Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 1
JUwgmtWbifeife AÐSENDAR GREIIMAR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 BLAÐ Trúnað við kjósendur! ÞJOÐVAKI myndaðist í haust og vetur sem stjórnmálahreyfing að baki Jóhönnu Sigurðardóttur. Menn voru í senn orðnir þreyttir á stöðugu forræði og valdstjórn Sjálfstæðisflokksins og leiðir á úrræðaleysi gömlu flokkanna til vinstri. Menn skynjuðu að með Jóhönnu Sigurðardóttur væri kominn stjórnmálaforingi sem hægt er að treysta. Á svipaðan hátt og Reykvíkingar skynjuðu í fyrravor að þeim bauðst þá til for- ystu stjórnmálaleiðtogi af nýrri gerð. Það hefur verið skemmtilegt að vera með á fyrstu mánuðum þessarar hreyfingar. Ekki hefur vantað storminn í fangið frá gamla valdakerfmu, og á köflum reynt nokkuð á karlmennskuna. Nú Þjóðvaki vill ríkisstjórn félagshyggjuafla, segir Mörður Arnason, og neitar að taka þátt í biðröð gömlu flokkanna til vinstri um ráðherra- stóla með Sjálfstæðis- flokknum. erum við hinsvegar á dúndrandi hreyfmgu með trausta og góða frambjóðendur og trúverðuga mál- efnastefnu — trúverðuga vegna þess að henni er ekki spillt af sérhagsmuna- hópum og persónuleg- um sérþörfum flokks- foringjanna. Velferð, velmegun, trúnaður Þjóðvakamenn hafa samþykkt að ganga til kosninga með þrjú lykilhugtök: trúnaður, velferð, vel- megun. Að baki þess- um þrílykli býr sú hugsun að án velferð- ar geti atvinnulífið ekki starfað eðlilega, án velmegunar með öflugu at- vinnulífi mundi velferðarsamfé- lagið hrynja, — og án þess að trúnaður ríki í samfélaginu sé tómt mál að tala um almenna velferð reista á gagnkvæmri virð- ingu, tómt mál að tala um þróttm- ikið atvinnulíf sem njóti stuðnings frá almenningi og almannavaldi. Við tölum um trúnað. Við teljum að lýðræðislegt velferðarkerfi byggist ekki síst á því að fullur trúnaður ríki á milli borgaranna og þeirra sem þeir velja sér til starfa við sameiginleg verkefni, — trúnaður milli þegnanna og stjórn- Mörður Árnason kerfis þeirra, milli kjósenda og stjórn- málamanna þeirra. Þjóðvaki vill leggja úrelt flokkakerfi fyrir róða og sameina fé- lagshyggjuöflin í einni fylkingu sem nái for- ystu í landstjórninni í samræmi við meiri- hlutafylgi sitt. Við ætlum okkur ekki að verða enn einn gamli smáflokkurinn. Félagshyggjusij órn Þessvegna var samþykkt á kosning- aráðstefnu okkar í Kjarnalundi í byrjun mars að setja strax fram tíu áhersluatriði samtakanna við stjórnarmyndun eftir kosningar, og þar var einnig samþykkt að Þjóðvaki stefndi að ríkisstjórn félagshyggjuafla. Þar með neit- aði hin nýja hreyfing að taka þátt í biðröð gömlu flokkanna til vinstri um ráðherrastóla undir verndarvæng Sjálfstæðisflokks- ins. Með þessu sýnir Þjóðvaki trún- að við kjósendur í landinu, og hef-> ur skorað á önnur framboð félags- hyggju- °g jafnaðarmanna að koma í kjölfarið. Jón Baldvin virð- ist þegar hafa stillt Alþýðuflokkn- um upp \ biðröðina framanvið Valhöll. Ólafur Ragnar, Halldór og Kvennalistaforystan tregðast hinsvegar við að sýna kjósendum þann trúnað að svara spurning- unni um næstu ríkisstjórn. Ef þessir stjórnmálamenn ætla að humma fram af sér þessa spurn- ingu eru þeir í raun að fara fram á að kjósendur afhendi þeim kjör- seðil sinn óútfylltan. Ef þeir vindar blása eftir kosningar munu for- ingjarnir síðan lauma kjörseðlum kjósenda sinna í hrúguna hjá Dav- íð. Tveir skýrir kostir Ef þeir svara ekki skýrt hafa þeir nú þegar brugðist trúnaði kjósenda. Þá er valið skýrt í kosn- ingunum. Þeir sem vilja félags- hyggjuríkisstjóm kjósa Þjóðvaka. Þeir sem vilja að Sjálfstæðisflokk- urinn stjórni hér áfram með Al- þýðuflokki, Alþýðubandalagi, Framsóknarflokki eða Kvenna- lista, — fyrir þá er hinsvegar lan- geinfaldast að kjósa bara Sjálf- stæðisflokkinn. Höfundur er íþriðja sæti J-listans íReykjavik. Nýtum kosn- ingaréttinn ÞETTA er áskorun til ungs fólks í landinu á aldrinum 18 til 25 ára. Þið eruð sá hópur sem er hvað óvirkastur í kosningaþátttöku í landinu. Samkvæmt skoðanakönnunum er prósenthlutfall ykkar sem taka þátt í Alþing- iskosningum skammar- lega lágt. Það skiþtir okkur máli hverjir það eru sem stjórna land- inu. Það skiptir máli hvort Egill Jónsson bóndi á Seljavöllum eða ¦ , ¦..... Jón Baldvin Hannibals- s son ráðherra fari með Asgeirsson landbúnaðarmál og það skiptir máli flokkum hvort Davíð Oddsson er