Morgunblaðið - 15.03.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 15.03.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 B 3 KOSNINGAR 8. APRÍL Nýtum tækifærin NYSKÖPUN í atvinnulífi með erlendri fjárfestingu hefur verið mikið til umræðu síðustu árin. Fyrir nokkru var hér banda- rískur ráðgjafi með fyrirlestur um markvissar aðferðir til að ná til erlendra fjárfesta. Þessi fyrirles- ari hélt því fram að við íslending- ar þyrftum að beita öðrum og sérhæfðari aðferðum en hingað til. Hann lagði til að við færum í „skæruhernað" á erlenda fjárfesta- markaðinn. Að mínu áliti er þessi hugmynd ráðgjafans allrar at- hygli verð, við erum sífellt að leita að stóra tækifærinu sem á að leysa öll okkar vandamál, með einu stóru álveri eða svo. Ef til vill hefur minni fjárfestamarkaðurinn verið vanræktur af þessum sökum. Þegar við lítum á Kristján Pálsson. liugmynd ráðgjafans um skæru- hernað og leitum í huganum að „vopnum“ til hernaðarins, þá höf- um við af mörgu að taka. Það sem kemur fyrst í hugann er að gera ísland að frísvæði erlendra fjár- festa og orkugarði framtíðarinnar. Frísvæðin Frísvæði eru þekkt um heiminn og hafa gefist vel, þar sem sér- tækra aðgerða er þörf. Á frísvæð- um eru boðin skattaleg fríðindi og styrkir öllum þeim erlendu fjárfest- Framfarasókn felst, að mati Kristjáns Páls- sonar, í kosningasigri Sj álfstæðisflokksins. um sem vilja setja þar upp starf- semi. Þetta eru fýrirtæki sem ekki eru í samkeppni við innlenda fram- leiðendur. Undirritaður hefur unn- ið talsvert að þessum málum og m.a. heimsótt frísvæðið á Shannon á írlandi sem er það elsta í heimin- um. Það er jafnframt það frísvæði þar sem bestur árangur hefur náðst í rekstri frísvæða. Þar vinna í dag við bein og afleidd störf um 100 þúsund manns. Markhópar Markhópar okkar íslendinga þurfa að vera aðilar sem geta nýtt sér auðlindir landsins og staðsetn- ingu þess til markaðssóknar. í því sambandi tel ég að nýta eigi: a) Þekkingu og reynslu lands- manna í sjávarútvegi, s.s. rann- sóknum, þróun, vinnslu og fram- leiðslu. b) Orkugarð. c) Staðsetningu landsins mitt á milli þriggja stærstu viðskipta- svæða heimsins, í Evrópu, Amer- íku og Asíu. d) Hátt menntunarstig þjóðar- innar. e) Fegurð landsins og ómeng- aða náttúru. Fríðindi Svo höfða megi til þessara hópa með árangri þarf að bjóða fríð- indi, þjónustu og aðstöðu sem ekki býðst betri annars staðar í heimin- um. í þessu sambandi hefur komið til tals að ef slíkt frísvæði yrði á Suðurnesjum verði eftirfarandi lagt til grundvallar: 1. Tekjuskattur fyrirtækja verði 0% í 5 ár en hækkaði síðan í 10%. 2. Styrkir verði sambærilegir og á Shannon-frísvæðinu á Irlandi. 3. Fasteignagjöld verði 10% af núverandi töxtum. 4. Leigukostnaður dragist tvöfalt frá til skatts. 5. Fjárfestingar afskrifist tvöfalt hraðar en núverandi lög heim- ila. 6. Frísvæðafyrirtæk- in verði ekki afgirt. 