Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRIL 2.000 ný störf strax ATVINNULEYSI hefur verið landlægt síðustu misserin og raunar í tíð ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar. Þessa stundina eru á sjöunda hundrað Dags- brúnarmenn atvinnu- t lausir af um 5 þúsund félögum. Þetta er óvið- unandi ástand og úr því verður að bæta hið fyrsta. Atvinnuleysi er óhæfa. Það eru mann- réttindi að hafa starf, búa við starfsöryggi og fá mannsæmandi laun. Hagfræðikenningar um að hæfilegt at- vinnuleysi sé nauðsynlegt fyrir at- vinnuvegina svo að atvinnurekend- ur geti valið úr fólki og til að halda niðri kjörum eiga upp á pallborðið hjá mörgum frjálshyggjuþenkjandi mönnum og af verkum núverandi ríkisstjórnar má ráða að hún sé þessu sammála. Svo mikið er vist að atvinnuleysi hefur verið viðvar- andi í tíð hennar. Skýr atvinnumálastefna Atvinnuleysið er allri þjóðinni dýrt en kemur ekki bara niður á fórnarlömbum þess. Ennfremur dregur það úr mætti verkalýðs- hreyfingarinnar sem leggur ekki í að beita sér af afli fyrir bættum kjörum launþega af ótta við að fólk falli út af atvinnuleysisbótum með- an á verkfalti stendur. Atvinnuleysi er dýrt, bæði peningalega - í at- vinnuleysisbótum og í formi annarr- ar aðstoðar sem nauðsynlegt er að veita atvinnulausum, m.a. í heil- brigðiskerfinu. Því tel ég að at- vinnumálin hljóti að verða mál málanna í kosningunum framund- an. Þær muni snúast öðru fremur um að útrýma atvinnuleysinu og auka hagsæld. Jóhannes Sigursveinsson Alþýðubandalagið hefur sett fram skýra stefnu í atyinnumálum sem verður framfylgt, nái flokkurinn brautar- gengi til þess. Kjarni hennar er að skapa 2.000 ný störf strax á næstu 12 mánuðum og enn fleiri á næstu árum. Þetta er hægt. Tillögur flokksins, sem kallast einnu nafni Út- flutningsleiðin, eru margþættar en jafn- framt skýrar og í þeim felst að hin nýju störf verða einkum í iðnaði, umhverfismálum og ferðaþjónustu, með því að efla veið- ar á vannýttum sjávarafla og auka fullvinnslu aflans. Þá má nefna Útflutningsleið Alþýðu- bandalagsins er ekkert hókus pókus, segir Jóhannes Sigursveins- son, sem verður til þess að fjárútlát ríkis- sjóðs aukist og hækka verði skatta. samgöngubætur, velferðarþjónustu og í viðhaldi og endurbótum á opin- berum byggingum og mannvirkj- um. Nú er sjálfsagt spurt hvort hér séu ekki bara á ferðinni slagorð. Slíkt átak í atvinnumálum verði ekki gert nema með svo miklum tilkostn- aði að allt fari á skakk og skjön í efnahagskerfinu, ekki síst hjá hinum hrjáða ríkissjóði. Því er til að svara að það er enn dýrara að hafa fólk þúsuridum saman á atvinnuleysis- bótum og flestir geta verið sammála um að það sé skynsamlegra að verja þeim peningum sem í bætur fara til að framkvæma og fjárfesta í þágu framtíðar. I stað þess að hafa tvö þúsund manns á atvinnuleysisbótum sem kostar 100 milljónir króna á mánuði er miklu nær að starfskraft- ar fólks nýtist öllu samfélaginu og þeir fjármunir sem nú fara til at- vinnuleysisbóta fari til framkvæmda í þágu framtíðar. Samvinna stjórnvalda og atvinnulífs Útflutningsleið Alþýðubanda- lagsins er ekkert hókus pókus sem verður til þess að fjárútlát ríkissjóðs aukist og hækka verði skatta til þess að mæta henni. Þvert á móti má líta á hana sem fjárfestingu í framtíðinni, því að markmiðið er að auka verðmæti útflutnings okkar og þar með þjóðartekjurnar. Þetta ætlar Alþýðubandalagið að gera í samvinnu stjórnvalda og atvinnu- lífs. Gera þarf áætlanir í þessum efnum þar sem tillit er tekið til þarfa fyrirtækjanna í landinu og til hagsmuna og markmiða launafólks. Lykillinn að árangri er að byggt sé á markvissri -nýtingu auðlinda okkar íslendinga í okkar allra þágu en ekki bara hinna fáu, eins og við- gengist hefur í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Að lokum: Það hljóta allir að vera sammála því að verulegt átak þarf að gera í atvinnumálum á næstunni og bæta fyrir vanrækslu ríkisstjórnar Viðeyjarfóstbræðra. Alþýðubandalagið hefur sett fram skýrustu stefnuna í þeim málum fyrir kosningarnar og við erum óhrædd við að leggja hana undir dóm kjósenda. Sérhvert atkvæði sem greitt verður G-listanum þýðir fleiri störf - minna atvinnuleysi. Alþýðubandalagið viðurkennir ekki hugtakið hæfilegt atvinnuleysi, að- eins fulla atvinnu fyrir mannsæm- andi laun. Höfundur á sæti í stjórn Dagsbrúnar ogerll. maður á lista Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjavík. Fulltrúar framtíðarinnar Hverjum treystir unga fólkið fyrir framtíðinni? Treystir unga fólkið orðum manna, sem munu verða flokkaðir í íslandssögunni með þeim sem voru á móti öllum framförum? Árið 1905 hópuðust bændur til Reykjavíkur til að andmæla lagningu sæ- símastrengs. 