Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 12

Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 12
HANDKNATTLEIKUR Þannig vörðu þeir Reynir Þ. Reynisson, Víkingi 8 (Þar af tvö skot sem knötturinn fór aftur til mótherja). 5(2) langskot, 2 úr horni, 1 gegnumbrot. Sigmar Þröstur Óskarsson, KA 15/2 (Þar af tvö skot sem knötturinn fór aftur til mót- herja). 7 langskot, 2 vítaskot, 2(1) úr horni, 2 af línu, 2(1) eftir hraðaupphlaup. Björn Björnsson 1. 1 langskot. Ævintýrið endalausa! ALFREÐ Gíslason og lærisvein- ar hans dönsuðu enn einn stríðsdansinn í gærkvöldi — framganga iiðsins að undan- förnu er svo sannarlega ævin- týrið endalausa! Menn eru ekki búnir að gleyma sögulegum bikarúrslitaleik, þar sem leik- menn KA lögðu meistara Vals ítvíframlengdum leik. Næstu fórnarlömb KA-manna voru Stjörnumenn — KA tapaði fyrst stórt fyrir Stjörnunni í Garðabæ, hefndu síðan fyrir tapið á Akureyri og fögnuðu sigri í æsispennandi oddaleik í Garðabæ. Sagan endurtók sig gegn Víkingum og í gærkvöldi var sögusviðið Víkin, þar sem KA-menn lögðu Víkinga, 22:23, í æsispennandi leik, þar sem allt var á suðumarki undir lokin. Það verður því hlutverk KA- manna að mæta Valsmönnum í úrslitaviðureigninni. Spennan var mikil í Víkinni á lokakafla leiksins — þegar Gunnar Gunnarsson skoraði, 18:16, með stórgóðu undir- Sigmundur skoti um miðjan Ólafur seinni hálfleikinn, Sieinarsson vonuðu hörðustu skníar stuðningsmenn Vík- ings, að þeirra menn væru komnir með takið á KA, sem þeir myndu ekki sleppa. Það var þá sem leik- menn KA sögðu hingað og ekki lengra — Sigmar Þröstur Óskarsson komst í essið sitt, varði hvað eftir annað glæsilega og KA-menn skor- uðu fjögur mörk í röð. Spennan var mikil, Víkingar jöfnuðu, 20:20 og 21:21, en þegar staðan var 21:22 fyrir KA varði Sigmar Þröstur víta- kast frá Sigurði Sveinssyni og síðan kom Alfreð Gíslason með langskot, 21:23, þegar tæp mín. var til leiks- loka. Þá var Erlingi Kristjánssyni vikið af Ieikvelli, Arni Friðleifsson skoraði, 22:23, með langskoti er 50 sek. voru eftir og Víkingar fóru að leika maður gegn manni; náðu knett- inum þegar sautján sek. voru til leiksloka. Æsingurinn var mikill og braut Friðleifur Friðleifsson þá gróf- lega á Valdimari Grímssyni, með því að gefa honum olnbogaskot í andlit- ið. Þetta varð til þess að uppúr sauð og þegar Víkingar fengu aukakast þegar leiktíminn var úti, fékk Valdi- mar að sjá gula spjaldið og Árni Friðleifsson það rauða fyrir að veit- ast að leikmanni KA. Fjórir leikmenn KA mynduðu varnarvegg og hann var nægilega sterkur til að Víkingar komu knettinum ekki í gegn. KA- menn stigu stríðsdans. Járnkarlarnir að nordan Morgunblaðið/Ámi Sæberg JÁRNKARLARNIR í vörn KA brutu niður sóknarleik Víklnga. Þetta er dæmigerð mynd úr leiknum í Víkinni — Birglr Sigurðsson varð að Játa sig sigraðan í viðureign sinni við Alfreð Gíslason, Leó Örn Þorleifsson og Erling Kristjánsson. Leikurinn var mikill sigur fyrir KA-liðið sem kom ákveðið tii leiks. Varnarmúr Akureyringa var sterkur og brutu járnkarlarnir; Leó Örn Þor- leifsson, Erlingur Kristjánsson, Al- freð Gíslason og Patrekur Jóhannes- son, ásamt hornamönnunum Valdi- mar Grímssyni og Val Arnarsyni, upp sóknarleik Víkinga. Leikurinn var alltaf í járnum, en þegar Sigmar Þröstur, sem varði aðeins þtjú skot í fyrri hálfleik, fann sig þegar líða fór á seinni hálfleikinn, var KA-liðið komið á siglingu. Sigmar Þröstur varði þá tólf skot — þar af tvö víta- skot. Þegar mest á reyndi var það gamli foringinn Alfreð Gíslason sem tók af skarið — hann skoraði tvö síðustu mörk KA-manna með lang- skotum. Það var sterkur leikur hjá Alfreð að leika sóknarleikinn — þar með skapaðist meiri ógnun, því að Víkingar gengu vel út á móti Pat- reki Jóhannessyni og klipptu á Valdi- mar í horninu. Alfreð skoraði tvö mörk með gegnumbrotum í byijun leiks og þá átti hann tvær góðar línu- sendingar á Leó Örn Þorleifsson, sem gáfu mörk. Stemmningin var mikii í herbúðum KA-liðsins í seinni hálfleik og tóku varamennirnir virk- an þátt í leiknum með því fagna skemmtilega á bekknum — þeir tóku bylgjur..., og þeir tóku dansspor að hætti stúlknanna í Rauðu Myllunni í París. Víkingar áttu í erfiðleikum með að bijóta sterkan varnarmúr KA niður og þá sérstaklega þegar Sig- mar Þröstur var kominn í ham. Árni Friðleifsson hrellti KA-menn með snöggum langskotum og það gerði Bjarki Sigurðsson einnig í fyrri hálf- leik. Sigurður Sveinsson gerði einnig góða hluti, en þeir náðu ekki að sína sitt rétta andlit í seinni hálfleik — undir lokin voru leikmenn Víkings orðnir spenntir, þá spennu skapaði Sigmar Þröstur. Spennan varð Vík- ingum að falli — annað árið í röð horfa þeir á eftir andstæðingum sín- um fara í úrslitaleiki gegn Vals- mönnum. Þetta er dásamlegt ALFREÐ Gíslason, þjálfari KA-liðsins, var í sjöunda himni eftir leik- inn í Víkinni. „Ég get varla lýst því hvernig mér líður — þetta er dásamlegt. Þetta er stórkostleg stund fyrir okkur; enn einu sinni fögnum við sigri á réttu augnabliki. Við vorum sterkari — það vor- um við sem réðum hraða leiksins, sem byggðist á hraða mínum,“ sagði Aifreð og brosti sælubrosi. Hann kom dansandi innf búnings- klefa KA-manna, sem fögnuðu honum ákaft. Alf reö Gíslason kemur dansandi inn í búnlngsklefa KA-manna, þar sem samherjar fagna honum SÓKNARNÝTING Þriðji leikur liðanna í undanúrsiitum íslandsmótsins, mánudaginn 13. mars 1995. Víkingur KA Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 13 23 56 F.h 12 23 52 9 20 45 S.h 11 20 55 22 43 51 Alls 23 43 54 10 Langskot 5 0 Gegnumbrot 5 2 Hraðaupphlaup 1 5 Hom 3 3 Lína 3 2 Víti 6 UNIR; X X

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.