Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 1
jn^jpmÞIfiMft AÐSENDAR GREINAR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 BLAÐ Yfirráð auðlindar skilyrði fyrir ESB-aðild ANDSTÆÐINGAR Alþýðu- flokksins í Evrópumálum eru og hafa verið duglegir að klifa á þeim áróðri að flokkurinn sé tilbúinn til að fórna öllum mikilvægustu hags- munum íslands við inngöngu í Evr- ópusambandið. Kjarninn í málflutn- ingi andstæðinga jafnaðarmanna er sá að Alþýðuflokkurinn setji sam- eiginlega fiskveiðistefnu ESB ekki fyrir sig og sé tilbúinn að afsala yfirráðum Islendinga yfir fiskveiði- auðlindinni í aðildarsamningum við sambandið. Sannleikurinn er hins vegar sá að jafnaðarmenn telja aðild að ESB algerlega óhugsandi nema ísland haldi fullum og óskoruðum yfirráð- um yfir auðlindinni umhverfis land- ið. Flokkurinn lagði til að Alþingi samþykkti að binda sameign þjóð- arinnar á henni í stjórnarskrá fyrir þinglok þannig að ekki færi á milli mála að ekki mætti semja yfirráðin af sér. Yfirráð þjóðarinnar yfir auð- lindinni eru slíkt hagsmunamál fyr- ir íslendinga og undir það sjónar- mið taka allir stjórmnmálaflokkar. Það fór eins og búast mátti við af stjórnarandstæðingum, að þeir lögðust gegn samþykkt tillögunnar þótt þeir væru að vísu alveg full- komlega sammála henni. Veiðum verður ekki stgórnað frá Brussel Jafnaðarmenn telja að megin- samningsmarkmiðin eigi að vera Alþýðuflokkurinn hefur sýnt á kjörtímabilinu, segir Bolli R. Val- garðsson, að hann hef- ur þroska til að bregð- ast við aðstæðum hverju sinni með raunsæi. að tryggja áfram skýlaust forræði íslendinga yfir fiskmiðunum innan 200 sjómílnanna. Það er alger grundvallarkrafa að ekki verði sam- ið um annað. Það er hins vegar ljóst að engin niðurstaða fæst í slíku máli nema í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Þegar samn- ingsniðurstöður liggja fyrir munu landsmenn að sjálfsógðu eiga síð- asta orðið og kveða upp sinn úr- skurð í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort gengið verði til liðs við sam- band Evrópuríkja, ESB, eða ekki. Ef ekki næst fram krafan um yfir- ráð auðlindarinnar verður hins veg- ar ástæðulaust að mæla með aðild og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. ísland stórveldi í fiskveiðimálum Það er margt sem bendir til þess að íslendingar gætu náð fram þess- um meginsamningsmarkmiðum. Fjölmargir virtir stjórnmálamenn í að- ildarlöndum ESB auk embættismanna hafa aðspurðir ekki viljað útiloka slíkt enda sam- rýmdist það ekki hags- munum Evrópusam- bandsins að svipta væntanlega aðildar- þjóð, sem lifír nánast eingöngu á fiskveið- um, lífsafkomunni með því að taka af henni stjórn fiskveiði- mála sinna. Þeir benda einnig á að við aðild að ESB yrði ísland stórveldi í fiskveiði- málum innan sambandsins og gæti ráðið mestu um þróun hinnar sam- eiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Evr- ópusambandsríkin eiga enga sam- eiginlega fiskveiðistofna með ís- lendingum, landhelgi þeirra og ís- lands liggur hvergi saman auk þess sem Evrópusambandsríkin hafa aldrei öðlast veiðihefð innan ís- lenskrar landhelgi. Spánverjar, sem eru erfiðasti Þrándur í Götu þegar rætt er um fiskveiðimál í XESB, hafa fallist á þessi rök. Menn mega heldur ekki gleyma því að ástæða hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB er einmitt ofangreind atriði sem eiga við um öll ríki sambands- ins. Það var einfaldlega ekki hægt að