Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 2
2 B MIDVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRIL Valdníðsla ráðherra ENN einu sinni hefur ráðherra Alþýðuflokksins tekist að vekja á sér athygli vegna gruns um spill- ingu. í þetta sinn er það umhverfis- ráðherra Össur Skarphéðinsson sem virðist samkvæmt vitnisburði undirmanna sinna hafa beitt fá- heyrðri valdníðslu í málefnum Veiðistjóra. Ráðherrann virðist hafa haft í hótunum við undirmenn sína, en þegar hann er inntur eftir því ber hann við minnisleysi. í því sam- bandi er vert að minna á mun eldri ráðherra sem nú er fyrrverandi ráð- herra, Steingrím Hermannsson, sem bar einnig við minnisleysi og var komið fyrir á stofnun. I upp- hafi umræðu þessa máls fyrir ári hafði Össur fátt annað til málsins að leggja, en kokhraustar yfirlýs- ingar um að valdið væri ráðherr- ans. Nú er annað hljóð í strokknum. Ráðherrann kallar sig vesælan og segir vegið hafa verið að heiðri sín- um sem vísindamanns þegar Arnór Þórir Sigfússon starfsmaður Veiði- stjóra gagnrýndi í nafni Skotféjags Reykjavíkur tillögur Össurar um bann við rjúpnaveiðum. Það. skal tekið fram að rjúpnastofninn heyrir ekki undir Veiðistjóraembættið. Hvernig brást svo Össur við þessari meintu árás á vísindaheiður sinn? Brást hann við eins og visindamað- ur sem hrekur kenningar andmæl- endasinna með vísindalegum rök- um? Ó nei, hann varði vísindaheiður sinn sem ráðherra og rýrði um leið heiður sinn bæði sem vísindamaður og ráðherra. Stjórnmálaferill Össurar er varð- aður stórkallalegum yfirlýsingum sem fylgt hafa litlar efndir. í upp- hafi kjörtímabilsins var lagt fram frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem í ljós hefur komið .að færir hundruð milljóna á hverju ári frá námsmönnum til bankanna svo þeír geti sett þessa peninga á afskriftarreikninga sína sem til- komnir eru vegna pólitískra mis- taka fyrri ára. Þingmaðurinn og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs, Össur Skarphéðinsson, gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar hann sam- Stjórnmálaferill Össur- ar er varðaður stórkalla- legum yfirlýsingum, segir Hafliði Helgason, sem telur Alþýðuflokk- inn spilltasta flokk landsins. þykkti frumvarpið. Þar kvaðst hann myndu beita sér fyrir endurskoðun frumvarpsins á kjörtímabilinu. Sið- an hefur hvorki heyrst frá honum hósti né stuna um þetta mál, enda minnið ekki meira en guð gaf. Þögn hans var tryggð þegar honum hlotn- aðist ráðherradómur. Það er því margt sem bendir til þess að Össur sé ekki ýkja merkilegur stjórnmála- maður og lítt verðugur frama síns. Áður hefur hann verið kallaður mesti vindbelgur íslenskra stjórn- mála, en ég ætla ekki að taka mér þau orð í munn. Hitt er svo annað að reynslan kennir mér að trúa varlega yfirlýsingum hans og því hlýt ég að hallast að því að það séu fyrrverandi Veiðistjóri og starfs- maður hans sem greini rétt frá. Viðbrögð í þinginu benda líka til þess að málið sé ríkis- stjórninni ekki þókn- anlegt rétt fyrir kosn- ingar. Þannig var reynt að þagga málið niður í þinginu, en vegna þess að ekki eru allir þingmenn svín- beygðir undir aga for- ystu flokks síns, mis- tókst það. Spilling felst ekki einungis í því að hygla vinum og flokksbræð- rum með valdi því sem almenningur hefur fengið manni í hendur, heldur einnig með því að misbeita því t.d. með því að beita því þegar vegið er að vísindaheiðri manns. Það að Össur veitti þessum mönnum ákúrur fyrir mál óskyld starfi þeirra gerði hann um leið vanhæfan til að taka svo afdrifaríka ákvörðun um starf þeirra skömmu síðar. Hann hefði mátt vita að sá skammi