1974 vinnur þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Pétursson, sér það til frægðar að vera á móti litasjónvarpi_ (þessi maður er enn á þingi). Árið 1995 vinna Kvennalisti, Þjóðvaki, Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur sér það til frægðar að vera andvíg- ir samningsviðræðum við ESB, Sjálfstæðisflokícur þorir ekki að taka afstöðu. Alþýðuflokkurinn, jafnaðarmannaflokkur íslands, samþykkir, án nokkurra mótat- kvæða, að sækja beri um aðild að ESB, og að látið verði reyna á samninga. Þessi sami flokkur hefur helst unnið sér það til frægðar í íslandssögunni að berjast ekki að- eins fyrir velferð hins almenna borgara, heldur allra landsmanna. Dyrnar inn í framtíðina Hvað býr í framtíðinni? Auðvitað Baldvin Björgvinsson veit það enginn, en það er hægt að hafa áhrif á hana. Kosningar í lýðræðisþjóðfélagi eru sterkasta aflið sem hægt er að beita á framtíðina. Eitt stærsta atriði komandi kosninga er ESB, ætl- um við að vera með í Evrópusamstarfinu eða ekki. Sagan segir okkur að öll lönd sem loka landi sínu fyrir alþjóðasamstarfi, sér- staklega efnahagslegu samstarfi, verða undir. ESB er valkostur unga fólksins, því það veit að það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær, ísland semur við Evrópusambandið. Flestir vita að því fyrr sem samið er, því betra. Jafnaðarmenn halda dyrunum inn í framtíðina opnum fyrir íslendinga, það verður ekki sagt um aðrar stjórnmálahreyfing- ar. Valkostur unga fólksins Of lengi hefur það loðað við fram- boðslista og alþingismenn að í þeirra hóp hafi vantað ungt fólk. Nú hefur unga fólkið tækifæri til að kjósa framboðslista sem inni- halda fulltrúa unga fólksins. Þetta eru fulltrúar framtíðarinnar, þeir eru á framboðslistum Alþýðuflokks- ins. Þarna er að finna frambjóðend- ur allt frá tvítugsaldri, sem raun- hæft er að fari inn á þing. Þessir frambjóðendur ungra jafnaðar- manna eru fulltrúar framhalds- skólanema og ungs fólks almennt. Nú getur ungt fólk kosið sína full- trúa inn á þing. Ungir jafnaðar- menn eru þekktir fyrir að dansa ekki dáleiddir eftir höfði flokksins, þetta eru hugsjónamenn, þetta eru fulltrúar unga fólksins og framtíð- arinnar. Nú er tækifærið Það er stutt í kosningar, þá gefst tækifæri til að hafa varanleg áhrif á eigin framtíð. Valið stendur um ESB er valkostur unga fólksins, segir Baldvin Björgvinsson, semhérskrifartil stuðnings Alþýðuflokki. íhald og afturhaldssemi, þar sem hagsmunir fjármagnseigenda ganga fyrir öllu, hugmyndafræði hinna föllnu kommúnistaríkja, eða samfélag jafnaðarhugsjónarinnar þar sem allir hafa jafnan rétt. Kosn- ingarétturinn er dýrmætur og vand- meðfarinn, kjósendur verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að kjósa bjarta framtíð eða aftur- haldssama fortíð. Jafnaðarmenn líta til framtíðar, framtíðar í samfé- lagi Evrópu, bjartrar framtíðar fyr- ir börnin okkar. Höfundw er rafvélavirkja- meistari og í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna íKópavogi. Nú skerum við niður hvað sem það kostar A SIÐUSTU árum hefur niður- skurður verið eina svar ríkisstjórn- arinnar við þeim erfiðleikum sem við hafa blasað. Ráðdeildarsemi í rekstri er af hinu góða og víða hefur verið átæða til að taka til í þeim málum. En niðurskurður á niðurskurð ofan án þess að nokkuð sé eftir til að skera niður leiðir aðeins til eins. Það þarf að draga úr þjónustu við þegnana. Það er ásættanlegt að ákveðnu marki en ekki út í hið óendanlega og einn daginn hlýtur að vera komið að þeim endimörkum að meiri niðurskurður þýði meiri útgjöld annars staðar. Spamaður í heilbrigðismálum Hér er minnisstæð grein sem birtist í Tímanum fyrir nokkr- um vikum um mann sem átti við bakveik- indi að stríða. Hans veikindi var hægt að lækna með aðgerð sem er nokkuð ný og þurfti að