7. Gerðir verði tvís- köttunarsamningar við sem flest lönd. 8. Tollaafgreiðsla verði hröð. 9. Markaðssetning Keflavíkurflugvallar verði undir stjórn frí- svæðisins. Undirtektir fjármálaráðherra Ef næst að vinna eftir álíka stefnu tel ég okkur hafa mikla möguleika. Það sem meira er, fjármálaráð- herra landsins, Friðrik Sóphusson, hefur iýst yfir vilja til að ráðuneyt- ið heimili skattaívilnanir, svo fremi að ekki sé um samkeppni við inn- lenda framleiðendur að ræða. Þessu ber að fagna því þótt þetta mál hafi verið á dagskrá í áratugi þá er þetta í fyrsta sinn sem fjár- málaráðherra er tilbúinn til að veita ívilnanir. „Orkugarður“ Orkuframleiðsla og afhend- ingargeta á Reykjanesi er gríðar- leg og ijölbreytnin um leið. Á Reykjanesi einu er talið að með litlum brfeytingum geti afhending- argeta í raforku orðið yfir 100 megavött. Hér er eina háhitasvæði landsins nálægt byggð með mikla gufuorku sem reynsla er komin á að virkja. Á svæðinu eru 200° heitur jarðsjór sem skapar mikla möguleika til efnavinnslu. Á svæð- inu er stórskipahöfn í Helguvík og alþjóðaflugvöllur á Keflavíkurflug- velli. Svæðið býður svo upp á það dýrmætasta, sem er nálægð við menntað vinnuafl. Sama gildir um svæðið við Straumsvík, þar sem allt er til staðar svo kalla megi það orkugarð. í orkugörðum á að mínu mati að selja orkuna á því verði sem býðst svo fjárfestarnir vilji koma til landsins. Þá skiptir í mínum huga ekki máli hve mörg mills fást fyrir orkuna, heldur er fjár- festingin og atvinnan fyrir fólkið aðalatriðið. Við erum í dag með eina Blönduvirkjun í fullum rekstri svo ekki sé minnst á Kröflu en enga kaupendur að rafmagninu. Betra ísland ísland er land tækifæranna, tækifæra sem fáar aðrar þjóðir geta boðið. Okkur er mikilvægt að nýta þau tækifæri. í kosningayfirlýsingu Sjálfstæð- isflokksins er lögð áhersla á að skapa störf við hæfi vel menntaðs fólks, sem telur sér betra að starfa á íslandi en erlendis. Undir forystu Davíðs Oddssonar er búið að skapa þann grunn sem nýsköpun í atvinnulífi er nauðsyn- leg og ný markaðssókn þarf á að halda. Sá grunnur er lagður með stöðugleikanum. Með góðum kosningasigri Sjálf- stæðisflokksins í komandi kosning- um er hægt að tryggja að sú fram- farasókn sem nú þegar er hafin haldi áfram. Við þurfum á því að halda fyrir „Betra ísland“. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Reykjanes paradís ferðamanna Á UNDANFÖRNUM árum hefur ferðamannastraumur til íslands stóraukist. Ástæður þessarar miklu aukningar eru sjálfsagt margar. Ein þeirra er mikið kynningarstarf, sem fyrirtæki og stofnanir íslenskrar ferðaþjónustu hafa staðið fýrir. Suð- umesin hafa ekki farið varhluta af þessari miklú ijölgun ferðamanna og þeirri grósku sem birtist í ferða- þjónustunni. Suðumesin em einmitt það svæði sem eiga mikla möguleika til að taka við auknum fjölda ferða- manna. Heilsan og Bláa lónið Athafna- og forystumenn í ferða- þjónustu á Suðurnesjum hafa ekki látið sitt eftir liggja í uppbyggingu hennar hér í nágrenni stærsta flug- vallar landsins. Við höfum eignast nokkur glæsileg hótel í Keflavík og Suðurnesin eiga mikla möguleika til að taka við vaxandi fjölda ferða- manna, segir Stefán Tómasson. Njarðvík, ásamt fáeinum gistiheim- ilum á minni stöðum. Eflaust er Bláa lónið sá staður á nesinu sem dregur til sín flesta ferðamenn en þar hefur verið kröftug uppbygging á undanförnum