tími sem leið frá því að hann lét skapsmuni sína dynja á þeim og til þess að hann tók ákvörð- un um flutning starfa þeirra myndi kalla á ályktun um að hann væri að ná sér niðri á þeim. Hann stóð því frammi fyrir tveim kostum sem telja mætti siðlega. Annar var sá að láta óviðurkvæmileg símtöl eiga sig, hinn kosturinn, úr því að hann gat ekki stillt sig um þann fyrri, að láta stofnunina óáreitta. Hvorugan kostinn valdi ráðherrann og er mað- ur að minni fyrir vikið. Hitt verður að vírða óreyndum ráðherranum til vorkunnar að hann skortir fyrirmyndir í flokknum. Al- •^Niv ; Hafliði Helgason þýðuflokkurinn, Jafn- aðarmannaflokkur ís- lands, er, og nú verður Jón Baldvin steinhissa, spilltasti flokkur ís- lands. Þegar ég fullyrði þetta geri ég það ekki útfrá margfrægri höfðatölureglu sem færir kosti og lesti ís- lendinga sem og Al- þýðuflokksins í æðra veldi. Ástæðan fyrir smæð flokksins er ekki sú að stefnumál hans séu vond eða illa gangi að koma sjónarmiðun- um sem hann stendur fyrir til landsmanna, heldur ræðst hún af því að forystu- menn flokksins eru óhæfir til að vinna skoðunum, sem stór hluti þjóðarinnar aðhyllist, fylgi. Árang- ur flokksins í ríkisstjórn hefur ekki heldur orðið sá að nokkur ástæða sé til að falla í stafi. Ekkert hefur þokast til framafara í stórum mál- um eins og landbúnaðar- og sjávar- útvegsmálum. Við sitjum uppi með fjögur ár glataðra tækifæra til að koma efnahags- og viðskiptaum- hverfi frá Færeyjahraðbrautinni í átt til nútímasjónarmiða. Vísa ég í því sambandi til prýðilegrar greina Þorvaldar Gylfasonar í Mbl., um efnahagslegt heilsufar þjóðarinnar. Ef horft er á stefnuskrá Alþýðu- flokksins er ljóst að flokkurinn krefst í orði að siðferði og leikregl- ur samfélagsins verði færðar til betri vegar. Því miður er slík stefna marklaust þvaður í munni forystu- manna sem líta svo á að meginregl- ur gildi um alla, nema þá sjálfa. Þeir sem undanskilja sig á svo af- gerandi hátt frá þeim meiginreglum sem þeir sjálfír boða eru meðal þorra fólks nefndir siðleysingjar. Það er ekki ósanngjörn krafa að siðbótarmenn geri meiri kröfur til eigin siðferðis, en almennt er kraf- ist af þeim sem allir vita að þjóna annarlegum hagsmunum og fara ekki dult með það. Krafan er ekki sú að menn séu ofurmannlegir og geri aldrei mistök, né að þeir gangi berir út í Hafnarfjarðarhraun og berji sig með brenninetlu í iðrunar- skyni. Það er hinsvegar nauðsynlegt að menn komi auga á mistök sín og breyti siðlega í framhaldi af þeim, viðurkenni þau og biðjist af- sökunar á þeim, leiðrétti þau eða segi af sér séu mistökin afgerandi og alvarleg. Til þess að athöfn hafí eitthvert siðferðilegt gildi má hún ekki vera þvinguð, þ.e. fleiri en einn kostur verður að vera í stöðunni. Afsögn Guðmundar Árna var ekki siðferðileg, hann viðurkenndi ekki mistök og átti í raun engra kosta völ. Valdníðsla og yfirklór Össurar Skarphéðinssonar í málefnum Veiðistjóra og lítilmannleg tilraun Jóns Baldvins til að klína ábyrgð á klúðri menningarfulltrúans í Lond- on á sendiherrann, þegar allir vita að menningarfulltrúinn gat þegar honum sýndist sótt umboð sitt beint til ráðherrans og haft skipanir sendiherrans að engu, benda ekki til þess að hér séu stórmenni á ferð. Fordæmi þessa tríós bendir ekki til þess að þeir muni í framtíðinni setja almannahagsmuni ofar sínum eigin. Með því er brostin forsenda þess að þeim sé treystandi til þess að stjórna siðvæðingu íslenskra stjórn- mála. Þess vegna geta heiðarlegir jafnaðarmenn sem eru sjálfum sér samkvæmir ekki kosið flokkinn í næstu kosningum og er illt til þess að vita. HÖfundur er heimspekinemi