Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ¦-¦-¦:: :¦:¦¦-¦¦;¦:¦ ¦':::.;..:.:::: wgmftftábib 1995 SKVASS MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ BLAÐ c KNATTSPYRIMA Bolton tilbúið að greiða 200 þús. pund fyrir Guðna ALLT er enn óráðið með hvort Guðni Bergsson, landsliðsfyr- irliði í knattspyrnu, gerir samning við enska 1. deildarliðið Bolton. Guðni hefur áhuga á að ganga til liðs við Bolton og Bruce Rioch, fram- kvæmdastjóri félags- ins, vill endilega gera samning við Guðna, samkvæmt upplýsing- um frá félaginu og er tilbúinn að greiða 200 þúsund pund fyrir hann. Vandamálin virðast samt vera nokkur því samkvæmt heimildum frá Bolton vill Valur fá eitthvað greitt gangi Guðni til liðs við Bolton og það flækir málið ef Rioch getur ekki fengið á hreint hverjum hann á að greiða fyrir íslenska landsliðsmanninn. Theódór S. Halldórsson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals, sagði að Valsmenn myndu ekki setja stein í götu Guðna við samningagerð við Bolton. „Við erum að reyna að hjálpa honum að leysa þetta mál, en auðvitað tengist þetta Val því hann fer úr Val. En þetta snýst fyrst og fremst um það hvort Tottenham hafi þriggja ára sölurétt á honum eða hvort Guðni hafi frjálsan sölurétt að hluta til." HANDKNATTLEIKUR Guðjón L og Gunn- ar dæma í Kuwait HANDKNATTLEIKSDÓMARARNIR Guðjón L. Sigurðsson og Gunnar Kjartansson eru í Kuwait, þar sem þeir dæma í úrslitakeppni meistaradeildarinnar þar í landi. Stefán Arn- aldsson og Rögnvald Erlingsson eru í Þýska- landi, þar sem þeir dæma leik Hameln og Gran- ollers í undaúrslitum EHF-keppninnar í kvöld — fyrri leik liðanna. Kim Magnús Nlelsen tekur þátt í Opna breska melstaramótinu í skvassi í Cardiff. Fyrstur íslendinga til að keppa á Opna breska meistaramótinu Þetta veröur rosa- lega spennandi Morgunblaðið/Sverrir I——------------¦ SKVASSSPILARINN Kim Magnús Nielsen verðurfyrsti íslendingurinn til að taka þátt íOpna breska meistaramótinu í skvassi, sem hef st í Cardiff í Wales á morgun, en Kim Magn- ús heldur utan ídag. Kim Magnús mætir Pakistanan- um Mohammad Hafeez í fyrstu umferð undankeppninnar og eigast þeir við á morgun. „Ég veit akkúrat ekkert um þennan Pakist- ana, en veit að þeir eru mjög góðir í skvassi. Sem dæmi má nefna að árið 1993 byrjaði Zarak Khan í for- keppninni en hann komst í gegnum allt og datt ekki út fyrr en í undanúr- slitum. Núna er hann í tólfta s'æti í heiminum og verður meðal kepp- enda núna," sagði Kim Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er mjög jarðbundinn í sam- bandi við þátttöku mína í þessu móti og markmiðið er að vinna ein- hverja leiki. Þetta verður rosalega spennandi og ég gæti best trúað að maður yrði í trans allan tímann, að sjá alla þá bestu. Mótið er það stærsta og sterkasta sem haldið er í heiminum á hverju ári þannig að það má líkja þess við að einhver íslendingur færi að keppa í tennis á Wimbledon. Það hefur verið erfitt að komast inn. Ég sótti um í fyrra en komst ekki inn þá." Kim Magnús æfir skvass sex daga vikunnar í Veggsporti og að undanförnu hefur hann æft enn meira og með stuðningi Skandia og . Einskips getur hann farið á þetta fnót. Hann fer einn á mótið og seg- ir að það hefði verið betra að hafa einhvern með sér, en mörg dýr verk- efni séu á þessu ári og það kosti allt peninga. Hann segir að til standi að halda Norðurlandamót hér á land fljótlega og að alþjóðamótið í febr- úar hafi kostað sitt. Kim Magnús segist ætla að gera sitt besta, en talsvert yfir_200 kepp- endur verða á mótinu. „Eg held ég hafi næga tækni til að standa mig vel en það sem vantar er meiri hraði inn í leikinn og þeim hraða næ ég ekki hér heima," sagði Kim Magnús. KORFUKNATTLEIKUR Keflavíkurstúlkur deildarmeistarar KEFLAVtKUSSTÚLKURtryggðu sér deudarmeistaratitilúra í körfuknattleik kvenna með því að sigra ÍS, 79:33, á heimavelli sínum í gær k vökli. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um deildarmeistaratUinn í kvennaflokki, en Keflavík hefur verið íslandsmeistari kvenna síðustu þrjö árin. „Þetta var mun betra en við bjuggumst við því við misstum þrjár ór byrjunarliðinu okkar frá því í fyrra," sagðí Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, eftir sigurinn i gærkvðldi. „Ungu stuikuraar sem tóku við hlutverki þeirra stulkna sem yfirgáfu okkur hafa staðið sig mjög vel. Við töpuðum aðeins þremur leikjum, fyrir KR, Breiðabliki og Grindavík. Við eigum enn eftir einn leík, gegn KR, í deildinni en úrslit í þeim leik skipta okkur ekki máli, Svo er bara að halda áfram á sðmu braut í Urslitakeppn- inni og taka Islandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð," sagði fyrirliðinn. Keflavík mætir Grindavík í undanúrlitum um f slandsmeistara- titílinn, en í hinum undanúrsiitaleiknum mætast KR og Breiða- blik. Fyrstu leikirnir í undanúrslitum fara fram 24. mars. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki leikur til úrslita og þá þarf þrjá vinninga. BORÐTENNIS: VIKIIMGUR STOÐVAÐ119 ÁRA SIGURGONGU KR / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.