Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og lenni Ljóska Smáfólk WHEN THE MASTER. ANP HIS OOG 60 FOR A UIALK, THE LEASH IS ATTACHED TOTHE D06'5 COLLAR.. OKAV, LETS RE\/IEW LOHAT U)E HAVE JUST LEARNED.. I § o Þetta er kallað Taumurinn er festur við Jæja, nú skulum við taumur. hálsólina þegar hús- rifja upp það sem við bóndinn fer út að ganga vorum að læra. með hundinn sinn. Hvað er þetta kallað og til hvers er það notað? Ég hef ekki minnstu hug- mynd um það. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Um starf kennara, kröfur þeirra nú og menntastefnu Islendinga Frá Steinari Matthíassyni: NU ERU liðnar nákvæmlega þrjár vikur síðan verkfall kennara hófst og ekki séð að neitt hafi enn þok- ast í átt til samkomulags. Kennar- ar hafa fengið ráðrúm til að hug- leiða ýmis mál sem varða þeirra stöðu, menntastefnu og launa- stefnu í landinu. í Morgunblaðinu 9. mars birtist hugleiðing um starf kennara eftir Sesselju Árnadóttur. Þessi hugleiðing hennar varð kveikjan að því að ég settist niður til að skrifa þetta; — ég þakka þér fyrir, Sesselja. Ég hef nefnilega líka unnið við ýmis önnur störf en kennslu, svo sem leiðsögu ferðafólks og bygg- ingarvinnu. Leiðsagan er ekki ósvipuð kennarastarfinu en bygg- ingarvinnan mjög ólík. Fyrir mig hefur kennslan verið það starf sem er mest krefjandi og áreynslu- mest, og ég tek fyllilega undir þá lýsingu sem Sesselja hefur gefið okkur varðandi samanburð á störf- um, og ekki vil ég gera lítið úr neinu heiðarlegu starfi, það er al- veg víst. Ég tek líka fyllilega und- ir það að kennslustarfið sé mjög gefandi starf, það veitir vissulega gleði að taka þátt í því — með mörgum öðrum — að koma fólki til nokkurs þroska. Vonbrigðin eru líka mikil þegar það mistekst, en gleðin er oftast sterkari þáttur, að sjá nemendur ljúka framhalds- skóla að því er virðist reiðubúna til að takast á við lífið utan skól- ans. Það er líka ánægjulegt að sjá nemendur sem maður hefur starf- að með í f|ögur ár í framhalds- skóla standa sig vel í háskóla- námi, verða að háskólamenntuð- um borgurum sem bera má traust til. Sumir verða kennarar eftir fjögurra til fimm ára nám, aðrir kannski viðskiptafræðingar eða verkfræðingar eftir jafnlangt nám. Launin eru niðurlægjandi fyrir kennara Og nú er ég kominn að því sem við tekur. Þegar við lítum á það hvernig tekið er á móti þessu nýja fólki á vinnumarkaðnum hér á íslandi þá er þar mikill munur á.. Við sjáum að verkfræðingar hefja störf hjá öflugum fyrirtækjum í einkageiranum eða öflugum stofn- unum hjá ríkinu og fá í byrjunar- laun á bilinu kr. 120.000-160.000 á mánuði, og mikið er ánægjulegt fyrir okkur að búa í stöndugu þjóð- félagi þar sem hægt er að greiða sæmileg laun. Ríkið hinsvegar, sem er nánast eini vinnuveitandi framhaldsskólakennara, borgar nýjum fullmenntuðum kennara kr. 70.599 á mánuði. Hér er ekki tek- ið tillit til lengdar vinnutíma, en hvernig sem á það er litið er hér um mikinn mun á launum að ræða og það finnst mér einfaldlega ós- anngjarnt. Það er ekki einungis að kennarinn þurfi að þola þá nið- urlægingu sem fylgir því að starf hans er svo lítils metið í þessum samanburði, þeir þurfa líka að komast af. Og þeir þurfa ekki ein- ungis að kaupa mjólk og brauð og bækur, heldur verða þeir að sjálfsögðu líka að kaupa dýra þjón- ustu af þeim fyrirtækjum og stofn- unum sem greiða þokkalegu laun- in, að minnsta kosti hluta starfs- manna sinna. Til þess að enginn velkist í vafa um við hvaða fyrir- tæki ég á, þá eru það til dæmis bankar, orkufyrirtæki og flutn- ingafyrirtæki, sem við verðum jú öll að skipta við. Þá hef ég ekki einu sinni minnst á sérfræðiþjón- ustu lækna. Lítil starfsaldurshækkun Kennarar eldast eins og annað fólk og flestir bæta við sig mennt- un og mikilli reynslu í tímans rás en það er ekki hægt að segja að laun þeirra hækki mikið með starfsaldri. Ég er að verða með þeim eldri í kennarastéttinni og kemst víst ekki hærra í þeim launastiga sem nú er notaður, mín laun væru kr. 106.656 á mánuði ef ég væri í fullu starfi. Kennarar hafa stuðlað að mikl- um framförum í skólastarfi á síð- ustu tveimur áratugum og þeir vilja stöðugt bæta það. Þeir eru tilbúnir að ræða ýmsa möguleika á breytingum á vinnutíma og vinnufyrirkomulagi, en þeir þurfa að fá verulega hækkun grunn- Iauna. Engir vita betur en kennar- ar hver áhrif verkfallsins eru á hagi nemenda. Þau eru í stuttu máli sagt mjög mikil og alvarleg. Það er tvísýnt um hvernig skólaár- inu lýkur, í mötuneytum víða um land safnast upp kostnaður vegna starfsfólks sem er þar að sjálf- sögðu á launum, svo að eitthvað sé hér nefnt. Þrátt fyrir það munu kennarar ótrauðir halda baráttu sinni áfram — með hag skóla- starfs í framtíðinni í huga. STEINAR MATTHÍ ASSON, framhaldsskólakennari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunbíaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar'að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.