árum. Þar er gisti- aðstaða, veitingahús og baðaðstaða. Heilsufélagið hefur einnig komið sér upp bráðabirgðaaðstöðu þar. Á veg- um félagsins er unnið stöðugt að rannsóknum eins og til- raunum með vinnslu þörunga úr lóninu og þurrkun kísils fyrir psoriasis-sjúklinga. Fé- lagið hefur í hyggju mikla uppbyggingu svæðisins og þróun hugmynda um að færa lónið lítillega frá orku- verinu til að reisa við það meðferðaraðstöðu fyrir sjúklinga. Einnig stendur til að færa bað- aðstöðuna til fyrir allan almenning. Öll gistiað- sfaða annars staðar á Suðumesjum mun njóta góðs af þessum framkvæmd- um sem til stendur að ráðast í og nýting hótelanna aukast samfara ijölgun gesta í Bláa lóninu. Stuttar kynnisferðir - allt árið Ferðamönnum sem hafa hér skamma viðdvöl hefur fjölgað ört undanfarin ár. í sumum tilfellum er hér einungis um að ræða einn sólarhring. Suðurnesin eru besta svæðið á landinu til að taka á móti þessu fólki sé lendingarflughöfnin Keflavíkurflugvöllur. Algengt er að farið sé með þetta fólk hring um svæðið. Farið er til Krísuvíkur, með suðurströndinni til Grindavíkur og endað í Bláa lóninu. Þessum ferðum væri hægt að halda uppi allt árið ef heilsársvegur væri byggður upp frá Grindavík og austur í Krísuvík. Einnig er vinsælt að fara með ferða- menn svokallaðan Reykjaneshring frá Höfnum út að Reykjanesvita til Grindavíkur og endað í Bláa lóninu. Lagfæra þarf einnig veginn þar frá Sjóefnavinnslunni til Grindavíkur. Utan alfaraleiða Fyrir göngufólk hefur þetta svæði upp á mikið að bjóða. Fjöldi gönguleiða er á Reykjanesi eins og Arnastígur, Skipastíg- ur og Selatangar. Einnig er leiðin frá Grindavík norður í Voga stórskemmtileg. Margar gönguleiðir hafa verið merktar í Reykjanesfólkvangi. Svæðið er gósenland fyrir fólk sem ferðast akandi, bæði á fólksbílum og jeppum. Leiðin frá Vatnsskarði með Djúpavatni um Vigdísarvelli niður á Krísuvíkurleið er mjög góð sem dagsferð frá Reykjanessvæðinu. Einnig er erfið- ari jeppaleið frá ísólfsskála um Selvelli bakvið Keili og niður í Kúagerði. Nauðsynlegt er að merkja nokkrar leiðanna utan fólksvangsins en aðrar hafa þegar verið merktar. Aukin tækifæri Ég hef nefnt nokkur atriði sem gera Suðurnesin athyglisverð fyrir ferðamenn. Segja má að svæðið sé fullt af tækifærum fyrir frekari uppbyggingu í ferðaþjónustu. Við þurfum að vinna að hugmyndum og koma auga á einfaldar leiðir og lausnir sem nauðsynlegar eru til þess að það nýtist ferðamanninum. Höfundur skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. Stefán Tómasson „Kvótaeigendur“ og Krókabátar ÞEGAR Alþýðu- flokkurinn kom fyrst með hugmyndina um veiðileyfagjald af afla sjávar ætlaði allt um koll að keyra. Allir aðr- ir flokkar voru á móti því og voru þar Þor- steinn Pálsson og Sjálf- stæðisflokkurinn fremstir í flokki og sögðu að útgerðin þyldi ekki meiri skatta eða álögur og sama sinnis var Kristján Ragnars- son og Co. Eignaskattur Nú vilja Þorsteinn og félagar að útgerðin, eða reyndar aðeins hluti hennar, borgi eignar- skatt af kvótanum og einnig erfðafj- árskatt þegar- svo ber undir. Þetta kemur þá þannig út að krókabátar borga ekki neitt fyrir