hafa stjórn á fiskveiðum ríkjanna ,---------r*-. nema með sameigin- legri yfirstjórn ef ekki átti illa að fara fyrir fiskistofnum þjóðanna. Andstæðingar halda í fúareipi Það haldreipi sem Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra, og fleiri halda einna fastast í þegar þeir gera grín að Evrópustefnu jafnað- armanna, það að enga nauðsyn beri til að hugsa nú um aðild því Bolli R. nun komi ekki til greina Valgarðsson af hálfu ESB fvrr en uppúr aldamótum, er fúareipi. Það hefur margoft verið bent á það erlendis að ísland upp- fyllir nú þegar öll skilyrði sem ESB setur þjóðum sem vilja ganga í sam- bandið. Ekki sé því sjálfgefið að island þurfi að bíða eftir að komast inn. Einnig er vert að benda á að skammt er í aldamótin og því ekki seinna vænna en að fara undirbúa sig óg hefja formlega undirbúnings- vinnu að gerð samningsmarkmiða. Að hafa framtíðarsýn Jafnaðarmenn hafa mótað skýra stefnu í Evrópumálum sem mun að sjálfsögðu marka djúp spor í kosn- ingabaráttuna sem framundan er.. Andstæðingar Alþýðuflokksins munu berjast með kjafti og klóm gegn aðild íslands að Evrópusam- bandinu með sömu rökum og þeir börðust gegn aðild landsins að NATO, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin, inngöngu í EFTA og aðild að EESt samningnum. Þeir börðust gegn byggingu álversins í Straumsvík á sínum tíma og hafa engan áhuga á stækkun þess þótt það muni skapa fjölda manna at- vinnu í framtíðinni. Þeir eru andvíg- ir því að íslendingar selji umhverfis- væna raforku til útlanda þótt hún skapi verulegar tekjur sem m.a. myndu nýtast til frekari uppbygg- ingar íslenska velferðarkerfisins. Með öðrum orðum: Stjómarand- staðan og öll sérframboðin sem nú spretta upp eins og gorkúlur um allt eru á móti öllum mikilvægustu hagsmunamálum landsmanna á sama tíma og sjaldan hefur verið jafn brýnt að hefja sókn til nýrra tíma. Ástæðan er sú að þau skortir alla framtíðarsýn. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt á kjörtímabilinu að hann hefur þroska til að bregðast við aðstæð- um hverju sinni með raunsæi. Hann hefur þá framtíðarsýn sem nauðsynleg er til að hægt sé að byggja upp betra og nútímalegra þjóðfélag. Það sýna verk hans í ríkisstjórn. Aðild að ESB er áfangi á þeirri leið, að því tilskyldu að ísland haldi yfirráðum sínum yfir fiskveiðiauðlindinni. Stjórnmála- mönnum, sem hafa ekki aðra stefnu í Evrópumálum en þá að segja að aðild komí alls ekki til greina, hvað sem í boði væri, er alls ekki treystandi til að fara með stjórn landsmála. Alþýðuflokkur- inn hefur alltaf borið hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti og yfirleitt verið á undan sinni samtíð. Dm það vitnar sagan. Höfundur situr í flokksstjórn Alþýðuflokksins. Ferð án fyrirheits ÞVÍ hefur verið haldið fram að sjálfstæðismenn vilji ekki ræða hvort íslendingar eigi að æskja inn- göngu í Evrópusambandið. Það er rangt. Það er ekkert athugavert við það að menn ræði þessi mál og sjálf- stæðismenn hafa aldrei skorast undan því. Spurningin um Evrópu- sambandsaðild er ætíð og ævinlega á dagskrá, rétt eins og aðrar áleitn- ar pólitískar spurningar, sem upp koma í umræðu dagsins. Sporin hræða í umræðunni um aðild að Evrópu- sambandinu hefur langsamlega oft- ast verið vakin athygli á sjávarút- vegsstefnu þess. Bent hefur verið á að stefnan sé algjörlega ósamrým- anleg hagsmunum okkar íslendinga og af þeirri ástæðu einni og sér komi aðild að sjálfsögðu