra. Síðar flutti Þóra í nágrenni við Guðríði systur sína og mann hennar Guðmund Eyjólfsson í Eskihlíð og nokkru síð- ar í Hátúnið í húsnæði Öryrkja- bandalagsins. Síðustu 14 árin var hún í húsnæði Sjálfsbjargar. Þóra var stolt af að vera meðal stofnfélaga Sjálfsbjargar og upp- bygging á vegum samtakanna og t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir okkar, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR EHRAT, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 9. mars, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30. Walter Ehrat, Kjartan Bragason, Hrefna Bragadóttir, Rafn Erlendsson, Walter Ehrat, Aðaiheiður Kristinsdóttir, Anna Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. P E R L A N sími 620200 t Eiginmaður minn og faðir, AGNAR KJARTAN HREINSSON, Hrafnistu í Reykjavík, áður Leifsgötu 14, sem lést 3. mars, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. mars kl. 1 3.30. Berta F. Hreinsson, Agnar W. Agnarsson. réttindamál fatlaðra voru henni hugleikin. Ferðalög og fróðleikur um önnur lönd og fjarlæga staði voru tíðum umræðuefni við Þóru og hún vildi fá lýsingar og ferðasögur þegar einhver kom heim úr langferð. Hún lét sér þó ekki nægja að tala um þetta áhugasvið sitt en dreif sig sjálf af ótrúlegum dugnaði í nokkr- ar ferðir til útlanda með Sjálfsbjarg- arfélögum. Oft virtist mér að hún færi á staði og í skoðunarferðir meira af viljastyrk og þrautseigju en af líkamlegum mætti. Líklega er okkur flestum svo far- ið að meta mikils það sem við höfum í takmörkuðum mæli. Heilsa og hreysti eru meðal dýrmætustu hlunninda lífsins, nokkuð sem þeir sem njóta mega meta. Þetta fínnst mér vera skýr sannindi þegar ég skoða lífsferil Þóru frænku minnar og dáist að áræði hennar og bar- áttugleði. Ég er þakklátur fyrir hennar góða samfylgd í lífinu. Blessuð sé minning Þóru Mýrdal. Garðar Mýrdal Hún Þóra frænka mín er dáin. Með henni hverfur einn af föstu punktunum í tilverunni. Manneskja sem gaf lífinu gildi. Síðan ég man fyrst eftir mér hefur Þóra átt vísan stað í hjarta mínu. Meðan ég var lítill fannst mér hún fjarlæg, en spennandi og í návist hennar fyllt- ist maður ró og öryggistilfínningu. Ég minnist margra stunda á Baldursgötunni, í fjölskylduboðum og í bíltúrum austur fyrir fjall eða suður með sjó. Sérstaklega var gaman að skreppa suður á Vatns- leysuströnd og út á Garðskaga þar sem Þóra gat glætt landslagið lífi liðinna atburða og persóna. Þóra kenndi mér margt um gleði og kjark, umburðarlyndi og nægju- semi. Ég dáðist að hvemig hún gat talað um fötlun sína og aðstæður án þess að kvarta. Hún bjó sér sína eigin veröld, þar sem var hátt til lofts og vítt til veggja. Þar ríkti ró og friður og þangað var gott að koma og leita skjóls. Hátún hefur sérstaka merkingu í huga mér. Ég heimsótti Þóru stundum þangað þegar ég þurfti hlé frá amstri hversdagsins. Hún tók manni ætíð opnum örmum, hlustaði þolinmóð og gaf góð ráð þegar henni fannst það við eiga. Maður kom aldrei að tómum kofanum hjá henni. Hún var vel heima í þjóðmál- um, hafði góða yfirsýn yfir fjöl- skylduna okkar, en næmastur var skilningur hennar á líðan hvers og eins. Þess vegna kom maður alltaf ríkari af fundi hennar. Nú er Þóra farin yfír móðuna miklu og heimsóknirnar verða ekki fleiri. En minningin um góða frænku lifir og það sem hún kenndi mér mun nýtast mér um ókomna tíð. Sigurjón Mýrdal. Alltaf kemur það jafnmikið á óvart þegar fólk fellur frá og svo var það méð mig þegar ég frétti um andlát Þóru Mýrdal, þó að ég vissi að Þóra hefði verið mjög heilsutæp síðustu tvö til þijú ár. Ég kynntist Þóru árið 1970, þeg- ar herbergi okkar lágu hlið við hlið í.húsi Öryrkjabandalagsins í Hátúni 10, við vorum með fyrstu íbúunum sem fluttu þar inn. *' Það var alltaf svo mikil reisn yfir Þóru og hún hafði mikinn per- sónuleika til að bera. Hún var ekk- ert að fjargviðrast yfír því að hún gæti ekki gert þetta eða hitt. Þóra hafði verið fötluð frá unga aldri og alist upp við það að hjálpa sér sjálf að miklu leyti, alltaf svo sjálfstæð. Mjög gott var að eiga hana að nágrannakonu, hún var alltaf tilbú- in að liðsinna mér þegar ég leitaði til hennar og við áttum margar góðar stundir þar saman. Um það leyti sem við Þóra þjugg- um í Hátúni 10 stofnuðum við saumaklúbb nokkrar stöllur, sem höfðum kynnst í starfí Sjálfsbjargar_ f Reykjavík. Allar vorum við eitt- hvað fatlaðar, en það háði hvorki Þóru né okkur hinum að halda saumaklúbba eða gera eitthvað það sem okkur datt í hug og gladdi hugann. Þessi samvera okkar hefur alla tíð verið einstaklega skemmtileg og gefið okkur mikið að hittast nokkuð reglulega á hveiju ári. Eftir því sem árin líða og bætist á gráu hárin verður svona vinskapur ennþá inni- legri og nauðsynlegri. Síðustu ár hafa verið Þóru ákaf- lega erfíð heilsufarslega, en hugur- inn alltaf sá sami. Hún var með okkur viku áður en hún dó, þegar við eldri félagar í Sjálfsbjörgu í Reykjavík samfögnuðum með góð- um gesti í okkar hóp og hún virtist vera ánægð með sig eftir því sem hægt var. Hún er sú fyrsta sem hverfur úr þessum samhenta hópi. Allar kveðjum við Þóru með söknuði og þökkum þær góður stundir, sem við áttum saman. Við samhryggjumst systkinum hennar, Sæunni og Jóni, og þeirra mökum, einnig systkinabörnum Þóru. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Sigurrós M. Siguijónsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HREIÐAR STEFÁNSSON kennari og rithöfundur, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Minn- ingarsjóð Þroskahjálpar. Jenna Jensdóttir, Ástráður B. Hreiðarsson, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Stefán J. Hreiöarsson, Margrét O. Magnúsdóttir og barnabörn. Í Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Vallholtsvegi 7, Húsavík, er lést 8. mars, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju miðvikudag- inn 15. mars kl. 14.00. Þorsteinn Jónasson, Karl Bragi Jóhannesson, Idda Jóhannesson, Arndís J. Þorsteinsdóttir, Ólafur V. Sigurpálsson, Kristján G. Þorsteinsson, Dagbjört Eysteinsdóttir, Danfríður E. Þorsteinsdóttir, Kristbjörn Svansson, Hafdís B. Þorsteinsdóttir, Róbert Júlíusson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.