kaupa ný tæki til að fram- kvæma aðgerðina. Það var ekki hægt að kaupa þetta tæki fyrir nokkurn mun þó það myndi í náinni fram- tíð skila fólki út á vinnumarkaðinn sem annars er óvinnufært. Tækið kostaði 130 þúsund krónur og fjár- magnaði stéttarfélag mannsins og eiginkonu hans kaupin á tækinu og í dag er þessi maður á hröðum batavegi og er þegar kominn í vinnu. En það flest kannski enginn sparnaður í því að skila þessum einstaklingum aftur út á vinnu- markaðinn því við erum hvort sem Nú er svo komið víða á landsbyggðinni, segir Anna Margrét Valgeirsdóttir, að löggæsla er nánast Anna Margrét Valgeirsdóttir í lamasessi. er með atvinnuleysi og þurfum miðað við þá stöðu að fækka fólki á vinnumarkaðinum. Sparnaður sem fólst í því að kaupa ekki tæk- ið kemur ekki til með að skila okkur raunverulegum sparnaði nema kannski á fjárlögum ársins í ár en á næsta ári mun slíkur sparnaður verða étinn upp með lækniskostnaði, lyfjakostnaði, ör- orkubótum eða einhverju öðru og í mínum huga er slíkt ekki sparnaður. Ríkisspítölum bárust þau skila- boð á dögunum að nú skyldi skor- ið niður um 230 milljónir. Stjórn- völdum er alveg sama hvernig það sé gert, bara það sé skorið. Væri ekki vænlegra að vinna með því fólki sem við heilbrigðisstofnanirn- ar vinna? Þeir sem sitja við skrif- borð í ráðuneytunum vita síður hvar er hægt að hagræða en þeir sem eru inni á stofnunum. Að minnsta kosti verður að vinna þessi mál í samvinnu við þá sem eiga síðan að sjá um framkvæmd- ina. Við vitum að víða er hægt að spara og gott dæmi um það er sá sparnaður sem tekist hefur að ná fram í eldhúsi ríkisspít- alanna en þar var það fólkið sjálft sem hefur tekið til hjá sér á mark- vissan hátt en það var ekki gert á skrifborði inni í ráðuneyti. Löggæslumálin Löggæslumálin hafa orðið bit- bein þessarar ríkisstjórnar. Þar hefur verið skorið sem aldrei fyrr og nú er svo komið að ekki er hægt að halda uppi lágmarkslög- gæslu. Líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur eru dag- legt brauð, að vísu hefur verið farið út í að auka löggæslu stórlega um helgar en í miðri viku er einung- is haldið uppi lág- markslöggæslu. Þetta er algjörlega óvið- unandi ástand. Þegar atvinnuleysi eykst og fátækt fer vaxandi aukast félagsleg vandamál. Að sjálf- sögðu verða félagsleg vandamál ekki leyst með aukinni löggæslu og á þeim málum verður vitanlega að taka en það er for- kastanlegt að skera löggæsluna niður við trog á slíkum tímum. Nú er svo komið að víða á lands- byggðinni er löggæsla nánasty lamasessi og einungis í allra stærstu bæjunum sem er verið með löggæslu á nóttunni. Þetta hefur verið að spyrjast út og hafa innbrot á þessum minni stöðum stóraukist. Það er vitað að óprúttn- ir menn fara hringferðir og er oft hægt að rekja slóðina. Þar sem ekki er löggæsla er þetta að sjálf- sögðu gróðavænlegt en spurningin er samt sú hvort þegnarnir hafi ekki heimtingu á því að það sé sæmileg löggæsla til að bjarga hugsanlega því sem þó bjargað verður. Til að löggæsla verði í stakk búin til að taka á þeim málum sem henni er ætlað þarf stóraukið fjár- magn og skilning stjórnvalda á því starfi sem löggæslumenn vinna. í dag er sá skilningur ekki fyrir hendi því miður og oftar en ekki er mikil fyrirstaða í kerfinu til að koma fram breytingum sem væru til batnaðar og fælist jafnvel sparnaður í. Þeim fjármunum sem varið er til löggæslunnar er vel varið og mikið af þeim fjármunum skilar sér beint aftur. Má þar nefna að með bættu umferðareftirliti má koma í veg fyrir slys, ölvuna- rakstur og fleira sem veldur þjóð- félaginu ómældum skaða og kostnaði. Forvarnarstarf getur einnig skilað okkur miklu og hefur forvarnardeild lögreglunnar þegar sýnt og sannað nauðsyn þess þátt- ar í starfinu. Köstum ekki krónunni og spörum eyrinn Hér hef ég rakið tvö dæmi þar sem ég hef á tilfinninguni að oftar en ekki sé verið að kasta krónunni og spara eyrinn. Slíkum molbúa- hugsunarhætti verður að linna til að það verði lífvænlegt að starfa og lifa á íslandi. ráðdeildarsemi er af hinu góða og víða er hægt að spara en það er bara ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er húsmóðir og skipar 4. sæti framboðslista Framsóknarflokksins á Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.