ekki til greina. Það er mikið rétt. Sjávarút- Evrópusambandið er statt á miklum kross- götum, segir Einar K. Guðfinnsson, og eng- inn veit hvert það stefnir. vegsstefna Evrópusambandsins byggist á stofnskrá Evrópusam- bandsins, Rómarsáttmálanum. Það er ljóst að forræði stofnana Evrópu- sambandsins til að setja reglur um skipulag sjávarútvegsmála ná til allflestra þátta. Völd stofnana Evr- ópusambandsins voru aukin mjög við endurskoðun sjávarútvegsstefn- unnar árið 1992. Þetta fengum við raunar staðfest í 'sjávarútvegssamn- ingi Noregs við Evr- ópusambandið á síð- astliðnu ári. Að sönnu fengu Norðmenn um- þóttunartíma. Að hon- um liðnum átti þó for- ræði fiskimanna að vera í höndum yfir- valdanna í Brussel. Þau spor hljóta því að hræða. Menn geta að sjálf- sögðu haft ýmsar meiningar um hvort okkur íslendingum gæti vegnað betur við samningaborðið en frændum vorum í Nor- egi. Það hefur þó ekkert komið fram mér vitanlega sem bendir til þess að okkur tækist að hrinda af hönd- um okkar þeirri kvöð að lúta for- ræðinu frá Brussel. Krafa um minni áhrif smáríkjanna Annað atriði skiptir þó ekki síður máli í þessu sambandi. Hin svokall- aða ríkjaráðstefna Evrópusam- bandsins verður haldin á næsta ári. Búist er við að hún standi í einhver ár, þannig að farið verður að draga all nærri aldamótum, þeg- ar lyktir hennar sjást. Meginmark- Einar K. Guðfinnsson mið þessarar ríkjaráð- stefnu er einmitt að breyta skipulagi Evr- ópusambandsins. Mörgum þykir (og víst ekki að ástæðulausu) að skipulag þess sé all þunglamalegt og óskil- virkt. Fulltrúar stærri ríkjanna telja einnig að áhrif þeirra séu óeðli- lega lítil í samanburði við hin smærri. Krafan um jafnt vægi atkvæða á sér nefnilega líka for- mælendur í höfuðborg- um Evrópu, í Lundún- um, París eða Bonn. Þó að enginn vilji spá um endanlega niðurstöðu í smáatr- iðum, þá velktist enginn í vafa um að niðurstaðan verði sú að vægi smærri ríkjanna muni minnka en hinna stærri aukast að ríkjaráð- stefnunni lokinni. Þá er ljóst að skilmálar til inn- töku nýrra ríkja í Evrópusambandið breytast með ríkjaráðstefnunni og raunar yfírlýst af þess hálfu' að engin ný aðildarríki verði tekin inn fyrr en að henni lokinni. Ferð án fyrirheits Það er ekki síður af þessari ástæðu sem fráleitt sýnist að senda inn aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu. Evrópusambandið er statt á miklum krossgötum og enginn veit hvert það stefnir. Hið eina sem virðist ljóst er að völd smáríkja muni minnka. Að ætla sér inn í 21. öldina á vagni Evrópuhraðlestarinn- ar virðist því vera ferð án skýrra fyrirheita og án þess að hafa minnstu hugmynd um áfangastað- inn. Það hefur verið sagt að eina leið- in til þess að leiða í ljós hvað fá megi út úr samningum við ESB sé að láta reyna á það með formlegum viðræðum. Þetta er alls ekki svo. Við vitum hvað við höfum og ljós er hinn mikli efnahagslegi, pólitíski og félagslegi ávinningur EES- samningsins. Við þekkjum leikregl- ur Evrópusambandsins í málaflokk- um eins og sjávarútvegi. Loks vitum við að Evrópusambandið mun fyrir- sjáanlega breytast í veigamiklum atriðum, smáríkjum í óhag á allra næstu árum. Við eigum því ekkert erindi inn í þetta ferli. Því hlýtur niðurstaða mín að vera sú, að þó spurningin um Evrópusambandsað- ild sé á dagskrá, þá sé svarið við henni núna skýlaust nei. Höfundur erþingmaður Sjáifstæðisflokksins á Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.