Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN JÚLÍUSSON læknir, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. mars kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti Barnaspítalasjóð Hringsins njóta þess. Þórunn S. Kristjánsdóttir, Sigurveig Björnsdóttir, Júlíus K. Björnsson. t Ástkær eiginkona mín, ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR ALMEIDA, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 15. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Marcelo Almeida. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar eiginkonu, móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu, LAUFEYJAR HELGADÓTTUR, Fornhaga 22. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hafnarbúða fyrir góða umönnun. Hermann Guðjónsson, Gústaf H. Hermannsson, Ólöf S. Baldursdóttir, Guðrfður S. Hermannsdóttir, Þráinn Ingólfsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og stjúpföður okkar GÍSLA ÓLAFSSONAR frá Eyri i Svinadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Drop- laugarstaða. Magnea J. Ingvarsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Inga Jóna Sigurðardóttir. t Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ástkærrar dóttur okk- ar, systur, mágkonu og frænku, BRYNDÍSAR ÁRNADÓTTUR, Skriðustekk 21, sem lést 25. febrúar sl. Guð blessi ykkur öll. Sigrfður Jónasdóttir, ÁrniJVIarkússon, Jónas Árnason, Guðjón Árnason, Rannveig Gunnlaugsdóttir, Halldóra Árnadóttir, Jónas Ágústsson, Ragnheiður Árnadóttir, Sigurður Sigurðsson, Kristján Árnason, Rósa Kristmundsdóttir, María Árnadóttir, Karl Karlsson og frændsystkin. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föð- ur, tengdaföður, afa og langafa, ÍSLEIFS ARASONAR, Lindargötu 57. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks Landakotsspítala. Klara Karlsdóttir, Karl ísleifsson, Steinunn Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. STEINGRÍMUR JÓNSSON + Steingrímur Jónsson fædd- ist í Reykjavík 6. janúar 1917. Hann lést í Reykjavík 15. febrúar síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogskap- ellu 24. febrúar. HANN sest ekki lengur við leikflétt- ur spilamennskunnar, hinn dagfars- prúði kunningi okkar, Steingrímur Jónsson. Hann hefur kastað kveðju á jarðneska tilveru okkar. Og nú söknum við vinar í stað. Með sanni má segja, að hann hafi sett svip sinn á umhverfið af hógværð og heiðarleika, þegar hann sat við „Borð tvö“ meðal bridsfélag- anna á Aflagranda. Steingrímur þurfti lítið til að róa niður mannskapinn, þegar þrasað var og sitthvað bjátaði á í hita leiks- ins. Hafði hann oftar en ekki á hraðbergi orð á tungu: „Það er ekki sama hvemig fundið er að. Heppnin er náskyld óheppninni hér sem annars staðar." Var þá stutt í spenufall hávaðans. Það brást aldrei snyrtimennskan, prúðmennskan og brosið, sem fylgdu Steingrími hvern dag. Þegar hann kom „of seint“ til spila- mennsku einn dag eða fleiri, mátti geta sér til, að heilsan væri ekki upp á það besta. En það brást ekki að brosmild ásjónan faldi það fyrir öðrum. Það var honum víðs fjarri að láta félaga sína sjá vanmátt sinn og vorkenna sér í langvarandi veik- indum. Því dró hann sig ekki í hlé af þeim sökum en stóð í báða fætur og var virtur meðal vina í leik og glaðvær umfram allt. Einmitt þetta slær ljóma á minningu Steingríms Jónssonar. Hjá fyrirtækinu Ellingsen hafði Steingrímur sitt brauðstrit lengst af ævi sinnar. Þetta rótgróna fyrir- tæki getur best vitnað um, að einn í þeim stóra starfshópi; Steingrímur Jónsson, lagði sig ávallt fram af trúmennsku og nægjusemi, fyrir- tækinu til framdráttar — og sjálfum sér til daglegs brauðs. Árin komu fagnandi á móti okkur, nú eru þau horfin í hafið. (M. Joh.) Blessuð sé minning Steingríms Jónssonar. Kristinn Gísli Magnússon. HULDA JÓHANNESDÓTTIR + Hulda Jóhannesdóttir fæddist á Ánastöðum í Sölvadal, Eyjafirði, 15. septem- ber 1906. Hún lést 26. febrúar síðastliðinn og jarðarförin fór fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. mars. Kallið er komið komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Nú er komið að því að við þurfum að kveðja okkar ástkæru ömmu, sem hefur kvatt þennan heim. Okk- ur þótti afskaplega vænt um ömmu Huldu, hún er samofin bernsku- minningum okkar sem hin ljúfa og góða kona sem alltaf var til staðar og allt vildi fyrir okkur gera og var svo mjög umhugað um velferð okk- ar. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu í Norðurgötu 36, spjalla og spila sem við gerðum svo til daglega og maturinn og brauðið hennar ömmu sveik engan og alls ekki okkur krakkana, sem nutum hvers bita og hverrar samveru- stundar. Með þessum fátæklegu orðum, hlýjum minningum og virðingu kveðjum við ömmu okkar að sinni og trúum því að nú líði henni vel í góðra vina hópi og að einhvem tím- ann hittumst við aftur. Við munum aldrei gleyma þér, elsku amma okk- ar. + Ósk Axelsdóttir fæddist á Lambastöðum í Álftanes- hreppi 4. maí 1949. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 2. mars siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 10. mars. OKKUR er minnisstætt hvenær við kynntumst Ósk fyrst. Það hafði kvisast út um vin okkar og félaga, Ólaf, sem þá bjó í Borgamesi, að hann dveldi oftar í kennaraíbúð þar „Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syng- ið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu." (Óþekktur höfundur.) Blessuð sé minning þín. Rúnar, Dóra Sif og Árni Þór Sigtryggsbörn. á staðnum en heima hjá sér. Við höfðum séð Ósk bregða fyrir, en við kynntumst henni fyrst í tjald- ferðalagi um Snæfellsnes sumarið 1983. Ólafur tilheyrir sérstökum hópi manna sem kynntust á námsá- rum í Berlín og sem leigðu á ein- hverju tímaskeiði saman íbúð í þeirri borg. Þessi hópur ásamt mök- um telur tíu manns og það er ekki auðvelt að koma inn í slíkan hóp, sem hefur hristst saman á mörgum árum og þróað með sér eigið skop- skyn. En Ósk féll afar vel inn í þennan hóp, fyrst og fremst vegna þess hversu auðvelt henni var að tala um alla skapaða hluti. Þetta kom vel í ljós á þeim árum sem í hönd fóru þegar hópurinn hittist með reglulegu millibili við þorra- blót, laufabrauðsgerð og veiðiskap. Minnisstæðar eru allar heimsókn- imar til þeirra í Borgarnes og seinna í Búðardal. Þangað komum við í misstórum flokkum og alltaf var slegið upp veislu og setið langt fram á nótt við spjall og annað. Gestrisnin var engu lík, alltaf vorum við boðin velkomin með bros á vör hvernig sem á stóð. Við hittum Ósk síðast við laufa- brauðsgerð í desember síðastliðn- um. Þrátt fyrir veikindin var hún vongóð vegna þess að svo virtist sem tekist hefði að koma í veg fyr- ir sjúkdóminn. Sú var því miður ekki raunin og með þessum fátæk- legu orðum viljum við þakka allt of stutta viðkynningu, það er gott að eiga góðar minningar. Dætrunum Júdith og Sollu vott- um við okkar dýpstu samúð svo og öðrum vinum og aðstandendum. Jón K.F. Geirsson, Sigrún Hjartardóttir. t Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og mágs, GUÐMUNDAR SVEINSSONAR kennara, Stekkjarhvammi 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A6 Borgarspítala, félögum úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar og starfsfólki Öldutúns- skóla. Guðlaug Kristmundsdóttir, Sveinn, Kristmundur og Helga, Emma Magnúsdóttir, Kamilla Sveinsdóttir, Hans Ove Hansen, Gunnlaugur Sveinsson, Elín Ástráðsdóttir. t Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lagafa, SIGURJÓNS BJARNASONAR, Heiðdalshúsi, Eyrarbakka. Guðbjörg Eiriksdóttir, Eiríkur Sigurjónsson, Sólveig Sigurjónsdóttir, Steindór Steindórsson, Bjarni Sigurjónsson, Antonía S. Sveinsdóttir, Elín M. Sigurjónsdóttir, Birgir Sveinbjörnsson, Erla S. Sigurjónsdóttir, Loftur Kristinsson, Guðbjörg Eiríksdóttir, Sveinn E. Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. ÓSK AXELSDÓTTIR Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem lyallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.