og fyrrv. stuðningsmaður Álþýðuflokksins. Sinnaskipti Alþýðuflokksins AÐ UNDANFORNU hefur gefið að líta í Morgunblaðinu greinaflokk frá ungkrötum þar sem þeir fjölyrða í löngu máli og mörgum orðum um einlægan áhuga sinn á velferð- bænda og bættum hag landbúnað- arins. Jafnframt virðast þeir hafa fundið óvin bænda „par exellence" þar sem er starfsfólk bændasam- takanna við Hagatorg. Það er í sjálfu sér alltaf gott að hafa skil- greint vandann og geta þannig ráð- ist að rótum meinsins, það er bara að vona að sjúklingurinn ahdist ekki á skurðarborðinu þegar lækn- irinn er tekinn til starfa. Skipulögð útrás Það er greinilegt að það hefur verið gefín dagskipun til fótgö'ngu- liðanna innan flokksins um að reyna að bæta ímynd flokksins gagnvart landbúnaðinum. Jafnframt virðist hafa verið ákveðið að skilgreina sameiginlegan óvin bænda til að beina athyglinni frá raunverulegri stefnu Alþýðuflokksins í landbún- aðarmálum. Staða flokksins er slík eftir afrek flokksins í síðustu ríkis- stjórn að nú er leitað allra bragða til að rétta hlut hans. Svo lángt er gengið að reynt er að afneita stefnu flokksins og fyrri málflutningi for- ystumanna hans í málefnum íand- búnaðarins í örvæntingarfullri til- raun til að ganga í augun á bænd- um. Vandi landbúnaðarins Það er ljóst að landbúnaðurinn stendur frammi fyrir margháttuð- um vanda og þarf í raun ekki að fjölyrða um það. Það er einnig ijóst að mikil ríkisafskipti og forsjár-- hyggja liðinna áratuga eiga þar töluverðan hlut að máli, þar sem of langt var gengið í að hvetja til framleiðslu mjólkur og kindakjöts fyrir ótryggan markað og erfitt er að takast á við breyttar forsendur þegar það er óumflýjanlegt. Á hinn bóginn er rangt að horfast ekki í augu við það að margar greinar Landbúnaðarstefnan verður aldrei endanlega mótuð, segir Gunn- laugur Júlíusson. Hún verður að taka mið af -starfsumhverfí hverju sinni. landbúnaðarins sem hafa framleitt og selt vöru sína án afskipta ríkis- ins berjast við gríðarlega erfíðleika, þar sem bændur hafa látið teyma sig út í taumlausa samkeppni þar sem meiri og meiri verðlækkun af- urðanna var eina vopnið sem hsegt var að beita. Landbúnaður er með þeim sérkennum að innan hverrar búgreinar er yfirleitt framleidd einsleit matvara (vara án sérstakra auðkenna). Sérhver bóndi á því erf- itt með að selja vöru á persónuleg- an hátt, nema með því að lækka verðið. Það leiðir síðan yfirleitt til stjórnlausra undirboða sem hefur það í för með sér að engir tapa meir en bændur. Síðasta dæmið um þetta úr landbúnaðinum eru undir- boð og verðhrun á nautakjöti í fyrra og hitteðfyrra, sem hafði það í för með sér að verð á nau- takjöti hérlendis var töluvert lægra en inn- an Evrópusambands- ins. Framieiðenduf nautakjöts töpuðu hundruðum milljónum á þessu ævintýri og stóðu flestir tekjulaus- ir eftir. Kvótakerfið í landbúnaði er engin óskalausn, frekar en kvótakerfi almennt, heldur er það neyðar- lausn til að forða öðru verra. Með síðasta bú- vörusamningi átti að gera bændum fært að bregða búi ef aðstæður þeirra væru þannig, og bregðast á þann hátt við sölusamdrætti í kindakjöti. Mun minni árangur varð heldur en búist varð við, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sem hefur stóraukist á síðust árum. Þeir bændur sem hefðu að öðru jöfnu hugleitt að bregða búi, höfðu því að ákaflega litlu að hverfa og því einfaldast að reyna að þrauka áfram. Það eru því í raun of marg- ir að ftamfleyta sér á of litlum at- vinnumöguleikum. Er íslensk landbúnaðarpólitík einstök? Það mætti halda eftir máli bændavinanna þriggja sem skrífa í Morgunblaðið 4. og 