kvóta sína, því allir þeir ca. 1.000 bátar hafa þann kvóta sameiginlega. Meira að segja er Kristján Ragn- arsson og LÍU ekki svo mikið á móti eignaskatti, allavega ekki eins og þegar tillagan um veiðileyfagjald kom fyrst fram. Kristján Ragnars- son segir að eignaskattur undirstriki eign þeirra á kvótanum og reyndar haga þeir sér eins og þeir eigi hann með því að leigja hann eða selja sín á milli.og láta svo sjómennina borga brúsann með því að draga það af launum þeirra. Er svo einhver hissa á því að kratar vilji binda eign þjóð- arinnar á auðlindum sjávar í stjórn- arskránni? Tvöfeldni Er ekki komið nóg af þessari tvö- feldni. Af hvetju geta menn ekki kallað þetta veiðileyfa- gjald eða auðlindaskatt og tekið eitthvað gjald af öllum seldum afla sem þá færi allur í gegnum fiskmarkaði, t.d. 2% sem þýddi 2 kr. af hveijum 100 krón- um? Þá myndu króka- bátarnir einnig borga fyrir afnot af auðlind- inni en ekki bara „kvótaeigendur“ eins raunin verður með eignaskatti. Oðruvísi kvóti í framhaldi af veiði- leyfagjaldi þyrfti að breyta kvótakerfinu þannig að kvóta yrði úthlutað eins og nú er en banna algjörlega sölu eða leigu á honum og ef menn gætu ekki nýtt sér kvót- ann þá yrði honum einfaldlega út- hlutað til annarra eftir ákveðnum reglum. Ekki veit ég hvort þetta er besta lausnin, en þetta er hugmynd að fyrirkomulagi, sem er örugglega skárra en það sem fyrir er. Það sem fer sérstaklega -í taugarnar á mér er, að menn skuli geta leigt öðrum afnot af því sem þeir ekki eiga, hvað þá heldur selt það eins og nú er gert. Öll heilbrigð skynsemi segir mér og almenningi að þetta geti ekki verið rétt, allavéga getum við ekki selt eða leigt það sem við ekki eigum. Krókabátar Margoft er búið að breyta reglum um krókabáta og þar hefur kerfið verið meingallað, þá sérstaklega að menn gátu mælt bátana niður eins og kallað er, þ.e. mælt t.d. 10 tonna og stærri báta niður fyrir 6 tonn til þess eins að kon'ast á króka- leyfi. Það sem þyrfti að gera er að setja hámarksafía á hvern króka- bát, t.d. 100 tonn. Það ætti að duga til að reka vænlegan krókabát. Allt- of margir veiða þetta 150-350 tonn, þ.e. bátar sem ættu ekki heima í krókakerfinu nema af því að þeir komust inn vegna meingallaðra Nýti menn ekki kvót- ann, segir Hermann Ragnarsson, verði hon- um úthlutað til annarra. reglna. Ég er næstum því viss um að heildarkvóti krókabáta yrði ekki meiri en sá heildarkvóti sem þeir hafa í dag ef reglur yrðu um há- markskvóta á hvern bát. Banndagakerfi Eitt er alveg víst og það er að banndagakerfið, sem nú er í gildi, getur ekki gengið upp fyrir stóran hluta af krókabátum og þá um leið fyrir fjöldann allan af smáþorpum á landsbyggðinni. Banndagakerfið leggst reyndar ekki á með fullum þunga fyrr en eftir 1. september nk. og er ég hræddur um að þá setji margur trillukarlinn sig í stór- hættu þegar róa má í 10 daga í mánuði og það fyrirfram ákveðna daga og skiptir veðurfar þar engu máli. Þá er ég viss um að margur lætur sig hafa það að róa þrátt fyr- ir slæmt veðurútlit. Höfundur er byggingameistari í Keflavík. Hermann Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.