forsætisráð- herra eða Kristín Ásgeirsdóttir þing- maður. Við höfum kosningarétt og það er skylda okkar að nýta þann rétt. Stjórnmálafræðinemar við Háskóla íslands standa fyrir átaki í samvinnu við alla stjórnmálaflokka landsins um að virkja ungt fólk á aldrin- um 18 til 25 ára til þátt- töku í Alþingiskosningum í byrjun næsta mánaðar. Opinn stjórnmálafundur verður haldinn í Há- skólabíó 11. mars nk. þar sem forystumenn allra flokka koma og kynna þau málefni sem þeir standa fyrir. Fundinum verður útvarpað og sjónvarpað. Oft hefur verið bent á, að stjórn málamenn tali hreinlega ekki ís lensku þegar þeir ræði um ýmis málefni, held- ur snúi sig þægilega útúr spurningum fréttamanna með orða- flaumi sem fæstir skilja og fréttamennirnir varla sjálfir. Fundurinn í Háskólabíói verður á „íslensku" fyrir ungt fólk á því máli sem það skilur, laust við útúr- snúninga og orðagjálf- ur sem oft hefur ein- kennt íslensk stjórn- mál. Ég skora á þig, les- andi góður, að mynda þér skoðanir á þeim sem nú bjóða fram og Það er skylda okkar, segir Kristinn Asgeirsson, að nýta kosningaréttinn. V V greiða atkvæði í kosningum sem framundan eru. Eina leið hins almenna kjó- sanda er að láta skoðun sína í ljós á kjördegi með atkvæðaseðlinum. Ekki glata því tækifæri. Ungt fólk, fylkjum liði og tökum afstöðu. Það skiptir máli. Höfundur erstiórnmálafræðingur viðHáskóla íslands. Þú kýst ekki eftirá Kjósendur á aldrin- um 18 til 25 ára eru um 33 þúsund manns. Átakinu Ungt fólk, takið afstöðu er beint til þessa stóra hóps kjósenda. Ungt fólk í Félagi stjórnmála- fræðinema í Háskóla íslands er í fararbroddi átaksins en markmið þess er að hvetja til almennrar þátttöku í stjórnmálum og póli- tískri umræðu, auk þess að drífa allar þess- ar-þúsundir á kjörstað 8. apríl nk. Átakið ber frumkvæði og fram- takssemi Félags stjórnmálafræði nema gott vitni. Burt með andvaraleysi Ég verð stundum vör við að fólk stæri sig af áhugaleysi á stjórnmál- um.. Því er haldið fram að allir séu þessir pólitík- usar eins, miðaldra karl- ar í gráum jakkafötum og í kaldhæðni er sagt engu máli skipti hvern maður kjósi. Ég vil vara við þankagangi sem þessum. Við höfum frelsi til þess að velja og okkur ber skylda til þess að nýta það. Kosningarétt- urinn er grundvallarréttur í lýðræð- isþjóðfélagi. Hann veitir okkur Þórunn Sveinbjarnardóttir tækifæri til þess að nýta á fjögurra ára fresti rétt okkar til að kjósa fulltrúa á lög- gjafarsamkomu þjóð- arinnar, Alþingi. Þetta er leið fulltrúalýð- ræðisins til þess að tryggja áhrif borgar- anna á umhverfi sitt og stjórnun samfélags- ins. Hafi maður ekki neytt kosningaréttar- ins tjóir lítið að kvarta sáran, maður kýs nefnilega ekki eftir á! Að móta framtíðina A hátíðarstundum tala ráðamenn þjóðarinnar fjálglega um þá sem erfa skulu landið og auðæfi þess. Það er kaldranaleg staðreynd að þessir sömu menn hafa bundið börnum sínum og barnabörnum þunga skuldabagga. í anda eyðslu, offjárfest- ingar og fyrirhyggju- leysis hefur verið gengið á auðlindir landsins og fiskistofna rétt eins og um ótæmandi brunna væri að ræða. Við sem erfum þetta land höfnum slíkri stefnu. Framtíð ís- lands byggir á mannauðnum sem býr í vel menntaðri þjóð. Þjóð sem kann að gera sér mat úr nýjustu tækni og vísindum og nýtir hugvit- ið til nýsköpunar í atvinnulífinu á framtíð fyrir sér. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikið úrval af nýj- um, ungum og sprækum, frambjóð- endum á framboðslistum sumra stjórnmálahreyfinganna og þetta vorið, enda löngu tímabært að koma nýju fólki að. Alþingi íslendinga á ekki að endurspegla skoðanir karla á aldrinum 40 til 60. Þar eiga að vera fulltrúar sem flestra stétta og Framtíð íslands, segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, byggir á mann- auðnum sem býr í vel menntaðri þjóð. aldurshópa. Og þar þurfa að vera miklu fleiri konur. Stór verkefni bíða þeirra sem sæti taka á Alþingi á vori komanda. Afnám launamis- réttis er án efa stærst þeirra. Ungt fólk á íslandi mun ekki sætta sig við aðgerðarleysi í þessu stóra máli. Eg hvet unga kjósendur til þess að nota nú tækifærið og kynna sér stefnumál flokka og samtaka og íhuga í fullri alvöru hverjir geti leitt íslensku þjóðina farsællega inn í 21. öldina. Höfundur skipar 3. sæti Kvennalistans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.