8. mars að ís- lensk landbúnaðarstefna væri ein- stök og sérstaklega bændafjand- samleg vegna heimsku og mann- vonsku starfsfólks bændasamtak- anna. Þegar horft er á fyrirkomulag á nálægum löndum, þá kemur það í Ijós að fyrírkomulagið þar er næsta Gunnlaugur Júlíusson áþekkt. Á Norðurlöndum hefur ver- ið rakin áþekk landbúnaðarstefna og hérlendis, og jafnvel miklu hag- stæðari bændum hvað varðar stuðning úr ríkissjóði s.s. í Noregi og Finnlandi. Þó er fyrst hægt að alvöru að tala um kvótakerfi í land- búnaði innan Evrópusambandsins, draumsýn alþýðuflokksmanna. Sænskir bændur tóku ákvörðun um að óska eftir inngöngu í EB þegar sænskir kratar voru búnir að brjóta niður skipulagn- ingu í afsetningu sæn- skra búvara og jafn- framt að opna fyrir innflutning búvara frá EB sem eru verðlagðar eftir þrautskipulðgðu samtryggingarkerfi. Eru kratar hafðir fyrir rangri sök? Þremenningarnir gera mikið úr því að alþýðuflokksmönnum séu gerðar upp þær skoðanir að þeir vilji öðrum frekar opna fyr- ir óheftan innflutning búvara og mótmæla því sem fjarstæðu. Nú þekki ég ekki hug allra alþýðu- flokksmanna en veit að innan flokksins er margt vel hugsandi fólk og skynsamt. En hitt veit ég jafnvel að formaður flokksins hefur farið svo offari í árásum sínum á bændur á liðnum árum að hann neyddist til að biðja bændur lands- ins opinberlega afsökunar á mál- flutningi sínum í útvarpsþætti fyrir skömmu. Formaðurinn er náttúr- lega andlit flokksins og talsmaður hans, þannig að hinn almenni flokksmaður verður að axla þær byrðar sem formaðurinn hefur bundið upp á hann með málflutn- ingi sínum. Það er alkunna að for- maður Alþýðuflokksins hefur stefnt að því leynt og ljóst á undanfömum árum að opna fyrir óheftan inn- flutning búvara sem best sást í hinni dæmafáu uppákomu með kjúkl- ingalappirnar umtöluðu hér um árið, að ekki sé talað um skinkuna. Skrifstofublækur í Bændahöllinni!! Einn af bestu vinum bændanna er svo smekklegur að fullyrða það að landbúnaðarkerfíð sé ekki gert fyrir neinn nema „skrifstofublækur í bændahöllinni, sem maka þar krókinn á kostnað bænda, neytenda og skattgreiðenda í landinu". Nú gæti ég að sjálfsögðu tekið upp hanskann fyrir fyrrverandi starfsfé- laga mína og ausið persónulegu skítkasti og heimskulegum orða- leppum yfir blekbera þann sem kemst svo smekklega að orði um það fólk sem vinnur hjá bændasam- tökunum. En það er í sjálfu sér engin lausn, enda þótt það sé kannske enn meiri fjarstæða að reyna að svara slíku orðavali með rökum. Ég vil þó koma því á fram- færi fyrir þá sem það ekki vita, hafandi makað krókinn á kostnað bænda, neytenda og skattgreiðenda á þessum vinnustað í u.þ.b. sex ár að mati besta vinar bændanna, að allar helstu ákvarðanir um starfs- skipulag, verklag og mannafla inn- an bændasamtakanna er á ábyrgð starfandi bænda, sem ættu að hafa þokkalega þekkingu á hvers er þörf í þeim efnum. Landbúnaðarstefnan er í síf elldri mótun Það vita allir sem til þekkja að landbúnaðarstefnan verður aldrei endanlega mótuð, heldur verður hún að taka mið af starfsumhverfi landbúnaðarins hverju sinni, þeim breytingum sem eru að eiga sér stað og munu eiga sér stað í náinni framtíð: Við mótun hennar skiptir mestu máli að vera í lifandi tengsl- um við það sem er að gerast í ytra umhverfi landbúnaðarins og hafa tilfinningu fyrir því sem skiptir mestu máli innan hans. í því sam- bandi verða innantómir frasar og slagorð lítils virði og hverfa því yfirleitt út í loftið eins og kerlingar- eldur, þegar á er tekið. Höfundur erfv. starfsmaður Stéttarsambands bænda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.